Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982. 21 Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Planótónleikar 6 Kjarvalsstöðum Mactiko Sakurai frá Tokyo hcldur píanótónlcika á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 18. apríl klukkan 17. Á efnisskrá verða sónötur eftir: Schubert (a dúr) Mozart (c-moll) Prokofiev (c dúr). Mactika stundaði nám í Japan og síðan i Vínarborg og lauk þaðan diplóma 1980. Síðan hefur hún haldið tónleika víða um Evrópu og Asiu. íþróttir Knattspyrnumót Föstudagur 16. april y. Háskólavöllur — Rm. 1. fi. — Léttir-KR 19.00 Framvöllur — Rm. 1. fi. — Fram-Valur 19.00 LAUGARDAGUR: MELAVÖLLUR: Fram og Fylkir í Reykjavíkurmót- inu kl. 14. Víkingsvöllur — Rm. 2. fi. A — Víkingur-Þróttur 14.00 Valsvöllur—Rm. 2. fl. A — Valur-KR 13.30 Valsvöllur Rm. 2. fi. B — Valur-KR 15.00 KÓPAVOGUR: Breiðablik og Akranes í litlu bikar- keppninni kl. 14. HAFNARFJÖRÐUR: Haukar og FH í litlu bikar- keppninni kl. 14. SUNNUDAGUR: , MELAVÖLLUR: Þróttur — Vikingur i Reykja- víkurmótinu kl. 14. Miðvikudagur 14. april Melavöllur — Rm.mfl. — KR-Ármann 19.00 Fimmtudagur 15. apríl Melavöllur — Rm. mfl. — Fylkir-Valur 19.00 Leiklist „Don kfkóti" eða „sinnhvað má Sanki þola" Sýning i Alþýðuleikhúsinu, föstudags- og sunnu- dagskvöld klukkan 20.30, á gamanleiknum ,,Don kikoti” eða „sitthvað má Sanki þola” eftir James Saunders. Leikarar i sýningunni eru: Arnar Jónsson, Bjami Ingvarsson, Borgar Garðarsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Helga Jóns- dóttir og Sif Ragnhildardóttir. Þýðinguna gerði Karl Guðmundsson, leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Garðaleikhús sýnir Karlinn (kassanum í Tónabæ (gamla Lidó) á laugardagskvöldið kl. 20.30, fáar sýningar eftir. Aðalleikarar, Magnús Ólafsson, Aðalsteinn Bergdal og Guðrún Þórðar- dóttir. Miðasala opin i Tónabæ föstudag frá kl. 17—19oglaugardag kl. 17. Leynimelur 13 Að undanförnu hefur Skagaleikflokkurinn sýnt gamanleikinn Leynimel 13 eftir Þrídrang í Bíóhöll- inni Akranesi, leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir. Þeir sem fara með helztu hlutverk eru þau Guðjón Þ. Kristjánsson, Jón Páll Björnsson og Hrönn Egg- ertsdóttir. Næstu sýningar verða föstudag 16. apríl kl. 20.30 og laugardag 17. apríl klukkan 15.00 og verða þetta síðustu sýningar. Miðasala hefst Enska knattspyrnan —■ í sjónvarpi: Markaregn á Goodison Park —þar sem Everton og Manchester Unitedáttustvfiö Það verður fjörugur leikur, sem veröur aðalleikur i ensku knatt- spymunni i sjónvarpinu á laugar- dag ki. 18.55. Er það lelkur Everton og Manchester United, sem fór fram á Goodison Park. Fyrir leik- inn óskuðu 10 af ielkmönnum Ever- ton að vera settir á söluskrá hjá fé- laglnu. Leikurinn var fjörugur og voru sex mörk skoruð í honum, þannig að sjónvarpsáhorfendur fá að sjá nóg af mörkum. Mike Lyons, fyrir- liði Everton, átti stórgóðan leik en hjá Manchester United bar mest á Bryan Robson, sem var frábær á miðjunni. Liðin sem léku á Goodison Park voru skipuð þessum leikmönnum: Everton: Southall, Borrows, Ly- ons, Higgins, Ratchliffe, Irvune, McMahon, Heath, Ross, Sharp, Ainscow og varamaður Lodge. Man. Utd.: Bailey, Gidman, Moran, Duxbury, Albiston, Rob- son, Wilkins, Moses, Coppell, Mc- Garvey og Stapieton. Varamaður: Grimes. Neville Southall, markvörður Everton, meiddist illa rétt fyrir leikslok, þegar hann ienti í sam- stuði við Kevin Moran. Þá veröur einnig sýndur leikur Bryan Robson, enski landsliðsmaðurinn hjá United. Mike Lyons, fyrirliði Everton. West Ham og Swansea, sem fór fram í London — og áttu leikmenn „Hammers” i miklum erfiðleikum með Svanina. -sos klukkan 19.00 á föstudag og klukkan 13.00 á laugar- dag. Dario Fo, Kjartan Ragnars- son og Halldór Laxnass ó fjölunum hjá Leikfólagi Reykjavfkur í kvöld (föstudagskvöld) sýnir Leikfélag Reykja- víkur ærslaleikinn Hassið hennar mömmu eftir þúsundþjalasmiðinn Dario Fo i 6. sinn. Eins og nafnið ber með sér fjallar lcikurinn um fikniefna- ncyzlu, en eins og þcssum höfundi er einum lagið, fléttar hann