Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 7
JDítgur-CEnmmx Föstudagur 1. nóvember 1996 -19 MENNING O G LISTIR LEIKFÉLAG AKUREYRAR í Álftagerði. Við flygilinn er Stefán R. Gíslason, vel þekktur sem stjórnandi Karlakórsins Heimis. Við hljóðfærið standa, frá vinstri talið, Sigfús, Óskar, Pétur og Gísli Péturssynir. Sigrún Astrós Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30. * Dýriní Hólsaskógi eftír Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 2. nóv. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 3. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 3. nóv. kl. 17.00 MuniS kortasöluna okkar Sími 462 1400 MiSasalan er opin alla virka daga nema mónud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími i miSasölu: 462 1400. Jlagur-tEtmttm -besti tími dagsins! ### Við höfum reyndar aldrei kallað okkur Álftagerðisbræður. Sú nafngift er frá öðrum komin, en við höfum aldrei sett okkur gegn henni. Þetta er svo sem ekkert verra en Dalton- bræður, sem eru í Lukku-Láka bókunum. Nei, hamingjan sanna farðu nú ekki að kalla okkur andlit Karlakórsins Heimis. Við erum bara fjórir þar af fjölmennum hóp góðra félaga,“ segir Pétur Pétursson á Sauðárkróki, tíðum kenndur við Álfíagerði í Skagafirði. Raddprúðir söngmenn í Álftagerði heitir skagfirskur geisladiskur sem mun koma út síðar í þessum mánuði. Þar syngja bræðurnir Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir frá Álftagerði í Seyluhreppi saman sextán lög. Þeir eru fyrir margt löngu vel þekktir um land allt sem raddprúðir söngmenn með Karlakórnum Heimi. Tíð- um hafa þeir sungið dúetta, trx'ó og kvartett með kórnum - og stundum stígur Óskar, sem er yngstur þeirra bræðra, á stokk og syngur einsöng. En aldrei fyrr en nú hefur sameig- inlegur söngur bræðranna ver- ið hljóðritaður og gefinn út. Sjálfir standa þeir að útgáfu geisladisksins, sem vænta má á næstu vikum. Upptökur á plötu Álftagerð- isbræðra hófst sl. vor, en þráð- urinn var svo aftur tekinn upp í haust og verkinu lokið fyrir nokkrum dögum. Það var Sig- Síðar í mánuðinum gefa hinir skagfirsku Alftagerðisbrœður út geisladisk með söng sínum. Sameiginleg- ur söngur þessara brœðra hefur aldrei fyrr komið út á geisladiski, enda þótt þeir séu raddprúðir og landsþekktir söngmenn. urður Rúnar Jónsson, títt- nefndur Diddi fiðla, sem stjórnaði upptökum. Atli Guð- laugsson og Stefán R. Gíslason útsettu nokkur laganna á plötunni fyrir söng bræðranna, en sá síðarnefndi var stoð og stytta þeirra í þessu verkefni. Undir dalanna sól Lögin á plötunni væntanlegu koma xir ýmsum áttum. Meðal annars eru fjögur lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson - meðal annars lagið Undir dal- anna sól, sem þeir bræður hafa víða raulað saman síðustu ár. Þá er einnig að finna á plötunni nokkur erlend lög og ný íslensk lög, sem hvergi hafa áður heyrst. „Við bræðurnir sungum fyrst allir fjórir saman árið 1987, en það var í litlu torf- kirkjunni á Víðimýri við útför föður okkar, Péturs Sigfússon- ar bónda í Álftagerði. Höfum við bræðurnir alloft sungið saman við ýmis tækifæri eftir þetta. Faðir okkar söng í ára- tugi með Karlakórnum Heimi og sömuleiðis söng móðir okk- ar, Sigrún Ólafsdóttir, lengi með kirkjukórnum á Víðimýri. Minningu þeirra hélgum við geisladiskinn. Þannig segi ég að maður hafi alist upp við söng og því er maður einsog maður er,“ segir Pétur Péturs- son - sem kveðst aðspurður hafa mest gaman af söng róm- antískra laga af ýmsum toga. Einhverju þar sem allir geta raulað með, einsog hann orðar það. Allir syngjandi Það er mikið sungið í Skaga- firði, segir Pétur frá Álftagerði. „En staðreynd málsins er kannski sú að hvar sem maður fer um landið er áhugi fyrir söng mikill. Hins vegar er Skagafjörður kannski svolítið sér á báti, því kórstarf hér óvenju öflugt. Hér eru eigin- lega allir syngjandi,“ segir Pét- ur Pétursson. -sbs. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson I kvöld föstud. 1. nóv., laugard. 9. nóv. fimmtud. 14. nóv., sunnud. 17. nóv. Söngleikurinn Hamingjurániö eftir Bengt Ahlfors Laugard. 2. nóv., fimmtud. 7. nóv., sunnud. 10. nóv., föstud. 15. nóv. Ath! Aðeins 4 sýningar eftir. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sunnud. 3. nóv. Nokkur sæti laus Föstud. 8. nóv. Nokkur sæti laus Laugard. 16. nóv. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 3. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 10. nóv. kl. 14. Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Ath. aðeins 5 sýningar eftir. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford í kvöld 1. nóv. Uppselt. Miðvikud. 6. nóv. - Uppselt. Laugard. 9. nóv. - Uppselt. Fimmtud. 14. nóv., sunnud. 17. nóv., föstud. 22. nóv. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Á morgun laugard. 2. nóv. Uppselt. Sunnud. 3. nóv Uppselt. Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmlud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Örfá sæti laus. Aukasýning sunnud. 10. nóv. Athugið að ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan eropin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.