Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJDDAGDR1. JtlNl 1982.
frjúlst, áhúð daghlað
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Heigason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverð á mánuði 120 kr. Verö í lausasölu 9 kr. Helgarbiaö 11 kr.
Að hafa vit fyrír öðrum
Mikið geta landsmenn verið þakklátir forsjóninni fyrir
þá gæfu að gefa okkur algóðan fjármálaráðherra. Af ein-
skærri umhyggju fyrir velferð æskunnar og sennilega
þjóðarinnar allrar tók hann þá ákvörðun fyrir helgi að
loka áfengisverzluninni á föstudaginn. Þetta mun hafa
verið gert vegna tilmæla æskulýðsráðs og áfengisvama-
ráðs, sem eru opinberar nefndir, og hafa það verkefni
að bera ábyrgð á okkur hinum. Þær eru samviska þjóðar-
innar, þegar kemur að freistingunum, og þegar slíkar
nefndir leggja saman meö góðum og sannkristnum
ráðherranum, þá verður þjóðin auðvitað að þakka fyrir
sig. Það er munur aö hafa einhvem sem getur haft vit
fyrir manni.
Það hefur verið þannig með þennan almenning, að
hann er að drekka brennivín á ólíklegustu tímum, jafnvel
virka daga. Sumir hafa þann ósið að drekka rauðvín með
steikinni, og svo eru aðrir, sem sækja veitingahús, þegar
vel liggur á þeim. Þessu verður að afstýra. Fjármálaráð-
herra getur ekki liðiö óbreyttum almúganum að fá sér í
staupinu, án þess aö fyrir liggi tilskilin leyfi. Hvers vegna
ekki að setja reglugerð um drykkjusiði, úthluta leyfum
samkvæmt kvótakerfi — eða punktakerfi? Það má gefa
punkta um fleira en lóðaumsóknir. Áfengisvarnaráð gæti
þá veriö umsagnaraðili, hversu margar flöskur hver og
einn fengi, enda virðist fjármálaráðherra bera fullt
trausttilráðsins.
Best væri kannske að banna alla áfengissölu í landinu,
þá væri áfengisbölinu afstýrt í eitt skipti fyrir öll, og við
þyrftum ekki að haf a frekari áhygg jur af æskunni.
Þannig getur fjármálaráðherra tryggt sér sess í Is-
landssögunni, lokað ríkinu og losað þjóðina við
drykkjuskap og ölæði með einni fréttatilkynningu.
Þá geta þeir hjá SÁÁ, AA, stórstúkunum og bindindis-
félögum ökumanna lokað hjá sér á stundinni — drykkju-
vandamálið yrði úr sögunni.
Skrítið að mönnum skyldi ekki hafa dottið þetta fyrr í
hug.
Einhverjir munu hafa verið að halda upp á stúdents-
próf, aðrir áttu afmæli og enn aörir tóku upp á að gifta sig
um helgina. Til stóð að skála í kampavíni eða bjóða upp á
borðvín með veizlumatnum. Allt var þetta ákveðið án
þess að láta ráðherrann vita, og er auðvitað meiriháttar
frekja. Menn verða að skilja, að það er f jármálaráðherra
í þessu landi, sem veit miklu betur en skynlaus almúginn,
hvenær á að bjóða upp á drykk og hvenær ekki. Það nær
ekki nokkurri átt að eiga afmæli án tilskilins leyfis úr
ráðuneytinu.
Það er blátt áfram hneykslanlegt, hvemig fólk brást
við göfugmennsku fjármálaráðherra. Kristleifur bóndi í
Húsafelli hefur upplýst þjóðina umað einn af hverjum
hundi að hafi hlýtt kalli ráðherrans og verið allsgáður í
skóginum. Hinir skelltu skolleyrum og hafa greinilega
orðið sér úti um vín með öðmm hætti en í ríkinu. Það mál
verður sérstaklega að rannsaka. Áfengisvarnaráð og
f jármálaráðherra er ekki kunnugt um, hvemig vín kemst
í hendur manna eftir öðrum leiðum.
