Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Page 2
2 - Miðvikudagur 20. nóvember 1996 íDctgur-^Imtmn Heiti Potturinn Það er mikið spáð í stöðu- veitingar á Ríkisútvarpinu í pottinum þessa dagana. Sagt er að innan stjórnkerfisins, og þó einkum í Sjálfstæðiflokknum, hafi menn nokkrar áhyggjur af að Heimir Steinsson útvarps- stjóri dragi umsókn sína um prestsembættið á Þingvöllum til baka og sitji sem fastast í Efstaleitinu. Fullyrt er að fyrir nokkrum árum hafi hann verið svo gott sem búinn að fá stöðu sjúkrahúsprests í Gautaborg og sýnt því mikinn áhuga, en svo hætt við á síðustu stundu. Ýmsir bíða því með krosslagða fingur, en umsóknarfresturinn rennur út um mánaðamótin... Og í pottinum er einnig full- yrt að ef Markús Örn Antonsson sæki aftur um sína gömlu stöðu sem útvarpsstjóri, eins og flestir gera ráð fyrir, þá verði Björn Bjarnason að víkja sæti, hann sé vanhæfur sam- kvæmt stjórnsýslulögum til þess að skipa Markús útvarpsstjóra vegna þess að þeir séu ná- frændur. Einn pottormur var svo heppinn um daginn að vinna í happdrætti. Hann hafði nefnt það við umboðsmann happdrættisins þegar hann endurnýjaði hvort ekki væri kominn tími á vinning. Umboðs- maðurinn sagði ekkert sjálf- sagðara og viti menn, vinningur féll á miðann. Ekki nóg með það, sami umboðsmaður hafði lofað annarri konu vinningi og það gekk líka eftir, hún fékk einn af þeim stóru þann mánuðinn. Sá í pottinum sem vinninginn fékk telur að hér sé um skyggni- gáfu að ræða. Hann harðneitar hins vegar að gefa upp hver umboðsmaðurinn sé! FRÉTTIR, Forseti íslands Úr hátiðarkvöldverði Margrétar Danadrottningar í fyrrakvöld. Það vakti mikla athygli dönsku pressunnar að Hall- dór Ásgrímsson og Alexandra prinsessa voru sessunautar og virtist fara vel á með þeim. Forsetinn í Danmörku þjóðhöfðingja til að fara yfír Stóra-beltisbrúna milli Sjálands og Fjóns, sem er mesta brúar- mannvirki á Norðurlöndum. í gærkvöldi bauð íslenski forsetinn til kvöldverðarveislu þar sem íslenskir matreiðslumenn elduðu fyrir 150 gesti. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, fór víða um Danaveldi í gær á öðrum degi heimsóknar sinnar. í fyrra- kvöld sat hann kvöldverð í boði Margrétar Danadrottningar, en í gær heimsótti hann ýmis fyrirtæki og varð auk þess fyrstur erlendra Ólafur Ragnar Grímsson skoðar hér framkvæmdir við Stóra-beltisbrúna, en í gær varð hann fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að fara yfir brúna. Ólafur Ragnar skoðaði í gær frameiðslulínu í parket- verksmiðju sem veitir 1000 manns atvinnu og veltir hátt í 13 milljörðum ísl. króna á ári. MyndinGTK Akureyri „Klipptir“ vegna kerílsgalla Maður kom inn á Lögreglu- stöðina á Akureyri í gær- morgun kl. 05.00 að morgni og var harla ósáttur við að klippt hafði verið af bíl hans um nótt- ina vegna vangoldins þunga- skatts. Maðurinn var með kvitt- un í höndunum sem sannaði að hann hafði innt greiðsluna af hendi föstudaginn 15. nóvem- ber, en vegna tæknilegra atriða hefur lögreglan ekki nýjar upp- lýsingar um skuldastöðu farar- tækja nema greitt sé á sýslu- skrifstofunni eða hjá Bif- reiðaskoðun. „Það getur tekið okkur upp í nokkra daga að sjá breytta skuldastöðu ef eigendur öku- tækja greiða með gíróseðli í sparisjóðum eða bönkum. Við viljum ítreka þetta fyrir fólki og jafnframt benda því á að það getur leyst vandann með að setja kvittun á framrúðuna ef fólk hefur greitt," sagði Karl Kristjánsson aðstoðarvarðstjóri í samtali við Dag-Tímann í gær- kvöldi. Bílnúmer fuku af mörgum bílum í fyrrinótt vegna vangold- inna gjalda og voru töluverð brögð að því að bílar væru „klipptir" þótt eigendur þeirra hefðu gert hreint fyrir sínum dyrum. Af þessu skapast eðli- lega óánægja