Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Page 4
20 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Tónleikar helgarinnar—Lækjartorgi: Ego kynnir efni nýju plötunnar Hljómsveitin EGO hefur vakið á sér mikla athygli undanfarið, ekki sízt eftir útkomu hljómplötu þeirra félaga fyrir skömmu. Platan nefnist Breyttir timar og munu þeir félagar með Bubba Morthens í fararbroddi kynna aðdáendum sín- um efni hennar á hljómleikum, sem þeir efna til á Lœkjartorgi á morgun kl. 14.00. Slysavarnafólag ísjands í Rvk ráðgerir ferð um Snæfelisnes og Borgarfjörð dagana 26. og 27. júní nk. Upplýsingar i síma 84548. Ferðanefnd. Frá Ferðafólagi íslands Dagsferðir sunnudaginn 18. apríl: 1. kl. 09 — Skarðsheiðin. Ath.: Torfi Hjaltason og Hreinn Magnússon félagar í islenzka Alpaklúbbnum Ieiðbeina þátttakendum í meðferð brodda og ísaxa. Verökr. 150.-. 2. kl. 13 — Reynivallaháls i KJós. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. Verð kr. 100.-. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Frítt.t fyrir börn í fylgd fullorðinna. Farmiðar viö bíl. Sunnudaginn 18. aprll verða tónleikar í Laugarnes- kirkju kl. 17.00. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, bæði orgelverk og verk fyrir barítonrödd og orgel. Á tónleikunum verður m.a. frumflutt kantata fyrir orgel og einsöng, en höfundur tileinkar hana minningu kennara síns Dr. Viktors Urbancic. Flytjendur veröa Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhannesson. Sónataá Kjarvalsstöðum Laugardaginn 17. apríl kl. 5 heldur brezki píanóleik- arinn John Lewis tónleika að Kjarvalsstöðum. Á efnisskránni er sónata nr. 2, „Concordsónatan” eft- ir Charles Ives, og er þetta í fyrsta skipti sem þessi sónata er flutt hér á landi. Sónatan er samin á árunum 1908—1915 og draga kaflaheitin nöfn af þeim rithöfundum og heimspek- ingum sem bjuggu í Concord, Massachusetts um miðja síðustu öld, Emmerson, Hawthorne, Alcotts og Thoreau. Á tónleikunum mun herra Lewis einnig spjalla um sónötuna. John Lewis stundaði nám í heimalandi sínu og hefur leikið talsvert af nútímatónlist í Lundúnum, en hefur einbeitt sér æ meir síðustu ár að tónlist Charles Ives. í nóvember síðastliðnum lék hann ýmis af smærri verkum Charles Ives á tónleikum i Nor- ræna húslhu. John Lewis hefur í vetur verið kennari við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. „Að sunnan og að norðan" Sextíu og þriggja manna hljómsveit heldur tón- leika á Akureyri og í Reykjavík núna um helgina. Þetta er strengjasveit auk fímm blásara og eru hljóðfæraleikararnir allir nemendur úr fjórum tón- listarskólum, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónmenntaskól- anum og Tónlistarskólanum á Akureyri. Hljómsveitarstjóri er Mark Reedmán og einleikari á fíðlu verður Guðný Guðmundsdóttir, konsert- mcistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Æft hefur verið sitt í hvoru lagi, bæði fyrir norðan og hér fyrir sunnan. Næsta föstudag fljúga Reykvík- ingar norður og er ætlunin að æfa saman fyrir tón- leika sem haldnir verða á vegum Tónlistarfélagsins á Akureyri, laugardaginn 17. apríl kl. 1«7 í íþrótta- skemmunni. Eru þetta fjórðu áskriftartónleikar félagsins á þessu starfsari. Sunnudaginn 18. april mun þessi óvenjustóra hlj-^nsveit halda tónleika í Reykjavík i sal Menntaskólans viö Hamrahlíð, kl. 17. Sala aögöngumiða fer fram í bókabúðinhi Huld á Akureyri og við innganginn á báðum stöðum. Málverkasýning helgarinnar: Rómanhskar f ugla- og landslagsmyndir eftir Homfirðinginn Höskuld Bjömsson Verkfrœðingafélag íslands Út er komið Verkfræðingatal 1981. í því eru 962 æviskrár