Já, unglingar í Húsafellsskógi virtu tilkynningu ráð-
herrans að vettugi. Þar að auki hefur það frést að tapp-
ar hafi verið dregnir úr flöskum í stúdentaveislum og það
sást til manna staupa sig í húsasundum. Jafnvel veitinga-
húsin sýndu þá óskammfeilni að hafa opið um helgina.
Hvers á ráðherrannn að gjalda? Hvað er fólk eiginlega
að hugsa. Vita Islendingar ekki, að það er hann og hann
einn, sem á að hafa vit fyrir þjóðinni? ebs
Nú er vor í íslenskum stjórnmálum
og þótt frambjóðendur finni aöeins
arfa í garöi andstæðingsins og kær-
leiksblómin eigi ef til vill erfitt
uppdráttar þessa dagana, þá er bjart
yfir öllum herbúðum, því að alUr eru
ákveðnir í að sigra og gera það sjálf-
sagt, þótt það kunni að dragast eitt-
hvað hjá einstaka fólki.
Baráttumálin eru að venju fjöl-
mörg og misjafnlega þörf eins og
gengur, en þau sem hæst ber, eru að
mínu viti tvö. Annars vegar er það
fækkun borgarfulltrúa og hins vegar
fjölgun hunda. Skiptast menn aö von-
um í marga flokka í afstööu til svo
veigamikdla mála, sumir vilja leyfa
hundahald, aðrir banna það, enn aör-
ir vilja hvorugt eins og gengur. Eins
er þessu farið varðandi borgarfuU-
trúana, en enn sem komiö er hefur
engum dottið í hug aö berjast fyrir
því í fullri alvöru að banna hvort
tveggja, sem gæti þó verið nógu
skemmtilegt, þótt deUa megi um
skynsemisUkrar baráttu.
Það sem setur öðru fremur hlýleg-
an og viröulegan blæ á kosningabar-
áttuna eru hinar mörgu skemmtanir
sem flokkar standa fyrir, þar sem
boðiö er upp á kaffisopa á meöan
frambjóðendur eru í fótboltaleik og
tíu þúsund fjölskyldur horfa á aUa
þessa ágætu menn elta einn bolta-
ræfil og klappa þeim lof í lófa ef þeim
tekst að koma við tuðruna, en þeim
sem stunda feUspörkin er vorkennt
svo mikið að annað eins þekkist
varla meðal siðmenntaöra þjóöa.
Við Islendingar eigum sjálfsagt
met í útifundum og gönguferðum, ef
miðað er við veðurfar og þótt ég sæki
hvorki sUka fundi né fái mér göngu-
túra í rigningu eða frosti, finnst mér
sjáifsagt aö vera á móti sUkum uppá-
komum. Þó finnst mér það setja
skemmtilegan svip á miðbæinn þeg-
ar frambjóðendur halda ræöu uppi á
svölum og Reykvíkingar hópast á
Lækjartorg tU að hlusta á boöskap-
inn. Skemmtilegast finnst mér þó að
hugsa tU þess, aö ef þetta fólk viU
berja fulltrúa sína augum verður það
að horfa upp tU þeirra, að ef þetta fólk
gamalgróinni hefð mun aUt að því
bannaö að horfa upp til manna sem
kjömir eru til trúnaðarstarfa hjá röci
eða borg og raunar taliö sjálfsagt að
gera hiögagnstæða.
Það sem mér virðist helst há flokk-
um nú til dags i kosningabaráttu er
skortur á málgögnum og o- það afar
bagalegt fyrir þá, að sjálfsögðu, en
það kemur mér einnig mjög iUa, því
aö þótt ég sé að hamra þetta á ritvél-
ina mina löngu fyrir kosningar, veit
Náttúruvemd
á krossgotum
Nú að undanfömu hafa birst í DV
greinar um landvemd og fram-
kvæmdhennar.
Eflaust má lengi deUa um þaö
hvort feröafélögin voru náttúru-
vemd á friðlýstu svæðum lyftistöng
eða dragbítur í árdögum Náttúm-
vemdarráös. Hvemig staöan væri í
dag, ef F.I. hefði ekki notið við getum
við ekki sagt um, en skUningsleysi
stjórnvalda var mikið á þessum ár-
um og lítið hef ur það brey st.
