Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAl 1982.
3
Þegar viö heimsóttum þau voru
einmitt aö koma berjavísar á vínvið-
inn. „Ég átti satt aö segja ekki von á
því fyrr en næsta sumar. Nú á eftir aö
koma í ljós hvort berin ná aö
þroskast,” sagöi Hjalti.
I garöinum er svo lítil grasflöt og
tvær steinhæðir mynda fallegt horn
utan um hana. Þar eru ræktaöar
margar sjaldgæfar plöntur. Þar er
sviö Svövu. „Eg hef langmest gaman
af steinhæðarplöntunum. Hjalti er hins
vegar meira fyrir dalíumar. Viö
skiptum þessu svona á milli okkar,”
sagöi Svava. Hjalti bætti því við að
hann væri líka ákaflega spenntur fyrir
vínviðnum og melónunni.
Hafa gert attt sjálf
Þau Hjalti og Svava keyptu sér húsið
á Sogaveginum árið 1968. Þá stóöu
nokkur tré i útjaðri lóöarinnar en aö
ööru leyti var enginn gróöur. Fyrsta
árið fór aö mestu í aö skipuleggja garð-
inn. Síðan hafa þau aö eigin sögn verið
smátt og smátt aö bæta plöntum í
safniö og eru sifellt aö snyrta til og
laga.
„ Viö vöknum oft þetta fimm og sex á
morgnana til þess aö fara út og gá aö
því hvernig plöntunum hefur reitt af
yfir nóttina,” sagði Svava. „Þegar viö
vorum að búa garðinn til fórum viö
líka fyrir allar aldir á morgnana út i
Hafnarfjaröarhraun til þess aö ná í
steina ísteinhæöirnar.”
Þau bættu því viö aö alla steinana og
aöra aðdrætti á garöinn heföu þau
keyrt á litlum Volkswagen því annar
bílakostur var ekki fyrir hendi.
,Mest munaöi um það þegar ég girti
garðinn,” sagði Hjalti. „Það var ekki
fyrr en hér myndaðist skjól aö al-
mennilega fór að spretta. Skjól er
alger undirstaöa.” Umhverfis garðinn
er há giröing ýmist steypt eöa úr
timbri. Hún er alveg þétt þannig að
gott skjól myndast.
1 þessu góða skjóli hafa þau getað
leyft sér ýmislegt sem aörir geta ekki.
TU dæmis hafa þau veriö meö rósir
undir húsveggnum sem ár eftir ár hafa
verið varðar kuldanum meö striga. Nú
eru þau hins vegar hætt því og rósirnar
dafna ekki síður fyrir þaö, eru jafnvel
ennþá fallegri.
Vorboöinn í garöinum blómstraði ainn þó kalt væri. Falleg
blá b/ómin skáru sig úr grámanum í kring.
LAWN-BOY
GARÐSLÁTTUVÉLIN
Það er leikur einn að Rafeindakveikja. sem
slá með LAWN-BOY tryggir örugga gang-
garðsláttuvélinni, setningu.
enda hefur allt verið Grassafnari, svo ekki
gert til að auðvelda þarf að^raka.
þér verkið. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi-
gengísvél, tryggir lág-
marks viðhald.
Hljóðlát.
Slær út fyrir kanta og
alveg upp aö veggjum
Auðveld hæöarstilling
Ryðfrí.
Fyrirferðalítil, létt og
meðfærileg.
VELDU GARÐSLÁTTUVÉL, SEM GERIR MEIR
EN AÐ DUGA.
h PÓR”
SÍIVll 815QQ-ÁRMIJLA11
800 á einum degi
Þegar við litum inn til Svövu og
Hjalta var leiöindaveður. Þetta var í
aprillok og gekk á með éljum. Gróöur
úti við var því lítið farinn aö koma til.
Ein steinhæöarplantan hennar Svövu
var þó í fullum blóma. I gróöurhúsinu
blómstraði yndisleg rós og í sólstofunni
voru mörg blóm blómstrandi. Epla-
tréö, sem þau hafa tínt sér af epli
undanfarin sumur, var að fella blómin
og búa sig undir eplin. „Þiö ættuö
heldur aö koma hingað í sumar þegar
allt er í blóma,” sagöi Svava.
Hún er ekki óvön því að margir komi
aö skoöa garðinn. Hún og Hjalti eru í
Garðyrkjufélagi Islands. Það félag fer
fram á það viö suma af félags-
mönnum sínum á hverju ári aö hafa
garða sína opna til sýnis. Garður
þeirra Hjalta og Svövu var sýndur í
fyrra. „Það komu 800 manns fyrsta
daginn. Og lengi á eftir var fólk aö
koma og hringja í hópum,” sagöi
Svava. „Mér finnst þetta gott. Fólk
sem hefur gaman af því aö horfa á
falleg blóm, þó þaö sé ekki garðyrkjú-
fólk, er góöir gestir. Aö skoöa þaö sem
aörir eru aö gera getur líka komið fólki
af stað og aukið hjá því kjarkinn til aö
reyna. Þá er mikiö fengið.”
, Auðvitað fer mikill tími í þetta,”
segja þau hjónin aöspurð. „En það er
góður tími. Garöyrkja er eitt þaö bezta
tómstundastarf sem hægt er aö hafa.”
-DS.
SMÁAUGLÝSING
ERENGIN
SMÁ-
AUGLÝSING
—
SLÁTTUVÉLAR
Nú er rétti tíminn cið huga
að sláttuvélakaupum.
Stiga sláttuvélar eru
sœnsk gœðavara
á góðu verði.
Akurvík
Akureyri
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
V