Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Page 6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981.
26
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
íslensk söguljóð
og draugasögur
á snældum
Útgáfan Sólspil og Galleri Lækjartorg
hafa gefið út íslensk söguljóð og ís-
lenskar draugasögur undir merkinu
Þjóðlist.
Þetta eru eins konar lifandi bækur.
Sögurnar eru lesnar inn á snældur og
tónlist er leikin undir.
Ævar R. Kvaran annast upplestur á
sögunum, en tónlistin er eftir Áskel
Másson. Flytjendur tónlistar eru Áskell
Másson, Einar Jóhannesson, Manuela
Wiesler og Reynir Sigurðsson.
Hvor útgáfan, „íslenskar drauga-
sögur” og „Íslensk söguljóð”, er tvær
klukkustundir að lengd á tveimur
snældum. Snældurnar eru 1 sérstökum,
handhægum umbúðum. Þeim fylgir
efnisyfirlit og greinargóður formáli,
sem Ævar R. Kvaran skrifar.
Gustur, Lassý
og Tarzan
Siglufjarðarprentsmiðja hf. gefur að
þessu sinni út tvær unglingabækur úr
bókaflokkum, sem notið hafa mikilla
vinsælda hér á landi síðastliðinn ára-
tug.
Hér er um að ræða 11. bókina úr
bókaflokknum um hestinn GUST og
vini hans, sem að vanda lenda í alls
konar spennandi ævintýrum. Bókin
heitir GUSTUR — Leitin að úran-nám-
unum.
Þá er einnig 10. bókin um LASSÝ,
hundinn vinsæla og vini hans og er ekki
sökum að spyrja, að þeir lenda i spenn-
andi klípu, sem leysist að sjálfsögðu
með hjálp LASSÝ. Bókin heitir
LASSÝ — Mannrán við Norðurá.
reOOV
ÉF2MW WWÆÆM
mWmJr mJP m mJmJmw
lBtiiiatta«ninn
Siglufjarðarprentsmiðja hf. gefur
einnig út TARZAN-myndablöð árið
um kríng, en nú á haustdögum rétt
fyrir jólin hafa komið út glæsileg auka-
hefti í stærra broti en venjulega. Heftin
eru mjög litskrúðug og prentun öll hin
vandaðasta Myndasögurnar bera heitin
„TARZAN — Demantaæði” og
„TARZAN — Drekaskrímsli”.
Galdra-Rönku
rímur
eftir Huga Hraunfjörð
Út er komin ný bók eftir Huga Hraun-
fjörð rímnaskáld. Nefnist hún Galdra-
Rönku rímur, og fjalla rímurnar um
stúlku sem uppi var á miðöldum og
baráttu hennar við galdratrú og fá-
kunnáttu hins andlega og veraldlega
valds þess tíma.
Hugi Hraunljörð Pétursson er
fæddur árið 1918. Hann hefur ort
fjöldann allan af ljóðum og tækifæris-
visum í blöð og tímarit. Áður hafa
komið út eftir hann tvær bækur,
Skuggi draumsins 1958 og Ákvæði árið
1972.
Galdra-Rönku rimur eru alls 20
rimur og mansöngur fylgir hverri rímu.
Bókin er 84 síður. Káputeikning er eftir
Ólaf Thorberg listmálara. Bókin er til-
einkuð ári fatlaðra. Bókin er tölvusett
og offsetfjölrituð.
Heimförin
eftir Evelyn Anthony
Leiftur hf. hefur sent frá sér bókina
„Heimförin” eftir Evelyn Anthony. Á
bókarkápu segir meðal annars:
í lok siðari heimsstyrjaldarinnar
voru þrjár milljónir Rússa fluttar til
Sovétríkjanna með valdi — fórnarlömb
leynisamnings milli Churchills og
Roosevelts annars vegar og Stalíns hins
vegar, Yaltasamningsins. Sumir Rúss-
anna kusu þó heldur að svipta sig lífi en
að verða að þola hægan dauðdaga i
fangabúðum norðan heimskautsbaugs.
Ættingjar fórnarlambanna, sem búa
í París, taka höndum saman til að
koma fram hefndum. Tækifærið gefst
þegar einn æösti ráðamaður Sovétríkj-
anna kemur i opinbera heimsókn. Sam-
tökin, sem kalla sig „Heimförina”,
grípa þá tækifærið, sem lengi hefur
verið beðið eftir.
Heimförin er 287 blaðsíður að stærð,
Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Leiftur
hf. prentaði.
