Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 8
28 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir Leikmenn Ipswich sýndu klæmar á Portman Road — þar sem þeir lögðu Manchester City að velli 2-0 Bobby Robson, fram- kvœmdastjóri Ipswich, var ánægður með leik sinna manna á Portman Road, þar sem Ipswich lagði Manchester City að velli — 2—0. Það tók Ipswich 63 mín. að finna leiðina að marki City — þegar John Wark, skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Víta- spyrnan var dæmd á Ray Ranson, er hann felldi Kevin O'Callaghan. Þetta mark var eins og olía á Ipswichvélina, því að eftir að John Wark var búinn að skora, sýndu leik- menn Ipswich snilldarleik. Mike Mills og Frans Thijssen voru mjög góðir og þá unnu þeir John Wark og Arnold MUhren vel á miðjunni. Kevin O’Callaghan, sem lék fyrir Paul Mariner, sem er meiddur, hrelldi varnarmenn City og Alan Brasil átti mjög góðan leik — var alltaf á fullri ferð og skapaði hættu með hraða sínum. Leikmenn Ipswich gulltryggðu sigur sinn á 78. mín., þegar Joe Corrigan, markvörður City, réði ekki við góða fyrirgjöf. Mich D’Avray — ungur leikmaður frá Jóhannesarborg, sem lék sinn fyrsta ieik með Ipswich í vetur, náði knettinum og skor iði örugglega. D’Avray kom inn á sem varamaður rétt fyrir leikhlé — fyrir Erik Gates, sem meiddist. URSLIT 2. DEILD: Blackburn-Norwich Charlton-Barnsley C. Palace-Bolton Derby-Chelsea Grinsby-Newcastle Leicester-Cambridge Lulon-Rotherham Oricnt-Shrewsbury QPR-Cardiff Sheff.Wed.-Watford Wrexham-Oldham 3. DEILD: Bradford-Chester Bristol C.-Burnley Carlisle-Gillingham Chesterf.-Wimblcdon Fulham-Millwall Lincoln-Swindon Oxford-Preston Plymouth-Doncaster Portsmouth-Huddersf. Walsall-Bristol R. 4. DEILD: Aldershot-T ranmere Bournemoulh-Sheff. Utd. Darlington-Colchester Halifax-Scunthorpc Mansfield-Hereford Petersb.-Norlhampton Porl Vale-Hartlepool Rochdale-Wigan Stockport-Torquay Urslit urðu þessi í ensku knattspyrn- unni á laugardaginn: 1. DEILD: Arsenal-Everton 1—0 Aston Villa-Nott. For. 3—1 Coventry-Middlesb. 1—1 Ipswich-Man. City 2—0 Leeds-Wesl Ham. 3—3 Liverpool-Southampton 0—1 Man. Utd.-Brighlon 2—0 Notts C.-Tottenham 2—2 Sunderland-WBA 1—2 Swansea-Birmingham 1—0 Wolves-Stoke 2—0 3— 0 2—1 1—0 1—1 1—1 4— 1 3—1 2—0 2—0 3—1 0—3 1—0 2— 3 2—0 2—0 0—0 2—0 3— 0 4— 2 2—1 2—1 2—1 0—0 1—2 1—2 2—1 1—0 5—2 • BRIAN KILCLINE ... skoraði jöfnunarmark Notts County gegn Tottenham. öruggt hjá United Aðeins 42 þús. áhorfendur voru á Old Trafford, þar sem mjög kalt var — kaldur vindur frá norðri blés á leikmenn Manchester United og Brighton. Leikmenn United áttu ekki í vandræðum með Brighton — unnu 2— 0. Garry Birtles skoraði fyrst með þrumuskoti og síðan bætti Frank Stapleton öðru marki við á 64. mín. Sammy Mcllroy tók þá hornspyrnu og sendi knöttinn fyrir mark Brighton, þar sem Frank Stapleton stökk upp og skallaði knöttinn örugglega í netið. Leikmenn United léku mjög vel. Gordon McQueen lék með liðinu að nýju og átti hann mjög góðan leik við hliðina á Kevin Moran, sem var traustur að vanda. Ray Wilkins er nú byrjaður að leika á fullu aftur, eftir smáöldudal. Það er greinilegt að Wilkins kann mjög vel við sig — við hliðina á Bobby Robson. Liverpool fókk skell „Rauði herinn”, frá Liverpool, mátti þola tap — 0—1 fyrir Dýrlingunum frá Southampton á Anfield Road. Það var Steve Moran sem skoraði sigurmark Southampton — aðeins fjórum