Hvernig sem á málin er litiö þá
blasir sú staðreynd við að á mörgum
þessara staða er í óefni komið.
Ástandi sumra svæöanna hefur farið
stööugt hrakandi á undanfömum ár-
um. Mætti þar nefna Landmanna-
laugar og Herðubreiðarlindir. Þarna
hefur margt hjálpast að og ekki hægt
að kenna einum né neinum þar um.
Þó hlýtur ábyrgð Náttúravemdar-
ráðs og F.I. að vera mikil. Oneitan-
lega hljóta þær spurningar að vakna
hvort F.I. og Náttúravemdarráð hafi
valdið hlutverki sínu og hvort rétt sé
af Náttúruvemdarráði að fela ferða-
félögunum að annast og reka þessi
svæði.
Hvað sem öllu líður þá er einhvers
staöar pottur brotinn og sá vandi
sem steðjar aö þessum svæðum
krefst úrbóta og það strax.
Erindi Tryggva
Tryggvi Jakobsson fór í erindi fyr-
ir skömmu stórum orðum um ástand
mála á friðlýstum svæðum og máli
sínu til stuðnings nefndi hann nokkur
dæmi. Enn hefur enginn orðið til að
hrekja þær staðreyndir!
Niðurstööur Tryggva voru svipað-
ar og í skýrslu umhverfisnefndar
Ferðamálaráðs 1977 sem Árni
Reynisson og Jón E. Isdal rituðu,
nema nú er ástandið enn verra.
Um þessi mál fjallaði erindi
Tryggva og taldi hann að þeir sem
hefðu haft umsjón með þessum svæð-
um þ.e. F.I. hefðu ekki staðiö sig í.
stykkinu og ætti því að reyna nýjar
leiðir og benti á Náttúravemdarráð
sem þann aðila sem ætti að annast
þessi mál að öllu leyti.
Kjarni málsins
Þetta taldi ég vera kjamann í máli
T.J. en ekki þann kjama sem Þór-
unn Lárusdóttir fann í grein sinni
þann 18. maí sl. en þar segir hún:
„Kannski eram við þar meö komin
að kjama málsins, það er nefnilega
ekki landverndin, sem er aöalatriðið
þó það sé notaö sem átylla til að ráð-
ast á ferðafélögin, þaö er nefnilega
svo ljótt að vera á móti náttúru-
vemd, heldur eru það launakröfurn-
ar.” (leturbr.R.A.).
Erindi T.J. á ráöstefnunni kom
launamálum ekkert við. Þar var ver-
ið að fjalla um það viðkvæma mál
sem er ástand friðlýstra svæða og
ráðaleysi hlutaðeigandi aðila. Um
skoðanir Tryggva á F.I. fjölyrði ég
ekki að öðru leyti.
Enn hélt Þórunn áfram og þá hurfu
aðalatriðin algerlega: „Það sem er
undirrótin að öllu þessu brölti í
Tryggva Jakobssyni og fullyrðingar
hans um að ríkið eigi að sjá um allt
eftirlit á f jölsóttum ferðamannastöð-
Þaö má með sanni segja að úrslit
síðustu bæjar- og sveitarstjómar-
kosninga hafi verið sameiginlegt
skipbrot Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags. Miðað viö alþingiskosn-
ingarnar 1978, þá hafa þessir flokkar
tapað í Reykjavík einni um tíu
þúsund atkvæöum og um sjö þúsund
atkvæðum ef miðað er við borgar-
stjórnarkosningarnar sama ár.
Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar,
þrátt fyrir mikinn innbyrðis klofn-
ing, vinnur svo stórsigur á þeirri
stundu, þegar stefnir í stórátök
launafólks við atvinnurekenda-
valdið. Út um heim berast fregnir af
hægri sveiflu á Islandi. Hvað veldur
og — hvað er til ráða fyrir vinstri
menn?
Orsakir ósigra
Þaö verður sjálfsagt lengi deilt um
orsakirnar fyrir þessum ósigrum.
