Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Side 4
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 3 stk. &3 ### Ma Ling sveppir 1/t ds... 93.90 Velucosveppir 1/1 ds..... 96.30 Ma Ling sveppir 1/2 ds... 61.35 Narcissus sveppir l/4ds ... 27.30 Samodan rauökál380gr .... 33.60 Samodan rauðkál 720gr . ... 52.35 Sa modan rauðbeður 490gr. . 54.60 Samodan rauðbeður 235gr.. 34.20 Samodan asiur215gr....... 37.65 Samodan agúrkusalat 220gr 35.10 #3### Rialtoaspas........... 44.40 Geishaaspas........... 72.60 ÍSI best aspas........ 93.00 MaLingaspas........... 63.45 Black Knight aspas.... 40.50 Berryland Farm aspas... 43.50 Diademaspas............ 93.90 Rcgina aspas.......... 60.45 #3### Ora gulr.og gr.baunir 1/1 ds....................... 32.70 Ora, gulr. og gr.baunir 1/2 ds...................... 27.45 Ora, gulr.og gr.baunir 1/4 ds...................... 18.75 Ora. Bl. grænmeti 1/1 ds . .. 33.15 Ora, bl. grænmeti 1/2 ds.... 27.30 Ora, bl. gr-enmeti 1/4 ds .... 18.90 Coop Baked beans 439 gr ... 33.90 Coop Baked beans 539 gr ... 45.60 VegAllgrænm.............. 25.80 Ma Ling grænm .......... 19.50 Kingsway gulrætur........ 31.50 Smedlay gulrætur ........ 36.30 Sértilboð 5kg Outspan appcls .... 67.35 5 kgUSA Rcd Delepli... 74.00 3 kg Sp. Sats. Klementinur............. 47.70 5 kg. Gul epli.......... 72.75 Skg.Gulrófur............ 27.45 Þvol 2,2Iítrar.......... 22.30 Þvol 3,8 lítrar......... 38.10 Iva 2,3 kg.............. 42.20 tva 3 kg................ 46.90 Serla eldhúsr. 2x9rull ..103.95 Serla towels eldhdsr. 2x9 rúD......................103.95 Kryddery eldhúsr. 2x9 rúll .................... 94.50 Serla tissiue tolilettp 2x18 r........................141.30 Serla twins toiletp 2x18 r 113.85 Sparimarkaðurint Austurveri Hvaö er á seyðium helgi Fundir Kynningarfundur AL-ANON AL-ANON, aðstandendur drykkjusjúkra, heldur opinn kynningarfund laugardaginn 28. nóvember kl. 4 í Langholtskirkju. Allir velkomnir. Islenzkar Málfreyjur Ihalda kynningarfund í Slysavarnarfélagshúsinu Hafnarfirði laugardagjnn 28. nóv. kl. 2 eftir hádegi. Alþjóðasamtök Málfreyja, (International Toast- mistress Clubs ) eru ein af fjölmennustu félagasam- tökum heims sem starfa eingöngu á fræðilegum grúndvelli. í samtökunum eru um 29 þúsund félags- menn af ýmsum þjóðernum óg stéttum. Undirstaöa þeirrar þjálfunar sem þessi félags- skapur býður upp á er að byggja upp einstaklinginn þanrtig að hann sé betur undir það búinn að takast á hendur þau verkefni sem bíða hans á lífsleiðinni, hvar og hvenær sem er. Á þessu ári eru liðin 8 ár frá stofnun fyrstu islenzku Málfreyjudeildarinnar. Það er Puffin Keflavik. Nú eru starfandi tværdeildir í Keflavik, þrjar í Reykjavik, ein í Vestmannaeyjum og em i Hafnarfiröi. Nýstofnuð er deild i Luxembourg, á Akranesi og i Stykkishólmi. Ýmislegt Kirkjudagur Seltjarnarness Síðastliðið sumar var tekin fyrsta skóflustunga að væntanlegri kirkjubyggingu á Seltjarnarnesi. Næst- komandi sunnudag, á fyrsta sunnudegi i aðventu, efnir söfnuðurinn til hins árlega kirkjudags. Scgja má að markmiö kirkjudagsins sé tviþætt, annars vegar efling trúarlífs safnaðaríns og hins vegar fjár- öfiun fyrír væntanlega kirkjubyggingu. Allir velunn- arar kirkjunnar eru hvattir til að sýna samstöðu og fjölmenna til guösþjónustu og á kökubasar og kvöldsamkomu í félagsheimili Seltjarnarness. Dag- skrá verður sem hér segir: Kl. 11 Ljósamessa, sem fermingarböm annast. Blásarakvartett leikur undir stjórn Skarphéðins Einarssonar. Organisti: Sighvatur Jónasson. Kl. 3 Kökubasar. Kl. 8.30 Kvöldvaka: Skólakór Seltjarnarness syngur undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Einsöngur: Kolbrún Harðardóttir syngur við undirleik Kol- brúnar Sæmundsdóttur. Erindi: Sr. Ólafur Oddur Jónsson ræðir um fjölskylduvernd og trúarlegt upp- eldi. Hugvekja: Jóhann Guðmundsson. Frank M. Halldórsson. Einleikur í Keflavikurkirkju Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Rúnar Georgsson leikur einleik á flautu. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sóknarprestur. Aöventuhátíð í Neskirkju Næstkomandi sunnudag 29. nóvember verður aðventuhátíð i Neskirkju. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 2 Ljósamessa sem fermingarbörn annast. Arn- hildur Reynisdóttir leikur á trompet. Organisti: Reynir Jónasson. Góðar kaffiveitingar í félags- heimilinu. Kl. 4 Davíð Oddsson borgarfulltrúi flytur ræðu. Strengjasveit Tónlistarskóla Seltjarnamess leikur nokkur jólalög undir stjórn Hannesar Flosasonar. Kórsöngur og einsöngur: Kolbrún á Heygum syngur nokkur lög viö undirleik Reynis Jónassonar. Sagt verður frá hjálparstarfi kirkjunnar í máli og myndum. Tónleikar með Musica Antiqua Laugardaginn 28. þ.m. veröa haldnir fyrstu tón- leikar Musica Antiqua. Hefst þar með röð tónleika, þar sem kynnt verður tónlist frá liðnum öldum, sem sjaldan eöa aldrei er flutt hér á landi. Á þessum tón- leikum verða fluttir 17. aldar lútusöngvar frá Englandi, Frakklandi, og Ítalíu. Flytjendur eru Sigrún V. Gestsdóttir sópran, Snorri ö. Snorrason lúta og ólöf Sesselja Óskarsdóttir viola da gamba. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á sal Menntaskólans í Reykjavík. Ferðalög Dagsferðir Ferðafólagsins Dagsferðir sunnudaginn 29. nóvember: 1. Kl. 11 Tindstaðafjall (716 m) norðan I Esju. Fararstjórar: Guðmundur Pétursson og Guðlaug Jónsdóttir. Verð kr. 50.- 2. Kl. 13 Úlfarsfell í Mosfellssveit (295 m). Farar- stjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 30.- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmcgin. Far- miðar viö bíl. Ath: Við vekjum athygli fólks á að huga vel að fóta- búnaði í gönguferðum á þessum árstíma og hlíföar- fötum. Feröafélag Islands. Tilkynningar Sýning á silfurmunum Laugardaginn 28. nóv. veröur opnuð í anddyri Nor- ræna hússins sýning á silfurmunum (vösum, skálum, fötum og öskjum), sem danski silfursmiöurinn og leturgrafarinn JOHN RIMER hefur gert. Sýningin ber heitið Silfur og sagnakvæöi, en John Rimer hefur grafið í silfurmunina drápur og kvæði úr íslendingasögunum m.a. úr Egils sögu Skalla- grímssonar, Laxdælu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Grettissögu og Kormáks sögu. John Rimer er fæddur 1931 í Danmörku og lærði silfursmíði og leturgröft (cicelering) í silfursmiðju A. Michelsen og í danska listiðnaöarskólanum. Hann hefur rekið eigið verkstæði frá 1960 og vinnur aðal- lega silfurmuni (solvkorpus) og skartgripi með nátt- úrusteinum. í leturgreftri sínum notar hann hefð- bundnar aðferðir og sækir fyrirmyndir lil náttúr- Sýningin er farandsýning og er Norræna húsiö fyrsti viökomustaðurinn, en héðan fer sýningin til Gautaborgar, Osló, Stokkhólms og Kaupmanna- hafnar. Sýningin er opin daglega kl. 9—19 og verður til 19. des. Aðgangur er ókeypis. Opið hús í dag Menningarvakan sem er á vegum Alfa-nefndar hefst með setningarhátið á morgun kl. 14.30 og eftir kl. 16.30 er opið hús. Auk sýninga og tónlistar verður einnig kynningarbás með söluvörum, svo sem