saman gamnl og atvöru þannig aö hass- reykingar og heróinneyzla unglinga i dag verða á lciksviðinu tilefni ótrúlegasta skops og skemmtunar, Veitingahús vikunnar: Hótel Holt ÞÚ ÞARFT RJÓMA, HVÍT- VÍN 0G EITTHVAÐ ÚR SJÓ Hefur þú smakkað gellur soðnar í hvítvini og rjóma, síðan ofnbakaðar i hörpuskel? Ef ekki, þá ættirðu að reyna—hvort sem þú beitir eigin snilld (sem vafalaust er mikil) eða ferð niður á Hótel Holt. Þar kostar krásin kr. 95 eftir nýjustu vísitöluhækkun, súpa kr. 25. Þannig færðu Ijúfa nautnarstund í matsal með dúkuðum borðum og fögrum málverkum á veggjum og kostar varla tvöfalt á við hraðgleypingu á hamborgara, frönskum og kók. Þetta lága verð kemur á óvart. Satt að segja hafði ég ekki þorað að fara og borða á Holti í mörg mörg ár, af hræðslu við að koma út ekki svöng en gjaldþrota. Svipað gildir um ýmsa matstaði í bænum. Þeir eru ótrúlega ódýrir, ekki sízt í hádeginu, miðað við þjónustu og umhverfi. En Holt er í sérflokki, ekki aðeins vegna þess hvað málverkin á veggjunum eru dýr (sum metin á yfir hundrað þúsund krónur) heldur vegna þess að þar hafa skapazt hefðir. Ásamt Naustinu var Holt eitt fyrsta veitingahúsið sem reyndi að bjóða það bezta í matreiðslu með því að nota íslenzk hráefni á fjölbreyttan hátt. Krækfíngur úr Breiðafirði Glóðarsteikt lamb er stolt þeirra Holtsmanna, en við höldum okkur i þetta sinn við fiskréttina, enda óvíða í heiminum hægt að fá þá betri og ódýrari en á íslandi. Graflaxinn er löngu frægur orðinn og eins fiskréttasamsetningin „Tónar hafsins”. En hver matsveinninn af öðrum hefur fundið upp á nýjum að- ferðum við sjávarréttina. Yfirmatsveinn á Holti núna heitir Ingvar Jakobsson og er 31 árs gamall. Hann er frá Hvammstanga við Húna- flóa, á afmæli i fiskamerkinu og fimm ára gamall ætlaði hann að verða mat- sveinn á Gullfossi þegar hann yrði stór. Þegar hann eldar fiskrétti verður hann að hafa rjóma og hvítvin — það eru grunntónarnir. Við smökkuðum ltjá honum kræklinga, veidda í Breiða- firði, og soðna í hvítvini og vatni. Soðið var bætt rneð rjóma og einhverju fleiru og úr varð létt sósa. M-m-m-m! Diskur af skeljum kostar kr. 115 (og hægt er að kaupa hálfan skammt). Þá er óhætt að niæla með regnboga- silungi ræktuðum i Vestmannaeyjum (hvort sem það er við hitann i hrauninu eða ekki!) Ingvar steikir hann i smjöri —það krefst mikillar þolinmæði því smjörið brennur auðveldlega við. En útkoman er eftir því — og þetta kostar heldur ekki nema kr. 95, eins stór skammtur og maður vill. Verðið er það santa hvort sem er i hádeginu eða á kvöldin. í hádeginu er venjulega einn kjötréttur á kr. 89, með Martröð matsveinsins: „Mig dreymir að gestirnir séu komnir, en maturinn hrár og allt gangi á afturfótunum í eld- húsinu,” segir Ingvar Jakobsson, yfir- matsveinn á Hótel Holti. DV-mynd: Friðþjófur. ábót, en á kvöldin er matseðillinn miklu fjölbreyttari og iburðarmeiri. Þá geturðu borðað fyrir meira en einn rauðan. Byrjað til dæmis á glóðar- steiktum humarhölum fyrir kr. 289 og fengið þér nautalundir á kr. 265 á eftir. Fieira er matur en hamborgarhryggur Þótt hvítvín sé í fisksósunum er úti- lokað að verða sætkenndur á þann veg — vinandinn gufar allur upp við suðuna. Margir munu fagna þvi en aðrai lála kannske freistast til að slá i hvítvínsflösku. Edelfraulein (5—6 glös) kostar kr. 102, þurrt ameriskt Chablis kr.94. Og þess má geta að í tengsium við matsalinn var fyrir fáum mánuðum opnaður huggulegur pianóbar í hús- næðinu þar sem áður var afgreiðsla og heildsala fyrir kjötbúðina Sild og fisk. Barinn er fyrst og fremst ætlaður matar- og hótelgestum og opinn á lögleyfðum tírna, milli tólf og eitt í 'ná- deginu og aftur frá sjö á kvöldin til hálftólf, eða eitt eftir miðnætti um helgar. Þeir Árni Elfar og Revnir Jónasson spila á píanóið til skiptis, einkum þegar frídagar eru framundan. Og á veggjun- um hanga eingöngu andlitsmyndir og teikningar eftir Kjarval, sextíu talsins (það gerir hundrað og tuttugu þegar maður er farinn að sjá tvöfalt). -ihh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.