Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1982, Blaðsíða 4
„.Ég er rétt- borinn hon- ungur írans: DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR15. MAI1982, g;»sjg§ illil ííSSiÍísgí am siIIPi mmm IÉSéIII ■ y’ •: Á sendinni strönd vestur viö A tlantsála situr kóngsefnið og hugieiðir valdatöku sína iíran. Ætta mér að frelsa þýóðina \ undan ohi hterha sem fyrst ” „Eg legg allt í sölurnar svo ég fái snúið aftur tii mins fööurlands og geti komið þar á viðunandi stjómarfarí. Þjóðin krefst þess af mér. Eg er rétt- borinn konungur hennar.” Hrökkiast úr landi Þetta eru orð Shah Reza annars sonar Pahlavi fyrrverandi keisara í Iran, sem hann lætur hafa eftir sér i nýlegu blaðaviðtali í Sunday Mail. Um tveggja ára skeiö, eða allt frá því hann hrökklaðist úr landi ásamt móður sinni, föður og systrum, hefur Reza undirbúiö valdatöku sína í Iran. Hann er í stööugu sambandi við hundruð aðila í heimalandi sinu sem eru þeirrar skoðunar, ásamt honum, að framtíðarstjómarfar Irans skuli verða eitthvað í Ukingu við þaö sem þekkist i Englandi og Skandinaviu, með konunglegu ívafi. Sjálfur telur hann sig eiga ótvírætt tilkall til krúnunnar í Iran. En völd hans þar yrðu aldrei tU jafns við ítök þau er faöir hans haföi i þjóðinni fyrir valda- töku Khomeinis. Hann segir: „Eg er hvorki vinstri- né hægrimaður og kann ekki að meta þær aldargömlu f orsendur sem þær stefnur gefa sér. Að minu mati em þær löngu úreltar. Eg vil horfa fram á við. Eg tek mið af því sem verður en ekki þvi sem var. Nýtt blað verður brotiö í sögu Irans ef ég kemst til valda og sú þróun sem þar yrði hrundið af stað myndi enga hUöstæðu eiga í fortíð landsins. ” Drengurinn er íbygginn á svip og talar sem skólaður stjórnmálamaður þó hann sé ekki nema rétt rúmlega tvítuguraðaldri. í guHhúðuðum ramma A borði fyrir aftan stólinn sem hann situr í má sjá ljósmynd af föður hans i sérlega fallegum gullhúöuðum ramma. En tengsl Reza við fjölskyidu sina og f ortíöina og allt það er hún bar i skautisérem harla litiL Hann býr einn í rúmgóöri ibúð í út- borg höfuðborgar Marocco, Rabat. Móðir hans Farah, ásamt þremur systmm hans búa í Williamstown í Massachusetts-fylki í Bandarikjunum. Og frænka hans, tvíburasystir föður hans, er lézt í útlegö fyrir tæpum tveimur árum, býr í New York. Að vísu talar fjölskyldan reglulega saman i síma, en Reza ákvað það með sjálfum sér aé bezt væri að hann væri sem sjálfstæöastur. Byggi einn án tillits til fjölskyldu sinnar sem hvort éð Væfi gerði litiö annaö en að minna hann á liðna og óþægilega tíma. Einu mennimir sem hann umgengst reglulega eru ráðg jafar hans, sem allir eru þaulmenntaöir á sviðum þjóðfélags-, stjórnmála- og hagfræöa. Þeir em honum innan handar á þeim fjöimörgu leynifundum er Reza heldur alLa jafna með ýmsum irönskum em- bættismönnum sem eru á hans bandi. Endurreisn írans Hann telur að endurreisn Irans mundi aldrei takast ef tekiö yrði upp svipaö konungveldi og tiðkaðist á valdaárum föður hans og haföi raunar viðgengist alla tíð frá þvi þjóðin var stofnuð: ,Aöstæður allar i landinu hafa breytzt svogifurlega á siðustu ámmaö stjómarfarið verður að breytast með. Völd konungsins era þar innifalin. Samt sem áður held ég