Dagur - Tíminn - 27.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 27. nóvember 1996
íDagur-Œútrám
MENNING O G LISTIR
Spila tetris og hlusta
á ástarljóð Davíðs
er hann enginn. „Geisladiskur-
inn ræður skattlagningunni en
ekki hvað er á honum. Á þessu
formi er verkið skattað upp í
topp, en þetta er náttúrulega
ekkert annað en lesin bók. En
auðvitað er hægt að vera með
endalausar hártoganir í þessu.
Ég gæti gefið út ljóðadisk sem
ég syng en haldið því fram að
ég væri bara að raula.“
Fyrir alla?
í huga margra eru hljóðbækur
sjálfsagt einkum hjálpartæki
fyrir sjóndapra og blinda. Gísli
Helgason leggur hins vegar
áherslu á að þær séu fyrir alla.
„En við vitum að fólk sem kom-
ið er um og yfir fimmtugt kaup-
ir frekar hljóðbækur. Svo er fólk
sem vinnur þannig störf að því
hentar mjög vel að hlusta á
hljóðbækur. Ég veit til þess að
bflstjórar sem keyra á löngum
leiðum hafa nýtt sér þetta.“
Að sögn Atla er markhópur-
inn aðallega eldra fólk. Vanda-
málið hingað til hafi verið að
tækjagleði þess hefur ekki verið
eins mikil og hjá þeim yngri en
nú sé hins vegar að verða æ al-
gengara að eldra fólk eigi
geislaspilara. „Þetta er að
mörgu leyti sniðugt því fólk get-
ur verið að nýta hendurnar á
meðan það er að hlusta. Ég
hafði nú ekki pælt í þessu áður
en þú getur t.d. verið í tetris og
hlustað á Davíð,“ sagði Atli að
lokum, lagði á og lauk við tet-
ris-spilið. LÓA
Nýju hljóðjólabækurnar fyrir
sjóndapra, torlæsa, sendibfl-
stjórana, fiskverkunarfólkið,
ræstitæknana og alla hina:
Hljóðbóka-
klúbburinn:
• Gauragangur eftir Ólaf
Hauk Símonarson. 10 klst. á
6 snældum.
• Furðulegt ferðalag eftir Að-
alstein Ásberg Sigurðsson en
hún er einnig að koma út á
bók fyrir jólin. 3 klst. á 2
snældum.
• Útlendingurinn eftir Albert
Camus. Fjórar og hálf klst. á
3 snældum.
Hljóðbókasería ís-
lendingasagnanna:
• Bárðar saga Snæfellsás. 2
klst. á 2 snældum.
• Hrafnkelssaga og Fljóts-
dælasaga. 5 klst. á 4 snæld-
um.
• Kjalnesinga saga og Jökuls
þáttur Búasonar. 2 klst. á 2
snældum.
• Fóstbræðra saga. 5 klst. á 4
snældum.
• íslandsförin eftir Guðmund
Andra Thorsson sem er líka
að koma út á bók.
• íslenskur aðall eftir Þórberg
Þórðarson í styttri útgáfu í
samvinnu við Mál og menn-
ingu.
Hljóðsetning:
• Afi og Dolli, þeirra Arnar
Árnasonar og Sigurðar Sig-
urjónssonar.
• Smásögur. Sögur eftir
Strindberg, Ingvar Orre, Na-
bokov, John O’Hara og Hein-
rich Böll.
• Lífið er Ijóð. Safn ljóða eftir
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi.
• Vaski grísinn Baddi. (Babe).
Það hafa ekki allir glimrandi sjón. Ekki allir
hafa tíma til að leggjast í sófann með bók í
hönd, teppi ofan á sér og kakóbolla við hlið.
Nú hafa útgáfur eygt möguleika til að koma
bókverkum til þessa fólks með öðrum hætti
en tíðkast hefur - á snældum
og diskum.
fyrir
hlustendur. „Þá hafa menn
frjálsar hendur til að túlka
sjálfir." Þannig séu t.d. íslend-
ingasögurnar fluttar óstyttar og
án umhverfishljóða.
Á smásagnadisk Hljóðsetn-
ingar er stemmningin hins veg-
ar aukin aðeins með umhverfis-
hljóðum. „Ekki mikið þó. í ljóð-
unum erum við bara með rödd-
ina. Við prófuðum hitt en okkur
fannst það ekki ganga alveg
upp. Ljóðin eru samt leiklesin
og Arnar túlkar þau á sinn
hátt,“ segir Atli.
Hvenær er bók bók?