islenzkra verkfræðinga og annarra félags- manna Verkfræðingafélags íslands, auk ritgerðar um menntun íslenzkra verkfræðinga eftir Svein- björn Björnsson og skráa yfir mannanöfn, fyrirtæki ogstofnanir. ( Einnig fylgir upplýsingarit um Verkfræöingafélag íslands. Þar er getið þess helzta sem félagið varðar. Verkfræðingafélag íslands veröur 70 ára 19. apríl 1982. Afmælishátíðin verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu 21. maí 1982 og á eftir verður haldinn á Húsa- vík fundur norrænu Verkfræðingafélaganna um sameiginleg áhugamál verkfræðinga á Norður- löndum. Laugarneskirkja Opið hús fyrir aldraða á morgun, föstudag, klukkan 14.30. Torfí Ólafsson sýnir litskyggnur um líf og starf móður Theresu. Kaffíveiiingar. Frá Norrœna félaginu Svíþjóðarkynning. Senn liður að lokum ferðar Unnar Guðjónsdóttur og Þórs Bengtssonar um landið til kynningar á Svíþjóð. Síðustu samkomurnar verða sem hér segir: Á Selfossi mánudagskvöld 19. apríl. Á Hvolsvelli þriðjudagskvöld 20. april og í Hveragerði miðviku- dagskvöld 21. apríl. Eru kynningarnar á vegum Norrænu félaganna á viðkomandi stöðum. Einnig munu þau koma fram í skólum á þessum stöðum. Til viðskiptavina Hafskips hf. Við vekjum hér með athygli yöar á nýrri áætlunar- höfn Hafskips hf. Hafskip hf. hefur hafíð reglulegar áætlunarsigl- ingar til Álaborgar, Danmörku og verðum við þar á tveggja vikna fresti, meö línuskip okkar sem sigla á Skandinaviu. Með þessari nýju áætlunarhöfn, vonumst við til Fundaskrá AA-samtakanna á íslandi Föstudagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5. Græna húsið Enska. kl. 19.00 Graham, sími 20129 Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið, opinn fjöl- skyldufundur kl. 21.00 Tjarnargata 5 (91-12010). lokaður uppi kl. 21.00 Tjarnargata 3 Rauða húsið, Hádegisfundur kl. 12.00 Tjarnargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl.'Sl.OO Hallgrimskirkja, Byrjendafundir kl. 18.00 Ingólfsstræti lá 3h kl. 21.00 Neskirkja, 2. deild kl. 18.00 Neskirkja kl. 21.00 LANDIÐ Akureyri, Sporafundur kl. 21.00 Akureyri, (96-22373) Geislagata 39 kl. 12.00 Hellissandur, Hellisbraut 18 kl.-21.00 Húsavík, Höfðabrekka 11 kl. 20.30 Neskaupsstaöur, Egilsbúð kl. 20.00 Selfoss, (99-1787). Sigt. 1, Sporafundur kl. 20.00 Laugardagur REYKJAVÍK Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00 Tjarnargata 5. (91-12010). Græna húsið kvennadeild uppi kl. 14.00. Tjarnargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl. 21.00 Tjarnargata 3 (91-16373). Rauða húsið kl. 23.30 Langholtskirkja kl. 13.00 ölduselsskóli Breiðholti kl. 16.00 LANDIÐ Akureyri, (96-22373). Geislagata 39 kl. 16.00 Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 17.00 Staðarfell Dalasýslu, (93-4290). Staðarfell kl. 19.00 * Tálknafjöröur, Þinghóll kl. 13.00 Vestmannacyjar, (98-1140). Heimagata 24, opinn kl. . 17.00 Keflavík (92-1800). Klapparstíg 7 kl. 14.00 * og þégar togari er inni. Laugardaginn 17. apríl nk. kl. 14.00 verður opnuð sýning á Kjar- valsstöðum á verkum Höskulds Björnssonar, þeirra er enn eru í eigu fjölskyldu hans. f ár verða 75 ár liðin frá fæðingu Höskulds Björnssonar og af því tilefni er efnt til þessarar sýningar. Höskuldur Björnsson var fæddur 26. júlí 1907 að Dilksnesi í Horna- firði oglézt2. nóvember 1963. Höskuldur lærði teikningu hjá Ríkharði Jónssyni myndhöggvara veturinn 1925—26. Hann naut einnig tilsagnar Jóns Stefánssonar list- málara 1928—31. Lengst af dvaldist Höskuldur í Austur-Skaftafellssýslu þangað til hann fluttist búferlum til Hvera- gerðis, þar sem ekkja hans, Hallfríður Pásdóttir, býr enn. Eftir lát eiginmanns