Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Qupperneq 8
8 - Miðvikudagur 20. nóvember 1996 PJÓÐMÁL Jlagur-®TOmm JOagur- ÍEtmímt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./l’safoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Klám eða list? Hvorugt í fyrsta lagi Nýleg fordæmi eru fyrir þvf að ráðherrar fjölmenni í skoðunarferðir. Er nú svo komið að ráðherralímúsín- urnar standi í röðum fyrir utan búllur til að dóms-, fé- lags- og menntamálaráðherra (sem verða auðvitað að taka hinn listræna forsætisráðherra með sér) getið veg- ið og metið hvort nektardans sé list eða klám? Hvaða ruglumræða er komin í gang? Og hvers konar aula- fyndni með tvíræðu dónóbrosi er þetta með að „hafa ekki kynnt sér af eigin raun“ eitthvað bla bla? Og svo asnast „ábyrgir“ ijölmiðlar til að spyrja list- og dansfag- urfræðinga! Hvaða fíflaþjóð er hér saman komin? Málið er einfalt: Hér í fásinninu voru allir búnir að fá leið á „undirfatasýningum“ á herra- og dömukvöldum þar sem glærgelgjulegar stelpur með fyrirsætudrauma sýndu „æsandi" nærbuxur og viðhengi frammi fyrir vandræðalegum léttkenndum smáborgurum. Fluttar voru inn heimsvanari og ekki alveg jafn blöðrubólguleg- ar sýningarstúlkur sem ýktu dillið og fóru alveg úr - því hér í landi einhæfra atvinnuvega er ekki til fagþekking. Ef einhverjum fmnst gaman að horfa á þetta í umkomu- leysi sínu þá á að innheimta venjulega skatta af því, og fylgja settum reglum um skemmtanir á almannafæri. í þriðja lagi Sp utó Er nektardans list eða klám? Árni Johnsen alþingismaður Nektardans getur ver- ið listdans og einnig klám. Ég hef séð dans fáklæddra kvenna víða um heim, flest af því hefur verið hægt að flokka undir dans eða listdans en svo er það spurningin hvar blygðunarsemin tekur við, það hlýtur að vera per- sónulegt mat hvers og eins. Sumt af svokölluðum nekt- ardans er bara hluti af því sem menn sjá í ballettum, það skilur aðeins á milli hvort fólk er klætt eða nak- ið. Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Nektardans er nú nær klámi en list myndi ég segja. Spurningin er hvenær dans af þessu tagi ofbýður siðferðis- kenndinni og hvenær er tímabært að grípa inn í. En það verður líka að beina sjónum sínum að áhorfend- um, menn eru alltaf að elt- ast við vændiskonur en ekki karlana sem nota þær. Annars er mjög gamaldags að eltast við svona fyrir- bæri svo framarlega sem dansinn er innan ákveð- inna marka. ♦ Garðar Kjartansson eigandi Óðals Þetta er skemmtiatriði hjá okkur sem fólk liefur áhuga á að sjá og borgar fyrir. J'á hlýtur það að gleðja augað. Ég hef séð gjörning frá Listahátíð þar sem nakinn maður stóð kyrr og það flokkaðist sem list. I Stone Free núna er fólk allsbert og leikrit flokkast undir list er það ekki. Ég vil miklu frekar horfa á atriði eins og við bjóðum upp á en sjónvarp- ið eitt kvöld, þar sem 100 manns eru drepnir. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður g get svarað því með einu orði: KLÁM. Sagtuwí^ Ef við þetta klobbastand á klásúlan: „hver sá sem með lostafullu athæfi særir blygðunarkennd annars manns“, eða einhver viðlíka, þá verður þessi annar maður bara að halda sig við nærbuxnasýningarnar og korselettin. Hitt er svo brýnt rannsóknarmál hvort ekki sé brotið illa á þessum inníluttu starfsstúlkum. Pær njóta engrar félagsverndar, spyrja má um laun og launaleysi, trygg- ingar, öryggi og önnur vinnuréttarmál. Öll umræðan hefur beinst að þeim eins og um væri að ræða pest á saklausum mörlanda, þegar nær væri að athuga grun um stórfelld réttarbrot og arðrán á innfluttu vinnuafli. Páll er réttlætismálaráðherrann. Stefán Jón Hafstein. V_________________________________________________________) Kýs þjóðkirkjufólk bara poka- presta eftir annarlegum sjón- armiðum????? „Mikilvægt er fyrir þjóð og kirkju að prestar fái notið hæfni sinnar, menntunar, reynslu og prests- hæflleika, - en séu ekki valdir eftir annarlegum sjónarmiðum.