Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Síða 6
26
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981.
Beltanuddtækin
vinsælu frá
V-Þýskalandi eru
nú aftur fáanleg,
tvær gerðir
Getum ávallt útvegaö
meö stuttum fyrirvara
hina þekktu ,,Nordic
Solarium" Ijósalækn-
ingalampa.
Viðurkenndir af Geisla-
vörnum ríkisins.
\\
EBRONsf.
Vesturgötu 17a — Sími
17830.
íþróttir
íþrótt
SKÖLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI2023S.
SPARIÐ
tugþúsundir
Endurryðvörn
á 2ja ára fresti
RYÐVÖRN.SF.
Smiðshöfða 1
Sími 30945
Sparið
þúsundir króna
með mótor- og
hjólastillingu
einu sinni á ári
BÍLASKOÐUN
&STILLING
jjá.oy a 13 -10 0
Hátúni 2A
Cll
á
Iþrótt
Asgeir kom inn á fyrir Paul Breitner
„Ég hefði varið
þetta skot með
frakkanum mínum”
— sagði Pal Csernai, þjálfari Bayem Miinehen, sem mátti sætta sig við
Frá Guðna Bragasyni i Miinchen. —
Ásgeir Sigurvinsson lék með Bayern
Miinchen gegn Borussia Mönchenglad-
bach hér á ólympiuleikvanginum í
Miinchen, þar sem 53 þús. áhorfendur
voru saman komnir. Ásgeir tók stöðu
Paul Breitner, sem meiddist á hné, og
lék hann allan síðari liálfleikinn og
skilaði hlutverki sinu vel, þegar liðin
skildu jöfn 1:1.
Leikurinn var mjög skemmtilegur og
sóttu leikmenn Bayern nær allan leik-
inn að marki Gladbach en þeir voru
ekki á skotskónum. — Við lékum vel
en nýttum ekki marktækifæri okkar,
þannig að við urðum að sætta okkur
við jafntefli, sagði Pal Csernai á fundi
með fréttamönnum eftir leikinn. Það
má segja að heppnin hafi verið með
jaf ntef li gegn Gladbach
leikmönnum Gladbach og þeir fögnuðu
eftir leikinn eins og sigurvegarar.
Leikmenn Bayern byrjuðu leikinn
með miklum krafti og eftir aðeins 50
sek. skall knötturinn á þverslánni á
marki Giadbach — það var Karl-Heins
Rummenigge sem átti skotið. Rumme-
nigge skoraði síðan mark Bayern á 6.
mín. — með þrumuskoti af 12 m færi
eftir að hafa fengið góða sendingu frá
Barnd Durnberger.
Eftir markið héldu leikmenn Bayern
áfram að sækja en flestar sóknarlotur
þeirra strönduðu á Wolfgang Kleff,
markverði Gladbach, sem átti stórleik.
Gladbach náði að jafna metin og var
það mjög óvænt — það var Lothar
Matthaus sem skoraði markið á 25 m
færi. — Ég hefði varið þetta skot með
frakkanum mínum, sagði Pal Csernai,
þjálfari Bayern, eftir leikinn.
Rummenigge var' maður ieiksins —
var á fullri ferð allan tímann. Það er
greinilegt að hann hefur aldrei verið
betri. Rummenigge er alltaf sami
heiðursmaðurinn, sem kom best fram
þegar Frank Mili, leikmaður Gladbach,
meiddist og félagi hans spyrnti knettin-
um út af, til að þjálfarinn gæti hugað
að meiðslum hans. Þegar leikurinn
hófst aftur tók Rummenigge innkastið
— hann kastaði knettinum til eins leik-
manns Gladbach, þar sem honum þótti
sanngjarnt að andstæðingarnir fengju
knöttinn, sem þeir voru með þegar Mill
meiddist.
-GB/-SOS.
Fyrrum
lands-
liðsþjálfari
Brasilíu
drukknaði
Frá Viggó Sigurðssyni í Leverkusen.
— Ciaudio Couthino, fyrrum
landsliðsþjálfari Brasilíumanna — á
árunum 1977—1980, sem er nú þjálf-
ari S-Ameríkumeistara Flamengo,
drukknaði á laugardaginn þegar báti
sem hann var í hvolfdi við eina af
baðströndum Brasiiíu. Þess má geta
að Couthino var nýbúinn að taka til-
boði frá S-Arabiu um að gerast
landsliðsþjálfari.
-Viggó/-SOS.
Blakið um
helgina:
. y,
Karl-Heinz Rummenigge á hvern
stórleikinn á fætur öðrum með
Bayern Múnchen þessa dagana.