aö Irönum sé nauðsynlegt að geta sameinazt um einn þjóðarleiötoga. Þar í landi búa það mörg ólik þjóðarbrot að einhver sáttasemjari verður að koma til svo friður megi haldast. Slíkt verður starf konungsins aö vera. Ef þjóðin getur sameinazt um einn konung og komið verður á stjóm lýöræðislega kosinna manna, þá held ég að st jórnarfarinu í Iran sé borgið. Lýðríéðið er nefnilega ekki orðið tómt. Ef það er virt ættu allar ákvaröanir stjómkerfisins að endur- spegia vilja meirihluta þjóöarinnar. Ef konungur hefði hinsvegar öll völd í sín- um höndum miöaö við þaö ástand sem ríkir nú í Iran þá væri þess ekki langt að bíða að borgarastríð brytist út. Vald konungsins er nefnilega ekki einhlitt. Ef hann hefur ekki ráðgjafa í kringum sig, lýðræðislega kjöma, geta hann alitaf hent mistök.” Óraunhæfír draumórar unglingsl Hugmyndir Reza um stjómun lands- ins hafa eins og að likum lætur borizt klerkastéttinni í Teheran til eyma. Hefur hún lítið látið uppi um álit sitt á þeim. Telursjálfsagt aðumóraunhæfa draumóra unglings sé að ræða! „Ef áframhald verður á valdníöslu þessara manna i Iran, aukast stöðugt líkumar á þvi aö til borgarastyrjaldar dragi,” er andsvar Reza. „Það er öllum kunnugt að mikill minnihluti landsmanna er hlynntur klerkastétt- innL Meirihlutinn er henni andhverfur og nægir þar að nefna ýmsa þjóðflokka og trúarhópa, svo ekki sé minnzt á alla sósialistana. Þeir gætu hæglega farið með sigur af hólmi eins og er ef til styr jaldar dregur í landinu á næstunni. Og ef þeir komast tii valda er annaö ólíklegt en þjóðin verði háö duttlung- um ráðamanna í Moskvu um ókomna framtíð. Þaö er engin lausn á vanda þjóðarinnar.” Tilkalliö tH krúnunnar — Það var i Kaíró i október árið átta- tiu, þegar Reza var á tvítugasta aldursári, að hann lýsti þvi opinber- lega yfir að honum bæri skylda til að leiða þjóö sina undan ánauð klerka- stéttarinnar. Tilkali hans til krúnunn- ar benti ótvírætt í þá átt. Reza hefur raunar alla sina tíð miðað líf sitt við það að taka við völd- um i landinu. Hann hefur jafnan talizt góður námsmaður og hæfileikamaður á mörgum sviðum. Stundað íþróttir reglulega og áhugi hans á flugi er orð- lagöur. Hann tók sólópróf aðeins þrettán ára gamall og á nitjánda ári var hann þegar orðinn fullgildur her- flugmaöur í Bugher landsins. Hann lagði sig í líma við aö læra allt það er gæti komið honum að notum við stjórnunlandsins. En allt kom fyrir ekki. Valdataka Khomeinis setti strik í reikninginn, eins og mönnum ætti aö vera ljóst. En drengurinn lætur ekki deigan siga þó slikar mótbámr líti dagsins ljós. Leiðtogaembættið er ennþá hans leiðarljós og allt hans líf miöast að þvi að taka við völdum í Iran i komandi framtið. Einfakog fébreyttHf „Eg lifi annars ósköp einföldu og fábreyttu lífi,” segir hann. „Þegar færi gefst til frístunda gef ég mig jafn- an á tal við þann fjölda Irana sem hrngað koma leynt eða ljóst til að heim- sækja mig. Þeir hvetja mig til dáða og það er mér mikil lyfting. Eg hef líka mikla ánægju af því að geta veriö svona í nánu sambandi viö þjóð mína. Þjóðin hefur verið hneppt í fjötra, sem veröur erfitt aö leysa, þó svo að lýðræðislega kjörinni stjóm verði komið á. Þjóðinni og öllu því er lýtur aö