“ - Rök Baldurs Kristjánssonar biskups- ritara gegn prestskosningum í Degi- Tímanum eiga skilið að birtast a.m.k. tvisvar. Spurning hvort verra er.... „Eða þá að menn vantar skammarheiti yfir allt það sem þeim er ekki að skapi - sumir nota þá sósíalisti, aðrir tala t.d. um „framsóknarmenn allra flokka“, sem hefur verið nokk- uð vinsælt líka eftir að SÍS fór sömu leið og Sovétríkin,“ - segir Árni Bergmann á Sjónarhóli Vikublaðsins. Öll góð áform mistakast....... „Allar hreyfingar mistakast - fé- lagslegar, trúarlegar, póhtískar. Og ósigrar þeirra eru því stærri sem metnaður þeirra er meiri. Pað er sama hvort litið er til frumkristni eða siðbótar, upplýs- ingastefnu eða pólitískrar þjóð- ernishyggju, sósxalisma, bylting- arsinnaðs eða þróunarsinnaðs femínisma eða græningjahreyf- inga: Allar rísa þær hreyfingar af ótvíræðri þörf en engri tekst það sem áformað var á hugljóm- unarskeiði upphafs þeirra,“ - sagði Árni Bergmann einnig. Matur....og grœnmeti.....? „Já, hiklaust. Það (grænmeti) er gott MEÐ matnum," - svaraði Birgir Grímsson spurningu DV um hvort hann mundi borða meira grænmeti ef það væri ódýrara. Upplyfting í skammdegmu egar skammdegisdrunginn leggst yfir, finnur Frónbúinn sér sitt- hvað til dundurs til að lyfta sál- artötrinu upp úr þeim doða sem fylgir myrkri og kulda. Áður fyrr urðu kvöld- vökurnar með upplestri og rímnakveð- skap að duga, en nú er úrvalið meira og hreint frábært. Það bregst aldrei að þegar sá árs- tími skellur á, að sólin rétt slefar yfir sjóndeildarhring örfáar klukkustundir á dag, að þjóðmálaumræðan Qörgast og eru málefnin ekki af lakara taginu. Á meðan aUt er í ani á Alþingi við að koma einhverju viti í íjárlagafrum- varpið eða hreinsa úr því vitræna kafia, ef þeir fyrirfinnast þar, eru hin merkustu mál tekin til umræðu þar. Mikil dægrastytting er af umræðum um stúlkur, sem bera sig á búllum og kváðu gera það gott. Stjórnarandstaðan vill fá að vita hvort þetta eru listakonur eða klám- stelpur. Kvennaflokkskonur vilja fá úr því skorið hvort þetta sé kvenfólki bjóð- andi og fjármálaráðherra er inntur eft- ir hvort íiann fái eitthvað af þeim pen- ingum, sem stungið er milli fóta meyj- anna þegar þær stunda atvinnu sína. Á ráðherraplani Félagsmálaráðherra er ekki viss um hvort títtnefndar stúlkur eigi að til- heyra Starfsstúlknafélaginu Sókn eða Bandalagi íslenskra listamanna. Menntamálaráðherra er ekki dómbær um hvar skilin milli listar og dóna- skapar liggja og for- sætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um málið vegna ijar- veru. Enn hefur ekki komið til kasta utan- rxkisráðherra að taka afstöðu, en líklegt er að hann þurfi að útlista hvort það brýtur í bága við milliríkjasamninga að banna út- lendum listakonum, eða Sóknarkon- um, að starfa hér á landi að sýningum á sjálfum sér. Enn er ekki farið að blanda tjáningarfrelsinu í málið, en dómsmálaráðherra mun þurfa að svara hvort það brjóti í bága við hegn- ingarlög að strákar horfi á stelpur og hugsi kannski eitthvað dónalegt á meðan. Nóg kjöt er á beinunum enn og mun þetta einstaka hugðarefni Ríkisút- varpsins og Alþingis endast eitthvað fram á jólaföstu, eða eins lengi og eitt- hvað er til að japla á. Gamalt mál tekur sig upp Flottasta skammdegismálið f fyrra er nú að taka sig upp aftur og á vafalítið eftir að ylja mörgum um hjartarætur áður en birta tekur á ný. Djöfulgangurinn í Langholtssókn er að ná sér á strik eftir stórglæsileg tilþrif og síðan nokkra lægð eftir að fyrrver- andi presti þar var skaffað stærsta brauð sem sögur fara af, síðan Djunki leið. En hans sókn náði yfir allt norð- urhvel jarðar, að skipan páfa. Davx'ð Oddsson afhenti Flóka aðeins rxki Evr- ópusambandsins sem eina af sóknum hinnar evangelísk-lútersku þjóðkirkju. Þegar nú er búið að velja nýjan prest í Langholtssókn, var aðferðin ekki rétt að áliti safnaðarbarna og vilja þau nú að prestur verði kosinn öðru- vísi. Er gengið hús úr húsi og safnað liði, því Langholtssöfnuður getur ekki þrifist nema í fylkingum, andstæðum auðvitað. Hér er enn og aftur hið efnilegasta skammdegismál á ferðinrú og er afar spennandi að bíða þess hver spilar í Langholtskirkju á jólum, hver syngur og hver þjónar fyrir altari og hver leggur út af jólaguðspjallinu. Eða hvort það verður yfirleitt messufært í trú- fastasta söfnuði landsins. En Lang- holtssöfnuður mundi ekki leggja á sig allt það erfiði og píslir, sem óróann skapa, nema af sönnum trúarhita. Það er engin hálfvelgja í því safnaðarstarfi. Sameining allra sannra jafnaðar- manna er gott skammdegismál, sem góðrar dægrastyttingar má vænta af og er öruggt að því lýkur ekki á góu. En vonandi verður búið að fá einhvern botn í beru stelpurnar þá, því of mikið má af öllu góðu gera.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.