Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 14.12.1996, Side 6
Laugardagur 14. desember 1996 - VI |Dagur-'3ImTtmt MINNINGARGREINAR Helga Ágústsdóttir Helga Ágústsdóttir fæddist á Ósi í Borgarfirði eystra 15. maí 1912. Hún lést á Akur- eyri 28. nóvember s.l. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Alexand- ersdóttir frá Minna-Mosfelli í Grímsnesi og Vilhelm Ágúst Ás- grímsson frá Borgarfirði eystra. Helga var næst elst af börnum þeirra hjóna, eldri var Karl Ás- grímur, fæddur 7. dcsember 1910, látinn. Yngri systkini: VU- helmína Ingibjörg, fædd 7. ágúst 1914; Sigrún Halldóra, fædd 1. júní 1917; Björn Arnar, fæddur 21. des. 1918; Ragnar Halldór, fæddur 15. ágúst 1922; Guðjón Sverrir, fæddur 6. október 1923, látinn; Guðgeir, fæddur 13. júlí 1927; Skúli Björgvin, fæddur 29. október 1929, látinn; og Rann- veig Ileiðrún, fædd 1. október 1934. Foreldrar hennar bjuggu lengst af á Ásgrímsstöðum á Fljótsdalsheiði. 31. desember 1934 gekk Helga í hjónaband með Ágústi Steins- syni, f. 5. desember 1912, ættuð- um frá Miðfirði í Húnavatnssýslu. Þau bjuggu fyrst á Þórshöfn, en fluttu til Akureyrar og hafa búið þar síðan, þar sem Ágúst vann lengst af á skrifstofu hjá KEA. Þau hjón eignuðust 5 syni: Bald- ur, f. 13. feb. 1933, kvæntur Önnu Maríu Hallsdóttur; Vilhelm Ágúst, f. 30. okt. 1937, kvæntur Eddu Vilhjálmsdóttur; Birgir Val- ur, f. 10. okt. 1939, kvæntur Ingu Þóru Baldvins; Skúli Gunnar, f. 23. feb. 1943, kvæntur Fjólu Stef- ánsdóttur; Eyjólfur Steinn, f. 31. ágúst 1951, kvæntur Sigríði Sig- urþórsdóttur. Barnabörnin eru 16 og barnabarnabörnin 21. í dag kveð ég tengdamóður mína í síðasta sinn. Hún var mér meira en góð og kærleiksrík tengdamóð- ir, hún var mín besta vinkona og allt frá fyrstu stundu höfum við átt góða samleið. Margar voru á- nægjustundirnar þegar rætt var um bækur, lesin ljóð eða Helga sagði sögu frá liðnum tímum. Saman fórum við margar ferðir og bestar voru „frúarferðirnar" í hópi með góðum vinkonum. Þá var farið til London, Kaupmannahafn- ar og Amsterdam. Ég minnist sér- lega ferðar sem við fórum tvær saman til London, þar hittum við Huldu systur mína og mág. Þessa viku skoðuðum við mörg söfn og fórum í leikhús og litum í búðir. Dagurinn sem við eyddum í British Museum var ógleymanlegur. Sér- staklega var Helga hrifin af forn- mununum frá Egyptalandi og þremur árum seinna ferðuðumst við saman um Egyptaland og mikla gleði hafði hún af þeirri ferð. Það var gott að gleðjast með Helgu, svo létt var hún í lund og íljót að sjá björtu hliðarnar á öll- um málum og oft hlógum við sam- an. En það var líka gott að eiga hana að á raunastundum og til hennar leitaði ég þegar ég missti móður mína og seinna báðar syst- ur mínar. Þá tók hún mig í fang sér og huggaði mig. Hún vildi öllum vel og eignaðist vináttu og virðingu allra sem á vegi hennar urðu. Það sem gerði hana að svo sórstakri tengdamóð- ur var hve afskiptalaus hún var, en svo bóngóð og hjálpsöm ef til hennar var leitað að einstakt var. Heimili tengdaforeldra minna var fallegt og fullt af bókum, blóm- um og ilmi af ljúfum kökum og kræsingum. Vinum og vanda- mönnum var tekið opnum örmum og enginn fékk að kveðja nema hafa þegið veitingar hjá Helgu. Gott og fallegt líf hafa þau átt saman, hjónin, og barna og barna- barna lán. Það er stór hópur sem í dag kveður með söknuði. Gegnum tárin geisli skín, gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (G.