Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Page 9

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Page 9
jEagur-’SKmtmr Þriðjudagur 24. desember 1996 - 9 m JaR jigw 0Bf lii I/1/ i /m / / 'u n / t / ‘í nít Stefán Jón Hafstein skrifar ritstjórarabb á jólum i. Númer eitt á jólum er auðvitað að forminu til þessi litli sveinn sem eigi var rúm fyrir í gistihúsinu. En fyrir marga er aðalhlutverkið í höndum hins sveinsins — sem gefur. Og flestir vaxa reyndar ekki upp úr þeirri hinni barnslegu jólasveinatrú, nema hún hætti að vera barnsleg og verður svínsleg, lög- uð að trú á bara það sem gefur — í aðra hönd. Þeir náðu reyndar saman í huga mér þeir tveir, á end- anum, sveinninn ungi og sveinninn jóla. Það er löng saga sem ekki verður rakin hér, en hún byrjar svona: II. Fyrsta alvöru bernskuminningin mín tengist jólun- um. Þá undirstrika ég alvöru. Hún gróf undan sak- leysi barnsins og lá við að hún svipti mig helgi há- tíðarinnar, ekki bara þessi hin fyrstu jól sem ég man glöggt eftir, heldur öll jól þaðan í frá. Ég man það eins og gerst hefði í gær. Þetta var á jólaballi eins og jólaböll best geta orðið. Eins og þau voru þegar ég var ungur og eru kannski enn. Mamma fór með okkur systkinin í gamla Sigtún við Austurvöll. Það var risastór skreyttur salur með feiknastóru jólatré, það voru dúkuð borð, það voru jólaljós og kerti, það var stórfenglegur heimur sem luktist utan um þennan litla dreng á matrósaföt- um. Stuttbuxur, hann var á rauðri treyju með þennan hefðbundna matrósakraga, borðar og snúrur og stolt hins unga drengs í brjóstvasanum: flauta. Það var reyndar bannað að blása í hana á jólunum, en hún var þarna til taks eins og fálka- orðan fyrir hlýðni og góða siði. Jólatréð sá hann ekki nema þar sem það speglaðist í gljáburstuðum skónum, hann var svo niðurlútur af feimni, yfir- kominn af allri þessari dýrð.... Súkkulaði og rjómi, sætabrauð, hattar og knöll. Og þá kom hann. Eftirvæntingin hafði verið að magnast og börnin orðin sæl og rjóð af sælgætisáti og súkkulaðidrykkju með rjómaskeggin ennþá loð- andi við efrivörina — í þá tíð þekktist ekki sykur- laust. Hljómar píanósins gáfu til kynna að stundin væri runnin upp, það var magnþrungið og líktist engu sem hafði áður gerst: „Krakkar mínir komiði sæl, hvað er hér á seyði?" Hvað er hér á seyði? III. Sjálfur jólasveinninn stóð í allri sinni rauðhvítu dýrð og söng lofgjörðarvers til barnssálarinnar, um Adam sem sáði og sáði, gekk yfir sjó — hugsið ykk- ur, yfir sjó! — og land. Og nú skal segja. Einiberja- runninn. Eitthvað svo dularfullt og framandi að ganga kringum einiberjarunn; maður vissi hvorki hvað það var þetta eirúber né heldur þetta runn. Þannig óx kætin og gleðin einlæga yflr þessum frá- bæra náunga, sem opnaði heima tónlistar og trún- aðartrausts og óblandinnar og fölskvalausrar ham- ingju. rv. í þann tíð fóru allir krakkar með kerti á jólaböll. Jólasveinninn hét undantekningalaust Kertasníkir. Það var komið að því sem nálgaðist helst að vera helgistund: sendiherra hins barnslega sakleysis af- henti forseta heimsmyndarinnar trúnaðarbréf sitt. Við stilltum okkur upp í röð til að gefa Kertasníki kerti. Þetta var nokkuð mikil óperasjón. Allar mæður í salnum drógu úr handtöskum sínum kerti sem þær afhentu afkvæmunum hátíðlega, svo