Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 3
JOagurÁEtittmri mmmm C A IT n A A C A A \T ¥ n Laugardagur 14. desember 1996 - III Bessastaðir á 18. öld. Þar voru fyrst ræktaðar kartöflur á íslandi. Frumkvöðullinn var sænskur landbúnaðarráðunautur. Kartaflan nemur land Eftir að Kólumbus fann Ameríku 1492 og Evr- ópumenn tóku að hasla sér völl í Nýja heiminum, uppgötvuðu þeir þar brátt ýmsar jurtir sem frumbyggjar álfunnar höfðu rækt- að og hagnýtt um langan aldur. Má þar á meðal benda á maís, kakó, baunir, jarðhnetur, tóbak og kartöflur. Notkun sumra þessara jurta varð brátt mikil og almenn víða í Evrópu, en það sama verður ekki sagt um kartöfluna, sem varð þó með tímanum til hvað mestrar nytsemdar af öllum þeim gjöfum sem við fengum frá Indíánum. Spánverjar fluttu kartöflur fyrstir manna austur um haf, en þar í landi var ræktun þeirra lítið sinnt lengi vel. En seint á 16. öld barst jarðávöxtur þessi til Ítalíu og þar var brátt tekið að rækta kartöflur af miklum áhuga. ftalir nefndu þennan nýja rótarávöxt tartufoli í höfuðið á verðmætum sveppi sem var líkur í útliti. Þetta ítalska tartufoli breytist yfir í kartoffel t.d. á þýsku og dönsku og verður loks kartafla á íslensku. Spánverjar nefndu fyrirbærið aftur á móti patata, sem mun fengið úr Indíánamáli og breytist síðan með ýmsum hætti, þannig að á ensku verður það potato, á sænsku potatis og potet á norsku, svo að dæmi séu nefnd. Kartaflan tók ekki að breiðast verulega út norðan Alpaíjalla fyrr en seint á 17. öld og síðan í vax- andi mæli á 18. öld. Leið þá ekki á löngu þar til menn uppgötvuðu að þetta væri hin merkilegasta mat- jurt, því að við samanburð kom í ljós að kartöfluakur gaf af sér helmingi meiri uppskeru en fá mátti af jafnstórum rúgakri. Kartöflurækt breiddist mjög út í Danmörku á fyrra helmingi 18. aldar, en til íslands kom hún ekki fyrr en árið 1758. Menn höfðu þá um skeið verið að ræða hvort mögulegt mundi að rækta kartöfl- ur hér á landi. Stiftamtmaðurinn, Rantzau greifi, hafði hvatt til að það yrði reynt. Skúli Magnússon landfógeti hafði í framhaldi af því leitað álits sænska grasafræðings- ins Carls von Linné og sá frægi maður ekki talið líkur á að slíkt væri hægt svo norðarlega á jarðar- kringlunni sem ísland er. En þá kom til sögunnar sænsk- ur barón af þýskum ættum, sem hét Friðrik Wilhelm Hastfer og hér dvaldist sem konunglegur for- stöðumaður kynbótabús í sauð- ijárrækt á Elliðavatni. Þetta var á tímum Innréttinga Skúla fógeta í Reykjavík, þegar byrjað var á mörgu sem verða mætti til að rétta við hag íslendinga. Á Elliðavatni var unnið að endurbótum á ullar- gæðum sauðflárins með því að flytja inn erlenda hrúta. Þetta hefði svo sem allt getað gengið, ef íjárkláðafaraldurinn fyrri hefði ekki siglt í kjölfarið árið 1761 með skelfilegum afleiðingum víða um land. Þessi sænski barón sinnti ekki aðeins sauðflárrækt og kynbótum, því að hann bar hag íslensku þjóð- arinnar fyrir brjósti á flestum svið- um. Meðal annars mælti hann gegn skoðunum Linnés og íleiri um að ekki væri hægt að rækta hér kartöflur og kvaðst skyldu sanna hið gagnstæða, ef sér bærist útsæði nægilega snemma sumars til að setja það niður. Hann var tekinn á orðinu og útsæðiskartöíl- ur fékk hann frá Kaupmannahöfn vorið 1758. Ilann setti þær niður í garð einn á Bessastöðum, þar sem hann hélt til um þær mundir. Kart- öflur þessar spruttu vel um sum- arið, og um haustið var uppskeran svo mikil og góð, að baróninn sendi hluta af henni utan, svo að stjórnarherrarnir í Kaupmanna- höfn mættu sjá með eigin augum að hægt væri að rækta kartöflur á íslandi. Ákveðið hafði verið að hluti út- sæðis þess, sem kom til íslands vorið 1758, færi vestur í Patreks- fjörö til hins víðkunna garðyrkju- manns, séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. En samgöngur voru erfiðar í þá daga og svo illa tókst til að þetta útsæði barst ekki presti fyrr en vika var liðin af á- gústmánuði. Voru kartöflurnar þá orðnar linar og saman skroppnar og út úr þeim vaxin grös í einni bendu. Séra Björn setti þá allan þófann niður í bala og hlúði vand- lega að með mold. Seint um haust- ið tók hann upp úr balanum og fann þá fáein ný kartöfluber í moldinni. En betur tókst til hjá séra Birni sumarið 1759, er hann fékk góða uppskeru, og síðan á næstu árum, svo að segja má að frá honum breiddist út ræktun þessarar nyt- sömu matjurtar. Séra Björn taldi þennan nýja jarðávöxt ekki aðeins jafngildi kornmatar, heldur jafnvel betri, ef hann væri réttilega soðinn og tilreiddur. Þannig var upphaf kartöfluræktar á íslandi og má segja að þar eigi við orðtakið um að mjór sé