Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Blaðsíða 6
6
Spurningin
Hvaða bók ertu að
lesa um þessar
mundir?
Auflbjörg Krlingsdóllir: Ég hef bara
engan líma til að lesa bækur, i augna-
blikinu.
Nina Guflmundsdóllir: Á meðan fæl-
urnir bera niig, lieilir hún. Ég bara
man ekki liver höfundur hennar er.
Ásla Krislinsdóllir: Það er nú það. Ég
er með svo margl í lakinu að ég held
ég lilgreini enga sérsiaka.
Krislín Brynjólfsdóllir: Ég er að lesa
malreiðslubækur fyrir jólin.
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
VIÐVÖRUN TIL FÓLKS í JÓLAÖSINNI
—gætið ykkar á þjóf um
Ung hjón skrifa:
Eins og fólki mun vel kunnugt um
þrífast því miður margskonar
hnuplarar í okkar þjóðfélagi sem
öðrum og líklegt má telja að þeirra
iðja njóti sin hvergi betur en einmitt
nú síðustu dagana fyrir jól.
Við hjónin lentum í einum slíkum
hnuplara síðastliðinn laugardag, þeg-
ar við vorum að verzla fyrir jólin og
hafði hann af okkur hvorki meira né
minna en 4000 krónur. Eins og að
líkum lætur kemur það mjög illa við
fjárhag okkar heimilis að missa slíka
upphæð á þessum árstíma, þeg-
ar peningar skipta hvað mestu máli
fyrir fjölskylduna.
Þessum 4000 krónum var stolið af
okkur annaðhvort í verzluninni Seikó
við Frakkastíg eða við höfum misst
það út úr bilnum á Vitastíg og þar
hafi einhver fundið það. Veskið
fannst daginn eftir á Grettisgötu, þá
tómt og var því skilað á lög-
reglustöðina á Hverfisgötu.
Við viljum beina þeim tilmælum
til þessa ákveðna aðila, sem hafði
peningana af okkur, að hafi hann
einhverja samvizku, þá eigi hann að
skila þeim til Rannsóknarlögreglu
ríkisins eða ritstjórnarskrifstofur
Dagblaðsins og Vísis í Síðumúla
,12—14.
Við vonum að það verði ekki hans
hlutskipti á komandi jólum, að hann
gefi ættingjum sínum stolnar gjafir,
eða borði stolinn mat, heldur skili
hann þýfinu undir eins og hreinsi
þannig samvizku sína af þessum
verknaði.
Að lokum viljum við beina þeim
tilmælum til fólks, þegar það fer út
að verzla á næstu dögum, að það
gæti fjármuna.sinna vel fyrir slíkum
misyndismönnum og fjallað er um í
þessum skrifum. Eitt er vist, að þeir
munu einskis svífast nú fyrir jólin
til að verða sér úti um illan feng.
Við viljum einnig beina því til for-
eldra að þeir athugi með fjárráð
barna sinna um þessar mundir.
Um staðgreiðslu skatta:
Erum við veiðimannaþjóðfélag?
G.R.A. skrifar:
Staðgreiðsla skatta er komin á
dagskrá einu sinni enn. Hvað ætli
það séu mörg ,,þing”, síðan umræða
um staðgreiðslu var tekin upp fyrst?
Og hvernig á að koma þessu kerfi
á? spyrja þingmenn hver annan. —
„Skipum nefnd, hún skilar álits-
gerð!”
En spyrja mætti, hvað það sé í
raun og veru, sem hindrar það, að við
Islendingar eigum svo erfitt með að
laga okkur að hætti siðaðra þjóða í
skattagreiðslum. — Það tekur enginn
lengur trúanlegan þann fyrirslátt, að
„við búum við alveg sérstakar
aðstæður”, hvað skattgreiðslur
varðar, vegna þess að við 'séum eins
konar „veiðimannaþjóðfélag”.
Það eru fleiri en við, sem höfum
„veiðimenn” sem einn hluta
þegnanna! — Ætli ríkisvaldið sé ekki
bara stærsti „veiðimaðurinn”?
SVIKU UT V0RUR MED N0TK-
UN FALSAÐRA SKILRÍKIA
sömu menn að verki víða?
Ægir Gíslason hjá Videobankanum,
Laugavegi 134, hringdi:
Föstudaginn 13. nóvember sl.
komu hingað tveir piltar og tóku
videotæki á leigu ásamt 4 spólum.
Leigutíminn rann út og þegar við
fórum að kanna málið kom í ljós að
þeir höfðu verið með fölsuð skilríki.
Svo vildi til að hér i búðinni var
staddur karlmaður sem greinilega
þekkti þessa pilta, því hann átti við
þá orðastað, og biðjum við hann að
hafa samband við okkur, svo og aðra
sem einhverjar upplýsingar geta
gefið.
Annar þessara manna var hár og
grannur, skolhærður, að okkur
minnir, í Ijósum frakka. Hinn var
meðalmaður á hæð eða minni, í
dökkum skinnjakka og með slétt hár,
mjög dökkt.
Videotækið, sem um er að ræða, er
Nordmende Spectra-videovision.
Spólurnar voru: Buck Rogers; Bruce
Lee — The man, the Might; Super-
man og cintak af The Popeye Show.
Við vitum til þess að undanfarið
hafa ver ið sviknar út vörur hjá verzl-
unarfyrirtækjum með sama hætti og
kynnu sömu ntenn að vera þar
verki svo full ástæða er til þess
vara fólk við.
Við viljum því ítreka beiðni
að
að
þeirra sem einhverjar upplýsingar
geta veitt að hafa samband við
okkur, og þá sérstaklega umræddan
mann. Síminn er 23479.
! í
Videobankinn]
Vílft Oö KVJKMINBALFISANÍ
Hjá Videobankanum, Laugavegi 134, voru sviknar út vörur 13. nóvember sl. og
biður fyrirtækið fólk að gera viðvart ef það veit eitthvað um þetta mál, þá sérstak-
lega mann sem átti tai við sökudólgana. ' DV-mynd Einar Ólason.
Og ekki vantar, að álitsgerðum
hafi verið skilað. Þrátt fyrir það bú-
um við enn við sama ástandið i
skattamálum. Og skattsvik eru enn á
vinsældalistanum.
Hingað til hefur verið miðað við
að taka upp skattgreiðslukerfi
frændanna á Norðurlöndum. — En
nú bregður svo við, að loks er hallast
að því að rétt sé að „skoða” það
skattgreiðslukerfi, sem Þjóðverjar og
Bandaríkjamenn búa við. — Mikið
var!
En hvernig er það, er þessi
breyting ekki miðuð við árið 1983? —
Ætli þá verði ekki komin önnur ríkis-
stjórn, sem frestað getur málinu enn
á ný og miðað þá við að taka upp
skattgreiðslukerfi frænda okkar á
Norðurlöndum eina ferðina enn!
Margir muna útvarps- og sjón-
varpsviðtöl við ríkisskattstjóra, sem
ýmist var falið að gera tillögur um
staðgreiðslukerfi skatta í það og það
skiptið eða hann kom með nýjar
tillögur um þetta mál. — Allir vita,
að aldrei varð þetta aðveruleika.
„Staðgreiðsla skattaerkominá dagskrá einu sinni enn,” segir G.R.A., en hér er fólk einmitt að ganga frá greiðslu opinberra
gjalda hjá Gjaldheimtunni i Reykjavík.
DV-mynd: Ragnar Th.