Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 7
DV — HELGARBLAÐIЗ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
7
Ein af fjórum myndum Gunnars
Karlssonar, sem hvað mesta athygli
vöktu á myndlistarsýningunni.
Gunnar notar sterka iiti i myndum
sinum. Takið aftir hvarnig nasistinn
ar samansattur.
reyndar var málverkasýningin líka
haldin í húsinu.
Fjögur verk ungs íslendings, Gunn-
ars Karlssonar, vöktu langmesta at-
hygli á málverkasýningunni . Sérstaka
athygli vakti hvernig hann byggði upp
andlit en það gerði hann úr manns-
likömum. Þannig myndaði hann t.d.
andlit nasistahermanns úr líkömum
gyðinga í útrýmingarbúðum og andlit
matvælaauðjöfurs úr líkömum svelt-
andi barna. Útkoman varð skörp þjóð-
félagsádeila.
Allt frá árinu 1973 hefur íslending-
um fjölgað jafnt og þétt í Svíþjóð. 1973
voru þeir 1526, 1976 var talan komin
upp í 2272 en þá kom stórt stökk. Á
einu ári bættust við 900 íslendingar og
fjöldinn í árslok 1977 var 3107. í árslok
1980 voru íslendingar í Svíþjóð 3916
sem fyrr sagði.
Ýmislegt bendir til þess að þessi þró-
un sé að snúast við. Efnahagur Svía
hefur versnað stórlega og Svíþjóð hefur
ekki lengur það aðdráttarafl sem það
hafði. Lífskjör fólksins í landinu eru
ekki þau sömu og áður. Hefur það
valdið því að margir íslendingar, sem
fóru út 1 leit að betra lífi, eru nú farnir
að hugsa um að flytjast heim.
Samkvæmt upplýsingum sem blm.
DV fékk frá frammámanni í íslend-
ingafélaginu 1 Stokkhólmi hefur orðið
nokkur fækkun íslendinga i Sviþjóð á
þessu ári. Hve mikil hún er kemur 1 ljós
er mannfjöldaskýrslur verða teknar
saman í árslok.
-KMU.
Einar Þorsteinsson verziunaroigandi fyrir framan verziun sina, Islands
design, í Stokkhólmi. DV-myndir Kristján Már Unnarsson.
/ framhakfi af heimsókn Vigdisar Rnnöogadóttur, forsata laland*, tii
Svíþjóðar fór fram auglýsingaherferð á vagum islenzkra útflutningssamtaka.
Myndin sýnfr íslenzkar sýnfngastOfkur sýna ísionzkan uUarfatnmð i stór-
verzlun i Stokkhókni.
íslenzk verzlun
í Stokkhólmi
—selur eingöngu íslenzkar ullarvömr
íslenzk verzlun hefur verið starfrækt
1 Stokkhólmi í rúmt ár. Heitir hún Is-
lands design.
Verzlunin sérhæfir sig í sölu á is-
lenzkum ullarfatnaði. Er eingöngu
verzlað með íslenzka vöru, aðallega ull-
arfatnað frá Álafossi en einnig Iðunni
og E. Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson stofnaði Islands
design 30. október 1980. Átta manns
vinna hjá honum, þar af fjórir íslend-
ingar.
Islands design er ekki eingöngu 1
smásölunni heldur einnig í heildsölu.
Selur verzlunin til 350 annarra verzlana
í Svíþjóð og Fihnlandi. Þar af um 170
verzlana sem eingöngu selja garn.
Vörumerkið sam fikk 1. verðlaun í
kappni augtýsingastofa í Sviþjóð.
Eins og sfá má er ttrðið „isiands"
myndað úrbandi.
Verzlunin er í daglegu tali yfirleitt
aðeins kölluð „Islands”. Má geta þess
að vörumerki hennar, sem sænsk aug-
lýsingastofa hannaði, fékk í ár 1. verð-
laun i keppni auglýsingastofa um hönn-
un vörumerkja.
-KMU.
KYNNIR
TUNGUMÁLA
TÖLVUNA
Er málakunnáttan ertthvað bágborin?
Efsvo er, þá er lausnin fundin.
Tungumálatölvan þýðir af íslensku yfir á þrjátíu önnur tungumál, — eða öfugt af
öðrum málum yfir á ísiensku. Hún þýðir heilar setningar eða einstök orð og hentar
vel sem „orðabók”, — enda er orðaforði hvers tungumáls 2400 orð.
Hvert tungumál er geymt i sérstökum minniskubbi. og hægt er að nota þrjú tungu-
mái í einu. Skipting milli mála er bæði einföld og fíjótleg.
Hægt er að velja á milli t.d. íslensku, ensku, allra norðurlandamála, spænsku, ítölsku,
japönsku, arabísku og rússnesku.
Tungumálatölvan er gott hjáipartæki við öll erlend samskipti, s.s. bréfaskrrftir eða
skeytasendingar, fyrir skólafólk ftd. tungumálanám), — auk þess að vera góður
„ vasatúlkur" á ferðum erlendis.
ísienskur leiðarvísir fyigir.
Og verðið, — það er ótrúlega lágt ~ ^
Rafráshf. Hreyfílshúsinu v/Grensásveg.
Rafíðjan K/rkjustræti 8.
Straumur ísafírði.
Grknur og Ámi Húsavík.
Radióþjónustan Höfn Homafíröi.
Hegri hf. SauÖárkrók.
Kaupféiag BorgnesJnga Borgamesi.
Radtóver Setfossl.
Tónborg Kópavogi.
Versl. Höskuidar Stefánssonar Neskaupstaö.
Veri. Trausta Reykdai Esktfírði.
Hábær hf. Kefíavík.
Óöinn sf. Vestmannæ yjum.
Bókaversiun Steingríms Vopnafíröi.
Hljómver Akureyri.
Raftækni Geislagötu 6 Akureyri.
Ljós og Raftæki Hafnarfírði.
Akurvik, Akureyri.
Einkaumboð á Islandi- Rafrás hf.
Sími-82980