Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. Eitt af módelunum á sýningunni. Þar er að finna ýmsar gerðir módela, s.s. bíla, flugvcla og hertækja. Sýning helgarinnar — Kristalssal Hótel Loftleiða: Af mælissýning hjá plast módelsamtökum — sýnd 200 módel og verðlaun veitt fyrir beztu íslenzku plastmódelsamtökin efna til sýningar og keppni í Kristalssal Hótels Loftleiða á sunnudag. Þar verða sýnd á milli 150—200 módel og velur dómnefnd beztu módelin. Þessi sýning er haldin í tilefni af tiu ára af- mæli samtakanna en í þeim eru nú rúmlega tvö hundruð félagar. Sýningin hefst kl. 11 árdegis og verður keppnin í sjö flokkum. Bezta módel sýningarinnar hlýtur í verð- laun farandbikar. Á meðan á sýning- unni og keppninni stendur verða sýndar slidesmyndir á hverjum heilum tíma. Samtökin eru Íslandsdeild alþjóða- samtakanna og eru þau mjög fjöl- menn miðað við starfandi félög víðs vegar um heiminn. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum eru félagar um tíu þúsund og í Frakk- landi átta hundruð. íslenzku samtökin hafa aðsetur að Fríkirkjuvegi 11 og eru fundir haldnir tvisvar í mánuði. Nokkuð hefur borið á að fólk hafi talið samtökin aðeins fyrir yngra fólk en svo er þó alls ekki. Allir eru velkomnir að gerast félagar. Sýningin er opin til kl. 21 á sunnudagskvöld en verðlaunaaf- hending fer fram kl. 14. Allir eru vel- komnir að koma og kynnast þessari starfsemi. -ELA. Frá Kattavina- félaginu Kattavinafclagið hefur ákveðið að halda kökubasar nú á næstunni og eru félagar og aðrir velunnarar sem vilja láta eitthvað af hendi rakna beðnir að hringja í sima 14594. íþróttafólagið Fylkir með basar Fylkiskonur halda sinn árlega jólabasar i sal Árbæj- arskóla laugardaginn 28. nóv. kl 14.00.Á boðstólum vcrður meðal annars: jólaföndur, bútasaumur, prjónles, kökur og laufabrauð. Ágóðanum verður variö til styrktar byggingu íþróttahúss i hverfinu. Borgfirðinga- félagið Basar og kökusala verður á Hallveigarstöðum laug- ardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Tekið á móti munum frá kl. lOsamadag. Borgfirðingafélagið. Listasöfn Gallery Lœkjartorg Sýningu Hauks Halls lýkur sunnudagskvöld Rauða húsið á Akureyri Laugardaginn 21. nóv. opnaði Hannei Lárusson sýningu í Rauða húsinu á Akureyri. Á henni eru sex verk í mismunandi mörgum ciningum, sem þó eru lauslega, samtengd í kringum grundvallarhugmynd — hugmyndina um alla hluti i heimi. Verkin eru gerö á ýmsa vegu; málverk, skúlptúr, Ijósmyndir eða hljóð. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. nóv. og er hún opin dag hvern frá 16 til 20. Ásmundarsalur Skólavörðuholti: Guðmundur Pálsson opnar sýn- ingu laugardag 28. nóvember á vatnslita- og krítar- myndum. Ber hún heitið „Hljóðfrum”. Sýningin stendur yfir til 6. desember. Opið daglega frá kl. 14—22. ÁRBÆJARSAFN: Opiö eftir umtali. Upplýsingar gefnar frá kl. 9—10 árdegis i síma 84412: ÁSGRÍMSSAFN: Gamlar vetrarmyndir frá Reykja- vík og nágrenni. Geröar fyrir og um 1930. Sýningin opin þriðjudag, fimmtudag og sunnudag frá 13.30— 16. Nokkrar andlitsmyndir lika, sjálfsmyndir Ás- grims og mynd af Þórarni Þorlákssyni og Br\ njólfi Þórðarsyni listamönnum. Aðgangur ókeypis. Jóla- kort Ásgrímssafns til sölu á safninu. ÁSMUNDARSALUR: Guðmundur Pálsson sýnir 21 myndverk. Sýningin nefnist Hljóöfrum og stendur yfir dagana 28. nóvember til 6. desember. DJÚPID: Siguröur Eyþórsson sýnir og er sýningin opin fram i næstuviku. GALLERÍ KIRKJUMUNIR, Klrkjustræti 10: Sig- rún Jónsdóttir, batik og kirkjumunir. Opið kl. 9— 18 virka daga og kl. 9—16 um hclgar. GALLERÍ Langbrók: Nú stendur yfir jólasýning þar sem allt er til sölu. Sýningin stendur fram að jólum. KJARVALSSTADIR: Margrét Reykdal sýnir svo og Haukur Clauscn. HAMRAGARDAR: Engin sýning i vetur. HÖGGMYNDASAFN Ásmundar Sveinssonar v/Sigtún: Opiö þriöjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16. NORRÆNA HÚSIÐ við Hringbraut: Silfurmunir. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR Skólavörðu- holti: Opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13.30—16. Leiklist Ungmannafélag Hrunamanna Að undanförnu hefur ungmennafélag Hrunamanna æft gamanleikinn Betur má ef duga skal eftir enska gamanleikarann og leikritahöfundinn Peter Ustinov i þýðingu Ævars R. Kvarans. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson og er það 6. leik- ritið sem hann setur upp með þeim Hrunamönnum. 14 manns taka þátt í sýningunni. Frumsýnt verður að Flúðum föstudaginn 27. nóv. kl. 21. Leikritið gerist á Bretlandi árið 1967 þcgar hippa- æöiö gcngur yfir England. Leikritið fjallar um hers- höfðingja sem kemur heim eftir 4 ára fjarveru. Margt hefur breytzt á þeim tíma. Börn hans hafa tckið upp breytta lifnaöarhætti og sagt skilið við gamlar hefðir. Vmsir óvæntir atburðir gerast og ekki er allt sem sýnist. Næstu sýningar á leikritinu veröa: 29. nóv. Borg Grimsnesi. 6. des. Þjórsárveri. 11. des. Aratungu. 21 Sýning áhugamanna um vaxtarrækt í Háskólabíó kl. i3.30 sunnudaginn 29. nóv. Miðasala: Háskólabíó, APOLLO (S: 22224) Miðaverð kr. 50,00 ORKUBÓT (S: 15888) gestur sýningarinnar: ANDREAS CAHLING heimsmeistar í bodybuilding 1980 I.F.B.B. 'f-v<i'Í4Í Þ0TT þ|G VANTl AVlXn CLSKAN MÍN VITA , MÍN EIGUM VIO NQGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.