Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Síða 9
jDctyur-Œmtmrt
Mtðvikudagur 20. nóvember 1996 - 9
Lýðræði duttlunganna í s veitar stj órnum
Sveínn
Guðmundsson
skrifar
Eftir því sem tíminn færist
nær nútímanum þá verða
öll stjórnunarstörf flóknari
og tölvurnar eru að kaffæra allt
í pappírsflóði. Nú þarf að hafa
bréf upp á allt, enda er enginn
maður með mönnum nema að
hann hafi bréf upp á það.
Ungur vinur minn spurði mig
hvort ég taiaði ensku og ég
kvað nei við því. Ungi maðurinn
horfði á mig og spurði hvernig
ég gæti taiið mig menntamann
og tala ekki einu sinni ensku.
Ég sagði að ég hefði ekki talið
mig í þeirra hópi. Hann hefur
sniðgengið mig síðan.
Frá því ég var ungur og fram
á ehiár hef ég komið náiægt
sveitarstjórnarmálum og hef
frekar haft ánægju af þeim fé-
lagsskap en leiðindi. En ef mað-
ur starfar með því hugarfari að
vænta aldrei þakklætis fyrir þau
störf, þá geta þau gefið dálitla
þekkingu og gleði.
Nú eru störfin orðin flóknari,
vegna þess að pappírsflóðið
hefur aukist og vegna lágþrýst-
ings í stjórnkerfinu og afstöðu
mánans.
Sú tilhneiging hefur færst í
aukana að stækka sveitarfélög-
in og þá hefur fylgt í kjölfarið
að fjölga mönnum í hrepps-
nefndum. Petta gerir störf við-
komandi hreppsnefndar sein-
virkari og árangurinn eykst
ekki við ijöida nefndarmanna.
Hreppsnefndir ráða sér sveit-
arstjóra, sém stundum vill verða
þannig að þeir stjórna hrepps-
nefndum og hreppsnefndir viija
svo kenna sveitarstjóranum um
alit sem aflaga fer.
Hvað er þá til ráða?
Pað er tvennt sem í hugann
kemur.
Fækka sveitarstjórnarmönn-
um í sveitum, bæjum og borg.
Byrja á að haida námskeið
„Fækka sveitarstjórnar-
mönnum í sveitum,
bæjum og borg. Byrja á
að halda námskeið eftir
hverjar sveitarstjórnar-
kosningar, svo að verð-
andi sveitarsfjórnarmenn
viti hvað þeir eigi að gera.
Það þarf að kenna þeim
að taka sjálfstæðar
ákvarðanir og geti þeir
ekki lært það, þá eiga
þeir ekkert erindi í
sveitarstjórnir.“
eftir hverjar sveitarstjórnar-
kosningar, svo að verðandi
sveitarstjórnarmenn viti hvað
þeir eigi að gera. Það þarf að
kenna þeim að taka sjáifstæðar
ákvarðanir og geti þeir ekki
lært það, þá eiga þeir ekkert er-
indi í sveitarstjórnir.
Sumir haida að það sé lausn-
in að fá sér sveitar- eða bæjar-
stjóra og þá sé aiiur vandi
leystur. Ef svo er, þá þurfum við
ekki sveitarstjórnir og kjósum
bara sveitar- eða bæjarstjóra,
sem velur sér starfsmenn.
Hvert er þá hlutverk sveitar-
stjóra, bæjarstjóra eða borgar-
stjóra? Undir þeirra stjórn er
gerð fjárhagsáætlun fyrir nýtt
ár. Hlutverk sveitarstjórna er
að sjá um að þeirri áætlun sé
framfylgt eins vel og kostur er.
Auðvitað þarf að vera liður fyrir
óvæntum útgjöldum, en sá liður
viil oft gleymast.
Sveitarstjórnarmenn verða
að hafa það hugfast að þeir eru
fulltrúar alira í viðkomandi
byggðariagi. Þá skiptir engu
hvort meirihlutinn telur að við-
komandi hafi kosið þá eða ekki.
Nú eru listakosningar í tísku
og kýs þá meirihlutinn sér odd-
vita og ræður sveitarstjóra.
Sveitarstjórnarmenn eru full-
trúar ákveðins hóps, sem valdi
þá í framboð.
Ef sundurþykkja kemur upp í
meirihluta, þá er það orðin
venja að hlaupa í fangið á
minnihlutanum og mynda nýjan
meirihluta. Sé litið á máhð frá
siðrænu sjónarmiði, þá er þetta
alröng leið, sem komin er frá
gamaldags stjórnunarsýki.