síns, breytti hún vinnustofu hans í notalega kaffistofu, Bláskóga, þar sem gestir geta virt fyrir sér handbragð lista- mannsins. Þar getur að líta það sem helzt einkenndi Höskuld Björnsson. Rómantískar fugla- og landslags- myndir auk mynda af gömlum byggingum, svo nokkuð sé nefnt. Auk verkanna á vinnustofunni verður fjöldi annarra, sem ekki hafa verið sýnd áður. Alls verða um 150 myndir á sýningunni. Hún verður opin til 9. maí, alla daga frá kl. 14—22. Fram-skfðamót Innanfélagsmót verður haldið nk. laugardag 17. apríl. Keppt verður i öllum flokkum. Skráning fer fram við skíðaskálann í Eldborgargili i Bláfjöllum sama dag til kl. 12.30. Keppni hefst kl. 13.00. Rás- númer keppenda gildir sem happdrættismiði. Veg- legur vinningur frá verzl. Sportval. NÆGUR SNJÓR. að ná betri hagkvæmni fyrir viðskiptamenn Haf- skips hf. í flutningi vöru frá Danmörku. Umboðsmaður Hafskips hf. i Álaborg er: E.A. Bendix og Co., Slotsgade 35, 9100 Aalborg. Sími: 08-138300. Telex: 69643. Varðandi frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Markaösdeild Hafskip hf. Samkomur Samkoma f Norrœna húsinu Norræna félagiö í Reykjavík efnir til samkomu í Norræna húsinu laugardaginn 17. apríl ’82 kl. 20.30. Þar munu Unnur Guðjónsdóttir og Þór Bengtson kynna Sviþjóð og sænska menningu með frásögnum, tónlist og myndum. Þau eru búsett í Stokkhólmi og hafa kynnt ísland víðsvegar um Svíþjóð á hliðstæðum samkomum. Nú eru þau hér á landi í boði Norræna hússins og Norræna félagsins og hafa kynnt Svíþjóð víða um land. Samkoman í Norræna húsinu á laugardag 17. apríl verður síðasta samkoman í Reykjavík, sem þau koma fram á. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Tilkynningar Frá fálagi einstæðra foreldra Hvað gerist við skilnað? F.E.F. heldur almennan íúnd um bamalög að Hótd Heklu þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30. Ólöf Pétursdóttir, fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu kynnir barnalögin. Sálfræðingarn- ir Guðfínna Eydal og Álfheiður Steindórsdóttir tala um foreldraráðgjöf. Ásdís Rafnar lögfræðingur F.E.F. svarar fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn og áhugafólkkum málefni barna og foreldra sérstaklega bent að mæta. Stjórnin. Félag sálfrœðinema við Héskóla íslands efnir til málþings, laugardaginn 24. apríl kl. 13.30 í Félagsstofnun stúdenta. Umræðuefni þingsins verður: Hvernig verður mannshugurinn rannsakaður? Fyrirlesarar verða: Anna Valdemarsdóttir sálfræöingur, Jörgen Pind sálfræðingur, Páll Skúlason prófessor í heimspeki. Að loknum fyrirlestrum verða fyrirspumir og frjálsar umræður. Áhugafólk er eindregið hvatt til að mæta. Frá Iðnfræðinga- fálagi íslands Nýlega var haldinn á Hótel Loftleiðum aöalfundur Iðnfræðingafélags íslands og var hann vel sóttur. Þar kom fram að mikil gróska var í starfsemi félagsins á síðasta starfsári. Þau mál sem hæst báru voru lögverndunarmálið svonefnda og stofnun kjaradeildar. Síðan félagið var stofnað fyrir 2 árum hefur verið unniö að því að fá starfsheitið iðnfræðingur, lög- verndað. Frumvarp til laga um þetta efni liggur nú fyrir alþingi og verður væntanlega afgreitt sem lög fyrir þinglok. Kjaradeild félagsins var stofnuö í júní sl. og er starfssvið hennar að vinna að kjaramálum iðn- fræðinga. Fjárhagsafkoma félagsins var sæmileg og leigir félagið nú skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 29. Stjórn félagsins skipa nú. Siguröur öm Gislason formaður, Magnús Björnsson, Benedikt Egilsson, .Garðar Sigurðsson og Gunnar Hólm Hjálmarsson. Fundir Ferðalög Tónlist < \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.