þau mættu stilla sér upp í röðina og nálgast hinn mæta svein. Núna, næstum 40 árum síðar, sé ég í hugskoti mínu að þetta hljóta að hafa verið mörg börn. Og eins og gerist og gengur voru þau stærstu og fljót- ustu og frekustu og með mestu jólaballareynsluna búin að sjá hvenær kæmi að þessum atburði, löngu komin í fremstu röð þegar htli drengurinn á matrósafötunum vissi hvaðan á sig stóð hátíðar- veðrið. Og bað móður sína um kertið góða. Meðan hún gramsaði í sínu djúpa kvenveski — sem var eins og öll önnur kvenveski allra tíma þeirrar nátt- úru að ekkert finnst í því — lengdist röðin. Kannski voru börnin orðin tvö hundruð á undan mér. Þang- að lágu spor mín, í röðina sem hlykkjaðist frá sen- unni og framhjá jólatrénu og lengst aftur í sal og inn í fatahengi. Þarna á matrósafötunum var ég að ganga sem sjálfstæður einstakhngur — í fyrsta skipti — óstuddur og óleiddur af foreldri. Einstak- hngur sem hafði teldð þá sjálfstæðu ákvörðun að fara með kerti á fund jólasveinsins og afhenda honum það sjálfur, prívat og persónulega, sem vott um virðingu mína og þakkir. Ekki með mömmu, ekki með pabba, ég var einn í eigin erindagjörðum. í röð með tvö hundruð börnum, sem öll héldu á kerti. Stóru krakkarnir afhentu kertin sín og skondr- uðu í sætin til að þefa uppi eplin sín rauðu og jóla- konfektið í pokunum. Ég var alvörugefinn og rólegur með útrétta hönd þar sem kertið mitt hvíta stóð bísperrt úr greip minni. Við fórum framhjá jólatrénu þarna í röðinni meðan Kertasníkir þáði hvern virðingarvottinn á fætur öðrum. Við nálguð- umst senuna og þessi þrjú þrep þar sem röðin hlykkj- aðist upp, ég hélt þétt- ingsfast um kertið mitt góða, og svo var ég kom- inn upp á háa senuna og leit einbeittur út í sal. Þolinmóðar mæður sáu loksins fyrir endann á þessari athöfn, eitt eða tvö börn fyrir aftan mig í röðinni, næstum öll hin komin í sætin aftur með tóma eða hálftóma jólagott- eríspoka. Jólatréð stafaði sinni mildu birtu á rauðan matrósagallann og speg- ilgljáandi skóna undir stuttbuxunum og á kertið mitt góða. Og hamingjan sanna! V. Kertið mitt! í hinni þéttu barnsgreip var kertið mitt hvíta og hallaði undarlega undir flatt, bog- ið í hinu heita traustataki. Það var svo óþægilega mjúkt í greip minni, eins og það væri eiginlega ekki lengur ... kerti. Og nú þokaðist röðin ofurhægt, alltof hægt, þennan síðasta spöl. Kertasníkir sat og hlóð kertastöflum allt í kringum sig, þáði kerti af hverju barninu á fætur öðru og hafði ekki undan að leggja frá sér í haugana, með fangið fullt af þessum dýrindis kertum frá hinum krökkunum — en þarna var mitt að leka útaf í greip minni. Ég herti takið frekar til að stöðva þessa óheillaþróun. En hún varð ekki stöðvuð. í þann mund er ég stóð loksins einn frammi fyrir Kertasníki hinum eina sanna, í þann mund beygði kertið mitt hvíta alveg af og lak útaf. Fingur mínir réttust og opinn lófinn færði fram hina auðmjúku gjöf. VI. „Hvað er nú þetta,“ heyrðist rám karlsrödd innan í þykku skeggi. Ég leit á það sem eitt sinn var. „- Ætlarðu að gefa jólasveininum ónýtt kerti?“ Þögn. Þetta var gjöf án orða. „Ætlarðu að gefa Kertasníki ónýtt kerti?“ ítrekaði risavaxni búkurinn með þetta svakalega skegg og hrikalega andlit undir þessari rosalegu húfu, og hann bandaði sinni ógnvekjandi krumlu á kertahaugana sem lágu alls staðar í kring: „Allir hinir krakkarnir gefa Kertasníki heil kerti!