Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1982, Page 17
HORNA-
FLOKKUR
Stórstjörnur
slá saman
Það sætir tíðindum þegar stjórstjörnur á borð við
Paul McCartney og Stevie Wonder slá saman, en
nýlega kom á markað lítil plata með þcssum tveimur
risum i poppinu. Platan hefur að geyma lagið
„Ebony And lvory” cftir Paul og er það söngur gegn
kynþáttamisrétti. „Mig dauðlangaði að vinna með
einhverjum eins og Stevie Wondcr vegna þess að lag-
ið er um samlyndi hvítra og svartra,” sagði Paul.
Á B-hlið smáskifunnar er líka nýtt lag eftir Paul,
„Rainclouds” og það mun ekki verða á væntanlegri
breiðskifu hans, „Tug Of War” sem útgefin verður
innan tiðar.
Sætindi f rá
Squeeze
„Sweets From A Stranger” heltir ný breiðskifa
brezku hljómsveitarinnar Squeeze, sem gefin
verður út i næstu viku. Squeeze átti að margra áliti
eina beztu plötu stðasta árs, „East Side Story”, og
blaðamenn brezka poppblaðsins Record Mirror
töldu hana þá beztu. Lagasmlðum Squeeze, Dif-
ford og Tilbrook er einatt likt við
Lennon/McCartney og það er einmitt fyrrum sam-
starfsmaður Bftlanna, Phil McDonald, sem
stjórnaði upptökum á nýju plötunni.
Smáskífa með laginu „Black Coffee in Bed” er
kominn út en þar kemur Elvis Costello ögn við
sögu.
Lengi lifir í...
Gary Brooker, fyrrum söngvari Procul Haruni og
höfundur popplagsins sigilda „A Whiter Shade Of
Pale”, er aftur kominn fram á sjónarsviðið með
breiðskífu sem hann hefur unnið ásamt nokkrum
heimsfrægum félögum sínum, þeirra á meðal Phil
Collins, George Harrison og Eric Clapton. Platan
hefur fengið mjög góða dóma.
Um langt árabfí hefur brezka
hljómsveftín Japan sent frá sér stór-
merkílega tónlist án þess eð mergir
hefí veftt því eftirtekt. Hljómsveitin
hefur sumsó leikið fyrir daufum eyr-
um iengstaf, en upp 6 síðestið hefur
orðið stórbreyting á; ellt í einu er
I Japan orðin vinsœll Síðeste breið-
\skrfan „Tin Drum" fókk hlýjar
j viðtökur og mikfð umtal, smóskrfan
Imeð laginu „Ghosts" er meðal
íþeirra vinsælustu og komin upp við
\topp brezkaiistans.
Ætla mætti auðvitað að hljómsveitarmenn
Itækju þessari breytingu með miklum fögnuði,
|(eflaust gleðjast þeir i hjarta sínu), skipulegðu
lhljómleikaferðir og sinntu öðru vinsældarbrölti
Iminnugir gamla orðtaksins að hamra skuli járnið
lmeðan það er heitt. En bfðum við. Nei, þeir létu
ClASH
nýjabrciðswtu
Jæja, þá eru strákarnir i Clash altur komnir á
vestrænar slóðir og með nýja brciðskilu undir armin-
um. Platan var tekin upp i Astraliu þar sem hljóm
sveitarmenn hafa alið manninn mestan hluta velrar
en þegar síðast fréttist var afkvæmið óskirt. Hins
vegar er komin úl smáskifa með laginu „Know Vour
Rights” og er lagið sagt dæmigert Clash-lag.
Hljómsvcitin hcfur siðustu vikur verið á hljóm-
leikaferðalagi i Austurlöndum fjær, eins og myndin
hér til hliðar ber með sér. Hún er tekin í japönsku
borginni Kyoto og sýnir þá Mick Jones og .loc
Strumnter fitla við sérkennilegan gosbrunn.
Clash byrjar nitján daga hljómleikaferð um Bret-
land á mánudaginn kemur.
á sér skiljast að hljómsveitin væri hætt um
stundarsakir að minnsta kosti. David Sylvian
leiðtogi Japan segist ekki vita hversu lengi þessi
skilnaður liðsmanna hljómsveitarinnar muni
vara, en telur ekki ósennilegt að líða muni þrír
eða fjórir mánuðir þar til Japan komi saman á
nýjan leik. En hvað gerðist? Hvers vegna siglir
nýfræg hljómsveit uppá sker loksins þegar heim-
urinn er tilbúinn að hlusta?