Hvaö Alþýðubandalagiö áhrærir, þá
hefur forysta í borgarstjórn Reykja-
víkur, aðild aö ríkisstjórn og leiðandi
hlutverk í stærstu samtökum launa-
fólks, orðið einhverjum áfellisdómur
yfir Alþýðubandalaginu. Fyrir
verkalýðsflokk er aðild að rikisstjórn
ávallt umdeild á tímum, þegar
þrengir að. Þá má vera að almennt
flokksstarf hafi setið á hakanum um
of vegna anna forastusveitar
flokksins. Loks má fullyrða að
kvennaframboðin, einkum í Reykja-
vík, hafi sótt hlutfallslega mest fylgi
til fyrri kjósenda Alþýðubanda-
lagsins og það er vissulega nokkuö
hlálegt, að þær fjórar konur sem
komust að á 'cvennalistunum, uröu
til þess aö fella aðrar konur, bæði í
Reykjavík og á Akureyri.
Hvað Alþýðuflokkinn áhrærir, þá
er hann kominn í sömu lægðina og
hann var í á áranum upp úr 1970,
þegar minnstu munaöi að flokkurinn
Reynir Ingibjartsson
þurrkaöist út af Alþingi. Þá hrundi
flokkurinn eftir langvarandi sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn og
undanfarið hefur fólk ekki séð
mikinn mun á Alþýðuflokknum og
stjómarandstöðuarmi Sjálfstæðis-
flokksins. Tilhneigingar Alþýðu-
flokksforastunnar í gegnum árin, að
ná til sín hlaupafylgi milli Sjálf-
stæöisflokks og Alþýðuflokks hafa
smám saman verið að grafa Alþýðu-
flokknum þá gröf, sem verður
kannski hans, endanlega. Þá er
Alþýðuflokkurinn málgagnslaus og
f járvana og flokksmenn orðnir lang-
þreyttir á því að draga upp veskin
fyrir flokkinn.
Eiga Aiþýðufíokkur og
AiþýOubandaiag samleið?
Ef skoöuð eru úrslit alþingis- og
sveitarstjómarkosninga sl. 40 ár
hefur ótrúlega lítil röskun orðið á
fylgi flokkanna. Fylgi sveiflast frá
einum kosningum til annarra, en
sækir svo í gamla farið. Tilraunir til
að mynda öflugan flokk á vinstri
va»ng til mótvægis við Sjálfstæöis-
flokkinn hafa ávallt mistekist. Þar
veldur ekki minnstu rótgróin tor-
tryggni og ágreiningur milli Alþýðu-
flokksmanna og Alþýöubandalags-
manna. Fyrir bragðið hefur
samstarfið í verkalýöshreyfingunni
veriö lengst af brösótt og ekki hefur
þaö gengið betur, þegar þessir
flokkar hafa veriö saman i ríkis-
stjórn. Að sjálfsögöu hefur málefna-
ágreiningur oft rist djúp, en flokks-
menn hafa lika stundum verið fund-
vísari á ágreiningsmálin en þau sem
sameinuðu, en að sjálfsögðu hljóta
flokkar sem kenna sig við alþýðu,
jafnaðarstefnu og sósíalisma að eiga
margt sameiginlegt. Af ágreinings-
málum hefur djúpstæður
ágreiningur í utanríkismálum
kannski vegið þyngst.
Ágreiningsefnin
Byltingin í Rússlandi klauf Alþýðu-
flokkinn íslenska eins og svo rnarga
aðra jafnaðarmannaflokka á þriöja
tug þessarar aldar. Næst varð það
svo heimskreppan og hin haröa
stéttabarátta semklauf Alþýðuflokk-
inn í tvennt. Inngangan í NATO og
koma bandaríska hersins átti svo
sinn þátt í því aö fylla mælinn í þriöja
sinn hjá vinstri armi Alþýðu-
flokksins og vafalaust hefur land-
helgissamningurinn alræmdi viö
Breta og álsamningurinn á
viðreisnaráratugnum, átt sinn þátt í
tapi Alþýðuflokksins 1971. Það má
því segja aö afstaöa til Sovétríkj-
anna, NATO, bandaríska hersins,
auöhringa og stóriðju hafi orðið