Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1981, Side 8
28 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1981. Útvarp Útvarp JÓLALEIKRIT - útvarp 27. desember kl. 14.00: Hrekklausi og góði bamakennarinn Tópaz — leikrit sem ávallt hefur notið mikilla vinsælda Benedikt Árnason er leikstjöri jólaleikritsins í útvarpinu. Jólaleikrit útvarpsins að þessu sinni er Tópaz eftir Marcel Pagnol. Þýðingu gerði Bjarni Guðmundsson. Leikritið fjallar um Tópaz, sem er hrekklaus og góðviljaður barnakenn- ari. Tópaz hefur ekki þekkingu á vélabrögðum heimsins og þannig fer að hann er rekinn úr starfi. Tópaz fær vinnu hjá „athafna- manni” einum, Castel-Benac bæjar- fulltrúa. Sá hefur mörg járn i eld- inum og Tópaz kynnist þar nýrri hlið á þjóðfélaginu sem hann hefur ekki þekkt áður. Höfundurinn, Marcel Pagnol, fæddist í Aupagne í Suður-Frakk- landi árið 1895 og lézt árið 1974. Hann kenndi ensku í framhalds- skólum um margra ára skeið, bæði í Marseille og Paris. Síðar sneri hann sér að leik- og kvikmyndastarfsemi. Pagnel varð heimsfrægur fyrir leikrit sitt, Tópaz, sem frumsýnt var árið 1928: Þjóðleikhúsið sýndi leik- ritið veturinn 1952—53 við miklar vinsældir. Leikrit Pagnols eru þrungin gamansemi og stundum ádeilu. Tópaz er einmitt af því tagi. Þar eru þjóðfélagsfyrirbæri tekin til meðferðar, krydduð hárbeittu skopi og næmum skilningi, án þess að nokkurn tíma beri á predikun eða innrætingu. Útvarpið hefur áður flutt leikrit eftir Pagnol, nú síðast Matreiðslumeistarann, sem flutt var, á þessu ári. Með hlutverk fara Róbert Arn- finnsson, Gísli Alfreðsson, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Sig- ríður Þorvaldsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason. -ELA. 21.40 Tónlist frá fyrri öidum. Collegium Musicum frá Bremen syngur og leikur á gömul hljóð- færi. Stjórnandi: Lothor Stöbel. (Hljóðritun frá tónleikum i Bú- staðakirkju í ágúst s.l.). 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Á botni breðans”. Smásaga eftir Gunnar Gunnarsson. Þorléif- ur Hauksson les. 23.00 Kvöldgeslir — Þátlur Jónasar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 26. desember Annar {jólum 9.00 Fréttir. 9.05 Jólalónleikar frá Berlín. Heinrich Schútz-kórinn syngur jólasálma og jólalög. Wolfgang Matkowitz stj.; Ulrich Bremsteller leikur einnig á orgel. (Hljóðritun frá RIAS i Berlín). 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Mariudýrkun i sögu og sam- tíö. Einar Gislason prédikar. Kór safnaðarins syngur. Stjórnandi: Árni Arinbjarnarson. Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Dagstund í dúr og moll. Umsjón: knútur R. Magnússon. 15.00 Dagskrárstjóri i klukkustund. Magnús Þórðarson framkvæmda- stjóri ræður dagskránni. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.20 Barnatimi. Stjómandi Sigrún Sigurðardótlir. Hópur krakka úr Vesturbæjarskólanum fer með sögur og lög sem þau hafa samið með kennara sínum, Ragnhildi Gisladóltur. Nína Björk Árnadótt- ir les tvö ævintýri eftir Jane Yolen í eigin þýðingu. Krakkar úr Kárs- nesskóla og Þinghólaskóla í Kópa- vogi syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Arnar Jónsson les Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötl- tim. 17.00 Kammersveil Oslóborgar leik- ur í Bústaðakirkju. Stjórnand' Örnuif Boye Hansen. a. Branden- borgar konsert nr. 3 eftir Bach. b. Fiðlukonsert i d-moll eftir Tartini; einleikari: Ivar Bremer Hauge. c. Hugleiðing um_ þjóðlag frá Luster eftir Magnar Ám. d. Adagio og fúga eftir Mozarl; Norski strengja- kvartettinn leikur. e. Konserl fyrir tvær fiðlur i d-moll eftir Bach; ein- leikarar: Örnulf Boye Hansen og Mette Elisabei Steen. (Hljóðritun frá tónleikum 8. nóv. s.l.). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Undir áhrifum. Pétur Gunnarsson rithöfundur les úr handriti að eigin skáldsögu. 20.00 Kammerkórinn syngur jólalög frá ýmsum löndum; Rut L. Magnússon stj. 20.30 Frá óbyggðum til Alþingis með viðkomu í bæjarstjórn. Pétur Pétursson ræðir við Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. 21.15 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir tónlist stóru danshljóm- sveitanna (The Big Bands) á árun- um 1936-1945. Níundi þáttur: Charlie Barnet og Alvino Ray. 22.00 ,,Tingluti”-þjóðlagaflokkur- inn syngur og leikur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 „Mitt faðirvor”. Kristján skáld frá Djúpalæk spjallar við hlustendur og les ljóð. Á undan og eftir eru flutt lög við Ijóð Kristjáns eftir Árna Björnsson og Ingibjörgu Þorbergs. 23.05 Jólasyrpa i umsjá Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, Ólafs Þórðarsonar, Páls Þorsteinssonar ög Þorgeirs Ástvaldssonar. 01.50 Fréltir. Dagskrárlok. Sunnudagur 27. desember 8.00 Morgunandakt. Biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. 8.20 Létt morgunlög. Hljómsveitin „Sinfonia of London” leikur þætti úr „Hnotubrjótnum”, ball- etttónlist eftir Pjotr Tsjaíkovský; John Hollingsworth stj. 9.00 Morguntónleikar. Frá Skál- holtstónleikum 15. ágúst í sumar. Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson leika tónlist eftir Johann Sebastian Bach. a. Prelúdia og fúga í G-dúr. b. Svíta nr. 2 i d- moll. c. Sónata nr. 2 í D-dúr. d. Fantasía og fúga í g-moll. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Skraltinn skrifar bréf”. Séra Gunnar Björnsson les úr þýðingu sinni á samnefndri bók eftir C.S. Lewis. Fyrri hluti. 11.00 Messa í Breiðholtssókn. Prest- ur: Séra Lárus Halldórsson. Organleikari: Daníel Jónasson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Ævintýri úr óperettuheimin- um. Sannsögulegar fyrirmyndir að titilhlutverkum í óperettum. 9. þáttur: Jósefína, keisarafrú Napóleons. Þýðandi og þulur: Guðmundur Gilsson. 14.00 „Tópas”. Leikrit eftir Marcel Pagnol. Þýðandi: Bjarni Guð- mundsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Róbert Arn- finnsson, Gísli Alfreðsson, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Þóra Friðri ksdótt ir, Guðmundur Pálsson, Valur Gísla- son, Lilja Þórisdóttir, Felix Bergs- son, Stefán Eiriksson,, Guð- mundur Klemenzson, Ragnar Vals- son, Einar Skúli Sigurðsson,og Jón Ragnar Örnólfsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Lífefnarannsóknir: Lífefna- iðnaður á íslandi. Jón Bragi Bjarnason dósent flytur sunnu- dagsernidi. 17.00 Síðdegistónleikar. Sinfónia nr. 2 í D-dúr eftir Jean Sibelius. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal undir stjórn Guðmund- ar Emilssonar. Á undan tónleikun- um ræðir Jón Þórarinsson tón- skáld við stjórnandann. 18.00 Tónleikar. Ýmsir listamenn leika og syngja. tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Fæddur í skyrtu”. Anna Kristine Magnúsdóttir ræðir við Hrein Líndal söngvara. 20.00 Harmonikuþáttur. Kynnir: Sigurður Alfonsson. 20.25 Áttundi áratugurinn: Viðhorf, atburðir og afleiðingar. Fjórði þáttur Guðmundar Árna Stefáns- sonar. 20.50 Sinfónía nr. 3 í d-moll (Sin- fonia espansiva) eftir Carl Nielsen. Sinfóníuhljómsveit sænska út- varpsins leikur. Einsöngvarar: Iwa Sörenson sópran og Tord Wall- ström baritón. Herbert Blomstedt stjórnar. (Hljóðritun frá samnor- rænum hljómleikum í Berwald- höllinni i Stokkhólmi 23. okt. s.l.). 21.30 Landsleikur í liandknattleik: Island—Danmörk. Hermann Gunnarsson lýsir síðari hálfleik í Laugardalshöll. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 „Vetrarferð um Lappland” eftir Olive Chapman. Kjartan Ragnars sendiráðunautur les þýð- ingusína(7). 23.00 Á franska vísu. 9 þáttur: Charles Aznavour. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 28. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson fiytur (a.v.d.v.). 7.20 Leikfimi. Umsjónarmenn: Valdimar Örnólfsson leikfimi- kennari og Magnús Pétursson píanóleikari. 7.30 Morgunvaka. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmaður: Guðrún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Hólmfriður Gísladóttir talar. 8.15 Veður- fregnir). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Jól í bókum. Þáttur í samantekt Hildar Hermóðsdóttur (1). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónar- maður: Óttar Geirsson. Tíndir til ýmsir fróðleiksmolar um búnaðar- félögin. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Morguntónleikar. Roberto Michelucci, Franz Walter og Marijhe Smit Sibinga leika Sónötu i g-moll eftir Giuseppe Tartini / Anthony Bailes og félagar í Dönsku fiðlusveitinni leika Lútu- konsert eftir Karl Kohaut. 11.00 Forustugreinar landsmála- blaða (útdr.). 11.30 Létt tónlist. Dumitru Zamfira, Nick Fleetwood og Hahle Gerow syngjaog leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa. — Ólafur Þórðarson. 15.10 „Elísa” eftir Claíre Etcherelli. Sigurlaug Sigurðardóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Flöskuskeytið” eftir Ragnar Þor- steinsson. Dagný Emma Magnús- dóttir les (13). 16.40 Litli barnatíminn. Stjórnandi: Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Sævar Jóhannsson, niu ára, les frum- samda sögu sína „Kári og álf- arnir” og Olga Guðmundsdóttir les úr „Astarsögu úr fjöllunum” eftir Guðrúnu Helgadóttur. 17.00 Siðdegistónleikar. Pro Musica-hljómsveitin í Vínarborg leikur Sinfóniu nr. 9 i d-moll eftir Anton Bruckner; Jascha Horen- stein stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. a 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson fiytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Bragi Sigurjónsson talar. 20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdóttir kynnir. 20.40 Bóla. Gunnar Viktorsson og Hallur Helgason stjórna unglinga- þætti með blönduðu efni. 21.10 F'élagsmál og vinna. Þáttur um málefni launafólks. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. 21.30 Utvarpssagan: „Óp bjöllunn- ar” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (14). 22.00 Tónleikar. Ýmsir listamenn leika og syngja. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Umræðuþáttur um málefni fatlaðra. Umsjonarmaður: Hörður Erlingsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 7DD „Ég ska/kaupa afþér eina greiðu ef þú getur sannað að þú vinnir ekki hjá alþjóða auðhring."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.