Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Page 11

Dagur - Tíminn - 24.12.1996, Page 11
Jlctgur-®ímmn Þriðjudagur 24. september 1996 -11 og farsœlt komandi ór með þökk fyrir önœgjulegt samstarf og viðskipti á árinu. Urræðagóður prestur, sem vissi lengra nefi sfnu Séra Eiríkur í Vogsósum var með mestu kunnáttumönn- um síðari alda. Hann var snjallari en flestir vestfirskir galdramenn og aldrei lenti hann í slíkum hremmingum sem Galdra-Loftur og aðrir þeir sem ekki réðu við svartagaldur og þau fræði öll. Margar sagnir eru af galdrakúnstum Eiríks, sem hann beitti oftast til góðs. Að síðustu tókst hann á við myrkrahörðingjann og hafði betur og sveir inn um hið gullna hlið og hefur setið sían í sæludölum Paradísar og hefur aldrei frést af hrekkjum eða strákapörum hans úr þeim sóknum. Vogsósar sem Eiríkur er kenndur við eru í Selvogi, þar sem áður var búsældarlegt og margbýlt. Sóknarkirkjan þar var Strandakirkja, sem er eins ágæt til áheita og Þorlákur helgi var þegar mark var tekið á páfanum á íslandi. Hér far á eftir nokkrar sagn- ir af séra Eiríki í Vogsósum og eru þær úr blöðum Brynjúlfs frá MinnNúpi. Handbókin Margir yngissveinar fóru til Ei- ríks prests og báðu hann kenna sér. Hann reyndi þá með ýmsu móti og kenndi þeim er honum sýndist. Meðal annara var einn piltur er falaði kennslu í galdri. Eiríkur mælti: „Vertu hjá mér til sunnudags og fylg mér þá til Krýsuvíkur, síðan skal ég segja þér af eða á.“ Þeir ríða af stað á sunnudaginn en er þeir koma út á sand, mælti Eiríkur: „Ég hefi þá gleymt handbókinni. Hún er undir koddanum mín- um, farðu og sæktu hana, en ljúktu henni ekki upp.“ Piltur- inn fer og sækir bókina og ríður út á sand. Nú langar hann til að h'ta í bókin, og það gjörir hann. Þá koma að honum ótal púkar og spyrja: „Hvað á að gjöra, hvað á að gjöra?“ Hann svarar skjótt: „Fléttið reipi úr sandin- um.“ Þeir setjast við, en hann heldur áfram og nær prestf úti í hrauni. Hann tók við bókinni og mælti: „Þú hefur lokið henni up.“ Pilturinn neitar því. Þeir fara nú sem ætlað var en á heimleiðinni sá prestur hvar púkar sátu á sandinum. Þá mælti hann: „Vissi ég það, að þú laukst upp bókinni, heillin góð, þó þú neittir. En snjallast ráð tókstu og væri vert að kenna þér nokkuð." Er svo sagt að hann hafi kennt honum. Glófamir Annan pilt, sem kennslu falaði, sendi prestur fram í Stranda- kirkjugarð og kvaðst hafa skilið þar eftir glófa sína. Pilturinn fer og finnur glófana. En er hann vill taka þá, kvika fingurnir. Hann varð hræddur og fer aftur og segir presti. Hann mælti: „- Farðu heim, heillin góð. Þér get ég ekki kennt." Strandakirkja í Selvogi hefur löngum þótt ágæt til áheita.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.