Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 5
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Jólin hiá æðstu
monnum
i þjóðfélaginu
Hvernig verja þingmenn og ráðherrar jóiunum? Tii að forvitnast litillega
um það röttum við Bjarnieifur Ijósmyndari um Alþingi einn dag fyrir
skömmu. Þennan dag var óveður mikið útifyrir en allt virtist með kyrrum
kjörum innandyra við Austurvöllinn. Að vísu stóð yfir þingfundur en um
leið og einhverjir læddust fram á gang voru þeir gripnir heljartaki.
Þingmenn og ráðherrar eru i sjálfu sér ekkert öðruvisi en annað fólk.
Allir h/akka til jólanna og það sama má segja um þá sem gegna æðstu
störfum í þjóðfélaginu. Þeir voru þó allir á sama máli um það að nóg væri
að gera hjá þingmönnum — þótt aðrir landsmenn eigi flestir gott fri þessa
daga.
-ELA.
Jólmeðhefð-
bundnum hætti
„Jólin hjá mér verða að forfalla-
lausu með hefðbundnum hætti,”
sagði Eiður Guðnason, þingmaður
Alþýðu flok ksins., .Fjölskyldan heim-
sækir vini og ættingja. Ætli maður
líti ekki á eitthvað af nýju bókun-
um,” sagði Eiður. Hann var þá
spurður hvað hann fengi gott að
borða. ,,Ja,” svaraði hann „ætli það
sé fullákveðið. Annars er þetta yfir-
leitt svipað, hamborgarhryggur með.
tilheyrandi á aðfangadag. Á jóladag
er okkur venjulega boðið í hangikjöt
hjá tengdaforeldrum mínum,” sagði
EiðurGuðnason.
-ELA
Fríðrik Sophusson:
ÆTLIEG VERDI
EKKIÍÞVÍAÐ
SKIPTA UM BLEIUR
,,Ég bíð eftir jólagjöfinni í ár, sem
verður einstæð í sinni röð þar sem við
hjónin eigum von á barni um jóla-
leytið,” sagði Friðrik Sophusson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Ætli tími minn um jólin fari því
ekki í að skipta um bleiur,” sagði
hann.
Friðrik var þá spurður hvað hann
myndi gera ef konan yrði fjarverandi
sjálfa jóladagana. ,,Ja, ef ég get ekki
eldað matinn sjálfur treysti ég á góð-
vild skyldfólks og vina.”
— Og hver er óskajólamaturinn?
„Það eru rjúpur. Því miður hef ég
ekki komizt á skytterí núna en ég hef
stundum farið,” sagði Friðrik. Þá
sagðist hann ætla að lesa nýju bæk-
urnar. . . ,,og ætli maður noti síðan
ekki tímann til að huga að málum i
sambandi við atvinnuna og mitt
áhugamál — pólitikina,” sagði
Friðrik Sophusson.
-ELA
Pálmi Jónsson:
Óskabókin er um
Lárus íGrímstungu
„Ráðherrarhafa nóguaðsinna um kjöt hjá mér,” sagði Pálmi.
jólin sem aðra daga,” sagði Pálmi Eins og aðrir þingmenn hefur hann
Jónsson landbúnaðarráðherra. „Ég hugsað sér að komast í einhverjar
ætla að reyna að komast norður. Á jólabækur yfir hátíðirnar en ósk
aðfangadag verður hjá mér ýmis Pálma er: „Ég myndi vilja lesa bók-
heitur matur, ég held að það sé ekki ina um Lárus 1 Grímstungu, svo ég
fastákveðið hvað það á að vera. Á sleppi öllum bókum um stjórnmála-
jóladag er alltaf borðað kalt hangi- menn,” svaraði hann. -ELA
Friðrik Sophusson: „Eidar kannski jólamatinn sjálfur. ” DB-myndir Bjarnlcifur.
Pálmi Jónsson. „Vonast til að komast
norður.”
Eiður Guðnason: „Heimsóknir til vina og ættingja.”
EidurGuðnason:
Salöme Þorkelsdóttir:
Salóme Þorkelsdóttir. „Vonast til að komast f leikhús.”
Nógað
gera yf ir
jóla-
háfíðina
,,Ég mun auðvitað verja jólunum
með fjölskyldunni. Það er kærkomið
að fá sér frí og tíma með henni, eftir
að hafa haft svo mikið að gera. Það
verður þó nóg að gera heimavið auk
þess sem ég hef öðrum störfum að
sinna sem oddviti Mosfellshrepps,”
sagði Salóme Þorkelsdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi.
,,Ég óska þess að ég hafi tíma til að
komast í leikhús. Og ef gott veður
verður mun ég fara í gönguferðir. Á
aðfangadag förum við i kirkju og sið-
an borðum við hamborgarhrygg með
öllu tilheyrandi,” sagði Salóme.
Á jóladag sagðist Salóme hafa
hangikjöt an annað væri ekki plan-
lagt enn sem komið væri. ,,En ég
mun örugglega þurfa að taka með
mér einhverja- vinnu heim,” sagði
hún.
-ELA
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981
5
Hjörleifur Guttormsson. „Reyni aó komast á skíði. ”
Hjörleifur Gufformsson:
FÆJÓLATRÉÐ
ÚTIÍGARÐI
„Eg ætla að reyna að komast heim
og vona að það takist og eiga þar
nokkra daga í ró og næði með fjöl-
skyldunni,” sagði Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra. „Jólin
verða með svipuðu sniði og þegar ég
ólst upp, með jólatrú, lifandi kerta-
Ijósum og jólatré,” sagði Hjörleifur
ennfremur.
