Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGDR1. JUNI1982. 13 Arfi og kærleiksblóm ég að þessi grein kemur ekki til með að birtast f yrr en að kosningunum af afstöðnum, þvi að eins og menn hafa séð hefur kjallarameisturunum fjölgað talsvert að undanfömu. Og þegar búið er aö fylla húsið af kjöll- urum er ekkert rúm f yrir háaloft. En ég tek þessu með svipuðu jafn- aðargeði og einn frændi minn, sem sagði, þegar barnið henti speglinum í gólfiö hjó honum: Þetta gerir ekkert til. Hann bara sprakk. Og þegar barnið henti þessum sama spegli í annaö sinn í gólfið og braut hann, sagði gamli maðurinn: Þetta gerir ekkert til. Hann var sprunginn. Og nú eru kosningamar afstaðnar og heyra til liðinni tíð, rétt eins og vísan sem ort var þegar D listinn hlaut meirihluta i skoðanakönnun blaðsins fyrir skömmu. Skoöanakannanir sýna og sanna, á sálinni hafa margir beðið tjón. Nú halda ýmsfr ihaldsmanna að eftir kosningar heiti Sigurjón, - Jón. En þótt þannig sé komið fyrir kosn- ingum og vísu á nýr meirihluti fram- tíðina fyrir sér og þó að menn séu ekki sammála um ágæti hans skiptir það ekki nokkm máli úr því sem komið er. Ef ég hins vegar á aö hafa skoöun á málinu, virðist mér, fljótt á litiö, munurinn á nýja meirihlutan- um og þeim gamla svipaöur og sá sem er á Atlantshafinu og Kyrrahaf- inu, en vafalaust hef ég rangt fyrir mér í því sem öðru er viðkemur póli- tík. En það sem mér fannst einkum gleðilegt viö þessar kosningar var sigur kvenmannanna, því að ég var farinn að halda að þær ætluðu að láta við þann sigur einan sitja að hafa komið okkur körlunum í uppþvottinn. Með sama áframhaldi verðum við farnir að staga í sokkana þeirra að vori. Kveðja Ben. Ax. Benedikt Axelsson c um er að þá telur hann að minni fyrirstaða verði fyrir hann og hans líka að fá kröfum sínum framgengt. ” Hverjar voru kröfurnar? Þar sem Þórunn víkur að kröfum Tryggva og hans líka, og þá hlýtur hún að eiga viö Landvarðafélag Is- lands, þ.ájn. mig sem félaga í því og einn af þeim sem setti þessar kröfur fram, þá finnst mér rétt að upplýsa almenning um þessar kröfur. Aðalkrafan var sú að landverðir fengju 1 frídag í viku eins og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (Stj.tíð. A nr. 46/1980) kveða á um. Þetta var líka svo til eina atriðið sem breytist í samningn- um. Þaö er ótrúlegt en satt aö land- verðir þurftu að standa í nærri þriggja mánaða samningaþófi til þess að lög landsins næðu yfir þá. Þann 8. mars sl. gekk í gildi reglu- gerð um starfsmannabústaöi og von- andi þurfa landverðir ekki að setja þá kröfu á oddinn að hún gildi yfir þá bústaði sem þeir búa í en þeir, marg- ir hverjir, uppfylla engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til slíkra hí- býla. Það hlýtur að teljast lágmarks- krafa að lög landsins séu virt og von- andi sér enginn ofs jónum yf ir því. En um þetta snýst ekki málið, heldur framkvæmd náttúruvemdar- laganna, hlutverk Náttúruverndar- ráðs og hvort það ætlar að standa undir því sem á það er lagt eöa öllu heldur hvort stjórnvöld ætla ein- hvem tímann að veita nægilegu fjár- magni til þess, svo það geti risið und- ir nafni og sinnt þessum málaflokki m.t.t. breyttra tima og aukinna krafna. Þáttur F.