Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Side 7
JDagur-'Œmtmn
Miðvikudagur 20. nóvember 1996 - 7
ERLENDAR FRETTIR
Versta slysaár flugsögunnar
Aengu ári flugsögunnar
hafa svo margir farist í
flugslysum sem á yfir-
standandi ári, sem er þó ekki
liðið. Tala þeirra, sem farist
hafa í flugslysum á árinu, er
þegar komin eitthvað yfir 2000.
Þetta upplýsti fyrir fáum
dögum Robert Mdinnis, forseti
Alþjóðasambands flugmanna.
Skammstöfim nafns þeirra
samtaka á ensku er IFALPA.
1986 versta slysaárið
fyrir 1996
Sviðsljósum fréttamiðla var
undanfama daga beint með
meira móti að flugslysum, eink-
um vegna flugslyss sem varð
Baksvið
Dagur Þorleifsson
skammt vestur af Nýju-Delhi,
höfuðborg Indlands, í s.l. viku.
Þá fórust rúmlega 350 manns.
Slysið varð er saudiarabísk
júmbóþota og flugvél frá Ka-
sakstan, sem fyrr hafði verið í
eigu sovéska flugfólagsins
Aeroflot, rákust á. Fréttamenn
hafa fyrir satt að slys þetta sé
eitt af fimm þeim mannskæð-
ustu í flugsögunni til þessa.
Um þrjú af hverjum ijórum
flugslysum verða af völdum
mannlegra mistaka, eins og það
er orðað, lætur Mdinnis hafa
eftir sér.
Áhyggjur fara vaxandi út af
því að í öryggismálum í flugi sé
ekki allt sem skyldi. ICAO, al-
þjóðlega flugmálastofnunin,
tekur þann vanda svo alvarlega
að hún hefur í undirbúningi
sérstaka ráðstefnu háttsettra
aðila um þetta viðfangsefni.
Mannskæðasta slysaár flug-
sögunnar fram til þessa árs var
árið 1986, en þá fórust um
2000 manns í flugslysum. Á
þessu ári hafa sem sagt eitt-
hvað fleiri farist nú þegar, en
enn er ekki vitað nákvæmlega
hve margir. Hjá ICAO og IF-
ALPA virðast menn nú sam-
mála um, að flugslys séu orðin
svo tíð að ekki sé verjandi að
láta lengur hjá h'ða að reyna að
gera eitthvað róttækt til bóta á
þeim vettvangi.
Sívaxandi flugumferð
Sem eina af ástæðunum til auk-
innar slysatíðni bendir Mdinnis
á það að flugumferðin verði sí-
feflt meiri. Þess vegna sé þörfin
á aðgæslu og endurbótum í ör-
yggismálum viðvíkjandi flugvé-
laumferð sívaxandi. Mannlegu
mistökin, sem talið er að valdi
þremur af hverjum íjórum flug-
slysum, gera flugmenn, flugum-
ferðarstjórar, vélamenn o.fl.
Fjórðungur slíkra slysa verður
af völdum bilana eða gaUa í
tækni, Ulviðra, hryðjuverka og
fleiri ástæðna.
Öryggismálin viðvíkjandi
flugi eru verst á sig komin í
þróunarlöndunum, á heUdina
Utið. Bágast er ástandið í þeim
efnum í Afríku og Suður-Amer-
íku, en Indland hefur ekki held-
ur ýkja gott orð á sér í þessu
samhengi.
Víða um heim er það orðin
regla, eða aUt að því, að útbúa
flugvélar með sérstökum út-
búnaði, ætluðum gagngert tU að
koma í veg fyrir árekstra.
Saudiarabíska flugvélin, sem
fórst við Nýju-Delhi, var með
þann útbúnað eftir því sem best
er vitað, en ekki vélin frá Ka-
sakstan.