Svörin viö þessum spurningum eru eflaust
margvísleg. Japan samanstendur af fjórum ung-
um mönnum, sem allir eiga sín áhugamál fyrir
utan hljómsveitina, — og þeim fannst nú kom-
inn rétti tíminn til að sinna þeim, hversu kjána-
lega sem þetta kann nú aö hljóma.
Steve Karn er niðursokkinn í höggmyndagerð,
Steve Jansen er gripinn skyndilegum áhuga á
ljósmyndun, og Richard Barbieri e; heltekinn af
undrum tækninnar einkum tveimevsnúaað hljóð-
upptöku. Sjálfur höfuðsmaðurinn, David Sylvi-
an, hefur i ýmsu að sýsla. Hann gómaði gamlan
félaga sinn, Riuichi Sakamoto (liðsmann Yellow
Magic Orchestra) nýlega og þeir skunduöu inn í
stúdíó til hljóðritunar á tveimur lögum. Þeir
hafa áður unnið saman því Sakamoto liðsinnti
Sylvian á plötunni, „Gentlenen Take Pola-
roids”. Með þeim í stúdíóinu var iíka Steve Jan-
sen, bróðir Sylvian og liðsmaður Japan, — og
þykir ekki ósennilegt að þetta óformlega tríó láti
eitthvað meira frá sér fara en eina smáskífu.
Sylvian hefur einnig verið að bauka með Richard
Barbieri við skoðun á tækniundrunum, þeir hafa
verið að taka upp „instrumental” tónlist sem
áformað er að komi út á tveimur eða þremur
breiðskifum.
Þeirri hugmynd hefur líka verið fleygt að
hijómsveitin standi fyrir einhverskonar listsýn-
ingu þar sem boðið verður upp á höggmyndir
Steve Karns, ljósmyndir Steve Jansens, og
„instrumental” tónlist þeirra David Sylvians og
Richard Barbieris. Ekki er ljóst hvort af þessu
verður, en augljóst að liðsmenn Japan eru fjöl-
hæfir mjög og geta látið að sér kveða á fleiri en
einu listasviði.
-Gsal
Útsetningar á dægurlögum hafa i
seinni tið fengiö æ meira gildi, þó
laglinan skipti að sönnu miklu máli
er umbúnaðurinn ekki siður mikil-
vægur. I Bretlandi er áberandi hvað
mörg dægurlaganna eru snilldar-
lega vei úr garði gerð. Einn eftir-
sóttasti útsetjarinn er Trevor Horn
liðsmaður Buggies. Hann hefur
stjórnað upptökum á lögum Dollar,
ABC og nú siðast Altered Image og
Spandau Bailet. Er ekki kominn
timi til að íslandsrokkarar gefi
útsetningum meiri gaum en hingað
til?
Gamlar stjörnur
Piltarnir i Heaven 17 sem standa aö haki B.E.E. 4
hafa aö undanförnu verið að vinna meö nokkrum
glcymdum poppstjörnum og hefur vcriö gefin út breiðskifa
sem heitir „Music of Quality And Distinction”.
Meöal gömlu stjarnanna sem þar koma fram er Sandie Shaw; búió er
að skjóta undir hana skóm, en hún var frægust fyrir þaó að spranga
um berfætt syngjandi „Puppet On A String” fyrir flmmtán árum.
Aörir sem fram koma á plötunni eru Hank Marvin, Paul Jones, Gary
Glitter og Bernie Nolan.
Einhver efnilegasta popphljómsveit sem komið hefur fram á sjónarsvióiö undan-
farin misseri er ótvírætt brezka hljómsveitin Haircut 100. Nú hyggjast strákarnir
nýklipptu feta í fótspor gömlu Monkees og gera sjónvarpsþætti. Aö því er Nick
Hcyward foringi hljómsveitarinnar scgir veröa þættirnir byggöir upp á svipaðan
hátt og þættir Apakattanna, blandað verður saman tónlist og grini, en sjálfur ætlar
Nick að semja handrit aö þáttunum. — Fyrsta breiðskifa Haircut 100, Pelican
West hefur fengið einkar góöar móttökur og ný smáskífa er komin út með laginu
„Fantastic Day” af stóru plötunni.
NYIR APAKETTIR?