Þ.) Ástarþakkir fvrir allt, ætíð þín Edda. Föstudaginn 6. desember var Helga Ágústsdóttir borin til grafar frá Akureyrarkirkju. Er mér barst andlátsfrétt Ilelgu, fóru í gegnum hugann ondurminningar um þessa heiðurskonu, sem nú hefur kvatt okkar jarðneska heim. Ég kynntist Helgu og Ágústi fyr- ir meira en 30 árum, er þau bjuggu í Ránargötunni. Þegar þau fiuttu í Hamragerði 12, var aðeins örstutt að ganga yfir til þeirra í kakó eða kaffi. Helga var mjög góð kona, dug- leg, hjartahlý og gott að vera í ná- vist hennar. Mikill vinskapur hafði myndast milli mín og sona Helgu og Ágústar. Ég og ijölskylda mín vorum alltaf tekin sem ein úr hópnum þeirra. Það var okkur mjög mikils virði og fyrir það vilj- um við þakka af alhug. Dætur mínar kölluðu þau ömmu og afa. Margar urðu ánægjustundirnar, í afmælum, á jólum og við svo mörg önnur tækifæri. Engri fjölskyldu hér á Akureyri á ég meira að þakka en Helgu, Á- gústi og sonum þeirra fyrir vin- skap og velvilja í okkar garð. Ég veit að góður Guð á himnum hefur tekið vel á móti Ilelgu. Ég bið Guð að halda sinni verndarhendi yfir Ágústi, sonunum, ijölskyldum þeirra sem og öllum öðrum ástvin- um. Megi Guð blessa okkur öll. Þórarinn B. Jónsson og fjölskglda. Helga í Háteigi er látin. Þegar andlátsfregn Helgu frænku barst, leituðu á liugann þær góðu minningar sem hún skil- ur eftir hjá okkur systkinunum frá Litla-Garði. Frá fyrstu tíð og allt fram á þennan dag hefur verið mikil og góð samkennd með flöl- skyldum okkar, skyldleikinn og góð vinátta batt okkur saman þeg- ar í æsku og hefur það haldist æ síðan. Þegar Helga og Ágúst hófu bú- skap á Þórshöfn á Langanesi, voru foreldrar okkar, Karl Ásgrímur, bróðir Helgu, og Þórhalla, þar einnig, en bæði voru þau fædd í Borgarfirði eystri. Pabbi og Gústi unnu hjá Kaupfélaginu og þar fæddust við flest systkinin og synir Helgu og Gústa, þeir Baldur, Vil- helm Ágúst, Birgir og Skúli, en Eyjólfur fæddist á Akureyri. Á Þórshafnarárunum var vinna oft stopul og hóldu fjölskyldur okkar úti nokkrum kindum og kúm til heimilishalds. Haustið 1946 taka báðar ijölskyldurnar sig upp og fiytja til Akureyrar. Farið var á þremur pallbílum með „boddýi" og öll búslóðin tekin með. Karl og Þórhaila settust að í Litla-Garði og Helga og Ágúst búa fyrst að Vöku- völlum, en síðar byggja þau upp Háteig. Það þótti tryggara að hafa jarðnæði og geta verið með smá bústofn til að auka tekjurnar og renna fleiri stoðum undir fram- færslu ijölskyldunnar. Háteigur var reistur af miklum myndar- skap. Það var auðséð að þar voru samhent hjón sem vildu veg sinn og sinna sem mestan. Helga var glæsileg kona, eins og hún átti kyn til. Hún unni fögr- um hlutum, sem valdir voru af smekkvísi, og bar heimili og allt umhverfi þeirra ætíð merki þess. Þegar Ijölskyldurnar hittust á jól- um og um áramótin var oft glatt á hjalla, sungið og dansað í kringum jólatréð eða farið í leiki. í minn- ingunni voru þetta ógleymanlegar stundir. Þegar svo mikill samgang- ur var á milli