Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Side 5

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Side 5
jDiigur-®tmhtn Föstudagur 15. nóvember 1996 -17 Getur sofið út alla morgna Hann heitir einfaldlega Rúnar Þór, nýi diskurinn hans Rúnars Þórs Péturssonar enda er hann leiður á því að menn taki nafn diska sem áhendingu um hvað sé nú aðallagið! s g er búinn að vera í ár að vinna þennan disk sem er óvenju langur tími en það er líka meira lagt í þetta núna hjá mér. Lögin eru eins og áður öll á íslensku en ég ætla lfka að taka fimm bestu lögin og syngja á ensku auk annarra fimm sem eldri eru og gefa út á Norður- löndum.“ „Þetta er ífyrsta skipti sem ég þori að setja þetta lag á plötu, - alveg óbreytt. Textinn er eins og þrettán ára strákar skrifuðu hann og lagið eins og þrettán ára strákar sömdu það. “ Eins og áður semur Rúnar öll lögin en bróðir hans Heimir Már Pétursson sér um textana. „Munurinn á textum Heimis og öðrum íslenskum popptextum er að það er eitthvað varið í þá, þeir eru ekki berir. Peir skilja eitthvað eftir hjá fólki. Best finnst mér að vinna með sama fólkinu og hef t.d. verið með mjög góðan trommara í átta ár, Jónas Björnsson. Bassaleikar- ann ættu líka allir sem fæddir eru fyrir 1950 að þekkja en það er Sigurður Árnason.“ Nýi diskurinn er að sögn Rúnars Þórs ekki ólíkur fyrri diskum en melódískari. „Þetta eru róleg og svona „milliróleg" lög og tveir þrfr rokkarar. Laga- smíðin er svipuð en tónlistar- lega séð er þetta melódískasta plata sem ég hef gert og ég trúi því að hún höfði til fólks frá 8 ára til 88 ára.“ Á diskinum er eitt lag sem heitir Engin alsæla og segir Rúnar þar komið sitt innlegg í þeirri baráttu að börnin liggi ekki í dópi og vitleysu. Einnig er þar að finna fyrsta lagið sem hann samdi, Þú og ég. „Ég samdi þetta lag þegar ég var þrettán ára ásamt Erni Jónsyni í Grafík. Þegar við fórum að spila á skólaballi fannst okkur við verða að vera með eitt frumsamið lag. Þetta er í fyrsta skipti sem ég þori að setja þetta lag á plötu, - alveg óbreytt. Textinn er eins og þrettán ára strákar skrifuðu hann og lagið eins og þrettán ára strákar sömdu það.“ Hefur reddast hingað til Allar plötur Rúnars Þórs, tíu stykki, hafa staðið undir sér til þessa sem verður að teljast nokkuð merkilegt á íslenskum markaði. „Ég hef ekki orðið rík- ur af þessu en heldur ekki tap- að neinu. Það fer lítið fyrir mér og hef sem betur fer aldrei far- ið í fyrsta sæti. Með því að fara í fyrsta sæti er þetta búið. Ég sem ekki þannig lög sem allir grípa eins og skot, enda hef ég aldrei unnið eftir vinsældar- ég var ungur. Ég var einu sinni spurður að því í skóla við hvað ég vildi vinna þegar ég væri orðinn stór hklega af því ég var mjög latur að læra. Þá sagðist ég hafa fundið það út. Ég vildi verða tónlistarmaður og geta sofið út alla daga vikxmnar. Sá draumur rættist sem betur fer þegar ég var 14-15 ára, mér finnst allir leiðinlegir á morgn- ana. - Að vísu hef ég ekki verið vakandi á morgnana í 12 ár, hefur þetta breyst eitthvað? -mar formúlum. Ég reyni að láta lög- in mín hafa einhverja merkingu og þannig tónlistarmenn ná aldrei vinsældum einn, tveir og þrír.“ Rúnar hefur spilað um hverja einustu helgi í 12 ár. „Já, þetta var draumastaðan þegar Að öðlast staðfestu í lífinu Mestur hiti í dag var á Kirkjubæjarklaustri er setning sem oft heyrist í veðurfréttunum og eru það orð að sönnu, a.m.k. að mati okkar íbúanna hér. Við hugsum þess vegna mjög hlýlega til okkar manns á Akur- eyri, Gests Einars, sem svo rækilega vekur athygli á veður- blíðunni hér á Klaustri, að þeg- ar svo bregður við að veðrið er slæmt hérna talar hann líka um það með sérstakri tilfinningu, eins og um góða veðrið. Haustið er sá árstími sem mér finnst hvað mest heillandi, með sínum íjölbreyttu litbrigð- um í náttúrunni, dulúðugri birt- unni þegar styttir upp eftir haustrigningxma og sólin gægist í gegnum skýin. Með sólarlag- inu þegar hausthúmið sígur á og kvöldroðinn Htar himininn. Og ekki má nú gleyma stjörnu- björtum haústiióttum með dansandi norðurljósum á himni. Þvílíkri fegurð er vart hægt að lýsa með orðum. Árstíðirnar vor og haust skapa miklar andstæður í nátt- úrunni. í garðinum mínum eru nokkur tré af ýmsum tegund- um. Áhugavert er að fylgjast með þessum merkilegu lífver- um sem trén eru, t.d. hvernig þau vakna af vetrardvalanum á vorin og hvernig þau búa sig undir að mæta vetrinum. Fyrir framan íbúðarhúsið standa tvö reyniviðartré hlið við hlið, nær jafngömul húsinu eða rúmlega 6Ö ára gömul. Annað þeirra er innflutt teg- und, silfurreynir. Hann byrjar aldrei að opna brum sín á vorin fyrr en öll vorhret eru úti. Hitt gamla tréð er íslenskur ilm- reynir. Þrátt fyrir uppruna sinn tekst honum sjaldan að haga sór í samræmi við veðurfarið og um leið og tekur að vora, sem stundum gerist hér snemma, byrjar hann að laufgast þó svo að aðrar tegundir bíði betri tima. Ótrúlegt er þó hvað hon- um tekst að ná sér aftur á strik eftir gönuhlaupið út í vorið og skreytir svo garðinn með ilm- andi blómklösum sínum þegar sá tími kemur. í garðinum eru líka nokkrar alaskaaspir sem á 12 árum hafa náð sömu hæð og öldung- arnir í garðinum og fylla hann af skrjáfandi haustlaufi þegar laufallið byrjar. Þær hafa nefni- lega vit á því að fara ekki of snemma af stað á vorin og stöðva vöxtinn á réttum tíma síðsumars. Hvað skyldu annars vera mörg laufblöð á einni meðalstórri alaskaösp? Og hvað skyldi eitt slíkt tré framleiða mikið af jarðvegi á æfiskeiði sínu? Þessum spurningum og öðrum áhka um líf trjánna er fróðlegt að velta fyrir sér og ef- laust eru til svör við þeim öll- um. í garðinum mínum á ég nokkur tré og runna sem ég hef ræktað sjálf allt frá því að sá fræinu í pott í eldhúsglugganum og þar til plantan var nægilega þroskuð til að vera gróðursett í garðinn. Þessi tré eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Tilfinningin sem því fylgir að hafa ræktað upp tré sem ef til vill verður mörg hundruð ára gamalt er stórkostleg. Hiklaust er hægt að ráðleggja fólki sem þjáist af stressi nútímans að stoppa sig af endrum og sinn- um með því að fara út til trjánna, í það minnsta til að horfa á þau og læra af þeim að halda sig við rætur sínar og öðl- ast staðfestu í lífinu.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.