Skattakerfið er flókið ferlíki og
menn oft ósáttir við skilgrein-
ingar þess. Atli benti á að virð-
isaukaskatturinn af bókum er
14%, af hljóðbókum 24,5% en
þegar bókverkið er fært á svið
Hljóðbækur svokallaðar
hafa verið á markaði
hérlendis um nokkurra
ára skeið. Mest hefur borið á
barnaspólum með lesnum sög-
um en minna hefur farið fyrir
hljóðbókum fyrir hina læsu full-
orðnu.
Blindrafélagið átti frum-
kvæði að útgáfu hljóðbóka en
síðan hefur Hljóðbókaklúbbur-
inn tekið við. Hann gefur út 8
titla á þessari jólavertíð og fara
þeir allir, fyrr eða síðar, á al-
mennan markað.
„Við leitumst við að hafa
verðið á hljóðbókum svipað og
á prentuðum bókum. Það er
okkar óskadraumur að allar
bækur komi samtímis út á
hljóðbók og prentuðu máli. Þró-
unin virðist vera sú sérstaklega
í Bandaríkjunum, Bretlandi og
á hinum Norðurlöndunum,“
segir Gísli Helgason hjá Hljóð-
bókaklúbbnum.
Markaðurinn hér er lítill, og
kannski enn minni fyrir hljóð-
bækur þegar miðað er við þjóð-
ir þar sem stór hluti fólks neyð-
ist til að keyra langar vega-
lengdir í og úr vinnu. Gísli segir
markaðinn þó ekki of lítinn
enda standi útgáfa
hljóðbókar undir sér
seljist hún í um eða yfir
300 eintökum. Það hef-
ur tekist. Metsalan á
hljóðbókinni, Góði dát-
inn Svejk eftir Jaroslav
Hazek, sem hefur selst í
á annað þúsund eintök-
um, bendir einnig til
þess að býsna margir
kunni vel við þennan
miðil.
Tilvonandi seríur
Fjórir kunnir leikarar, Jóhann
Sigurðarson, Örn Árnason, Sig-
urður Sigurjónsson og Stefán
Hjörleifsson, stofnuðu fyrir ári
Hljóðsetningu ehf. og nú fyrir
jólin gera þeir m.a. út á hljóð-
bókamarkaðinn. Ólíkt Hljóð-
bókaklúbbnum sem flytur bók-
verk á snældur, hafa þeir leik-
arar gefið út 2 hljóðbækur,
Smásögur og Lífið er Ijóð, þar
sem textar eru sérstaklega
valdir til flutnings á geisladisk-
unum. Þeir hafa þannig opnað
möguleika á óendanlegum ser-
íum, enda mun ætlunin að
halda útgáfunni áfram verði
þessum fyrstu vel tekið, því eitt
er víst að nóg er af ljóðunum og
smásögunum í heiminum.
Fyrstu vísar þessara tilvon-
andi sería er safn helstu ljóða
Davíðs Stefánssonar sem Arnar
Jónsson tók saman og svo 5
smásögur eftir ýmsa erlenda
höfunda. „Hugsunin er að dæla
út lifandi og dauðum skáldum.
Það er t.d. á döfinni að fá Þor-
stein frá Hamri til að Iesa eigin
ljóð,“ sagði Atli Geir Grétarsson
hjá Hljóðsetningu.
Flýti fyrir
hrakandi læsi?
Meðal hljóðbókanna
sem koma út fyrir jólin
er Gauragangur eftir
Ólaf Hauk Símonarson
en hún hefur verið lesin
til samræmdra prófa í
10. bekk. Þegar vikið er frá
þeirri reglu að bókmennta-
textar berist njótendum af
pappír vakna sígildar áhyggjur
um að frávikin geti ílýtt fyrir
hrakandi læsi. Gísli segir hljóð-
bók eins og Gauragang hins
vegar kærkomna hjálp fyrir
þann fjölda nemenda sem eiga
erfitt með lestur. Enda hafi
Gauragangur verið settur á
snældur m.a. fyrir áeggjan
kennara og nemenda í skólum
landsins.
Túlkun
Hljóðritaðir diskar/snældur og
prentaðar bækur eru eðlisólfldr
miðlar. Um leið og maður flytur
texta, en ekki pappír, andar
hann túlkun sinni í eyru hlust-
enda með hljómfalli og áhersl-
um. Auk þess hafa hljóðritarar
ýmsa möguleika á að auka
stemmningu eða jafnvel breyta
með tónlist og umhverfishljóð-
um.
Gísli segir stefnu Hljóðbóka-
klúbbsins að vera með vandað-
an lestur og túlka ekki um of