,,Það vill svo skemmtilega til að
jólatréð fæ ég úr garðinum minum.
Ég plantaði nokkrum trjám árið 1972
og fékk í fyrsta skipti tré í fyrra. Nú,
svo verður auðvitað litið í áhugaverð-
ar bækur en venjulega fæ ég nokkrar
í jólagjöf eða ég kaupi þær sjálfur.
Ég hef bara ekki gefið mér tíma
ennþá til að líta í bókaverzlanir,”
sagði Hjörleifur.
„Auvðitað fer ég á skiði. Ég á von
á því að nægur snjór sé á mínum
heimaslóðum. Venjulega get ég
gengið á skíðunum beint út úr bíl-
skúrnum. Ég kann mun betur við það
heldur en auðu göturnar hér í höfuð-
borginni með sandrokinu og öllu sem
því tilheyrir.
Jólamaturinn er venjulega hangi-
kjöt á aðfangadag og góðar steikur í
framhaldi af því með ýmsu tilheyr-
andi. Konan mín er nefnilega ágæt í
matreiðslu þö ég beri það kannski
ekki utan á mér. Svo má búast við að
ýmislegt falli til fyrir mig að gera um
jólin og þá sérstaklega á milli jóla og
nýárs,” sagði Hjörleifur Guttorms-
son.
-ELA.
Guðmundur G. Þórarinsson:
HelgiSeljan:
Eyði tfmanum með fjölskyldunni
, ,Ég ætla mér alla vega að hafa það
gott yfir jóladagana. Að sjálfsögðu
fer ég austur og þar verður fjölskyld-
an öll samankomin. Ég mun eyða
með henni mestum tíma mínum en
einnig reynir maður að líta í nýjar
bækur,” sagði Helgi Seljan, þing-
maður Austfjarðakjördæmis fyrir
Alþýðubandalagið.
„Annars eru takmörk fyrir því
hvað maður fær mikinn frítíma.
Undanfarin ár hef ég verið beðinn að
skrifa áramótagrein í vikublað og
það hefur mér ekki þótt beint
skemmtilegt verkefni. Þá verður tím-
inn einnig notaður i fundahöld. Ég
fer áallnokkra fundi i kjördæminu,”
sagði Helgi.
„Jólamaturinn? Ja, við höfum
haldið við fastan sið að hafa rjúpur á
aðfangadag og hangikjöt á jóladag.
Nei, ég hef nú ekki skotið rjúpurnar
sjálfur, enginn tími til þes's,” sagði
Helgi. „En mér finnst eins og jóla-
maturinn sé að breytast. Unga fólkið
vill heldur einhvern jólamat og þá
hafa læðzt inn hugmyndir um mat
eins og kjúklinga og svínakjöt sem
mér þykja nú frekar hvimleiðir réttir
— hvorutveggja,” sagði_ Helgi Selj-
Helgi Seljan: „Nokkuð um fundahöld i kjördæminu.” an. -ELA
Geir Hallgrimsson. „Verð heima með fjölskyldunni.”
Aldrei haft meira að gera
„ Ja, það er nú svo að það fer lítið
fyrir fríi hjá þingmönnum um jólin.
Áður en ég fór á þing rak ég tvær
verkfræðiskrifstofur og fannst ég
hafa yfirdrifið nóg að starfa. Ég held
þó að það hafi aldrei verið eins mikið
að gera hjá mér og núna,” sagði
Guðmundur G. Þórarinsson, þing-
maður Framsóknarflokksins.’
Hann sagðist þó ætla að gefa sér
tíma með fjölskyldunni og líta í jóla-
bækur. „Ég hef mikinn áhuga á að
lesa bókina hans Vilhjálms, Raupað
úr ráðuneyti og bók forsætis-
ráðherra. Einnig er bókin um Ólaf
Thors ofarlega á vinsældalistanum.
Ætli maður reyni ekki að slappa af
og njóta samvista við fjölskylduna og
borða góðan mat. Ég geri ráð fyrir að
á aðfangadag verði hamborgarhrygg-
ur með tilheyrandi á jólaborðinu og
hangikjöt á jóladag,” sagði Guð-
mundurG. Þórarinsson.
-ELA
GeirHallgrímsson:
Langt kominn með Olaf Thors
— og langarað lesa bókina aftur
„Ég er ekki farinn að huga að jól-
unum ennþá en ef að vonum lætur þá
les maður bækur og borðar auk þess
sem maður verður með fjölskyld-
unni,” sagði Geir Hallgrímsson for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
„Konan hugsar nú alltaf fyrir jóla-
matnum. Ég veit ekki hvað hún býð-
ur upp á núna en venjulega höfum
við hangikjöt á jóladag og steikur þar
á milli,” sagði Geir.
Eins og aðrir þingmenn sagðist
hann ætla að lita í jólabækurnar.
„Ég er nú eiginlega langt kominn
með ævisögu Ólafs Thors og gæti vel
hugsað mér að lesa hana aftur um
jólin. Ég man ekki eftir annarri bók
sem ég hef sérstakan áhuga á að
lesa,” sagði Geir Hallgrímsson.
-ELA
Guðmundur G. Þórarinsson. „Slappa af og verð með fjölskyldunni.”
Jól geta orðið stutt hjá þing-
mönnum, enda annir miklar og
fyrirsjáanlegar efnahagsað-
gerðir. Hér ganga þingmenn
til Alþingishússins, með Vig-
dísi Finnbogadóttur, forseta
íslands, og Pétur Sigurgeirs-
son biskup í broddi fylkingar.
Á hœla þeim koma ráðherrar
ríkisstjórnarinnar.
D V-mynd Einar Ólason
i