Richard Scarry
BlNNl BÓNDí
ÐRFKINN ÓGURI.LGI
Binni bóndi og
drekinn ógur-
legi
oftir Richard Scarry
Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur
sent frá sér bókina BINNI BÓNDI OG
DREKINN ÓGURLEGI, eftir hinn
kunna barnabókahöfund Richard
Scarry í íslenskri þýðingu Andrésar
Indriðasonar. Richard Scarry er iöngu
heimsþekktur fyrir barnabækur sínar
en hann leggur mikla áherslu á að
tvinna saman skemmtun og fróðleik í
bókum sínum. Sagan um BINNA
BÓNDA, sem öll er litprentuð, er þó
fyrst og fremst ævintýri sem gerist fyrr
á öldum og segir frá því þegar Binni og
Ormar takast á hendur að bjarga hinni
undurfögru Perlu prinsessu úr klóm
drekans ógurlega. Koma margar
skemmtilegar og skrýtnar persónur við
sögu.
Bókin BINNI BÓNDI OG DREK-
INN ÓGURLEGI er sett og fiimuunnin
í Prentsmiðjunni Odda, en prentuð og
bundin í Englandi.
Aftanskin
Sjómannadagsráð hefur gefið út bók-
ina Aftanskin , ritgerðir og minning-
ar manna með sjötíu ára lífsreynslu eða
meira að baki. 25 aldnir karlar og
konur eru höfundar efnis í þessari bók.
„Oft er það gott sem gamlir kveða”
segir máltækið, og mun það sannast á
þessari bók. Hún hefur að geyma ótrú-
lega fjölbreytt efni, sem ungir og aldnir
geta sótt í fróðleik og ánægju. Þar er
að finna æskuminningar, ferðaþætti,
Oj) PIOIMEEn
Orð eru
þar sem
lífið er
óþörf, komdu og skoðaðu
Radíóborg,
HAMRABORG 10, SÍMI 46777.
VIDEOMARKAÐURINN ER EINNIG Á SAMA STAÐ.
frásagnir af minnisverðum atburðum,
aldafarslýsingar, hugleiðingar um
æsku og elli, lýsingar á viðbrögðum
manna þegar þeim er skyndilega sagt
að taka pokann sinn því að nú sé ævi-
starfinu lokið. Hér blandast saman
gaman og alvara, gleði og sorgir — í
fáum oröum sagt lífsreynsla þeirrar
kynslóðar, sem nú hefur skilaö sínu
verki og lítur um öxl eða fram á veginn.
Uilgei.Jn og
minnlngar manna ma<5
sjðtiu ítra tltsreynalu
eöa metra aö baki
Aftanskin er 272 blaðsíður að stærð,
Steindórsprent hf. prentaði, en Nýja
bókbandið annaðist bókbandsvinnu.
Ýlustrá
eftir Guðrúnu Brynjúlfs-
dóttur
Út er komin bókin Ýlustrá , eftir
Guðrúnu Brynjúlfsdóttur. Bókin er
gefin út á kostnað höfundar.
Guðrún Brynjúlfsdóttir er fædd á
Kvígstöðum í Andakílshreppi árið
1904. Hún dvaldist í Borgarfirðinum
næstu 28 árin, þar ’til hún fluttist til
Reykjavíkur. Hún hefur lengst af
unnið viö saumaskap og rak eigin
saumastofu fyrstu árin í Reykjavík.
*«>
i x/. lil flKl s BRt Nji l rxr>«t lk
ÝLUSTRÁ
Það sem hér kemur í bók hefur
Guðrún skrifað niður sér til ánægju og
til að gleðja aðra. Höfundur vill þakka
góðu fólki fyrir aðstoðina við útgáfu
bókarinnar.
Ýlustrá er 135 blaösíður að stærð.
Hólar hf. prentaði.
Tvær nýjar um
Frank og Jóa
Leiftur hefur gefið út tvær nýjar
bækur um þá bræöur og félaga, Frank
og Jóa. Þetta eru 26. og 27. bókin um
Frank og Jóa, og nefnast þær „Ævin-
týri í Alaska” og „Pýramídinni í frum-
skóginum”. Höfundur er Franklin W.
Dixon.
Á bókarkápu segir meðal annars:
Allar sögurnar um Frank og Jóa eru
viðburðaríkar og spennandi frá upp-
hafi til enda. Þeir þeysa á mótor-
hjólum, aka í bílum, fljúga í flugvélum
og sigla hraðbátum í eltingaleik sínum
við harðvítuga bófa og bófaflokka.
Barátta þeirra er tvísýn og ógnir úr
öllum áttum bíða þeirra við hvert fót-
mál. Oftast eru þeir einir í þessum tví-
sýnu rannsóknarferðum en stundum
eru vinir þeirra með þeim. Stundum er
faðir þeirra, sem er kunnur leynilög-
reglumaður, með þeim í störfum eða að
þeir starfa með honum . . . En alltaf
sigra Hardý-bræður að lokum.