Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Síða 7

Dagur - Tíminn - 15.11.1996, Síða 7
jOagur-tUtmtmt Föstudagur 15. nóvember 1996 -19 MENNING O G LISTIR Guð er sterkari en draugur Itilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember gefur Félag íslenskra leik- skólakennara út ljóðabók eftir leikskólabörn. i fréttatilkynn- ingu segir: „Stór þáttur í dag- legu starfi leikskóla er málrækt og málörvun og setja ung börn gjarnan hugsanir sínar og upp- lifanir í ljóðaform sem leik- skólakennarar skrá niður.“ Ljóðin í bókinni koma víðs vegar af landinu og þar má sjá afrakstur þess sem yngsta kyn- slóðin leggur af mörkum til að gera dag íslenskrar tungu að hátíðisdegi. Ljóðabókin verður send í alla leikskóla á landinu auk þess sem hún verður til sölu á vægu verði í bókabúðum Máls og menningar, í Skólavörubúðinni og hjá Félagi íslenskra leik- skólakennara. -mar Hér birtast nokkur leikskólaljóðanna: Draugakvæði Draugar eru hvítir í skikkjum eru áferð á nóttunni og stelast inn. Þeir stela peningum, dóti og síma, hrœða fólk og líka börn. Ef maður á nammi þá stela þeir öllu namminu. Ef ég vakna og það er draugur inni þá verð ég hrœddur og bið Guð að reka hann burt því Guð er sterkari en draugur. Svo fela draugarnir sig þegar kem- ur ngr dagur. Höf: 4, 5 og 6 ára börn í leik- skólanum Hlíðarskjóli á ísafirði Ljóð eftir 3 og 4 ára börn Drottning Ég fer út í mýri til hestanna minna. Drottning er stórtfolald sem sýgur mömmu sína. Drottning er svo góð, ég má klappa henni. Höf: Karen, leikskólanum Þykkvabæ Ljóð Strákurinn sá fuglinn á lofti, krummi kominn. Strákurinn tók blómið. Strákurinn tók bí, bí og krumma og var rosagóður. Blómið datt á götuna og bílinn kom og kegrði á blómið. Höf: Ægir Máni, leikskólan- um Brimver Eyrarbakka. Kjarnaskógur Ég fór til Reykjavíkur fór í sund og aftur í sund og aftur í sund, sund síðan fór ég að tjalda og keyra og kaupa leikfangaljón handa mér, syslir mín fékk eitthvað annað dótakíki. Höf: Katrín Jóna. Leikskólinn Flúðir Akureyri Ljóð eftir 5 og 6 ára börn Góður matur Það er sumar hjá Dísu prinsessu. Hún er að labba upp í kastalann til mannsins síns. Hún kallar á þjóninn sem eldar matinn alltaf og biður hann að koma með mat handa manninum sínum og sér. Góður matur. Þeim líður vel að fá svona góðan mat. En stundum kemur hann seint með matinn og þá verða þau reið þegar hann kemur svona seint með matinn. Höf: Helena Guðrún, leik- skólanum Jöklaborg Reykjavík Hestur Þegar ég var í þykjustunni hestur og þá borðaði ég gras í alvörunni. Höf: Jóhann, Stekk Akureyri Litli bróðir Stundum þegar ég geri eitthvað Jlott þá skemmir hann. Stundum gerir hann það sem ekki má. Stundum leikum við saman. Þá er hann góður við mig og klappar mér. Höf: Bjarki, leikskólanum Staðarborg Reykjavík. Tunglið Þegar tunglið er kringlótt, þá er það eins og bolti. Stundum er það mjótt eins og hálf appelsína. IJöf: Bára Sif, Þykkvabæ Leikskólaljóðin sem nú eru komin á bók voru ort víðs vegar um landið. Hér eru krakkarnir á Leikskólanum á Fá- skrúðsfirði ásamt Aðalbjörgu Friðbjarnardóttur ieikskólakennara. Mynd,-gs leikskólanum Salat Það er sumar. Kallinn er að labba úti í bœ. Ilann er að kaupa í matinn. Hann keypti kjöt. Hann keypti salat fyrir krakkana og síðan keypti hann blóm fyrir mömmuna af því hún var lasin. Höf: Hagalín Viðar, leikskól- anum Jöklaborg Reykjavík. Gamla hurðin heima hjá mér. Verður blá á nóttunni draumar fara í gegnum hana. Lyftir grœnum blómum upp til guðs. Höf: Johan Sindri, leikskól- anum Sæborg Reykjavík Hanri er fátœkur, maðurinn. Hann átti engan mat til að borða. Hann átti ekki bíl. Ekki útvarp, ekki hús, ekki tölvu og ekki bœkur. Hann átti engin börn, enga jjölskyldu. Þau dóu öll úr kulda og hungri. Þetta var í útlöndum. Höf: Erla Sif, leikskólanum Staðarborg Reykjavík 4 LiLiþúúianllSatjÉviiiití.iu lnlnlnl litftj (Hllúlji lmRml LsíSbÍí! S íI'SimLJBLa wfil LEIKFELAG AKUREYRAR Leikskólanum Tuttuguþúsundasti áhorfandinn á Stone Free Nú eru fjórir mánuðir liðnirfrá frumsýningu leikritsins Stone free eftirJim Cartwright, sem sýnt hefur verið í Borgarleikhúsinu við fádœma aðsókn. Uppselt hefur verið á allar sýningar verksins til þessa og ríflega 19.600 gestir hafa séð sýninguna. í kvöld er von á að tuttuguþúsundasti gestur- inn skundi í leikhús og verður sá hinn sami heiðraður með blómum og gjöfum frá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Geisladiskur sem gefinn var út fyrr á árinu með lögum úr leikritinu er söluhœstur á ís- landi, hefur selst í 7500 eintökum, Margir sem hafa séð sýninguna hafa kvartað undan því að það vanti nokkur lög úr sýningunni á diskinn. Því hefur verið ákveðið að gefa út Stone Free stuttdisk sem hefur að geyma lokalagið „Love" ásamt þremur lögum sem tekin voru upp lif- andi á sýningunnt Áœtlað er að Ijúka sýning- um á verkinu um áramótin. -mar Sigrún Ástrós Sýning laugard. 16. nóv. kl. 20.30. Síðasta sýning Leikfélag Akureyrar og Tónlistarskólinn ó Akureyri í tilefni af „Degi íslenskrar tungu" Laugardagurinn 16. nóvember nk. „Ég bið að heilsa" Dagskró i tali og tónum byggð ó verkum Jónasar Hallgrímssonar í Samkomuhúsinu kl. 17.15. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjarn Egner Sýningar: Laugard. 16. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 17. nóv. kl. 17.00 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ^íOagur-CEmtmtt -besti tM cb^ins! & ÞJÓDLEIKHÚSTÐ Stóra sviðið ki. 20.00: Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarsonar Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og buningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Örn Árnason, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Eyjólfsson, Harpa Amardóttir. Frumsýning: Föstud. 22. nóv. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 2. sýning: Miðvikud. 27. nóv. Nokkur sæti laus. 3. sýning: sunnud. 1. des. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors í kvöld föstud. 15. nóv. Síðasta sýning. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á morgun laugard. 16. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Laugard. 30. nóv. Ath. Fáar sýningar eftir. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Sunnud. 17. nóv. Laugard. 23. nóv Föstud. 29. nóv. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 24. nóv. Sunnud. 1. des. Síðustu 3 sýningar. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Sunnud. 17. nóv. Uppselt. Aukasýning miðvikud. 20. nóv. Uppselt. Föstud. 22. nóv. Uppselt. Laugard. 23. nóv. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Föstud. 29. nóv. Laus sæti. Athygll er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Uppselt. Sunnud. 24. nóv. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Laus sæti. Laugard. 30. nóv. Örfá sæti laus. Athugið að ekki er hægt að hleypa gest- um inn í salinn eftir að sýning hefst. H H H Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tima. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.