Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Síða 3
|Dagur-‘®mrám
Miðvikudagur 20. nóvember 1996 - 3
F R É T T I R
Bókaútgáfa t;., , 'y !:. ■ Lögskráning
Forsetinn feitasti bitinn
í jólabókaflóðinu
AUs er von á þremur bók-
um sem tengjast nafni
Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta íslands, nú á
næstunni. Herra forseti sem
Pálmi Jónasson hefur ritað,
Bessastaðabækur sem hafa
birst í Alþýðublaðinu að undan-
förnu og er n.k. gríndagbók
Berts og í þriðja lagi Forseta-
bókin sem stuðningsmenn Ólafs
Ragnars hafa staðið að til að
grynnka á 18 millj. kr. skuldum
framboðsins. Karl Th. Birgisson
og Einar Karl Haraldsson hafa
tekið þá bók saman. Er eins-
dæmi að þrír aðilar með ólíkum
formerkjum sjái sér hagnaðar-
von í skrifum um forseta ís-
lands og það strax á fyrsta
stjórnarmisseri hans.
Bók stuðningsmanna Ólafs
Ragnars fjallar einkum um
kosningabarátfuna sjálfa og
mun hún kosta 7.900 kr. stykk-
ið og fylgir árituð mynd með og
barmmerki. Vilyrði mun þegar
liggja fyrir að kaupendur henn-
ar verði um 3000 þannig að
ætla má að velta hennar borgi
upp skuldir framboðsins og
e.t.v. gott betur. Dagur-Tíminn
spurði Pálma Jónasson hvort
ekki væri verið að bera í bakka-
fullan lækinn með þremur bók-
um um Ólaf Ragnar Grímsson?
„Ég efast um það og þessi út-
gáfa mín er ekki stíluð gegn
einum né neinum. Þessar þrjár
bækur eru mjög ólíkar að eðbs-
fari þótt þær íjalli um sama
manninn og höfði að vissu leyti
til sama kaupendahóps. Ef
menn vilja vita um eitthvað
annað en kosningabaráttuna þá
kaupa þeir bókina mína.“
Pálmi segir „Herra forseti“
Er einsdæmi að þrír
aðilar með ólíkum
formerkjum sjái sér
hagnaðarvon í
skrifum um forseta
íslands og það strax
á fyrsta stjórnar-
misseri hans.
HERRA ^
FORSETI
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON
ekki hreina og klára sagnfræði,
enda hafi hann starfað á blöð-
um undanfarin 7 ár og bókin sé
ekkert síður skrifuð út frá aug-
um blaðamannsins. „Ég notast
mikið við blaðaskrif, ummæli í
tímaritum og Alþingistíðindum.
Það er öðruvísi að skrifa um
mann sem stendur í stjórn-
málabaráttu nútímans en t.d. á
19. öld.“
Hefur höfundurinn fengið
viðbrögð frá forsetaniun sjálf-
um? „Óbeint. Hann fékk sent
bréf strax í sumar um að þessi
vinna væri í gangi og honum
var boðin öll samvinna um
hana. Síðan fékk hann handrit-
ið til yfirlestrar og útgefandinn
talaði við hann. Mér skilst að
engar athugasemdir hafi verið
gerðar. Ég hef unnið þessa bók
í samvinnu við marga sem hafa
lesið hana yfir, bæði vini hans
og reyndar andstæðinga líka.
Þeir hafa verið sáttir, hvort sem
þeir koma úr röðrnn samherja
Ólafs Ragnars eða ekki. Ég ótt-
ast ekki að bókin ýfi upp nein
sár eða skapi einhver leiðindi.
Sjálfur hef ég engar skoðanir í
þessari bók,“ segir Pálmi Jón-
asson sagnfræðingur.
Bók Pálma sem bókaforlagið
Una gefur út mun koma til með
að kosta um 3.400 kr. en Dag-
ur-Tíminn hefur ekki heimildir
um verðlagningu Bessastaða-
bókanna. BÞ
Lögum frestað
í annað sinn
Ríkisstjórnin hyggst fresta í
annað sinn gildistöku
laga um lögskráningu sjó-
manna. Samkvæmt þessum lög-
um er það sett sem skilyrði fyr-
ir lögskráningu að sjómenn hafi
sótt námskeið hjá Slysavarna-
skóla sjómanna. Ástæðan fyrir
frestiminni mun vera trassa-
skapur sjómanna að sækja
þessi námskeið í tíma og því
fyrirséð að margir mundu
verða reknir í land að öllu
óbreyttu.
' Samgönguráðherra kynnti
frumvarp til breytinga á gildis-
töku laga um lögskráningu sjó-
manna á fundi ríkisstjórnar í
gær. Upphaflega stóð til að lög-
in kæmu til framkvæmda í árs-
byrjun í ár en því var slegið á
frest af sömu ástæðu og nú er
gert. Samkvæmt áformaðri
frestun er stefnt að því að lögin
taki gildi 1. janúar 1998. Til-
gangur og markmið þessara
laga er viðleitni til að draga úr
slysum sjómanna og auka
þekkingu þeirra og færni til að
bregðast rétt við þegar óhöpp
verða á sjó.