Dæmi: Hópur fólks býr til
lista með ákveðinni stefnuskrá
og þessi hópur nær meirihluta.
í skjóh þess að fólk muni vart
fram yfir kosningar um hvað
„Nú kemur upp ósætti.
Þá er það vepjan að þeir
óánægðu fara í fýlu og
hlaupa í fangið á and-
stæðingnum og mynda
nýjan meirihluta.“
það var að kjósa, þá vinnur
hreppsnefndarfólk eftir sínum
geðþótta.
Nú kemur upp ósætti. Þá er
það venjan að þeir óánægðu
fara í fýlu og hlaupa í fangið á
andstæðingnum og mynda nýj-
an meirihluta.
Ef komið er upp ósætti í
meirihluta, hvað er þá tU ráða?
Svar: Kalla saman fund með
þeim, er að framboði Ustans
stóðu, og ræða þar fyrst málin.
Náist ekki sættir, þá ber hinum
óánægða eða óánægðu að biðj-
ast lausnar.
Það eru bara svik við kjós-
endur að hlaupa yfir tU and-
stæðinganna án þess að tala við
þá sem studdu þá til framboðs.
Hér þarf að skerpa á sveitar-
stjórnarlögum.
Auðvitað ber meiri- og
minnihluta að taka tillit hvorum
til annars, en meirihluti má
aldrei vera ábyrgðarlaus. Hins
vegar getur aldrei ráðið duttl-
ungalýðræði í sveitarstjórnar-
málum.
Með auknum verkefnum
verður sveitarstjórn að ráða sér
sveitarstjóra, bæjarstjóra eða
borgarstjóra. Hlutverk þeirra er
að undirbúa fundi og vinna að
verkefnum, sem sveitarstjórnir
hafa markað. Ef sveitarstjórnir
nenna ekki eða geta ekki tekið
ákvarðanir, þá eiga þær að átta
sig á vanhæfni sinni og annað
hvort taka sig á og fara að
hugsa rökrétt eða taka sér frí
frá sveitarstjórnarstörfum.
Veist þú, lesandi góður,
hverju var lofað fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar? Hvar
„Það eru bara svik við
kjósendur að hlaupa yfir
til andstæðinganna án
þess að tala við þá sem
studdu þá til framboðs.
Hér þarf að skerpa á
sveitarstjórnarlögum.“
eru Shkir loforðalistar til sýnis?
Áttu þinn loforðalista?
Skoðanir innan hóps geta
verið skiptar og eiga að vera
skiptar, en hópurinn getur
aldrei brugðist þeim heitum
sem hann gaf fyrir kosningar
og ætlaði að vinna eftir, kæmist
hann til valda.
Höfundur er fyrrum bóndi, kennari og
sveitarstj órnarmaður.
Úrræði í áfengismálum
Halldór
Kristjánsson
skrifar
Af ýmsum tilefnum hef ég
í blaðagreinum bent á
hve mikill aflvaki kúl-
túrs áfengi er meðal vestrænna
þjóða og harma þá firru sem
gripið hefur suma ábyrgustu
menn að leyfa sér að kalla
áfengi fíkniefni eins og væri það
kókaín eða annað verra eitur-
lyf. Slíkt er eingöngu til þess
falhð að rugla fólk og ekki síst
ungmenni."
Þessi orð eru tekin upp úr
grein sem dr. Gunnlaugur Þórð-
arson birti í Morgunblaðinu 14.
ágúst s.l. í sömu grein segir að
„vín er mannasættir, ef vel er
með það farið“.
Hér er komið að undirstöðu-
atriðum og rætt um það sem
ræður afstöðu og viðhorfum
margra til áfengis. Því þykir
mér gott að halda umræðunni
áfram frá þessum tilvitnunum.
Áfengi og fíkniefni
Það er langt gengið að neita því
að áfengi sé fíkniefni. Nærri
liggur við að segja megi að allir
viti að áfengi er fíkniefni. Sam-
einuðu þjóðirnar, heilbrigðis-
stofmm þeirra, mun naumast
telja svo forhertan mann við-
talshæfan. Áfengi og tóbak eru
fíkniefni. En svo skikir með
þeim að áfengi er vímuefni,
sem tóbakið er ekki.
Ekki langar mig til að hæla
tóbakinu, en ég hlýt að játa að
engar fréttir berast af því að
kallað sé á lögreglu í heimahús
þó að þar sé verið með tóbak.
Hins vegar eru mörg dæmi þess
’að lögregla sé kvödd til vegna
ófriðar þar sem áfengis er
neytt. Um svo alkunnar stað-
reyndir þarf ekki fleiri orð.