mín. fyrir leikslok. Ivan Katalinic, markvörður Southampton og Kenny Dalglis voru bókaðir í leiknum. Klicline hetja County Brian Kilcline, varnarleikmaður hjá Notts County, tryggði liði stnu jafntefli (2—2) gegn Tottenham, þegar hann skoraði jöfnunarmarkið með skalla rétt fyrir leikslok. Paul Hooks átti þá sendingu fyrir mark Tottenham sem Ray Clemence, markvörður réði ekki við. Kilcline skallaði knöttinn örugglega í netið. Tottenham átti að vera búið að gera út um leikinn — strax í byrjun. Blökkumaðurinn Garth Crooks skoraði fyrir Tottenam á 8. mín. og síðan átti Glenn Hoddle skot, sem var bjargað á marklínu og Tony Galvin átti skot i stöng, áður en Mark Goodwin jafnaði (1—1) fyrir County. Ray O’Brian tók aukaspyrnu á 16. mín. — skot hans hafnaði á þverslánni á marki Tottenham og hrökk knötturinn niður á marklínu. Mark Goodwin kom þá á fullri ferð og sendi knöttinn í netið. Gartli Crooks skoraði annað mark Tottenham lék mjög góða knattspyrnu, en Kilcline kom í veg fyrir að Lundúnaliðið færi með sigur af hólmi, eins og fyrr segir. Bremner skoraði tvisvar Englandsmeistarar Aston Villa unnu góðan sigur (3—1) yfir Notting- ham Forest á Villa Park. Aston Villa fékk óskabyrjun, þegar að Des Bremner skoraði eftir aðeins 7 mín. og síðan varð Forest fyrir áfalli, er David Needham þurfti að yfirgefa völlinn — meiddur. Needham er annar miðvörður Forest, sem meiddist á skömmum tíma, en eins og við höfðum sagt frá, þá fótbrotnaði Norðmaðurinn Einar Aas í sl. viku. Eftir að Needham fór af velli, breyttu leikmenn Villa leikaðferð sinni, þannig að leikið var mikið upp á Peter Withe, miðherjann sterka. Des Bremner bætti öðru marki við — 2—0, áður en Colin Walsh náði að minnka muninn fyrir Forest. Peter Withe gulltryggði síðan sigur Aston Villa — 3—1, þegar hann skallaði knöttinn í netið, eftir fyrirgjöf frá Gordon Cowans. Arsenal komið á fulla ferð Leikmenn Arsenal eru nú óstöðvandi, eftir slaka byrjun — þeir lögðu Everton að velli (1—0) á Highbury. Leikmenn Lundúnaliðsins léku mjög vel, en þeim tókst aðeins einu sinni að skora og kom markið á 35. mín. Blökkuntaðurinn Paul Davies átti þá góða sendingu út á kantinn til Graham Rix, sem sendi knöttinn fyrir mark Everton, þar sem Brian „litli” McDermott var vel staðsettur — hann skallaði knöttinn fast að marki Everton og fór knötturinn upp undir þverslána og þeyttist þaðan í netið. TREVOR BROOKING .. skoraði 2 mörk fyrir „Hammers”. ARNOLD MUHREN .. átti mjög góðan leik með Ipswich gegn Man. City. West Ham heppið Leikmenn West Ham voru heppnir að ná jafntefli gegn Leeds á Elland Road — 3—3. Leikmenn Leeds léku mjög vel, en enginn þó betur en Ketiny Burns og Trevor Cherry. Arthur Graham skoraði fyrst fyrir Leeds — í fyrri hálfleik. Með smáheppni áttu leikmenn Leeds að vera búnir að skora fleiri mörk. Trevor Brooking náði að jafna metin 1 — 1, en síðan skoruðu þeir Paul Hart úr vítaspyrnu og Trevor Cherry fyrir Leeds — 3—1. Paul Hart varð síðan fyrir því óhappi að skora sjálfsmark, eftir að David Cross hafði átt skalla að marki Leeds og Trevor Brooking tryggði „Hammers” síðan jafntefli (3—3), eftir að Cross hafði skallað knöttinn til hans. Úlfarnir . . . unnu góðan sigur (2—0) yftr Stoke. Þaðvoruþeir Geoff Palmer og Michael Matthews sem skoruðu mörk þeirra. Sunderland . . . mratti þolatap 1— 2 fyrir Albion. Bobby Hindmarch skoraði fyrst fyrir Sunderland, en þeir Ally Brown