jóla- kortum, kertum o.fl. Á barnaskemmtuninni á sunnudaginn verður sýnt brúðuleikrit um lif fatlaðra barna, Tóti trúður kemur í heimsókn eins og fyrr sagði, farið verður i íþróttaleiki og Hjalti Rögnvaldsson les upp úr bók- unum um Jón Odd og Jón Bjarna. Kynnir og stjórn- andi leikja verður Bryndis Schram, barnatímastjóri sjónvarpsins. Skemmtunin byrjar kl. 14.30 og henni mun ljúka um fimmleytiö. Skemmtun fyrir þroskahefta verður haldin i Þróttheimum við Sæviðarsund laugardaginn 28. nóvember frá kl. 15—18. Jólafagn- aður verður haldinn i Tónabæ þriðjudaginn 29. des. kl. 20—22.30. Veitingar á vægu verði. Styrktarfélag vangefinna. Bara-flokkurinn frá Akureyri hefur náð feikivinsældum hér á höfuðborgarsvæðinu. Hann spilar og syngur i klúbbi NEFS i kvöld. Tónleikar í NEFS um helgina: BARA-flokkurinn, Ego og Norðmennimir Cut Eins og endranær gengst klúbbur þessi hefur notið feikivinsælda rokk- NEFS — Nýefld Félagsstofnun stúd- aðdáenda og þá ekki sízt eftir út- enta — til tónleikahalds um helgina. komu hljómplötu hennar í sumar. Að þessu sinni hefur klúbburinn Bara-flokkurinn hélt tónleika hér á fengið hingað hljómsveitina BARA- höfuðborgarsvæðinu síðastliðið flokkinn frá Akureyri. Hljómsveit sumar og nú kemur hann fram í fyrsta skipti í þessari heimsókn í kvöld. Á laugardagskvöld verða hljóm- sveitirnar Ego Bubba Morthens og norska hljómsveitin Cut í klúbbi NEFS. -ELA. Jass helgarinnar: GAMLAR KEMPUR í DJÚP- INU 0G STÚDENTAKJALLARA Fimm gamalkunnir jassleikarar leika í Djúpinu og Stúdentakjallar- anum nú um helgina og næstu helgi. Það eru þeir Jón Páll gítarleikari, sem staddur er á landinu, en hann er annars búsettur í Sviþjóð, Viðar Alfreðsson, trompetleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Árni Schev- ing bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Þeir félagar leika í Djúpinu annað kvöld, 28. nóvember, fimmtudaginn 3. og laugardaginn 5. desember og næstu tvö sunnudagskvöld í Stúdentakjallaranum. Þessir jassleikarar nema Jón Páll hafa í sumar og haust leikið fyrir tón- listarfélög víðs vegar um landið. Léku þeir hvarvetna við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Nýlega er komin út hljómplata með Viðari Alfreðssyni og er fyrsta upplag plötunnar uppselt hjá útgefanda. Er nýtt upplag væntanlegt úrpressun ínæstuviku. Jón Páll, sem stundar tónlistar- kennslu í Sviþjóð, er nýkominn af mikilli jasshátíð í Póllandi þar sem hann lék með hljómsveit Péturs Östlunds. í hljómsveitinni eru auk Péturs og Jóns Páls þeir Halldór Pálsson saxófónleikari og Hjörleifur Björnsson bassaleikari. -A.Bj. Barnaskemmfun á Borginni Tóti trúður, Bryndís Schram og Brúðuleikhúsiðskemmta krökkunum á sunnudag á Hótel Borg á barna- skemmtun sem hefst kl. 14.30. Barnaskemmtunin er í tengslum við menningarvökuna Líf og list fatl- aðra, sem byrjar á morgun og stendur út næstu viku. Vakan fer einkum fram á Borginni og er ætluð öllum, jafnt fötluðum sem ófötluð- um. Þar verður myndlistarsýning, verkstæði (workshop) í myndrænni tjáningu, leiksvæði fyrir yngstu börnin, teikniaðstaða fyrir krakka og fullorðna. Allt þetta verður á dag- skránni hvern einasta dag og að sögn framkvæmdanefndar menningarvök- unnar er vonin sú að allir — hvort sem þeir eru heilir heilsu eða ekki gefi sér tíma til að líta inn á Borgina þó ekki væri nema til að fá sér kaffísopa undir léttri píanótónlist leikinni af Carl Billich eða harmoníkuspili Gunnars K. Guðmundssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.