Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Qupperneq 4
16- Föstudagur 15. nóvember 1996 ÍOagmÆtmtim Unðúðaiauót Degi hallar - tíminn líður Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar S Iþeirri merku bók Backlash (Afturkippur, óyfirlýst stríð á hendur konum) bendir Susan Faludi á að í hvert skipti sem jafnrétti hefur verið í sjón- máli hafa andspyrnuhreyfmgar skotið upp kollinum og komið í veg fyrir fullan sigur kvenna. Þessar andspyrnuhreyfingar hafi það markmið að grafa und- an því sem hefur áunnist í jafn- réttismálum til að stöðva sókn kvenna til frekara jafnréttis. Þær staglast meðal annars á því hve skaðlegt sé fyrir börn að vera ijarri mæðrum sínum, hve húsmóðurstarfið er göfugt og gefandi en vinnumarkaðuirinn að sama skapi hættulegur kon- um. Faludi bendir á að áróðurinn sé lævís og beiti fyrir sig blöð- um, tímaritum, útvarpi, sjón- varpi, kvikmyndum og tísku - svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi er Dagur-Túninn að verða helsta málgagn bakslagsins. Þar fullyrðir Friðrik Erlingsson að staðreynd málsins er nefni- lega sú, hvort sem baráttukon- um hkar það betiu- eða verr, að þegar kona verður móðir breyt- ast allar áherslur í hugsun og tilfinningum kvenna. Það er einfaldlega lífefnafræðileg stað- reynd. Andspyrnumenn styðjast við vísindalegar sannanir eins og fyllibytta við ljósastaur. Þess- ar vísindalegu sannanir eru oft- ar en ekki, að sögn Faludis, argasti þvættingur eða þær eru rangtúlkaðar til að styðja vafa- saman málstað andspyrnunnar. Samanber að Dagur-Tímixm ber ítrekað á borð fyrir lesendur sína þá lygi að flestir vilji að tóðir, kona, meyja, meðtak lof og p Friðrik ] Eriinfltwcn I xlrl/ur ■m Iw'islr á pmnm«imu .BrsiaW er þe.sM „!•*& eln* tew k»rl*r ir ri(5* xftmolginlrjft or on. l>»ðl »r t<-« xno wurtofl*.' ’ í>fi bar og vakna mi uj>p vtö psao mnto draum tó þ*r hafa uk- morkuð teogd v« b&rnin s(n. þ*r B©o i scVtarkonná og fsnnsi þavr ver* afl vaiwækja Mmm { vlnnunnl r>* um < víuuu ef þfrr teyfðu íér *ð vera helms. Hv*ð nefr þrtl* ukkur? JÚ. Þð *emr *kkl kt-ai ÍU kðkun* ofi élX h«n». Mr vkipUr < r»un engu hvef*a otskulíRur. í»!ni«>Ksrao» o* hlarlgoður i-ljtmmsðurtnn or. MÁliA snývt um len*v! roMur «« tarns. *o«> eru, hof* vertð o* vrrð* ævinlo** rtorlmri ng miÚNXgkH nu*\ur o« l*rtú fyrUu artó. vrihat «Bt- mæður séu heima hjá börnum sínum. - Þessir flesth voru þriðjungur úrtaksins. Að vísu stór hópur, en ef stunduð væri góð blaðamennska á þessum bæ hefði verið farið ofan í saumana á þessum tíðindum: Hverjir voru í þessum hópi? Hvort voru konur eða karlar í meirihluta? Skar einn aldurs- flokkur sig úr? Var þetta við- horf algengara meðal launa- manna en atvinnurekenda? Var munur á láglauna- og hálauna- fólki? Menntuðu fólki og ómenntuðu? Fólki í dreifbýli eða þéttbýli. Blaðið bauð ekki upp á slíka greiningu heldur lofgjörð til heimavinnandi kvenna. Heimavinnandi karlar virðast ekki fyrirfinnast á út- breiðslusvæði blaðsins. Mætti ætla að blaðið vildi leysa at- vinnuleysið með því að senda konur heim, þær taka jú vinnu af körlum ekki satt? í Degi-Tímanum segir Oddur um landsfund Alþýðuflokksins: Engin kona tók þátt í formanns- kjöri, en kvenfólkið varð þeim mun sigursælla í öllum öðrum kosningum í trúnaðarstöður flokksins. Er það túlkað sem mikill sigur kvenna í jafnréttis- baráttunni. En hveijum skyldi það annars koma við öðrum en þeim framadísum, sem nú hafa hlotið titil í flokksstarfinu? Það virðist ekki hvarfla að Oddi að það skipti máli að konur komist tfi valda í stjórnmálaflokkum - því ég vona að þetta séu valda- stöður. Og hvað meinar hann með því að kalla þær framadís- ir? Vill hann láta kalla sig fram- sóknarfausk? Dagur-Tíminn birtir á heilli síðu ræðu Elínar Hirst þar sem hún úthúðar Kvennalistanum. í leiðinni kom hún upp um sig, hún hefur ekkert fylgst með um- ræðunni síðasta áratug. Það að baka pönnukökur og skipta um dekk er löngu afgreitt mál. Og langt er síðan karlmaðurinn var óvinurinn. Hvort konur komast inn í karlaklíkuna, ef þær vilja vera í henni, eða hvort það komi niður á þeim í starfi að komast ekki í hana og vera sendar einar í Baðhús Lindu meðan piltarnir skemmta sér við að skjóta hunda eða veiða lax, það er aft- ur á móti hákvennapólitískt mál. Ehn var fengin á fund hjá Kvennalistanum til að fjalla um ímynd kvenna í fjölmiðlum en það var auðséð að fyrrverandi fréttastjórinn hafði varla velt henni fyrh sér. Hún benti Kvennalistanum á að