Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1982, Síða 6
22 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982. Hvað er á seyðé um helgina Hvað er á seyði um helgina Tónleikar helgarínnar—Kjarvalsstöðum: Verk eftir f rönsk tónskáld leikin af Eddu Erlendsdóttur HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Boröapantanir í síma 21011. Opið kl. 12—14.30 og 19—23.30. Vín- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavíkurnugvelli. Boröapantanir i sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. Veitingabúð Hótels Loftleiða opin alla daga kl. 5—20. HÓTEL SAGA við Hagatorg. Borðapantanir í Stjörnusal (Grill) í sima 25033. Opið kl. 8—23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar 12509 og 15932. Opið kl. 4 eftir miönætti til kl. 23.30. Vín- veitingar. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opið alla daga kl. 9—22. Edda Erlendsdóllir píanóleikari heldur tónleika á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Kvikmyndir kvikmyndahatið sXk Kvikmyndasamkeppni SÁK, Samtök óhugamanna um kvikmyndagerö, efna til kvikmyndasamkeppni um kvikmyndir gerðar af áhugamönnum dagana 27. og 28. febrúar að Hótel Loftleiðum. Laugardaginn 27. febrúar, kl. 14 veröa allar myndir sem berast i keppnina sýndar og mun dómnefnd dæma þá hverja mynd fyrir sig. Sunnudaginn 28. febrúar kl. 14 verða þær myndir sýndar er verðlaun hljóta. Keppt er í tveim aidurs- flokkum, yngri en 20 ára og eldri. Hans Petersen h/f gefur nýja glæsilega bikara i hvorum flokki. Þing samtakanna verður haldið að lokinni verðlaunaaf- hendingu. Allir áhugamenn um kvikmyndir eru hvattir til að mæta. Skemmistaðir SNEKKJAN: DansbandiS ltikur föstudags- og laugardagskvöld. Matsölustaðurinn Skútan opin sömu kvöld. LEIKHÚSKJALLARINN: Föstudags- og laugar- dagskvöld — „kjallarakvöld” skemmtiþáttur I og 2 í kjallaranum „dúa”. MANHATTAN: Opið öll kvöld helgarinnar skemmtiatriöi verða framvegis alltaf á föstudags- Edda Erlendsdóttir píanóleikari er stödd hér á landi um þessar mundir og heldur hún einkatónleika að Kjarvalsstöðum á sunnudag kl. 17. Edda Erlendsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík og lauk þaðan einleikaraprófi árið 1973. Hún hlaut siðan franskan styrk og stundaði nám við Tónlistar- skólann í París í fimm ár. Hún er nú búsett í París. Á efnisskrá hjá Eddu á Kjarvals- stöðum eru verkin Paysage og Im- provisation eftir Emmanuel Chabrier, Nocturne nr. 6 op. 63 eftir kvöldum. Aö þessu sinni veröur Nickv Vauehan eld- gleypir og töframaður. Húsið opnað kl. 19 fyrir matargesti. Borðpantanir i sima 45123. HÓTEL SAGA: Hljómsveit Ragga Bjama sér um fjörið á laugardagskvöldið svo verða Samvinnu- ferðir og Landsýn með Grikklandskynningu. GLÆSIBÆR: Laugardags- og sunnudagskvöld verður Grétar Laufdal í diskótekinu Glæsibæ. Það er diskósalur 74, tónlistin úr safni feröadiskóteksins Rocky. Grétar býður alla velkomna og óskar gestum góðrar skemmtunar. Salur 74 er opinn frá kl. 10—3. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins öll kvöld helgarinnar. KLÚBBURINN: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi bæði föstudags- og laugardagskvöld diskótek á tveim hæðum. Lokað sunnudagskvöld. HREVFILSIIOSIÐ: Opið laugardagskvöld, gömlu dansarnir. HOLLYWOOD: Diskóið verður í fullum gangi föstudags- og laugardagskvöldið. Á sunnudags- kvöldið sýnir Jón Steinar nýja Darraðardansinn sinn og módel 79 verður með tízkusýningu, plötu- kynning. HÓTEL BORG: Diskótekið Disa sér um diskósnún- inga bæði föstudags- og