Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Síða 10

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Síða 10
10- Miövikudagur 20. nóvember 1996 ,3Dagur-(IIínrám HANDBOLTI • Dregið í 8-liða úrslit Evrópumótanna KA og Stjaman eiga mögu- leika en róðurinn verður þungur Leó Örn Þorleifsson, línumaður KA, tekinn föstum tökum á línunni í leik gegn Amiticia. HANDBOLTI Geirmeð gegnDönum Flest bendir til þess að Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verði með í leikjunum gegn Danmörku. Geir hefur átt við meiðsl að stríða í baki, en hann lék með liði sínu Montpellier gegn CSKA Moskva í Evr- ópukeppninni um helgina. Geir var reyndar aðeins með í varnarleiknum en hann er á batavegi og verður að öll- um líkindum í landsliðs- hópnum sem Þorbjörn Jens- son mun tilkynna á morgun. Gullaldariið í KA-heimilinu Einn leikur í Bikarkeppni HSÍ fer fram í kvöld. KA tek- ur á móti B-liði Víkings í KA-heimilinu og hefst leikur liðanna klukkan 20. B-lið Víkings er skipað þekktum köppum eins og Steinari Birgissyni, Kristjáni Sig- mundssyni og Páli Björg- vinssyni, svo nokkrir séu nefndir og líklega á ekkert annað félagslið á landinu eins marga landsleiki að baki, en þeir munu vera ná- lægt 150 að meðaltali. Víkingur tapaði með eins marks mun fyrir ÍBV í keppninni í fyrra og þess má geta að liðið reyndi að fá Viggó Sigurðsson, þjálfara þýska liðsins Wupperthal, til að leika með liðinu í kvöld. Víggó komst ekki, en hann gaf Víkingum loforð um að hann mundi leika með liðinu í næstu umferð í staðinn. íkvöU 1. deild karla: HK-Selfoss kl. 20:00 Fram-FH kl. 20:00 Haukar-ÍBV kl. 20:00 ÍR-UMFA kl. 20:00 Grótta-Valur kl. 20:00 1. deild kvenna: Haukar-Valur kl. 18:15 KNATTSPYRNA Atli til UBK Atli Knútsson, markvörður sem var með Leiftursliðinu í fyrra, hefur ákveðið að ganga til liðs við 2. deildar- lið Breiðabliks. Hann tekur við stöðu Harjurdin Card- aklija sem mun standa í marki Leifturs næsta sumar. i i iimiDDoDad Hamar félagsheimili Þórs: Ath. breyttur opn- unartími í vetur: 12.00 - 22.00 virka daga 10.00 - 18.00 laugardaga 13.00 - 18.00 sunnudaga Nýi opnunartíminn tók gildi 18. nóvember Hamar sími 461 2080 Gjaldkeri KA enn grátandi yfir væntan- legum ferðakostnaði * slensku liðin fengu erfiða andstæðinga þegar dregið var í átta liða úrslit Evrópu- mótanna í handknattleik í gær- dag. KA mætir Fotex Veszprém frá Ungverjalandi í Evrópu- keppni bikarhafa og Stjarnan leikur við Academica Octavio Vigó frá Spáni í EHF-keppninni. Þjálfarar íslensku liðanna, þeir Alfreð Gíslason hjá KA og Valdi- mar Grfmsson hjá Stjörnunni sögðu báðir að róðurinn yrði þungur, en að möguleikarnir á að komast í undanúrslit mót- anna væru ennþá fyrir hendi. „Ég hefði gjarnan viljað fá annað lið og ég veit það fyrir víst að gjaldkerinn okkar er ennþá grátandi yfir þessu, því það er dýrt að ferðast til Ung- verjalands," sagði Alfreð. „Þetta lið spilar mjög hraðan og skemmtilegan handknattleik og með marga tæknilega góða leikmenn í liði sínu, og frábær- an línumann og hornamenn," sagði Alfreð, sem fékk upplýs- ingar hjá fyrrum félagi sínu í Þýskalandi, Tusem Essen, sem lék vináttuleik gegn Fotex í haust. Miklar sveijlur hafa verið í leikjum ungverskra liða á Evr- ópumótunum, Fotex vann til að mynda tólf marka sigur á Vik- ing Stavanger í síðustu umferð, en mátti þola níu marka tap í Noregi. Selfyssingar lentu líka í hrakningum í Ungverjalandi fyrir nokkrum árum, þeir sigr- uðu andstæðinga sína með tólf mörkum á heimavelli en töpuðu með sama mun á útivelli og féllu úr keppni, í leik þar sem æstir áhorfendur höfðu mikil áhrif á gang mála. Alfreð sagði að það gæti haft mikii áhrif hvort dómarar frá Austur-Evrópu héldu um flaut- una í síðari leiknum, sem fram fer í Ungverjalandi, en yfir höf- uð væru möguleikar liðanna jafnir á að komast áfram. Fotex lagði GAS frá Grikklandi sam- anlagt með sautján marka mun í fyrstu umferðinni, en báðir leikirnir fóru fram í Ungverja- landi. Stjarnan til Spánar í EHF keppninni dróst Stjarnan á móti Academica Octavio Vigo frá Spáni, sem sló Minsk frá Hvíta Rússlandi og lið Rigu frá Lettlandi út úr keppninni og fóru allir leikir liðanna fram á Spáni, þar sem Vigo keypti úti- leikina til sín. Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að óskaand- stæðingarnir hefðu verið Geir Sveinsson og félagar í franska liðinu Montpellier, en hann væri ánægður með að sleppa við ferð til Austur-Evrópu. „Þetta er lið er nýlega stofn- að og ég veit lítið um það, ann- að en að þeir eru í öðru eða þriðja sæti í spænsku deildinni. Við eigum vissulega möguleika á að komast áfram með góðum leik, við sýndum hvers við erum megnugir í Austurríki í síðustu umferð," sagði Valdimar og sagðist vonast til að heimaleik- urinn yrði ekki seldur. „Við er- um ekki með marga stuðnings- menn, en mér finnst þeir eigi rétt að því að sjá „alvöru leik“, ekki síst þegar komið er það langt í keppninni.“ Fyrri leikir átta liða úrslit- anna fara fram 8. eða 9. febrú- ar og síðari leikirnir viku síðar. Úrslit leikja i sextán Hða úrsfítum Ewópumótanna Síðari leikir 16-liða úrslitanna í Evrópumótunum fóru ílestir fram um síðustu helgi og urðu úrslit þeirra þessi. Liðin sem komust áfram í 8-liða úrslit eru feitletruð og liðið sem lék fyrri leikinn á heimavelli, er talið á undan. Evrópukeppni bikarhafa: Magdeburg (Þýskal.)-FC Porto (Portúg.) US d’ivry (Frakkl.)-M. Kulina (Króatíu) RK Bogdanki (Maked.)-Savinesti (Rúmen.) Skanderborg (Danm.)-Plock (Póllandi) Plock komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. KA (Íslandi)-Herstal Liege (Belgíu) Fotex (Ungverjal.)-Viking Stav. (Noregi) TBV Lemgo (Þýskal.)-Ortigia Sirac. (Ítalíu) Bidasoa (Spáni)-Dukla Prag (Tékklandi) 30:26/26:25 56:51 32:22/25:32 57:54 36:24/19:25 55:49 31:26 20:25 51:51 26:20/23:23 49:43 32:20/24:33 56:53 28:14/24:20 52:34 30:20/26:25 56:45 Montpellier (Frakkl.)-CSKA Moskva (Rússl.) Jafa Promet (Maked.)-Granollers (Spáni) Spark. Bruck (Austurr.)-Stjarnan (fsl.) Banik Karv. (Tékkl.)-Flensb. HandewJÞýskal.) 24:18/17:17 41:35 22:16/22:30 44:46 24:33/35:32 59:65 21:21/18:26 39:47 Eftirtalin lið drógust saman í 8-liða úrslit keppninnar sem fram fer í febrúar. Magdeburg (Þýskalandi)-TBV Lemgo (Þýskalandi) US d’ivrey (Frakklandi)-RK Bogdanki (Makedóníu) Petrochemía Plock (Póllandi)-Elgorriaga Bidasoa (Spáni) KA (Íslandi)-Potex Veszprém (Ungverjalandi) EHF bikarinn: A.Octavio Vigo (Spáni)-PSK Riga (Lettlandi) #31:23/38:24 67:47 Strand (Luxemb.)-Gorenje Velenje (Slóv.) 12:37/18:37 30:74 HK Drott (Svíþjóð)-Virum (Danm.) 26:23/23:29 49:52 Prato (Ítalíu)-Karluvacka Banka (Króatíu) 18:15/20:22 38:37 Eftirtalin lið drógust saman í 8-liða úrslitum. Stjarnan (Íslandi)-Academica Octavio Vigo (Spáni) HC Prato (Ítalíu)-Virum Sorgenfri (Danmörku) Montpellier (Frakklandi)-BM Granollers (Spáni) Gorenje Velenje (Slóveníu)-SG Flensburg Handew. (Þýskalandi) Borgakeppni Evrópu: Skövde (Svíþjóð)-ASKI Ankara (Tyrkl.) 25:15/19:22 44:37 Drammen (Noregi)-Kovpetrol Plzan (Tékkl.) 27:20/24:22 51:42 Benfica (Portúgal)-Horn Sittard. (Hollandi) 21:14/15:29 36:43 Ademar Leon (Spáni)-Dyn. Astrakhan 27:21/29:21 56:42 Báðir leikirnir fóru fram á Spáni. US Creteil (Frakklandi)-Haukar (íslandi) 24:18/24:27 48:45 Sandefjord (Noregi)-Din. Bukarest (Rúmeníu) 29:15/17:24 46:39 Nettelstedt (Þýskalandi)-St. Otmar (Sviss) 28:24/32:30 58:54 Kolding (Danmörku)-Red boys (Lux.) 30:20/26:17 26:17 56:37 Báðir leikirnir fóru fram í Danmörku. Eftirtalin lið drógust saman í 8-liða úrslitum. US Creteil (Frakklandi)-Drammen (Noregi) Horn Sittardia (Hollandi)-Sandefjord (Noregi) Kolding IF (Danmörku)-IFK Skövde (Svíþjóð) Prosesa Ademar Leon (Spáni)-Nettelstedt (Þýskalandi)

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.