heimila eins og hér, þá hafa eflaust komið upp ein- hverjar erjur þegar börnin voru mörg, full af orku og með hug- myndaflugið í lagi. En einhvern veginn virðist það gleymt og hið skemmtilega og góða situr eftir. Það var gott að eiga heima í innbænum, eða öllu heldur innan við innbæinn, á þessum árum. Vissulega gat verið langt í skólann svona við og við, þegar annað sótti á hugann, en það var lítilíjörlegt miðað við alla þá möguleika sem skógurinn í Gróðrarstöðinni, svellið á ánni og skíðabrekkurnar við bæjardyrnar gáfu okkur krökk- unum. Við áttum góða æsku og í minn- ingunni voru þetta dýrðlegir dag- ar. Þegar Ilelga og Ágúst fluttu frá Iláteigi að Ránargötu 10, þá gaf það augaleið að dagleg samskipti rofnuðu nokkuð og mikið vor- kenndum við strákunum að flytja alla leið lengst niður á eyri. Helga fæddist að Ósi 1912 á Borgarfirði eystri og ólst upp í for- eldrahúsum, lengst af á Ásgríms- stöðum í Hjaltastaðarþinghá. Að Helgu stóðu sterkir stofnar. Faðir hennar var Vilhelm Ágúst Ásgrímsson, bóndi og hrepps- nefndarmaður að Ásgrímsstöðum, sonur Ásgríms Guðmundssonar bónda að Grund í Borgarfirði eystri, afkomanda Hafnarbræðra, Guðmundar í Klausturhólum aust- ur og Jóns Einarssonar, forföður Reykjahlíðarættar yngri, og konu hans, Vilhelmínu Þórðardóttur frá Sævarenda í Loðmundarfirði, dótt- ur Þórðar Jónssonar af Pamfflsætt og Maríu Guttormsdóttur af Skúla- ætt. Móðir Ilelgu var Guðbjörg Al- exandersdóttir, húsfreyja að Ás- grímsstöðum, en fædd á Minna- Mosfelli í Grímsnesi, dóttir Alex- anders Arnórssonar frá Minna- Mosfelli, afkomanda Laga-Nóra og Jóns Sturlusonar hreppstjóra á Apavatni í Grímsnesi. Móðir henn- ar var Helga Tómasdóttir frá Seli í Grímsnesi, afkomandi Bergsveins Þorkelssonar í Gröf og Halldórs og Ingunnar á Galtalæk. Guðbjörg og Ágúst, foreldrar Helgu, kynntust í Kennaraskólan- um veturinn 1908-9, er þau voru þar við nám. Þá var Guðbjörg flutt til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Framnesveginn. Helga Ágústsdótt- ir bar nafn ömmu sinnar og var ætíð kært með þeim nöfnum. Systkinin á Ásgrímsstöðum nutu í uppvextinum veru foreldranna í Kennaraskólanum og oft tók Guð- björg amma börn til lengri eða skemmri dvalar, til að kenna þeim vísdóminn. Allt þetta kom fram í uppeldi okkar frændsystkinanna, virðing fyrir bókum og nauðsyn menntunar. Helga var þar engin undantekning, því þegar afmælis- og jólagjafir voru gefnar, sem venja var milli íjölskyldna okkar, voru ætíð bækur fyrsta val. Við systkinin í Litla-Garði kveðjum góða frænku, sem ætíð lét okkur finna að við stóðum henni nær. Ágústi, sonum þeirra og fjöl- skyldum þeirra vottum við djúpa samúð. Megi guð blessa ykkur öll. Systkinin frá Litla-Garði. •LSigurbjörg Siiæbjarnardóttir Sigurbjörg Snæbjarnardótt- ir fæddisl á Grund í Höfða- hverfi 13. ágúst 1905. Hún andaöist á Dvalarheimilinu Illíð á Akureyri hinn 15. nóvember síðastiiðinn. Foreldrar hennar voru Snæbjörn Helgason og Jó- hanna Jóhannesdóttir, sem bjuggu á Grund. Sigurbjörg var eitt af fjórum systkinum, sem öU eru látin. Hinn 11. júlí 1926 giftist Sig- urbjörg Sigurbirni Benedikts- syni frá Jarlsstöðum í Höfða- hverfi. Fljótlega hófu þau að reisa sér nýbýU í landi Grundar