kynna sér hvers vegna konum í Noregi hefur gengið svona vel að hasla sér völl í pólitíkinni og reyna að læra af þeim. Hún hafði aldrei heyrt um kynjakvótann sem hef- ur skilað mörgum konum á þing og í ríkisstjóm Noregs. Hefði ekki verið nær fyrir íjöimiðilinn Dag-Tímann að velta því fyrh sér hvaða afleiðingar það getur haft ef þeh sem stýra ijölmiðl- unum eru svona illa upplýstir? Friðrik Erlingsson hefur ráð undir rifi hverju og telur nær fyrir baráttukonur að stofna til verkefnaáætlunar innan fram- haldsskólanna sem upplýsi stúlkur um að þær hafi allan rétt til að vera frjálsar mann- eskjur með sjálfsvirðingu, sterka sjálfsmynd og persónu- legt gildismat. Því vandinn er hjá dætrum baráttukvennanna, þær eru fullar minnimáttar- kenndar og óöryggis, verða barnshafandi á táningsaldri, detta úr skóla, lenda í láglauna- vinnu o.s.frv. Verða srnnsé fórn- arlömb af því að uppeldi þeirra er í höndum óhæfra dagmæðra, leikskóla- og grunnskólakenn- ara. Þetta er skelfileg framtíð- arsýn sem hann boðar stúlkum þessa lands. En hvað með drengina? Er allt í stakasta lagi hjá þeim? Vill Friðrik að feður þeirra sinni þeim betur eða eiga mæðurnar einar allar sök á því ef uppeldi þeirra bregst líka? Og hvers vegna eiga bar- áttukonur að vera að koma þeirri ranghugmynd inn hjá ungum stúlkum að þær séu frjálsar manneskjur ef þær hafa ekkert val? Því eðli þeirra mun jú breytast þegar þær verða mæður og þá eiga þær að vera heimavinnandi. Ekkert ef þarna. Ef þær verða mæður, ef þær vilja vera heima, ef þær hafa fyrirvinnu. Backlash kom út 1991, í apríl-Veru 1992 er ítarleg um- fjöllun um bakslagið. Flokksþing og athygli á er komið að fram- sóknarmönnum að halda flokksþing og er hætt við að þeh muni lenda í vandræðum með að ná at- hygli þjóðfélagsins. Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að halda stórglæslegan landsfund, sem erfitt getur orðið að slá út. Rarmar má kannski segja að Landsfund- ur sjálfstæðis- manna hafi minnt meira á trúarlega sam- komu en stjórnmála- fund, því um- gjörðin var sbk að pólitíkin gleymdist en allt snerist um hinn mikla, ástsæla leiðtoga. Kvennalistinn er búinn að halda landsfund og náði at- hygli þjóðarinnar um skeið þegar allir héldu að flokkur- inn ætlaði að leggja sjálfan sig niður. Svo hættu þær við að hætta, héldu áfram að prjóna og vera til og allir misstu áhugann á þeim. Formaður hættir Alþýðuflokkurinn fór inn á svipaðar brautir til að ná athygli þjóðarinnar í tengsl- um við sitt flokksþing og augljóst að kratarnir lærðu talsvert af því sem Kvenna- listinn gerði. Að vísu varð umræðan ekki um það hvort Alþýðuflokkurinn ætti að hætta að vera til (ekki nema að litlu leyti) heldur snerist umræðan um það hvort Jón Baldvin ætlaði að hætta. Og ófikt því sem varð i^á Kvennalistanum þá hætti Jón Baldvin ekki við að hætta og áhuginn hélst því vakandi fyrir þinginu út í gegn. Krötum hefur meira að segja tekist að halda sér í umræðunni talsvert eftir að þinginu lauk, þannig að þeh geta vel við unað. Hins vegar hefur lítið bólað á slíkum útspilum og Framsóknarflokkurinn hef- ur verið óvenju kyrrlátur það sem af er haustinu. Það eina sem framsóknarmenn hafa uppi í erminni er ef þeir hrista af sér það ámæli að vera taglhnýtingur flialdsins sem ávallt beygi sig undh ægivald þess í stjórnarsam- starfinu. Örlög Alþýðuflokks- ins eru mörkuð þessu dramat- íska stefi aftur og aftur og má segja að flokk- urinn sé þessa dagana einmitt í bitru og sam- anhertu fráhvarfskasti frá Viðeyjarsamstarfinu. Framsókn að hætta? Lánasjóðsmálið er því helsta haldreipi framsóknar þessa dagana. Með því að knýja hressilega á um það mál gætu Frammarar bjargað mannorðinu samhliða því að beina kastljósinu að flokks- þinginu. í ljósi fordæmanna sem hinir flokkarnir hafa gefið er eðlilegt að framsókn gefi fyrirheit um að hætta einhverju til þess að ná at- hygli. Það liggur beinast við að hún hætti þá í ríkissjórn út af LÍN málinu, því fáir myndu trúa að framsókn væri að hugsa um að leggja sig niður og því síður tryðu menn þvi að formaðurinn ætlaði að hætta. Og mismimandi reynsla Kvennalista og krata af þessum „ég hættt" - málum sýnir að betra sé að standa yið hótanir xnn að hætta ef menn vilja fá almenntíega athygli á flokksþing sýi. Garri sér því þann kost vænstan fyrir framsókn að slíta stjórnarsamstarfinu á LÍN málinu til þess að tryggja að flokksþingið veki mikla athygli. GarrL

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.