Vestur-þýzka
knattspyrnan:
Úrslit leikja i Bundesligunni urðu
þessi á laugardaginn:
Darmstadt-Duisburg 3—2
Bayern-Mönchengl. 1—1
Braunschw.-Núrnberg 4—2
Karlsruher-Köln 1—4
Dússeldorf-Frankfurt 2—2
Bremen-Hamburger SV 3—2
Leverkusen-Stuttgart 0—0
Dortmund-Kaisersl. 2—2
STAÐAN
I Leifur Harðarson, einn besti leikmaður tslands, og bikarmeistarar Þróttar i
blaki. Ljósmynd Friðþjófur.
Þróttarar vöknuðu
við vatnsgusuna
Staðan er nú þessi í
Bundesligunni
l.FCKöln 15 9 4 2 31—12 22
Hamburger SV 15 8 4 3 42—19 20
Bayern 15 9 2 4 35—25 20
Mönchengl. 15 7 6 2 29—23 20
Frankfurt 15 8 2 5 40—27 18
Bremen 15 7 4 4 26—26 18
Braifnschw. 15 8 0 7 26—23 16
Bochum 14 5 5 4 27—24 15
Dortmund 15 6 3 6 25—20 15
Kaiserslaut 15 4 7 4 31—29 13
Stuttgart 15 4 5 6 19—24 13
Leverkusen 15 4 4 7 19—31 12
Karlsruhe 15 4 3 8 23—30 11
Dússeldorf 15 3 5 7 23—32 11
Núrnberg 15 4 3 8 20—30 11
Darmstadt 15 3 5 7 19—36 11
Bilefeld 14 3 4 7 13—21 10
Duisburg 15 4 2 9 23—39 10
ÍS og Þróttur eru nú einu ósigruðu
liðin í 1. deild karla i blaki. ÍS hefur
forystu i deildinni, með tólf stig að
loknum sex leikjum en Þróttur hefur
ÍS-Þróttur
í kvöld
Toppliðin tvö í blakinu, ÍS og
Þróttur, keppa í Hagaskólanum í
kvöld. Karlaliðin mætast kl. 20 en kl.
18.30 mætast kvennalið sömu félaga.
Síðasti leikur kvöldsins verður viður-
eign B-liðs Þróttar og HK i 2. deild.
Leikir ÍS og Þróttar hafa jafnan
verið baráttuleikir hinir mestu og að
iíkum má búast við þvi að það sama
verði uppi á teningnum i kvöld.
-KMU.
leikið helmingi færri leiki, eða þrjá
og unnið þá alla.
Er því ljóst að þessir erkifjendur
munu enn eitt árið stinga önnur lið
af í deildinni og koma enn til með að
berjast um íslandsmeistaratitilinn.
Önnur iið munu tæpast blanda sér
í baráttu þeirra.
Tveir leikir voru um helgina í 1.
deild karla. Víkingar og Stúdentar
áttust við í Hagaskólanum á laugar-
dag og unnu Stúdentar með þremur
hrinum gegn einni. Hrinuúrslit urðu,
Víkingur á undan: 4—15, 12—15,
15— 6og 11 — 15.
í gær unnu Þróttarar Eyfirðinga í
Hagaskóla með þremur hrinum gegn
einni. Þróttur vann fyrstu hrinu 15—
8 en Eyfirðingar þá næstu 14—12
eftir að hafa haft forystu 13—5 á
tímabili. Þróttarar vöknuðu vel við
þessa vatnsgusu og tóku næstu tvær
hrinur nokkuð örugglega, 15—7 og
15—8 og þar með höfðu þeir unnið
þrjár hrinur.
Fyrir helgi tapaði Víkingur nokkuð
óvænt gegn UMFL á Laugarvatni.
Víkingur vann tvær fyrstu hrinur,
báðar 15—10, en síðan ekki söguna
meir. Laugdælirnir tóku leikinn í
sínar hendur og hirtu bæði stigin,
unnu þriðju hrinu snögglegal 5—4 og
fjórðu og fimmtu báðar 15—11.
Tveim dögum áður höfðu Stúd-
entar heimsótt Laugdæli og hrein-
lega tekið þá í karphúsið. Stúdentar
þurftu aðeins 40 mínútur til að
afgreiða andstæðinga sína en hrinu-
úrslit urðu 8—15, 7—15 og 9—15.
Staðan í 1. deild karla er nú þessi:
ÍS 6 6 0 18—4 12
Þróttur 3 3 0
Víkingur
UMFL
UMSE 6 0 6
9—3
6 2 4 12—13
5 2 3 6-12
6
4
4
5—18 0
-KMU.
Jóhannes ekki með
Dicthelm Fcrner, þjálfari
Hannover 96, vildi ekki láta
Jóhannes Eðvaldsson leika með liði
sínu gegn SpVgg Fúrth á laugar-
daginn, en Hannover vann þá 4—2
á útivelli. Ferner sagði fyrir leikinn i
viðtali við blað í V-Þýskalandi að
Jóhannes væri nýkominn til
félagsins, og væri rétt að láta hann
koma sér almennilega fyrir, áður en
hann léki sinn fyrsta leik.
-SOS.