Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. 21 Sjónvarp Sjónvarp Fimmtudagur 24. desember Aðfangadagur jóla 13.45 Fréttaágrfp á táknmáli. 14.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning. 14.15 Bleiki pardusinn. Bandarísk teiknimynd fyrir börn. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. 14.35 Múmínálfarnir. Fyrsti þáttur af þrettán um hinar frægu per- sónur, sem byggðar eru á verkum Tove Jansson. Þetta er framhald fyrri þátta. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. Sögumaður: Ragn- heiður Steindórsdóttir. (Nordvision). 14.45 Jólin hans Jóka. Þrír síðustu þættirnir úr bandaríska teikni- myndaflokknum um Jóka björn og jólin. Þýðandi: Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.00 Jól í landinu helga. Dagskrá um ferð kirkjukórs Akraness til ísraels á jóium 1977. Tilefni farar- innar var boð frá Israel um að syngja við hátíðahöld næturinnar ásamt tíu kórum öðrum víðs vegar að. Kórnum er fylgt um söguslóðir biblíunnar, þaðan til Rómar og loks lýkur ferðinni í kirkjunni á Akranesi. Söngstjóri: Haukur Guðlaugsson. Einsöngvarar: Guðrún Tómasdóttir og Friðbjörn G. Jónsson. Undirleikari: Friða Lárusdóttir. Raddþjálfun: Guð- munda Eliasdóttir. Lesarar: Þórey Jónsdóttir og sr. Björn Jónsson. Stjórn upptöku: Tage Ammen- drup. (Þessari dagskrá var áður sjónvarpað á aðfangadag jóla árið 1978). 21.35 ,,Syng, barnahjörð.” Kór Öldutúnsskóla syngur átta kristileg . lög undir stjórn Egils Friðleifs- sonar. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 22.00 Hlé í fimmtán mínútur. 22.15 Aftansöngur jóla í sjónvarps- sal. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur AFTANSÖNGUR JÓLA—sjónvarp og útvarp kl. 22.15: HERRA PÉTUR SIGURGEIRS- S0N FLYTUR JÓLAMESSU í þau rúmlega fimmtán ár sem sjónvarpið hefur starfað hafa lands- menn ævinlega fengið að fylgjast með aftansöng á jólakvöldið. Og það hefur verið biskup, Sigurbjörn Einarsson, sem prédikað hefur. Nú verður allt með sama sniði og áður, nema hvað herra Pétur Sigurgeirsson tekur nú við af Sigurbirni. Sjónvarpið á sérstaka sviðsmynd, með altari, krossi og prédikunarstól, sem eingöngu er notuð á jólum, páskum og hvítasunnu. Hún mun vera eina sviðsmyndin á landinu, sem hlotið hefur kirkjulega vígslu. Að þessu sinni syngur Dómkórinn undir stjórn Marteins Hungers og verða sálmarnir þessir „í Betlehem er barn oss fættl’ ,,Sem börn af hjarta viljum vér” „Guðs kristni í heimi” og „Heims um ból.” Til hátíðabrigða verður samleikur á fiðlu og sembal, sem þær annast, Guðný Guðmundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. Aftansönginn má heyra bæði í út- varpi og sjónvarpi. Vaktmennirnir um bord 1 skipum í Reykjavíkurhöfn, starfsfólk og sjúklingar á sjúkrahúsum, já, og fjölmargir aðrir munu hlusta á aftansöng í útvarpi/sjónvarpi -ihh. kl. 22.15. BARNAMYNDIR Á AÐFANGADAG —sjónvarp kl. 14.15-15.50: Fyrir börnin er það lengsti dagur ársins Yngstu börnin eru oft óþekk á aðfangadag, af því hann er svo hræðilega, hræðilega lengi að líða. Sjónvarpið kemur stressuðum for- eldrum til hjálpar og sýnir teikni- myndir frá 14.15 til 15.50. Fyrst er það Bleiki pardusinn, síðan Múmin- álfarnir. Frá Múmín/álfunum segjum við betur seinna, en nú hefst ný þáttaröð með þeim. Lengsti kafl- inn í þessari syrpu verður Jólin hans Jóka. Þrír síðustu þættirnir úr bandaríska teiknimyndaflokknum verða sýndir í einni bunu. Klipparar sjónvarpsins hafa lagað þá lítillega, svo krakkarnir sleppa við að horfa á kynningar og afkynningar inni í þeim miðjum. Þetta er ágætt, en hefði kannske mátt vera enn lengur, fram undir kl. 17. -ihh. Jóki björn fær jólagest sem heilsar honum innilega og ber ekki á öðru en honum liki það vcl. undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar. Guðný Guðmunds- dóttir og Helga Ingólfsdóttir leika einleik á fiðlu og sembal. Stjórn upptöku: Maríanna Friðjóns- dóttir. Aftansöngnum er sjónvarpað og útvarpað samtímis. