Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 10
10 A f hverju fá ekki biðskýlin að vera í fríði? Hefurðu einhvern tímann krotað á biðskýli strætisvagnanna? Kannski krassað meö nagla eða steini? Eða gefið biðskýli vænt spark til að láta kauða finna fyrir því að þú ert leiður af því að strætó er orðinn alltof seinn? Jæja, þú viðurkennir það? En finnst þér það ekki hvimleitt svona eftir á að horfa upp á skýlið allt útsparkað eða krassað eða að tímataflan er horfin af því að þú reyndir að plokka hana niður meðan þú beiðst eftir strætó síðast? Áreiðanlega eru það langfæst okkar sem eyða tímanum í slík skemmdarverk en þótt undrumsæti erualltaf einhverjir sem gera það, það sýna þau bezt bið- skýlin sem við ókum fram á á dögunum við Miklubraut, Arnarbakka, Iðufell, Norðurbakka og Álftahóla, öll út- spörkuð og krössuð. „I hate school" Það kennir ýmissa grasa í áletrunum á biðskýlunum. Einhver kaldur gosi hefur skrifað ,,1 hate school”, sjálfsagt nýfarinn að læra ensku. Annar, sem greinilega er eitthvað uppsigað við kennara sinn hefur skrifað: „Sigurður Lyngdal kennari, þú er fáviti” og ein- hver hefur bætt um betur og krotað „hárrétt, hárrétt”. Efiaust hafa þeir þessir verið í lægri kantinum á ein- hverju prófinu og kennt kennaranum um. Það er gömul saga og ný. Á öðrum stað er kveðja frá Akur- eyri: „Ég skrifaði þetta. Sigurjóna frá Akureyri”. Svo er það þetta gamla; „Hilli og Brynhildur, sönn ást, Rikki sæti, Gústi og Andrea, Erla Björk gras- asni, Siggi skíthæll” og svo framvegis. Þá er að finna ýmis hljómsveitarheiti og hendingar úr dægurlögunum: „video killed the radio star” og svona mætti lengi telja, enda af nógu að taka. „Skýlakrass og skiltaplokk sórfslenzkt fyrirbœri" „Ég held að skýlakrass og skilta- plokk sé sérlslenzkt fyrirbæri, að minnsta kosti hef ég aldrei séð neitt þessu líkt erlendis,” sagði Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri á leið 14, Lækjartorg — Sel, í sambandi við DV. Þau gömlu hefðbundnu biðskýli kosta uppkomin með undirstöðu um 20 þúsund krónur og eru um 160 slík skýli víðs vegar um borgina, þótt biðstaðirn- ir séu reyndar mun fleiri eða 360 tals- ins. „Þetta er makalaus árátta,” sagði Magnús, „alltaf, held ég megi segja, eru þetta krakkar, sem krota og sparka og þeim finnst það sniðugt. Stundum hef ég staðið krakka að verki og fer þá iðulega með þau á næstu lögreglustöð þar sem tekin er af þeim skýrsla. Stund- um er haft samband við foreldra þess- ara barna og þeim sendir reikningar en ég held að það kosti um þúsund krónur að mála eitt skýli.” Magnús hefur ekið strætó í sex ár og segir: „Þetta krass hefur aldrei verið meira en nú, sum skýlin eru eins og svínastíur. Til dæmis var sett upp á dögunum nýtt skýli við Lönguhlíð og eftir daginn var það allt orðið útkrot- að.” Við ókum með Magnúsi eftir Arnar- bakka í Breiðholti og komum að bið- skýlið við frabakka. Það var í einu orði sagt ömurlegt ásýndar. Við ókum áfram um eitt til tvö hundruð metra og komum að öðru skýli við Kóngsbakka. Skýlið þar var til fyrirmyndar. Hvemig skyldi standa á þessu, tvö skýli við sömu götu og aðeins rúmir hundrað metrar á milli? „Ómögulegt að segja, ég hef mikið velt þessu fyrir mér en að engri niður- stöðu komizt,” sagði Magnús Skarp- héðinsson. Að verðlauna skýlin Væri ekki ráð að hverfin væru verð- launuð fyrir biðskýlin sín, eins og gert er við fallegustu og snyrtilegustu göt- urnar í borginni? Fólkið reyni í samein- ingu að hafa hendur í hári skemmdar- varganna og láta þá borga eða vinna af sér skaðann að öðrum kosti. -KÞ Gninilega geta sumir hroint ekki hugsað sér aðnota þessi biðskýii. DV*nyndir GVA. Töluverða þoiinmœði þarf tíi að skrifa þessi nöfn öll á einu bretti. Litla hnátan, sam gægist fyrir hornið virðist hálfundrandiá öllu krotínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.