störfum hennar hefur lika hrakað iskyggilega á valdatíma klerkanna. Utlitiö er orðið svart. I augum ianda minna er það til að mynda orðinn ósjálfsagður munaður aö njóta menntunar og menningar, hvað þá lög- gæzlu og reglu. Frelsið er svo að sjálf- sögöu hugtak sem þessir klerkar þekkjaekkitil!” Læztekki sjáfortíöina Reza er lítiö gefinn fyrir það að spjalla um liðna tíð. Þau ár sem faöir hans rikti yfir Irönsku þjóðinni og þá daga er honum og hans fjölskyldu var gert að yfirgefa landið með smán og óvirðingu. Hann læzt ekki sjá for- tíðina, heldursegir: „Við verðum að horfa á það sem er að gerast nú í dag. Iranska þjóðin hefur aldrei mátt þola eins mikla smán og niðurlægingu ogeftir að kierkastéttin komst til valda.”En þó Reza líti littumöxl þykist hann þó vita að einn sannleikur felist í fortíð- inni: „Þaö sýnir sig að þjóðinni er bezt borgiö með konung aö leiötoga, en sá konungur verður lika að vera í nán- um samskiptum viö fólkiö í landinu. Vita vilja þess og langanir.” Frá konungaspjalli er talinu snúiö að ríkidæmi. Auöi sem er byggður á vinnu Iranska fólksins. „Eg get eflaust ekki talizt til fátæklinga,” segir hann, bætir við jafnharöan: ,,En samt sem áöur er ég langt frá þvi að vera jafnauðugur og af er látið. Ríkidæmi fjölskyldu minnar hefur verið stórlega ýkt og em þær ýkjur í engu samræmi við sannleikann. Viö höfum það náttúr- lega gott fjárhagslega en heldur ekk- ertmeira.” Aðhugleiða kvonfangsht Þetta unga kóngsefni, sem sennilega verður aö teljast meö eftirsóttari piparsveinum heims, hlýtur hvað sem öðra líður að vera farinn aö hugleiða kvonfangsitt: „Jú, lítillega hef ég gert það,” játar hann með bros á vör: „Erfingi krúnunnar verður einhver að vera — og það er vist bara ein leið til þess að svo geti orðiö,” og nú breiðist glott yfir annars alvömþrungið andlit kappans. , ,Enn sem komið er finn ég samt litla löngun til að festa ráð mitt en ég býst við að fjölskylda min krefjist þess af mér að bráðlega verði af brullaupi. ” Hefur drengurinn uppi einhver ákveðin plön i þeim efnum? , Jlver veit? Annars ræöst það af svo mörgu. Skyndilega verð ég sennilega ástfangin af einhverri konu. Nú, ef það verður ekki gagnkvæmt, þá er að leita segir Shah Reza II sonur Reza Pahlavi fyrrvor- andi írans. heisara betur. Þetta er nefnilega ekki eitthvað sem menn ákveða einir meö sjálfum sér.” Égertrúaður maður og hvergi smeykur Og hvaö ber framtíðin í skauti sér. Shah Reza annar, óttast hana gkkert? ,,Eg geri mér vissulega grein fyrir þeirri hættu sem valdatöku í Iran er samfara en ég er hvergi smeykur. Skylda min er að taka völdin í þessu landi — og frekar dey ég heldur en að sniðganga hana. Eg er trúaður maður og það mjög og þar eð ég veit að ég er á réttri braut og breytni mín er rétt, þá á mér að vera borgið.” Og hver er sú rétta breytni? , ,Hún er að konungdæmið verði Irans vegna, en ekki öfugt. Eg vona það staöfastlega aö Iranska þjóðin geri sér grein fyrir þvi að það er eina leiðin út úr þeim ógöngumsem hún hefurrataö í á stjómartíma Khomeinis. Eg mun gera það sem ég veit aö þjóðin ætlast til af mér: Spoma við fæti og leiöa hana inn á réttar brautir! ” þýtt/-SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.