Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 01.11.1996, Blaðsíða 8
I 20 - Föstudagur 1. nóvember 1996 jriagur-(Eíttrtim FOLK O G ICETTIR Barti verður frægur! Kötturinn Barti á Öldugöt- unni er á góðri leið með að verða heimsfrægur í Ameríku! Skyldi engan undra eftir að þessi mynd var send í samkeppni katta um að komast á nýtt dagatal í þeirri stóru (og kattmörgu) álfu. Barti verður „köttur mánaðarins" einhvern tímann árið 1998 og snýr þar með á ótalmarga aðra ketti sem reyndu að öðlast þennan heið- ur. (Samanber „leikfang mán- aðarins" í herratímaritum!) Auglýst var eftir þátttöku á Internetinu og fór myndin sím- leiðis vestur, „eftir það leit ég aldrei um öxl,“ sagði Barti í einkaviðtali við Dag-Tímann, en hann horfir nú til framtíðar og á von á fleiri fyrirsætustörfum. Barti er til heimilis hjá Nönnu og Viðari á Öldugötu. Þess má geta að Barti er bróðir Kára, ritstjórnarkattar Dags-Tímans, sem útvegaði reyndar einkavið- tal þetta við bróður sinn. (Kári fullyrðir að myndin sé æsku- mynd af honum sjálfum, en því er harðlega mótmælt í fjölskyld- unni). Myndin fræga afBarta sem fara mun um víða veröld. Til vinstri er bróðir hans Kárl Stykkishólmur Mynd: Pjetur Það er ráð að leika sér ífótbolta áður en vetur konungur tekur öll völd. Tveir ungir piltar ífótboltaleik fyrir utan Grunnskólann í Stykkishólmi ífallegri haustblíðunni Mynd: Pjetur Vetrardekkin undir Viðar Halldórsson framkvœmdastjóri Gúmmívinnustof- unnar þurfti heldur betur að taka til hendinni þegar - snjóafór í höfuðborginni á dögunum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.