„Á sama tíma í fyrra voru
yfirfull námskeið í desember og
núna keyrir um þverbak. Það
eru allir að hringja og glóandi
línur,“ segir Halldór Olesen yfir-
vélstjóri á Sæbjörgu, skólaskipi
Slysavarnaskóla sjómanna. -grh
Akureyri
Jafnaðarmenn
Umferð hleypt
á göngugötu
Langar umræður urðu í
Bæjarstjórn Akureyrar í
gærkvöld um tillögu
bæjarráðs þegar samþykkt
var að verða við erindi kaup-
manna við göngugötuna, um
að gerð verði tilraun með um-
ferð bifreiða um göngugötuna
tímabundið fram til aprílloka
1997.
Hreinn Pálsson (A) taldi til-
raunina allt of dýra og að hún
bjargaði engu, allra síst nú þeg-
tir nær drægi jólum og búast
mætti við aukinni umferð um
miðbæinn og t.d. sölutjöldum í
göngugötuna. Valgerður Hrólfs-
dóttir (D) spurði hver ætti að
meta tilraunina, það væri ágætt
að gera tilraun en hún ætti ekki
að vera án markmiðs. Þröstur
Ásmundsson (G) taldi nauðsyn
á takmörkun umferðar um Gró-
fargil og Guðmundur Stefáns-
son (B) spurði hvort það væri
óeðlilegt að sinna óskum meiri-
hluta kaupmanna við göngugöt-
una um bílaumferð. Þórarinn B.
Jónsson (D) vildi láta skoða það
hvort hagkvæmt væri að fela
hagsmunaaðilum framkvæmd
bflaumferðar um göngugötuna
og hann varpaði fram þeirri
hugmynd hvort ekki væri rétt
að fylla upp í Skátagilið norðan
Oddagötu og gera það að bif-
reiðastæðum sem væru án
gjaldskyldu næst Oddeyrargötu.
Það leysti nokkuð skort á bfla-
stæðum í miðbæ Akureyrar í
stað þess að byggja þar rándýr-
an skrúðgarð sem óvíst væri
hverjum kæmi að notum.
Sigurður J. Sigurðsson (D)
taldi rétt að skoða hvort ekki
væri rétt að koma einnig upp
Rétl að athuga hvort
hagkvæmt er að fylla
upp í Skátagiiið og
gera þar bflastæði í
stað rándýrs skrúð-
garðs sem óvíst væri
hverjir nýttu, sagði
Þórarinn B. Jónsson,
bæjarfulltrúi.
eftirágreiddum bflastæðum
handan Skipagötu, það lengdi
dvöl viðskiptavina í göngugöt-
unni. Hann taldi að eftir breyt-
ingar á Ráðhústorgi í núverandi
mynd hefði dregið úr umferð
gangandi fólks inn í göngugöt-
una. Þórarinn E. Sveinsson (B)
vakti athygli á því að greinar-
gerð skipulagssstjóra Akureyr-
arbæjar um bflaumferð um
göngugötuna væri fjarri því að
vera hlutlaus eins og gera ætti
kröfu til um greinargerðir frá
embættismönnum bæjarins. Af
þeim sökum skorti á að hún
væri eins fagleg og eðilegt væri.
Tillaga um tilraun með um-
ferð um göngugötuna var svo
samþykkt með 7 atkvæðum
gegn 2 en 2 sátu hjá. GG
\
; '|
Þeir höfðu um margt að ræða Hafnfirðingarnir Ingvar Viktorsson, Magnús Árnason og Akureyringurinn Gísli
Bragi Hjartarson. Mynd: Pjetur
Um 440 fleiri
atvinnulausir
Skráð atvinnuleysi sam-
svarar tæplega 5.000
manns án vinnu allan
októbermánuð, eða 3,7%
mannaflans.
Fjölgunin var rúmlega
440 eða um 10% milli mán-
aða, sem skiptist nokkuð
jafnt mifli kynja og lands-
hluta.
Atvinnuleysi er enn mest
á höfuðborgarsvæðinu, eða
4,4% borið saman við 2,8%
á landsbyggðinni. Meðal
karla er munurinn mjög
mikill, þar sem 3,1% karla á
höfuðborgarsvæðinu vantar
vinnu en aðeins 1,4% á
landsbyggðinni (frá 0,9% til
1,8%). Konur eru hins vegar
hlutfallslega flestar (7,7%)
án vinnu á Suðurnesjum og
næstflestar (6,1%) á höfuð-
borgarsvæðinu. Ný tíma-
bundin atvinnuleyfi voru
nærri 140 í október, eða 2-3
sinnum fleiri en aðra mán-
uði ársins.
Formlegur
sairniinga-
fundur
Þetta var góður og gagnleg-
ur fundur og þessu verður
haldið áfram,“ sagði Árni
Þór Sigurðsson, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í viðræðum
stjórnarandstöðuflokkanna um
samstarf í næstu kosningum.
Fyrsti fundurinn var í gær og
var farið yfir stöðu mála og
ákveðið að hittast aftur fljót-
lega. Á fundinn mættu auk full-
trúa Alþýðubandalagsins, fólk
úr Alþýðuflokki, Kvennalista og
Þjóðvaka.