og umstang. „Tekjubókhaldið hjá SKÝRR er alltaf lokað á nóttunni þannig að við getum ekki séð þar hvort búið sé að greiða. Svo sést það e.t.v. um morguninn að skulda- staðan er 0 hjá ýmsum bílum sem við höfum klippt um nótt- ina. Þarna eru vankantar á kerfinu," sagði Karl Kristjáns- son og ítrekaði að lögreglan væri aðeins að framfylgja skyldu sinni. BÞ F RÉ T T A V I BTALIB, Ólöf Helga Þór forstöðumaður neyðarathvarfs Rauða krossins Aðsókn í neyðarathvarf barna og ungmenna hjá Rauða krossi íslands hefur verið meiri það sem af er þessu ári en dœmi eru um áður. Þegar hafa 145 komur verið skráðar en mest hafa áður 133 verið skráðir árlega í athvarfið. Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins, er í fréttaviðtali dagsins. Stóraukin - Hvaða orsakir valda því einkum að ungmenni leita til ykkar? Samskiptaörðugleikar við forráða- menn, vímuefnaneysla og húsnæðis- leysi hjá elsta hópnum, ungmennum um 18 ára aldur. Annars eru þetta oft samvirkandi þættir ásamt ofbeldi.“ - Hvaða hús hefur þessi hópur önnur í að venda en til ykkar? „Þetta er eina húsið þar sem þau njóta aðstoðar fagfólks endurgjalds- laust, en skilyrði fyrir komu þeirra er að þau hafi vilja til að breyta sinni stöðu, geri eitthvað í sínum málum. Hér eru ákveðnar húsreglur, útivist- arstími og bann við vímuefnanotkun svo dæmi sé tekið. - / hverju felst ykkar starf að öðru leyti? „Það er alltaf langt viðtal við komu, við bendum ungmennum á að það sé mikið atvinnuleysi og erfitt að standa á eigin fótum. í sameiningu ákveða síðan starfsmenn og viðkomandi gestur hvert framhaldið verði. Það fer ákveð- ið ferli í gang, t.d. er stundum haft samband við félagsmálayfirvöld, hringt upp á Vog eða Teig, haft samband við aðsókn í ættingja eða fólk í heilusgæsluþjón- ustu.“ - Hve stór hluti þeirra sem fá inni hjá ykkur eru í neyslu? Það eru milli 25 og 30% sem eiga við alvarlegan áfengis- eða fíkniefna- vanda að stríða." - Verður ekki stundum togstreita milli foreldra og starfsemi ykkar? „Það er oft erfitt fyrir foreldra að fá upphringingu frá okkur, við förum að landslögum, það er skylda að láta for- eldra barns sem er undir 15 ára aldri vita af barninu og við látum foreldra eldri barna einnig vita. Oft kemur upp togstreita til að byrja með en fólk áttar sig yfirleitt á kringumstæðum. Eftir mjög stuttan tíma þróast oft mjög gott samband þótt fyrstu viðbrögð geti ver- ið áfall.“ - Sjáiði mikinn árangur af starf- inu? „Já, það er það sem gerir þetta sér- stakt, unglingar koma hér í heimsókn og láta vita af sér mörg ár eftir dvöl sína hér og hafa þá náð taki á sínu lífi. Það er það sem styrkir okkur í að halda hér áfram, þau segja mörg hver að þau hafi heyrt það fyrst hér að þau athvarfið sjálf ráði sínu lífi og taki sjálf sínar ákvarðanir um framtíðina" - Það hefur verið mikið annríki í ár. „Já, mjög mikið, en það verða alltaf sveiflur. Stundum hafa komið tímar þar sem við höfum hugleitt hvort okk- ar sé ekki lengur þörf og þá fyllist allt, en þetta er óvenju slæmt núna. Við starfrækjum jafnframt trúnaðarsíma sem opinn er allan sólarhringinn og höfum fengið meira en 30.000 símtöl sl. 8 ár.“ - Þarf að bregðast við breyttu þjóðfélagi, hvað þennan aldurshóp varðar? „Já, við höfum töluverðar áhyggjur af stöðu 16-18 ára unglinga í dag, þar hefur orðið breyting á sl. ár. Þau fá mörg ekki vinnu þannig að þau geta ekki séð fyrir sér. Fyrir 10-15 árum gátu strákar farið á sjóinn og bjargað sér frá 16 ára aldri, stúlkur fóru aðrar leiðir en atvinnumöguleikar eru orðnir miklu minni núna, auknar kröfur. Þennan hóp þarf að styðja sérstaklega og jafnvel er spurning um að hækka sjálfræðisaldurinn." BÞ

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.