Illskiljanlegt
hrognamál
Val Eggers, nýhættur sem for-
stjóri flugmálastofnunar danska
ríkisins og nýkominn heim frá
ICAO-ráðstefnu í Montreal í
Kanada, segir í viðtali við
danska blaðið PoUtiken að vera
kunni að áreksturinn við Nýju-
Delhi hafi orðið vegna þess að
Yfir 2000 manns
hafa farist í flug-
slysum á árinu
1996, eða fleiri en
nokkru sinni fyrr á
einu ári í flug-
sögunni. Mannleg
mistök eru talin
völd að þremur af
hverjum fjórum
flugslysum.
flugumferðarstjórar hafi sagt
flugmönnunum rangt til um í
hvaða hæð þeir ættu að fljúga,
eða þá að flugmennirnir hafi
ekki skilið hvað flugumferðar-
stjórarnir sögðu þeim. En þegar
þetta var ritað var enn ekkert
vitað með vissu um orsök
árekstursins.
Að sögn Eggers kvarta
danskir flugmenn oft yfir því,
að flugumferðarstjórar í sum-
um landanna í Afríku, Asíu, í
fyrrverandi Sovétríkjum og t.d.
í Grikklandi séu margir svo illa
mælandi á ensku, alþjóðamál-
inu í flugumferð, að úr viðleitni
þeirra til að tala þá tungu verði
oft illskiljanlegt hrognamál.
Aðrir benda á að þar sem svo
sé geti gert illt verra ef flug-
mennirnir, sem við flugumferð-
arstjórana tala, eru einnig illa
mælandi á ensku. Eigil Kragh,
formaður stéttarfélags danskra
flugmanna, segir að þesskonar
hafi getað valdið misskilningi
milli flugumferðarstjóra og
flugmanna við Nýju-Delhi er
umrætt slys varð, en flugmenn
frá fyrrverandi Sovétríkjmn séu
ekki þekktir að því að vera góð-
ir í ensku.
■■ •; :•■■ ■
||
í
mw
s®
á innimátningu
gljásfig 10
Verb:
1 lítri 499
4 lítrar 1996
10 lítrar 4990
!Plðstmdir4ita í bobl
KAUPLAND
KAURANai
Simi 462 3565 ■ Fax 4611öS|
Slökkviliðsmenn á vettvangi eftir flugslysið við Nýju-Delhi: yfir 350 fórust.
Framsókn
í 80 ár
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
1916-1996
24. flokksþing Framsóknarmanna
Hótel Sögu 22.-24. nóvember 1996
Dagskrá:
Föstudagurinn 22. nóvember 1996
Kl. 9.15 Afhending þinggagna
Kl. 10.00 Þingsetning
Kórsöngur
Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum
Kl. 10.10 Kosning þingforseta (6)
Kosning þingritara (6)
Kosning kjörbréfanefndar (5)
Kosning dagskrámefndar (3)
Kosning kjömefndar (8)
Kosning kjörstjómar (8)
Kl. 10.30 Skýrsla ritara
Kl. 10.45 Skýrsla gjaldkera
Kl. 11.00 Mál lögð fyrir þingið
Skipan í málefnahópa v/ nefndarstarfa
Umræður um skýrslur og afgreiðsla þeirra
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.15 Yfirlitsræða formanns
Kl. 14.15 Almennar umræðu
Kl. 16.30 Nefndarstörf-starfshópar-undimefndir
Laugardagurinn 23. nóvember 1996
Kl. 09.00 Almennar umræður, framhald
Kl. 11.00 Afgreiðsla mála - umræður
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.15 Kosningar:
Fulltrúar í miðstjóm samkv. lögum
Kl. 13.45 Opin afmælisdagskrá í
Háskólabíói
Kl. 16.15 Nefndarstörf - starfshópar - undimefndir
Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal
Sunnudagurinn 24. nóvember 1996
Kl. 10.00 Afgreiðsla mála - umræður
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.20 Kosningar:
Formanns
Varaformanns
Ritara
Gjaldkera
Vararitara
Varagjaldkera
Kl. 14.00 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá
tæmdri
Tímasetning dagskráliða kann að taka breytingum fram að flokksþingi.