“ Og hpnn húrraði matrósafötunum frá. Einhvers staðar inni í þeim var h'till búkur sem staulaðist niður þrepin og rölti niðurlútur yfir stóra ballgólf- ið, framhjá jólatrénu og nú voru það ekki jólaljósin sem spegluðust. Gegnum táramóðuna sá hann bara í gljáfægðu skónum þessa svakalegu skeifu, og hann gat ekki kyngt þessum ægilega klumpi þegar hann rétti móður sinni leifarnar af gjöfinni góðu: „Jólasveinninn vildi ’etta ekki.“ Og svo hurfu jóhn bak við þessi samankipruðu augnlok og friðurinn brast í óstöðvandi gráti. VI. Það næsta sem ég man var að ég sá móður mína á einörðu eintali við Kertasníki. Það voru engir Adam átti syni sjö, sem móðir mín las honum, eng- ir gekk ég yfir sjó og land, ekkert hann sáði, heldur orð á stangU sem ég náði og þau voru ekki í nein- um súkkulaði með rjóma tóni: „Ég hef bara aldrei vitað aðra eins ..." og ég heyrði ekki meir; „og hvers konar eiginlega ..." og svo náði ég ekki afganginum. Svo kom hið gam- alkunna „... hvernig í ósköpun- um“ og enn missti ég af því sem á eftir kom, en innst í barnssálinni skynjaði ég að þessi stóri, góði heimur sem var fullur af söng, ljósum og gleði, eplum, súkkulaði með rjóma og Adam með syni sjö, að þessi heimur sem ég hafði nýstigið út í einn og ó- studdur var annar og ... ég vissi ekki hvað ... því ég gat auðvitað ekki botnað þessa setningu sem barnssáhn var of ung tU að botna: að þessi heimur er annar — og verri — en við vildum. VII. Frá þessari stund minnar æsku til þeirr- ar sem við nú lifum er langur vegur og vaxandi viska. Það byrjaði ég að læra þegar ég reyndi að gefa Sníki hinum falska leifarnar af kertinu mínu, að ekki er allt sem sýnist: hið stóra vald er ekki endilega hinn stóri sannleikur; það sem sýnist stórt er í raun smátt, og öfugt; og sá sem hefur allt, hefur í raun ekkert. En ef eitthvað er satt, og það hefur lærst á löngum tíma, að hinn sanni sveinn, og hinn sem eigi var rúm fyrir, eru sameinaðir í anda jólanna. Og það er staðreynd, að sælla er að gefa en þiggja. Leiðin að þessum lærdómi var hlykkjótt, tileink- un sannindanna ekki fortakslaus: Enn slær útí fyrir mér með kaldhæðni, villuráfið er margt, viðkomu- staðirnir ekki allir viskubætandi. Þetta hefði getað farið illa. Ég kom ekki aftur í gamla Sigtún fyrr en á busaballi í menntaskóla. Þá sá ég aftur gömlu senuna og eitthvað vorum við byrjaðir að sulla, strákarnir. Það voru engar raðir núna með prúð- búnum krökkum sem trúðu á jólasveininn, þau trúðu á baccardi sem var smyglað inn á ballið og raðirnar voru við klósettin til að blanda. Og það var ekki endilega táramóða sem ég man eftir seint á því balli, heldur frekar annars konar móða og gamla jólaballsgólfið dúaði undir fótum mér; við skröngluðumst, strákarnir, með baccardiblandið í staðinn fyrir epli og konfekt. Öllum fannst það furðulegt og enginn skildi þegar ég mælti fyrstur manna í einhverju óráði þá setningu, sem síðar átti eftir að slá í gegn — sögð af öðrum í allt öðru sam- hengi. Nei, enginn skildi hvað ég var að fara og öU- um var sama þegar ballið hvarf fyrir augum mér og það síðasta sem ég heyrðist segja var hið síðar ódauðlega: jóla hvað? V J

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.