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 25. desember Jóladagur STIKLUR—Börn náttúrunnar-jóladagskvöld kl. 20.15 Sérstæðir persónuleikar - tveir utan við alfaraleið í seinni Stiklu-þættinum á vestustu nesjum landsins kynnast sjónvarps- áhorfendur tveimur mjög merkum mönnum og hefur hvorugur þeirra bundið bagga sína sömu hnútum og samtíðarmennirnir. Annar þeirra, Samúel Jónsson, er látinn en handaverk hans bera vott um mikla listgáfu. Samúel bjó í hjá- leigu út frá Selárdal og kom víst varla nokkurn tíma út fyrir Vestfirði. En hann hafði séð myndir af fögrum byggingum i útlöndum, eins og Al- hambra á Spáni og Taj Majhal í Ind- landi. Úr sementi, sem hann ferjaði með ærinni fyrirhöfn frá Bíldudal, timbri og öðru handbæru efni gerði hann eftirlíkingar af þessum og öðr- um listaverkum. Hann málaði altaris- töflu og vildi gefa kirkjunni í Selár- dal. Þegar sóknarnefndin afþakkaði (því enginn er spámaður í sinu föður- landi) reiddist Samúel og byggði sína eigin kirkju utan um töfluna. Sú kirkja var aldrei vígð en taflan er nú í eigu Listasafns ASÍ. Á Uppsölum býr Gísli Gíslason í sínum eigin heimi. Nútíminn kemur honum ekkert við. Hann hefur ekki lesið blöðin né hlústað á útvarp, hvað þá horft á sjónvarp, í marga áratugi. Við annað fólk talar hann alls ekki á hverjum degi. En þrátt fyrir fjölmiðla- og fjöl- mennisleysið — eða kannske einmitt þess vegna — er hann hinn spakasti maður. Sumir segja hann minni á náunga eins og Björn í Brekkukoti eða Jón Prímus hjá Laxness. í skemmtilegu viðtali sem Árni John- sen blaðamaður tók við hann 1977 eða svo orðaði hann skoðanir sínar á framhaldslífi með þessum látlausu og Ijúfu orðum: „Sumir segja að það sé líf á öðrum stjörnum. Mér fellur sú kenning vel.” ihh Gísli Gislason, Uppsölum, snýr baki við skarkala heimsins og fer sfnar eigin götur. 17.00 Jólaævintýri. Ópera byggð á sögu Charles Dickens með sama nafni. Aðalpersónan er Scrooge og atburði og annað sjáum við með augum hans. Höfundur: John Morgan. Höfundur tónlistar: Norman Kay. Með helstu hlutverk fara: Geraint Evans, sem Scrooge og Gwynne Howell, Elizabeth Gale og Ryland Davies. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 18.00 Jólastundin okkar. Séra Halldór Gunnarsson, sóknar- prestur í Holti, ræðir við börn um jólin, barnakór, tónlistarskóla Rangæinga syngur, Ómar Ragnarsson bregður á leik, jóla- sveinninn kemur í heimsókn, og leiknir verða stuttir leikþættir. Þá verður jólaskemmtun i sjónvarps- sal og síðast en ekki síst kemur óvæntur gestur í heimsókn. Um sjón: Bryndís Schram. Stjórn upptöku: Elin Þóra Friðfinns- dóttir. 19.00 Illé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður og dagskrár- kynning. 20.15 Stiklur. Sjötti þáttur. Börn náttúrunnar. Síðari þátturinn af tveimur, þar sem stiklað er unr vestustu nes landsins. í þessum þætti liggur leiðin yfir Rauðasand og Látrabjarg vestur í Seláral, þar sem margt er með ævintýralegum blæ. Byggingar og listaverk Samúels Jónss., eiga engan sinn lika hér á landi, á sundi i firðinum er stúlka, sem kallast á við dýr sjávarins og á Uppsölum hefur ein- búinn Gísli Gíslas. búið áratugum saman, án nútima þæginda, svo sem rafmagns, fjölmiðla og heyvinnuvéla. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Sverrir Kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.