Dagur - Tíminn - 06.12.1996, Blaðsíða 2
14- Föstudagur 6. desember 1996
IDagur-Œumrm
Jólaenglar, epli og tré
Fallegt föndur sýnist oft flóknara en það raunverulega er.
Ótrúlegt en satt, það er fremur einfalt að útbúa þessa
skemmtilegu jólaengla, -epli og -tré. En eitt er víst: Það er
þolinmœðisverk!
Guðrún Tómasddttir er ein
þeirra sem föndrar alltaf
eitthvað jólalegt þegar
líða tekur að jólum fyrir sjálfa
sig og heimilið. „Það tilheyrir
jólunum," segir hún og var fús
til að útskýra fyrir lesendum
hvernig föndrið á myndinni
verður til.
Jólatré: Stofn jólatrésins er
keilulaga frauðplast. Á toppinn
er notaður 10x10 cm efnisbútur
en á botninn 15x15 cm bútur.
Til verksins þarf 15 cm af
bandi, um 220 títuprjóna og
þrjú mismunandi jólaefni, t.d.
grænt, gyllt og rautt, khppt nið-
ur í ferninga á eftirfarandi hátt:
36 búta - 6x6 cm
T.d. 20 græna, 8 rauða og 8
gyiita.
36 búta - 5x5 cm
T.d. 16 græna, 12 rauða og 8
gyllta.
36 búta - 4x4 cm
T.d. 20 græna, 8 rauða og 8
gyllta.
Ef þið fylgið skýringarmynd-
unum ætti útkoman að verða
áþekk jólatrénu á myndinni.
Englar: Höf-
uðið er gert úr
nælonsokki
sem fyllt er
með troði. Þá
er saumaður í
svipur, þ.e.
augu, nef og
munnur, með
tvinna og að
lokum er and-
litið púðrað og
settur á það
kinnalitur. Til
að fá hárið
svona hrokkið
hefur Guðrún
notað garn úr
uppraktri
peysu. Annað
segir sig sjálft,
þ.e. vængirnir
eru úr filti,
búkurinn er
saumaður úr
efni og fylltur með troði. Hend-
ur eru því næst festar á og
verkið er svo kórónað með
þurrkuðum vendi.
Eplin: Saumuð og fyllt með
troði.
Sungið í hesthúsinu
Sungið í hesthúsinu. Með nikkuna er Jón Stefán Gíslason frá Miðhúsum í Blönduhlíð.
Tónleikar í tilefni af útgáfu geisla-
disks Álftagerðisbrœðra voru
haldnir í hesthúsinu íÁlftagerði.
Fjölmenni mætti á tónleika sem
bræðurnir Sigfús, Pétur, Gísli og
Óskar Péturssynir, löngum kenndir
við Álftagerði í Skagafirði, efndu til þar á
bæ á miðvikudagskvöldið. Tilefnið var
útgáfa plötunnar I Álftagerði, sem kom á
markað nú í vikunni.
Góður hljómburður
Tónleikarnir voru haldnir í hesthúsinu í
Álftagerði. Áður en þeir bræður hófu
söng sinn höfðu þeir sjálfir á orði að
hljómburður þar væri býsna góður. Það
staðfestu upptökumenn útvarps og sjón-
varps, sem mættu á staðinn til að hljóð-
rita og mynda þennan merka listvið-
burð. Lauslega talið voru tónleikagestir
um 150 talsins.
Platan í Áiftagerði var hljóðrituð í vor
og í haust í Stúdíói Stemmu, undir stjórn
Sigurðar Rúnars Jónssonar, títtnefnds
Fimmti Álftagerðisbróðirinn er Ólafur, sem
syngur bara fyrir sína nánustu.
Didda fiðlu. Þeir bræður segja að ekki sé
fyrirhugað beint tónleikahald hjá þeim á
næstunni. En þó munu þeir syngja fyrir
gesti og gangandi í Skagfirðingabúð á
Fjölmenni var á tónleikunum. Lengst til
vinstri á myndinni má sjá Guðmann Tobías-
son á Sauðárkróki og við hlið hans stendur
Sigurður Björnsson á Minni- Ökrum.
Sauðárkróki í dag, föstudag, og ef til vill
á fleiri stöðum.
Ólafur er gáfaðastur
Systkinin frá Álftagerði eru sex að tölu.
Systir þeirra bræðra er Herdís, en
fimmti bróðirinn er Ólafur „...sem er tal-
inn þeirra greindastur! Þess vegna syng-
ur hann ekki nema fyrir sig og sína nán-
ustu,“ segja bræður hans. - I spjalli við
blaðamann Dags-Tímans sagði Ólafur að
sig hann hefði vissulega komið nærri
sönglistinni, en um nokkurra ára skeið
hefði hann sungið með karlakórnum
Heimi - líkt og bræður hans, en síðan
hefði hann hætt vegna anna við mjólkur-
bílaakstur. „Nei, ég hef ekkert leitt hug-
ann að því hvort Álftagerðisbræður væru
kvintett en ekki kvartett ef ég hefði hald-
ið áfram í Heimi,“ segir Heimir.
„Þótt engin hafi
eistnahljóð“
Tii máls tók á útgáfutónleikunum Pétur
Pétursson læknir og hagyrðingur á Ak-
ureyri, sem ort hefur nokkuð um þá
bræður. Og doktorinn segir:
Með söngvum heilla fógur fljóð
og flytja tónarœður.
Þótt engin hafi eistnahljóð
Álftagerðisbrœður.
-sbs.
Plata Álftagerðisbræðra var kynnt í eldhúsinu í Álftagerði á miðvikudagskvöldið. Á myndinni
eru, frá vinstri talið: Pétur Pétursson, Gestur Einar Jónsson útvarpsmaður, Óskar og Gísli Pét-
urssynir, Atli Guðlaugsson og Kristján Kristjánsson blaðamaður. Að baki þeim síðastnefndu
stendur Sigfús Pétursson. Myndir: Sigurður Bogi.