Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Page 23
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 23 Mlðað við hryHingsmyndimar am raunvanHagar styrfakHr oft sýndar sam vinalagasta fyrirbœri. Hér ar tH dæmis ungur harmaður á ferð í fögrum dai. Sumir teija að þannig sijóvgist fóik og verði andvaralaust gagnvart vigbúnaði. Friður á jörðu —almenninghungrarogþyrstir, ekkieftirkærleiksboðskap Krists, heldureftirhryllingsmyndum á kassettum Jólin nálgast. Og friður ríkir á jörðu Er annars ekki friðarhugsjón og kærleiksboðskapur Krists órafjar- lægur? Ekki aðeins nú fyrir jólin heldur yfirleitt. Ég rakst nýlega á nokkrar greinar i danska blaðinu Samvirke, þar sem fjallað er um þá staðreynd, að hvers konar hryllingur og ofbeldi virðist eiga sifelldum vinsældum að fagna í fjölmiðlum. í Svíþjóð er jafnvel gengið svo langt að sýna sakamála- myndir á jólakvöldið í sjónvarpinu. Ennþá einkennilegra er þó að myndbandakassettur til heimilisnota virðast því vinsælli eftir þvi sem þær sýna meira blóð og fleiri brjálæð- inga. Hér á eftir verða raktir nokkrir punktar úr þessum dönsku greinum — til umhugsunar og samanburðar við aðstæðurnar hjá okkur hér heima. Meðan Hollywood- myndir voru sætar og penar.. Það er ekkert fjarska langt síðan Hollywood var kölluð verksmiðja fyrir ameríska drauminn. Vel klætt fólk hjalaði í hvíta síma, og siðgæðis var svo vandlega gætt að ekki einu sinni hjón máttu sjást saman undir sæng. Þá forðuðust framleiðendur bölv, ruddaskap, klám, pyntingar og ógeðsleg atriði. Ef talað var um hryllingsmyndir var átt við menn eins og Hitchcock. Myndir hans virðast í dag eins saklausar og þær væru ætl- aðar leikskólabörnum, ef frá er talið morð-atriðið í sturtuklefanum í Psyko, sem er meistaralega ógeðs- legt. En ef til vill hefur draumurinn breytzt í martröð. Að minnsta kosti hafa kvikmyndaframleiðendur upp- götvað að eftirspurn eftir myndum virðist því meiri sem ofbeldið er hrottalegra. Axarmorðingjar og geðsjúklingar vinsælir Þess vegna er nú framleidd mynd eftir mynd þar sem geðsjúklingar og axarmorðingjar leika lausum hala og blóðið rennur í stríðum straumum. Það gusast yfir sófasett sem eru alveg eins og þau í stofunni hjá mér eða þér. Beittum hnífum er fimlega brugðið til að sníða burt líkamshluta eins og hendur, fætur og höfuð. Af- skornir bútarnir eru sýndir áhorfend- um frá öllum hliðum, áður en þeir sveiflast út í horn á stofunni — eða kannski ofan í vatnsbúrið hjá forviða gullfiskunum. Nöfn myndanna eru að sjálfsögðu í sama stíl: Fjöldamorðin í næturlest- inni, Föstudagurinn þrettándi, eða Varúlfarnir. Þeirri síðastnefndu lýk- ur með því að fögur sjónvarpsfrétta- kona breytist í úlfynju í beinni út- sendingu. Það er ekki hægt að kveða hafia niður með öðru móti en því að skjóta hana til bana með silfurkúlu. Hugljúfasta heimilis- skemmtunin Hákarlinn er ein þessara mynda. Hún varð svo vinsæl að það voru gerðar tvær í viðbót um sama efni. Loks gerðu Ítalir þá fjórðu, fyrir sjálfa sig sérstaklega. En aðalfyrirmyndin er samt mynd- in Maður sér rautt, gerð 1975 eða 6. Hún greinir frá því að óaldarflokkur unglinga ræðst hrottalega á eigin- konu arkitekts nokkurs i New York ,og unga dóttur þeirra hjóna. Eigin- sem ræða má frá mörgum hliðum. Sumir vilja halda því fram að hryll- ingsmyndir af þessu tagi fullnægi djúpstæðum frumkenndum í mann- eskjunni. Með því að horfa