og Cyrille Regis svöruðu fyrir Albion. Robbie James . . . tryggði Swansea sigur (1—0) yfir Birmingham. Mark Hateley . . . skoraði fyfir Coventry, en Billy Woof jafnaði fyrir Middlesbrough — 1 — 1. Glæsimörk Stainrod Simon Stainrod skoraði tvö gullfalleg mörk, þegar Q.P.R. lagði Cardiff að velli — 2—0. Hann skoraði fyrra mark sitt með góðu skoti af 20 m færi og síðan með „hjólhesta- spyrnu”, eftir að Mike Falangan hafði skallað knöttinn til hans. John Pearson, Bannester og Kevin Taylor skoruðu mörk Sheffield Wed. Bob Bolder átti góðan leik í markinu, en hann réði ekki við fastan skalla Gerry Armstrong — 3—1. Roger Wylde skoraði þrjú mörk fyrir Oldham, sem lagði Wrexham að velli 3—0. Clive Walker skoraði fyrir Chelsea, en Keith Osgood jafnaði 1—1 fyrir Derby. Bobby Mitchell skoraði fyrir Gramsby, en Ken Wharton jafnaði fyrir Newcastle. Kevin Godfrey skoraði bæði mörk Orient. Steve White, Donaghy og Brian Stein skoruðu mörk Luton (3—1) gegn Rotherham, en Gerald Forrest skoraði fyrir Rotherham. Crystal Palace lagði Bolton að velli — 1—O.Paul Jones skoraði sjálfs- mark. -sos. 1. DEILD j Redfordvar j jhetja Rangersj ■ wa —. _ mm ■ w ■■■ mm ^ r Man. Utd. 17 9 5 3 26—12 32 Swansea 16 9 3 4 26- -22 30 Ipswich 15 9 2 4 27- -19 29 Tottenham 15 9 1 5 25- 17 28 Southampton 16 8 3 5 29- -23 27 West Ham 15 6 8 1 32- -20 26 Nott. For. 16 7 5 4 21- -20 26 Arsenal 15 7 3 5 13- -11 24 Man. City 15 6 4 5 20- -17 22 Livorpool 15 5 6 4 21- -16 21 Brighton 16 4 9 3 20- -17 21 Stoke 17 6 2 9 22- -26 20 A. Villa 15 4 7 4 21- -18 19 Coventry 16 5 4 7 24- -24 19 Everton 16 5 4 7 19- -22 19 Wolves 16 5 4 7 11- -20 19 WBA 16 4 6 6 18- -19 18 Notts C. 16 4 5 7 23- -29 17 Leeds 16 4 4 8 16—31 16 Birmingham 15 3 6 6 21- -22 15 Middlesb. 17 2 6 9 15- -28 12 Sunderland 17 2 5 10 12- -29 11 2. DEILD I I I I I I I I I I I L — sem lagði Dundee United að velli 2-1 úrslitaleik skozku deildarbikarkeppninnar I Varamaðurinn Ian Redford hjá Glasgow Rangers var hetja liðs síns, þegar Rangers tryggði sér sigur í úrslitaleik skosku dcildarbikar- keppninnar á Hampden Park í Glasgow. Redford skoraði sigur- markið (2—1) á 88. min. — sendi knötturinn þá yfir McAlpine, markvörð Dundee United. Redford hafði þá aöeins verið inn á í 7 mín. Dundee United var betra liðið í leiknum og skoraði Ralph Milne mark liðsins á 74. mín. — eftir sendingu frá Paui Starrock. Þegar | 16 mín. voru til leiksloka skoraði . Davie Cooper (1 — 1) með ■ þrumufleyg — knötturinn hafnaði | efst uppi i markhorninu. Úrslit urðu þessi i skosku úrvals- 1 deildinni: Aberdeen-Airdrie 0—0 _ Dundee-Morton 4—1 ■ Hibs-St. Mirren 0—0 | Partick-Celtic 0—2 George McCluskey og David I Provan skoruðu mörk Celtic. -sos .4 Luton 17 13 1 3 39- -17 40 Watford 16 10 2 4 25- -17 32 QPR 17 9 3 5 26- -16 30 Oldham 17 8 6 3 25- -16 30 Sheff. Wed. 17 9 3 5 21- -20 30 Barnsley 17 8 3 6 28- -20 27 Blackburn 17 7 4 6 19- -17 25 Chelsea 17 7 4 6 23- -25 25 Leiccster 16 6 5 5 23- -18 23 Newcastle 17 7 2 8 23- -19 23 Crystal P. 16 7 2 7 14- -12 23 Norwich 17 7 2 8 21- -27 23 Shrewsbury 17 6 4 7 17- -22 22 Derby 17 6 4 7 23- -29 22 Cambridge 17 7 0 10 23- -26 21 Charlton 17 6 3 8 25- -29 21 Cardiff 17 6 3 8 21- -28 21 Rotherham 16 5 3 8 24- -25 18 Orient 17 5 3 9 12- -19 18 Grimsby 15 4 5 6 16- -24 17 Wrexham 17 4 3 10 17- -24 15 Bolton 17 4 1 12 12- -27 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.