laugardagskvöld. Sunnu- dagskvöld verður hljómsveit Jóns Sigurðssonar með tónlist af vönduöu tagi sem hæfir gömlu dömsum. LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu dansarnir. Valgerður Þórisdóttir syngur undir leik hljómsveitar Rúts Kr. Hannessonar. ÓÐAL: Opið öll kvöld helgarinnar, Fanney og Dóri skiptast á að snúa plötunum við. SIGTÚN: Opið laugardagskvöld kl. 14.30, laugar- dag verður spilað bingó. ÞÓRSCAFÉ: Kabarettinn kætir alla. Galdrakarlar leika sin beztu lög, diskótek á neðri hæð, opið öll kvöld helgarinnar. BROADWAY: Föstudagskvöld. FÍH. verður með tónleika, laugardagskvöld verða djassfimleikar og dans, sunnudagskvöld einkasamkvæmi. Veitingahús helgarínnar—Hlíðarendi: HLÍDARENDIKVEDUR MED HÁTÍDARKVÖLDI I júffengur matseðill og fjölbreyttar uppákomur Það cr sannarlega eilthvað forvilnilegt i pottum þeirra Hlíðarendabænda um helgina en þetta er siðasta helgi sem veitingahúsið starfar. DV-mynd KÖE Veitingahúsið Hlíðarendi er að leggja upp laupana, eins og flestum mun kunnugí. Hlíðarendabændur ælla sér þó ekki að kveðja án þess að gera sér og öðrum dagamun. Síðasta kvöldið verður á sunnudag og verða þá Ivö listform allsráðandi, að sögn bændanna, malargerðarlistin og tónlistin. Matreiðslumenn verða með sér- stakan hátíðarmatseðil sem hljómar svo: Sjávarréttasalat, kjötseyði, Carmen framreitt með ostakexi, logandi piparsteik, flamberuð í sal og íeftirrétt jarðarberjatrifflé. Til að auka matarlystina bjóða bændurnir öllum gestum upp á kokteil um leið og tekið er á móti þeim við innganginn. Og til að gera stemmningu kvöldins sem bezta hafa þeir fengið píanóleikarann, Gunnar Axelsson, til að leika undir borðum. Skemmtiatriði verða að sjálfsögðu ofarlega á baugi enda Hlíðarendi hvað frægastur fyrir sínar marg- víslegu uppákomu. Má þar nefna' klassísku kvöldin sem notið hafa mikilla vinsælda. Það má segja að sunnudagskvöldið verði síðasta klassíska kvöldið því að það eru hjónin Sieglinda Kahman og Sigurð Björnsson, sem verða sérstakir gestir kvöldsins. Undir lokin fá allir gestir heim með sér minningargjöf sem okkur er bannað að segja frá. Öll þessi veizla kostar 400 krónur fyrir manninn. Þess má að lokum geta að Hlíðar- endi er að sjálfsögðu opinn í kvöld og annað kvöld og er þá boðið upp á bæði sérréttalista og rétti dagsins. ' -ELA. Gabríel Fauré, Þrjár etýður eftir Claude Debussy, Koss Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen, Jeux d’Eau og Ondine eftir Maurice Ravel. Allt eru þetta verk eflir frönsk tónskáld og eru samin á tímabilinu 1890—1944. Verkin eru meira eða minna tengd þeirri stefnu sem nefnd hefur verið impressionismi í tónlist og varð til í Frakklandi í lok síðustu aldar. Þess skal getið að hluti af þessari dagskrá var flutturá Háskólatónleik- um föstudaginn 19. febrúarsl. -ELA. Matsölustaðir REYKJAVÍK ASKUR, Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vínveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Simi 81344: Opið kl. 11—23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, viö Óöinstorg. Sími 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—23.30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suöurlandsbraut 2. Simi 82200: Opið kl. 7—22. Vinveitingar. HLÍÐARENDI, Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóatúni). Borðapantanir í síma 11690. Opið kl. 11.30—14.30 og 18—22.30. Vinveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir í sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvöld vikunnar. Vínveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokaö kl. 21. Léttar vínveit- ingar. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opiö 8— 24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Slmi 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í síma 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Sími 11340. Opið kl. 11 — 23.30 alladaga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir i sima 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Sími 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vínveitingar. HÓTEL KEA, Hafnarstrœti 87—8». Simi 96-22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vínveitingar. SKRÍNAN, Skólavöröustig 12. Sími 10848. Opið kl. 11.30— 23.30. Léttar vinveitingar. VESTURSLÓÐ, Hagamel 67. Sími 20745. Opið kl. 11— 23 virka daga og 11—23.30 á sunnudögum. Léttar vínveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Borðapantanir í sima 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. KÓPAVOGUR VERSALIR, Hamraborg 4. Sími 41024. Opiö kl. 12— 23. Léttar vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Sími 54424. Opið alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vinveitingar. SNEKKJAN ogSKÚTAN, Strandgötu 1—3. Borða- pantanir I síma 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugar- daga. Matur er framrciddur i Snekkjunni Á laugar- dögum kl. 21—22.30. AKRANES STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18. Á æfingu undir stjórn Hjálmars R. Ragnarssonar. Söngskemmtun helgarínnar—Félags- miðstöð stúdenta: Alíslenzk efnisskrá hjá Háskólakómum —heldur þrenna tónleika um helgina Áhugafólk um tónlist kann enn að minnast tónleika Háskólakórsins i fyrra, enda vöktu þeir ágæta athygli og fengu góða áheyrn. Nú standa fyrir dyrum aðrir tónleikar kórsins og er efnisskráin alíslenzk, óvenjuleg og oft splunkuný. Háskólakórinn heldur þrenna tónleika að þessu sinni, á föstudaginn, laugardaginn og sunnudaginn, alla í Félagsmiðstöð stúdenta við Hringbraut. Flutt verða lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson og Hjálmar R. Ragnarsson, en hann er stjórnandi Háskólakórsins. Hjálmar hefur einnig útsett þjóðlög úrsafni Bjarna Þorsteinssonar, sem eru fyrst á efnis- skránni. Nokkur laganna eru samin sérstaklega fyrir beiðni kórsins: Lög Atla Heimis við Ijóð John Donne og William Blake — það síðarnefnda verður frumflutt núna — sem eru tileinkuð minningu brezka tónskáldsins Benjamins Brittens, Lög Jónasar Tómassonar, Fimm mansöngvar úr Kantötu IV, voru einnig samin fyrir beiðni kórsins og voru frumflutt á tónleikum Musica Nova í haust. Kantatan er samin við Ijóð Hannesar Péturssonar, Manvísur. Á tónleikunum um helgina verður einnig flutt ,,Á þessari rímlausu skeggöld” eftir Jón Ásgeirsson. Jón samdi þetta að beiðni danska tónskáldafélagsins og var það flutt fyrst árið 1974. Og lag Þorkels Sigur- björnssonar, Heyr himna smiður, við bæn Kolbeins Tumasonar, verður einnig flutt á tónleikunum. Tón- leikunum lýkur með flutningi laga eftir Hjálmar R. Ragnarsson við ýmis Ijóð Dunganons og er samheiti laga- flokksins Corda Exotica. Dunganon orti á mörg tungumál, svo sem á hindustandi, maori (Suðurhafseyja- mál) og á hinni týndu mállísku atlantis-málsins. Hjálmar tónskáld skilur ekkert þessara tungumála, en kvaðs aðspurður hafa gefið Ijóðunum merkingu með tónum. Tónleikar Háskólakórsins eru fyrstir á föstudag kl. 20.30, aðrir á laugardag kl. 17 og þeir þriðju og siöustu á sunnudag kl. 20.30, allir i Félagsstofnun stúdenta, eins og fyrr sagði. -Ms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.