mikils vísir. Ján R. Hjálmarsson. Þegar kölski annaðist kennslufrœðina Vandamál á fslandi ganga yfir í hysteríisköstum, sem vara misjafn- lega lengi. Gagnsleysi skólakerfisins heltekur umræðuna á nokk- urra ára fresti og um þessar mundir, í nokkra daga að minnsta kosti, er árangur nema í reikningi og svokölluðum raungreinum aðalhöf- uðverkur allra sannra íslendinga. Ekki er viðurkennt að neinn sé tor- næmur á nein fræði og því er það einhverjum kerfum að kenna, en ekki einstaklingum, að krakkarnir læra ekki. En þetta hefur ekki alltaf verið svona, því einu sinni voru nemar mis- jafnlega næmir og eru dæmi um að beitt hafi verið misjöfnum brögðum til að auka lærdómsgáfur og er hér saga um hvernig það fór fram löngu áður en kennslufræðin var fundin upp: Kölski gaf skólapilti nœmi Einu sinni var skólapiltur í Skál- holti, sem var svo tornœmur, að hann gat ekkert lœrt. Biskupi þótti það mjög bágt, því pilturinn var skyldur honum og var enda viljug- ur að lœra, svo biskup elskaði hann og vorkenndi honum, ef hann yrði að hœtta. Hann tók það til ráðs, að hann sendi piltinn utan til vinar síns, sem var skóla- kennari á Þýskalandi. Þar var pilturinn um tíma, og gekk honum ekki betur en áður, og sagði kenn- arinn honum, að hann sœi ekki annað ráð en senda hann til ís- lands aftur, því hann gœti ekki lœrt. Piltinum féll það þungt og fór að reika út um strœti í þungum þönkum. Þá kemur til hans maður og spyr hann, hvort hann geti ekki lœrt. Hann sagðist ekki geta það. „Efþú vilt koma til mín fyrir skrif- ara að sex árum liðnum, þá skal ég mœla svo fyrir þér, að þú skalt geta lærl.“ „Það mundi ég vilja vinna til, “ segir pilturinn. „Reyndu þá," segir hinn, „hvort þér gengur ekki betur eftir þetta. “ Þeir skilja nú, og fer pilturinn í skólann, og nú getur hann lœrt. Líða nú stundir, og gengur honum betur en öllum öðrum. Kennarinn tók eftir því og spurði hann, hvernig á því stœði. Hinn sagði allt sem var. Þá sagði kennarinn: Kölski safnar glötuðum sálum í ríki sitt. Þar eiga kóngar og biskupar forgang eins og annars staðar. „Sá, sem til þín kom, hejir verið kölski, og er mitt ráð, að þú farir til íslands aftur sem fyrst. “ Og það varð, að hann fór til íslands í Skálholtsskóla aftur, og gekk hon- um enn vel að lœra. Hann sagði biskupi frá, hvernig komið var og hvað kennarinn hefði ímyndað sér um þenna mann. Biskupi þótti það ekki ótrúlegt, að hann hefði getið rétt til. Pilturinn útskrifaðist, áður en mörg ár liðu, en ekki vildi bisk- up, að hann fœri frá sér, fyrr en sex ár vœri liðin frá þeim degi, sem samningurinn var gjörður. Seinasta daginn í þessum sex árum kallaði biskup á piltinn út í kirkju á áliðnum degi, leiðir hann fyrir altarið og fœrir hann í messuskrúðann, helgar vín á kaleiknum og fœr honum og sagði: „Hér skaltu standa í alla nótt og víkja ekki fet frá altarinu, því í nótt mun kölski vitja þín, en farðu með engum, sem til þín kemur, þó þú verðir lokkaður til þess, nema því aðeins að hann drekki úr kaleiknum." Síðan fer biskup frá honum. Nú líður þangað til dimmt er orðið. Þá kemur sá, sem áður samdi við piltinn, og segir: „Illa hélstu orð þín við mig, að þú straukst hingað aftur. “ „Ekki var ég sjálfráður í því, “ segir piltur- inn, „en kaup okkar má enn standa, ef þú drekkur þessa skál með mér til staðfestu, “ og drekkur honum til af kaleiknum. Hinn varð reiður og sagði hann þyrfti ekki að setja sér afarkosti. „Ég get haft nógan liðsafla til að taka þig nauðugan, ef þú vilt ekki koma viljugur, eins og þú lofaðir." „Það er enginn afarkostur, “ segir piltur- inn, „þó þú drekkir með mér úr bikarnum, það er vináttumerki okkar." Hinn ansar því ekki, en segir: „Komi hér mínir þjónar." Allt í einu kom í kirkjuna ótal púka, sem voru ógurlegir að sjá. Þeir fylltu kirkjuna, nema gang- rúm var utar eftir gólfinu, og þó mjótt. Þessi her hajði svo ógurleg lœti, að pilturinn varð hrœddur og œtlaði að setja kaleikinn af sér á altarið og hlaupa út sem skjótast. í því heyrir hann, að biskupinn kallar utar í kirkjunni: „Stattu kyrr á fótunum, maður. Það er opið helvíti fyrir þér." Þá sneri hann sér að altarinu og byrgði fyr- ir augu sér og baðst fyrir. Ólœtin vöruðu til dags, og stóð pilturinn kyrr eftir þetta þangað til í dögun. Þá hringdi biskup, og þá hvarf all- ur flokkurinn. Biskup gengur þá til piltsins og drakk af kaleiknum, fœrði piltinn úr messuklæðunum og leiddi hann inn og sagði, að honum mundi nú vera óhœtt héð- an í frá, og það varð líka. Síðan vígði biskup hann til prests og veitti honum gott brauð, og varð hann ágœtismaður.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.