og nefndu það Ártún. Þar bjuggu þau tU ársins 1964, er þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust fimm syni. Sigur- björn lést 6. apríl 1987. Amma mín er dáin. Það er alltaf sorglegt þegar einhver deyr. Þannig er það líka með ömmu Boggu, enda þótt ég hafi ekki haft mikið samband við hana hin síðustu ár. En frá því að ég var yngri á ég margar góðar minn- ingar um ömmu, sérstaklega frá þeim tíma þegar aíi og amma bjuggu í Skarðshlíðinni. Amma var búin að vera lasin sína síð- ustu daga. Ég held hún haíi ver- ið hvfldinni fegin, því allt frá þeim degi er afi dó þá fór heilsu hennar hrakandi. Ég minnist ömmu og afa helst þar sem þau sitja við stóra gluggann í ganginum á Skarðs- hlíðinni og fylgjast með umferð- inni. Og ég stend fyrir neðan á planinu og veifa upp til andlit- anna sem gægjast út á milli pottaplantnanna. Það var fastur liður að heimsækja ömmu og afa um helgar. Meðan amma tók til kaflið, spilaði aíi eitthvað á munnhörpuna eða harmonik- una. Það var líka ótrúlegt með ömmu, hún átti alltaf eitthvað girnilegt með kaffinu. Loftkök- urnar hennar voru samt alltaf í mestu uppáhafdi hjá mér. Eftir því sem ég varð eldri barst talið æ oftar að skáldskap hjá afa og ömmu. Þau höfðu bæði sterkar skoðanir á skáld- skap. Ég minnist þess að einu sinni gaf afi mér úrklippur úr dagblöðum, sem hann hafði safnað saman og flokkað sem lé- legan skáldskap. Hann gaf mér þessar úrklippur, svo ég myndi ekki falla í sömu gryfju og fara að skrifa álíka bull og það sem stóð í þessum úrklippum. Ég dáðist líka alltaf að því hve amma kunni mörg ljóð og kvæði utan að og það voru reyndar ófá- ar vísurnar sem hún reyndi að kenna mér. Það var líka amma sem kenndi mér að spila vist. Eftir að afi dó fórum við yngri systurnar oft á sunnudögum og spiluðum við ömmu. Það gat verið virki- lega gaman, því amma lifði sig svo inn í spilið og hún var oft virkilega tapsár. Það varði samt yfirleitt ekki lengi. Yfir kökunum á eftir spilinu var allt grafið og gleymt. Amma sagði sína meiningu yf- irleitt hreint út. Það gat oft verið erfitt að taka því, en þannig var bara amma. Mér er minnisstæð- ast þegar ég kom í fyrsta skipti með Loft, minn fyrrverandi kærasta, til ömmu og fór þaðan rauð upp í hársrætur út aftur. Nei, amma lá ekki á sínum skoð- unum, ekki þá frekar en fyrri daginn. í dag get ég ekki annað en brosað að þessu samtali, sem við amma áttum þann daginn, og ég held að þetta sé ein sú skemmtilegasta minning sem ég á um ömmu. Það var ekki það að ég fengi ekki samþykki ömmu á mannsefninu; nei, ef eitthvað var þá var það frekar í hina áttina. Hún var svo ánægð með hann og hrósaði honum í hástert, en ég bara sat og roðnaði meir og meir yfir öllu saman. Það er kominn vetur hér í Noregi, það styttist í jólafríið og ég veit það verður engin fíngerð, skjálfandi hönd að taka í um jól- in þegar ég kem heim. Amma mín er dáin. En innra með mór geymi ég minningar um ljúfar stundir í Skarðshlíðinni. Þessi jól sefur amma vært úti í Laufási hjá afa. Þegar lífi lýkur hér við leitum í sama skjól. Þá verð ég hjá þér og þú hjá mér og þá verða alltaf jól. (Jóh. úr Kötlum) Snœfríður Ingadóttir.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.