Áfengi er óþarfi
Ég hef sagt það áður og segi
það enn að ég hef aldrei séð
mig hafa ástæðu til að öfunda
nokkurn mann af áfengi eða
neyslu þess, en hins vegar vor-
kennt þeim og aumkvað. Svo
marga glaða stund hef ég átt
með bindindismönnum, að ég
hef mikla reynslu af því að
áfengi er engin nauðsyn á
gleðistundu.
Auðvitað hef ég séð menn
hýra og hressa yfir áfengi, en
það breytir ekki þeirri skoðun
minni að áfengi sé óþarfi.
„Aflvaki kúltúrs"
Mér er ekki ljóst hvað átt er við
þegar talað er um „aflvaka kúl-
túrs“. Ég held þó að orðið kúl-
túr sé þarna notað fyrir orðið
menning. Og mörg munu vera
til dæmi þess að menning þrífist
og blómgist áfengislaust. Dokt-
orinn veit líka að til eru „skít-
buxar“ og „vanmetagemsar“
„sem koma óorði á áfengi“.
Mannskæður óþarfi
Áfengið er ekki bara óþarfi, það
er hættulegur óþarfi, mann-
skæður óþarfi. Þess vegna erum
við á móti því. Við viljum sneiða
hjá því manntjóni sem það
veldur.
Frá því sögur hófust hafa
menn vitað að áfengi var við-
sjált. í Hávamálum er sagt að
ekkert sé verra veganesti en of-
drykkja öls. Svo mætti lengi
telja.
Menn hafa verið að reyna að
fara „með áfengi á mannsæm-
andi hátt“ eins og dr. Gunn-
laugur segir. Þær tilraunir hafa
jafnan tekist misjafnlega og
alltaf verið áfallasamar.
í umgengni við áfengið er
tryggast og farsælast að láta
það afskiptalaust. Það sýnir
löng reynsla.
Mannasættir
íslensk tunga hefur sitt að segja
um áfengi, sættir og samkomu-
lag. Ilún hefur, studd aldagam-
alli reynslu, búið til orðið saup-
sáttir um þær sættir sem áfeng-
ið gerir. Orðið saupsáttur merk-
ir ófrið og ósamkomulag.
Reynsla íslensku þjóðarinnar af
áfengi gagnvart sáttum og sam-
komulagi speglast öll í orðinu
saupsáttur. Um það þarf ekki
fleiri orð.
Hvað er framundan?
Dr. Gunnlaugur segir að áfengi
verði „ekki útrýmt úr þjóðfélög-
um vestrænnar menningar“.
Víst eru engar horfur á að svo
verði í bráð. Hins vegar vitum
við að mjög er misjafnt hvernig
er farið með áfengi, hve oft og
hve mikið er drukkið, hversu
mörg heimili og félög hafna
áfengi. Á vissum svæðum og
vissum tímum hefur náðst tölu-
verður árangur í bindindisátt.
Svo gæti enn orðið.
Mér virðast meiri líkur til
þess að fólk hafni áfengi alveg
en allir gæti hófs í meðferð
þess.
Við getum náð árangri
Við Gunnlaugur vitum báðir að
sitthvað mætti betur fara í
áfengismálum hér á landi.
Hann talar um „vanmeta-
gemsa“ og „skítbuxa" sem komi
óorði á áfengið. Ekki veit ég
gjörla hvort hann kann einhver
ráð þessum aumingjum til
hjálpar.
Ég sannfærðist ungur um
það að eitthvað í líkamlegri
gerð manna ylli því að áfengi
næði misjöfnum tökum á þeim.
Fíknin yrði misjafnlega sterk.
Menn sem ekki neyttu áfengis
slyppu við ámæli eins og skít-
buxanafn meðan svo væri, ef
þeir drukku var friðurinn úti.
Þegar páfinn stóð fyrir al-
þjóðlegri ráðstefnu um áfengi
og önnur vímuefni, mætti þar
þáverandi dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna. Hann benti á
að baráttan gegn áfenginu yrði
að ná inn á heimilin og skólana
og margskonar félög og hvar-
vetna stefna að því að eyða eft-
irspurninni.
Þessu er ég sammála. Vörn
gegn vímuefnunum er bindind-
ishreyfing sem nær inn á heim-
ilin og mótar félagsskap ungra
manna.
Þannig má ná árangri sem
mörgum verður að liði, þó að
áfengi verði ekki útrýmt að
fullu.
Bindindishreyfing getur
bjargað mörgum.
llöfundur er skáld.