Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 11
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981
11
HOFUM m
UFAÐ ÁÐUR?
— Indverskur sálf ræðingur telur sig
hafa f undið nýjar sannanir sem styðja
kenninguna um endurfæðingu
Þekktur indverskur sálfræðingur,
dr. Statwant Pasricha, hefur safnað
saman nýjum sönnunum sem styðja
kenningu manna um endurfæðingu.
Sagðist hún hafa verið full efa-
semda sjálf er hún hóf starfið, en eft-
ir að hafa kannað 45 tilfelli til hlítar
er erfitt að neita þeim sönnunum er
þar komu fram.
Hún ræddi aðallega við börn sem
lýstu fyrra lífí sínu í slíkum smáatrið-
um að um uppspuna gat ekki verið að
ræða.
Sunita Sharma var aðeins 2 1/2 árs
gömul er hún sótti markað með
ömmu sinni. Þetta var mikið ævin-
týri fyrir telpuna, sen skyndilega
hvarf brosið af vörum hennar. Hún
benti skelfingu lostin á konu sem leið
átti fram hjá og sagði:
— Húndrepurmigaftur.
Amma Sunitu flýtti sér heim með
hana og þar sagði telpan hina undar-
legu morðsögu sína:
— Tengdadóttir mín lét myrða
mig. Hún fékk leigumorðingja til að
drepa mig með hnífi.
Dr. Pasricha komst að því að kona
í sama þorpi og Suntia hafði verið
drepin á nákvæmlega sama hátt og
telpan lýsti því árið 1%1 — sex árum
áður en Sunita fæddist.
Það undarlegasta við málið var þó
að Sunita var með Ijóta, rauða fæð-
ingarbletti á brjósti og hægr.a hand-
legg — sem pössuðu nákvæmlega við
stungurnar á líkinu er það fannst.
Auðugur kaupmaður
og telpa sem drukkn-
ar í brunni
Þegar eldri bróðir Rams Prakashs,
sem þá var fjögurra ára, bað dreng-
inn um að sækja fyrir sig glas af
vatni, svaraði drengurinn:
— Ég er ekki Ram. — Ég er hr.
Jain.
Síðan taldi hann upp atriði úr fyrra
lifi sínu, nöfn ættingja, skólagöngu
sína og nefndi hofið sem hann studdi
með peningagjöfum.
Fjölskylda hans komst að raun um
að þetta var saga auðugs kaupmanns
í nágrenninu, sem lést 10 mánuðum
áður en Ram fæddist.
Fjölskylda hins látna frétti af
drengnum og heimsótti hann. Þekkti
hann þá samstundis sem ættingja
sína. Enda heimtar hann að ganga
undir sinu gamla nafni og fjölskylda
Larli Saran: Dóttir hans drukknaði 1
brunni.
kaupmannsins hefur haldið sam-
bandinu við hann.
Malti Shanker var aðeins 2 ára þeg-
ar hún sagði:
— Ég á heima í Camoha, en það
var þorp í fjögurra mílna fjarlægð
frá heimili hennar.
— Ég var send eftir vatni, sagði
hún svo sorgmædd.
— Ég missti jafnvægið, datt í
brunninn og drukknaði.
Dr. Pasricha segir að foreldrarnir
hafi komist í uppnám yfir sögu
barnsins, en reynt að skrifa hana á
reikning fjörugs ímyndunarafls.
Næst gerðist það að telpan stöðv-
aði mann á götu 1 þorpinu.
— Þú ert frændi minn, sagði hún
ákveðin. — Pabbi minn heitir Larli
Saran og ég drukknaði i brunni.
Maðurinn vissi að Sarli fjölskyldan
hafði misst telpu á þennan hátt og
sagði henni frá Malti.
Frú Sarli heimsótti hana og telpan
þaut í fang hennar og grét beisklega.
Það sama gerðist er hr. Sarli og
sonur hans komu í heimsókn.
Hún var bara 3 1/2 árs þegar ég
talaði við hana, segir dr. Pasricha. —
Hún gat rifjað upp í allt 23 atriði úr
fyrra lifi sínu — þar af stemmdu 19
fullkomlega við raunveruleikann.
Þótt undarlegt sé kýs Malti fremur
að dvelja hjá ,,fyrrverandi” foreldr-
um sínum — jafnvel þótt þeir séu
mun fátækari en „núverandi” for-
eldrar hennar.
Bókin er saga Tonton Yves, eða ,, Yves frœnda“ sem
stundaði veiðar á skútum við ísland á lokaskeiðiþeirrar út-
gerðar. Jacques Dubois skráði eftir frásögn Yves.
Vigdís Finnbogadóttir er manna fróðust um íslands-
siglingar Frakka. í formála segir hún m.a.:
,,Þessi bók sem hér hefur verið þýdd af frönsku á
íslensku er, auk þess að vera merk œvisaga einstaklinga,
drjúgt heimildarrit um siglingar Frakka á íslandsmið og
samskipti þeirra við íslendinga á síðasta skeiði 300 ára
siglingasögu.
Hér er brugðið upp myndum afþví hvernig lífið var
um borð langa mánuði með endalaust hafið við sjóndeild-
arhring, hvernig menn voru keyrðir áfram til vinnu og veik-
um og slösuðum allar bjargir bannaðar um lœknishjálp,
þar sem hagur útgerðarinnar var stœrri og meiri en hagur
einstaklingsins. Hún segir frá strandi franskrar skútu á
söndunum suður af jöklum og viðbrögðum skipverja og
heimamanna... Þá er íþessari bók rifjað upp hvernig veið-
ar fóru fram á frönsku skútunum. “
Bókin er prýdd 52 gömlum ljósmyndum
YVES FRÆNDI hefur að geyma 32 gamlar Ijósmyndir,
sumar áður óbirtar, sem tengjast efni hennar, jafnt frá
Bretagne sem Austfjörðum þar sem frönsku duggararnir
komu einkum. Aftast í bókinni er sögulegt yfirlit um
fiskveiðarnar við ísland.
Raunsönn og forvitniieg bók
um samskipti íslendinga og Frakka.
Bræðraborgarstig 16
Simi 12923-19156
Vigdís Finnbogadóttir
ritar ítarlegan formála.