Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1981, Blaðsíða 18
18
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
„Ósýtáeg-
urrammT’
Raymond Holland, bandariskur
listamaður, sýnir um þessar mundir
listave-k í Djúpinu. Listamaðurinn er
líestnk iiuari á haustönn hjá
M>iidlisl.i- og handíðiiskólanum.
ilolland kynnu okkur afrakstur
tormrannsókna sem hann heí'ur
stundaðá hreyfingu forma í abstrakt-
málverki.
Listamaðurinn segir sjálfur, að
hann hafi mikinn áhuga á að vinna á
því sviði þar sem skúlptúr og málverk
mætast. Listamaðurinn býr sjálfur til
pappirinn sem hann notar. Hann er
úr 60% bómull og 40% belgísku líni.
Þá notar listamaðuÞm olíuliti
blandaða með vaxi, og oi.apastel.
Ustfórm í gerjun
Myndverk Raymond Holland
minna okkur á að afstraktionin er
enn í fullri gerjun. Einnig er það á
sama tíma greinilegt að afstrakt-
málverkið hefur orðið fyrir miklum
áhrifum frá öðrum liststefnum, sem
unnar hafa verið á síðastliðnum
tveimur áratugum, eins og til dæmis
pop og conceptlist.
Undanfarna tvo áratugi hafa átt
sér stað mikil umbrot í hinu svo
nefnda óhlutlæga málverki. Gerðar
hafa verið miklar rannsóknir til að
endurnýja málverkið og hefur það
verið liður í þessari leit að sprengja
upp sjálfa mvndlögunina/tnyndina.
Einn að ilhntttakandinn í þessu
umróti h lu' veríð bandaríski list-
maðurinn I 'ank Siella, sem kom
fram með hina svonefndu „shaped
canvas”. Hér er um að ræða mynd-
verk þar sem horfið er l'rá
hefðbundinni ferhyrndri myndlögun
og þess í stað fær myndverkið lögun
innri forma. f rauninni er það ekkert
nýtt í listasögunni að spila með lögun
myndverka, því td. á miðöldum voru
yfirleitt í gangi þrjár myndtegundir,
þ.e. kross, ferhyrningur og
fimmhyrningur. En það sem er
merkilegt hjá F. Stella, er að mynd-
lögunin er orðin hluti af mynd-
byggingunni, sem i hans síðustu
verkum fjallar fyrst og fremst um
„möguleika jafnvægisins” í
myndverki.
„Ósýnilegur rammi"
Bandaríkjamaðurinn í Djúpinu
hefur tileinkar sér þá hugmynd að
sníða lögun myndverksins
samkvæmt gerð innri forma. Ekki
getum við sett neitt samasem merki
milli hans og F. Stella, því þeir vinna
nánast hvor í sina áttina.
Holland er hógvær i sinum
rannsóknum og þrált fyrir að hann
Myndlist
GunnarB. Kvaran
hafi hafnað hefðbundnu myndformi,
þá raðar hann formum sínum á
vegginn, samkvæmt hefðbundnu
jafnvægi. Þannig skapast eins konar
„ósýnilegur rammi”. (No. 10). En þó
Holland vinni verk sín á afar
tvihverfan hátt (symetrique), og nýti
lítt hina nýju myndlögun í sjálfa
myndbygginguna, kynnumst við at-
hyglisverðum niðurstöðum á úr-
vinnslu innri forma. (No. 9).
Tvöföld skynjun
Holland vill sameina málverk og
skúlptur, og í myndverkum lista-
mannsins skerast tví- og þrívídd, sem
spila með skynjun áhorfandans.
Holland brýtur uppá pappírinn og
fær þannig þrívídd í myndverkið, —
en á sama tíma beislar hann þessa
víddarkennd með því að láta sömu
línuna ganga úr fletinum yfir á hið
uppábrotna form og aftur inn á
myndflötinn. (nr . 6). Þannig fær
áhorfandinn tvöfalda skynjun
málverk/skúlptúr, en þó virðist flat-
areðli málverksins vera til grund-
vallar.
Hreyfiform
Flest myndverkin í Djúpinu eiga,
það sameiginlegt að byggjast á
hreyfiformi, eins konar flugform.
Formin eru úrklippt og þannig
frelsuð undan hinum hefðbundna
myndfleti. En þessi flugform eru
unnin á tvennan hátt. Annars vegar
er hið úrklippfa form undirstrikað
með línuáherslu ( nr . 2) og hins vegar
er það brotið upp með kvikri pensil-
skrift. Hvor urvinnslan fyrír sig
stuðlar að hreyfingu. f fyrri teg-
undinni er samsvörun milli formsins
og línunnar, þ.e. ein stefna, en í
þeirri seinni er sem hin kvika
pensilskrift gefi nýja stígandi í
hreyfingu formsins. (nr . 9).
Kerfisbundin vinna
Myndverkin í Djúpinu vitna um
að hér er vecið að fikra sig áfram í
myndrænum rannsóknum. Og þótt
myndverkin hafi oft Ijóðrænan svip,
er spurningin ekki um beina tjáningu
eða tilfinningalega upplifun heldur
um kerfisbundna rannsókn á
hreyllngu og formi. Við sjáum að
Holland leggur eitl form til grund-
vallar, sem síðan gengur í gegnum
vitsmunalega úrvinnsiu listamannsins.
Uppörvandi sýning
Þessi sýning ælti að vera uppörvun
fyrir íslcn/ka listunnendur og lista-
menn, þar sem.hún minnir okkur á
að afstraktmálverkið hefur enn
mögulcika lil að endurnýjast. Það er
oft fljótfærni aðafskrifa liststelnur.
GBK.
„Listamaðurinn raðar formum sínum á vagginn samkvsamt hefðtxjndmi jafnvœgi." (TOTEM nr. 10)
„Flugform frelsuð undan hefðbundnum myndfleti" (nr. 7) Bonmarangs.
Ljósmyndir: GBK.
ÆVINTÝRAMAÐURINN L0FTUR RÍKI
- 0G MAGNÚS BJARNFREÐSSON ÁRITA BÓK SÍNA í PENNANUM
Loftur Einarsson hefur fyrir löngu fengið viðurnefhið
Loftur „Ríki”. Það hefur þó ekki alltaf verið sann-
nefni, þar sem fáir hafa verið snauðari af veraldlegum
auði en hann á köflum. En Loftur er sannarlega maður
ævintýranna. Þegar þau hafa ekki komið til hans af
sjálfsdáðum hefur hann bókstaflega leitað þeifra, og
fáir menn hafa reynt hið sama og hann. Loftur var á sín-
um tíma í landhelgisgœzlunni en skömmu síðar var
hann landhelgisbrjótur. Hann rak hótel á Akureyri og
á Spáni og hvort tveggja endaði með ósköpum. Hann
hafði á hendi margvíslega fyrirgreiðslu fyrir íslenzka
sjómenn á stríðsárunum, stofnaði naglaverksmiðju
með Halldóri E. í Borgarnesi og tók sér sitthvað fyrir
hendur, sem engum öðrum hefði dottið í hug. Frá öllu
þessu segir Loftur í bók sinni: ÞÁ LÆT ÉG SLAG
STANDA en bókin er skráð af hinum vinsœla sjón-
varpsmanni Magnúsi Bjarnfreðssyni. Þeir Magnús og
Loftur verða í bókadeild Pennans við Hallarmúla frá
kl. 16.00—17.00 laugardaginn 12. desember og árita
þar bók sína.
UfsW-AU^^f
MftGNÚS BJAaNFRÉÍ