Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 20.11.1996, Blaðsíða 12
iDagur-Œtmtmt Guðmundur Hafsteinsson veðurfrœðingur g—H—w' i, .MMiiiiHHl I ' 11' MIIHMII Miðvikudagur 20. nóvember 1996 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Ekki eru sjáanleg nein hlýindi á landinu á næstunni. Norðlægar áttir verða ríkjandi fram undir helgi, líklega strekkingsvindur á funmtudag og fostudag. Norðan til á landinu má þá búast við éljagangi en sunnanlands ætti að vera bjart veður að mestu. Líklega lygnir á laugardag en á sunnudag virðist lægð vera að nálgast landið úr suðri. Vestmannaeyjar Snjóþyngsli kalla á skíðalyftu Elstu menn muna varla aðra eins skæðadrífu á svo skömmum tíma í Eyj- um í haust. í fyrrakvöld gerði snjóbyl í Eyjum og var unnið við snjómokstur í alla fyrrinótt. Spáð er norðlægum áttum næstu daga þannig að snjó mun festa í bili. Vestmannaeyjar hafa verið þekktar fyrir að vera snjóléttur staður en nú virðist vera breyt- ing þar á. „Það er eins og veður sé far- ið að breytast hjá okkur í Eyj- um. Hér er snjóþyngra en áður og kuldakaflarnir lengri. Ég OSCAR hugsa að allir fréttatímar hefðu verið fullir af snjófréttum ef þessu hefði kyngt niður í Reykjavík. Ég hef alltaf verið öf- undaður af starfsbræðrum mín- um úti á landi vegna þess að Vestmannaeyjabær hefur aldrei þurft að leggja áherslu á vetr- aríþróttir og setja peninga t.d. í skíðamannvirki og skíðalyftu. Við höfum ekki þurft á því að halda þar sem hér hefur verið mjög snjólétt í gegnum tíðina. En ég neita því ekki að undan- farna daga hef ég fengið fyrir- spurnir frá bæjarbúum hvenær hér eigi að koma skíðalyfta, t.d. í hlíðum Herjólfsdals," segir Guðmundur Þ.B. Ólafsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestmannaeyj abæj ar. Skíðaíþróttin er nánast óþekkt fyrirbæri í Eyjum, nema þá í gegnum sjónvarp. Af og til hafa furðufuglar sést á göngu- skíðum á götum bæjarins þegar tækifæri hefur gefist til eftir að snjó hefur fest á jörðu. Guð- mundur segist sjálfur hafa gaman af því að fara á skíði en hefur ekki komið sér upp bún- aði því hann er ekki til í Eyjum. „Við höfum ekki haft skipu- Eyjamenn eru óvanir snjónum og eru ekkert að hafa of mikið fyrir því að þrífa hann af bílum sínum. Þessi er með flottan „topp“. lagða starfsemi hvað vetrar- fþróttir varðar, nema þá íþróttir sem hægt er að stunda innan- húss. En gaman hefur verið að sjá í haust fólk taka til hend- inni, arka út með skóflurnar í snjónum og moka frá bílum og húsum. Mér sýnist Eyjamenn vera komnir í góða æfingu. Ef- laust hlægja þeir að okkur fyrir norðan því þetta þykir þeim ekki mikill snjór. En á okkar mælikvarða er um mikil snjó- þyngsli að ræða,“ sagði Guð- mundur. ÞoGu/Eyjum ■;.K H W t,V.OC0VkU Mitwto! rrfi\. 5. kex sem i segir I sex! REYNDU ÞAÐ I ORBYLGJUOFNINN í KA-heimilinu miðvikudagimt 20. nóvember kl. 20.00. í Guííaldaríiði Víkings eru allar gomlu sijörnurnar sem settu srip dhandbottannjyrir nokkrum árum MÆHJM f KÆ-HEIMIUÐ GILIR OG GMÐIRI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.