á þær fái fólk útrás fyrir hættulegar hvatir á saklausan hátt. Aðrir hafa áhyggjur af því að hin sífellda mötun eða neyzla á myndum af þessu tagi sé slævandi í lengdina. Sérstaklega verði börn sem alast upp við þetta gjörsamlega forhert þannig að þau hætti að kippa sér upp við Hugljúfasta heimHisskemmtun Svia um þossar mundir er að horfa á kassettu með myndinni Vólsagarmorðinginn. Þar er engu leynt fyrir auga kvikmynda- válarinnar sem hrylling má skapa. AOalleikarinn mun vera af íslenzkum ættum, Gunnar Hansen, efíaust mesta góðmenni. D V-mynd Ragnar TH. maðurinn (Charles Bronson) verður ævareiður. Hann kaupir sér byssu, lærir að skjóta og fer síðan út á göt- urnar til að salla niður unglinga sem minna hann á árásarhópinn. Sumir gizka á að vinsældir þessar- ar myndar byggist á vaxandi vantrú amerísks almennings á því að lög- reglan sé starfi sínu vaxin. En hæpið mun vera að draga slíkar ályktanir. í Svíþjóð, sem oft er talin andhverfa Bandarikjanna i þjóðfé- lagsskipan, eru hryllingsmyndirnar á hraðri uppleið. Ein allra vinsælasta myndbandakassettan er Vélsagar- morðinginn. (Okkur er sagt að aðal- leikari hennar, Gunnar Hansen, sé af íslenzkum ættum). Þessi mynd er gædd öllum þeim eiginleikum sem eina mynd mega prýða til þess að barnaverndarnefnd- ir og sjónvarpsráð láti banna hana þegar í stað. Dvalið er lengi og ósmekklega við blóðugar limlesting- ar. Auk þess kemur kynferðislegur kvalalosti mjög sterkt fram. En það er einmitt þetta sem sænsk- ar fjölskyldur velja sér að horfa á þegar þær að loknum vinnudegi ætla aðeiga notalega og hugljúfa stund. Og kannski verður raunin alveg sú sama hér á landi? Útrás eða forherðing? Þetta er mjög furðulegt fyrirbrigði nokkurn hlut. Þau geri þá heldur ekki greinarmun á raunverulegum hryðjuverkum og kvikmyndum. Finnist þetta allt vera einhvers konar tilbúningur. Kannski undirbúningur fyrir nýja heimsstyjöld Enn aðrir óttast að sljóleikinn fyrir þessu ógeði geri mannkynið sáttara við tilhugsunina um nýja heimsstyrj- öld. Geri það ónæmt fyrir skelfileg- ustu hryðjuverkum. Og ýmsir benda á að miðað við hryllingsmyndir af ofangreindu tagi séu myndir af raunverulegum styrjöld- um fegraðar. Þar sé viðbjóðurinn, limlestingin og þjáningarnar ekki dregnar fram. Flestar myndir um styrjaldir eru fullar af bröndurum. Eða þá aðaláherzlan er lögð á eyði- leggingu hergagna og mannvirkja, ekki kvalir hermanna og borgara. { tvö þúsund ár höfum við verið kristin. í tvö þúsund ár hefur hver styrjöld verið hræðilegri en sú næsta á undan. Og sú styrjöld sem sennilega bíður okkar nú verður hryllilegust þeirra allra. Er ekki kominn tími til að losa sig út úr þessum vitahring og hugleiða friðar- og kærleiksboðskap Krists i fullri alvöru? ihh Miðvangi 41 — Hafnarfirði Sími 52004 ATOMIC skíðavörur í úrvali Svigskíði — gönguskíði, skíðastafir, bindingar, skíðaskór. Ath. Ódýr barnaskíðasett. Stærðir: 70 cm til 170 cm. Verð frá kr. 277,- til 1.080,-. Tilvalin jólagjöf. Hvergi betra verð á skíðavörum opið til kl. 22.00 PÓSTSENDUM GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 abecita^ Útsölustaðir á Austur- og Vesturlandi Ósk, Akranesi Elís Guðmundsson Eskifirði Þóra, Óiafsvík Kf. A-Skaftfellinga Hólmskjör, Stykkishólmi Höfn Kf. Hvammsfjarðar, Búðardal , ™~pwa4 SÆNSK-ISLENSKA Sölumenn: 83599og 83889 SUNDABORG 9 REYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.