í. Sú spuming hlýtur að vakna hvort F.I. eigi að annast rekstur á þessum útivistarsvæðum fyrir Náttúm- vemdarráð og Skógrækt ríkisins sér- staklega ef haft er í huga að F.I. þarf að greiða með þessum svæðum eins og Þórunn lætur liggja að í grein sinni. Varla getur almenningsfélag haft fjármagn til að annast og reka útivistarsvæði, fyrir landsmenn, sem ekki stendur undir sér. Það hlýt- ur því að vera krafa að ríkið og Náttúruverndarráð fyrir hönd þess hætti að varpa þessari byrði yfir á ferðafélögin. Sjáffboðaíiðar, störf /andvarða Það má vera aö svo sé komið fyrir mörgum að þeir skilji ekki aö til sé fólk, sem vill sinna sínum hugðarefn- um án þess að fá greitt fyrir. Hvers vegna í ósköpunum hefur F.I. þá ekki ráðið sjálfboðaliöa í vinnu í 2—4 mán. á ári í stað þess að ráða vanþakkláta landverði/hús- verði? Hversvegna hefur F.I. ekki ráðið fólk í sjálfboðaliðavinnu við að „þrífa kamra og klósett og hreinsa msl og annan úrgang”? Það er ég viss um að Þómnn Lárusdóttir veit að störf landvarða Kjallarinn Reynir Amgrímsson era ekki eingöngu í því fólgin að skúra kamra og tína rusl. En einmitt sú afstaða að líta á landverði sem eingöngu kamarhreinsara og msla- karla virðist ríkjandi innan F.I. en á sér varla hljómgrunn annarstaðar. I löndum eins og Bandaríkjunum og Skotlandi er nú megináhersla lögð á fræðslu og upplýsingahlutverk land- varða. Þar hefur sýnt sig að aukinn skilningur á náttúrunni hefur leitt til betri umgengni, og ekki veitir af að Islendingar jafiit sem útlendingar fari að ganga betur um landið. Von- andi á þessi fræðsla eftir að aukast hér á landi. I þessu sambandi mætti minna Þórunni á erindi Sigrúnar Helgadóttur á títt nefndri ráðstefnu og þaö sem hún kallaöi „vítahring landvarða”. En Sigrún er liklega sú manneskja íslensk sem hvað mest hefur kynnt sér landvörslu hér og er- lendis. Gaman væri að heyra hennar álit á stööu landvörslu hér á landi. Þó svo að verið sé að ræða um það að Náttúmvemdarráð sjái um rekst- ur friðlýstra svæða og taki þar við af F.I. er alls ekki verið að amast við sjálfboöavinnu og það er ég viss um að öllum þeim sem hönd vilja leggja á plóginn verður það velkomið áfram. Verkefnum mun ekkert fækka og sjálfsagt mun Náttúm- vemdarráö eftir sem áður hafa sam- starf við almenningsfélög um ýmsar framkvæmdir. Slíkt ætti ekki að þurfa að breytast þó þaö taki við rekstri þeirra svæða sem þeim var falin umsjón með. Hafa skalþað sem sannara reynist Þórunn vék að því í grein sinni að Tryggvi hefði verið form. Land- varðafélags Islands og er það rétt og gengdi hann þeim störfum með mik- illi prýði. Þar sem við Þómnn viljum bæði hafa það sem sannara reynist þá leiðréttist það hér með að Tryggvi hafi ekki náð kosningu. Það rétta er að Tryggvi gaf ekki kost á sér sem formanni í félaginu, hins vegar var hann kosinn í stjóm félagsins sem síðan skiptir með sér verkum. Að lokum I þessu greinarkorni hef ég ekki reynt að móta nýja ferðamálastefnu né hef á takteinum ákveðna lausn í sjónmáli á þeim vanda sem steðjar að mörgum útilífssvæðum á hálend- inu. Þó tel ég rétt að Náttúm- vemdarráð sjái alfarið um rekstur þessara svasða, því aldrei hefur gef- ist vel að hafa marga kónga i litlu ríki. Það teldist eflaust stórt skref í rétta átt ef Náttúravemdarráð fengi einhvem tímann þá fjármuni sem það þarf til að sinna verkefnum sin- um og vonandi verður það fyrr en seinna því verkefnin hrúgast upp. Um Island fara æ fleiri ferðamenn. Þeir vilja ekki sjá útsparkað, illa farið og sundurtætt land. Þeir ferð- ast um landið landsins vegna og því verðum við að vernda það og um- gangast með virðingu. Til þess að fólk skilji hvers vegna staðir eru vemdaðir og hversu nærri þeim má ganga verður að fræða það. Það sem er einna brýnast í þessum efnum er aö fræða ferðamenn um landið, þá skapast virðing fyrir því, sem leiöir til bættrar umgengni. Ferðamenn gera líka ákveðnar kröfur til áningarstaða s.s. tjald- stæða. Þeir eru ekki komnir langar leiðir til aö gista á illa búnum og illa fömum tjaldstæðum þar sem varla er lágmarks þjónustu að finna. Þessa þjónustu verðum við að veita hvort sem okkur líkar betur eða verr eða hætta þessu öðrum kosti. Reynir Amgrímsson landvörður. Sameining Alþýðuflokks og Alþýdubandalags undirrót að ágreiningi um ýmis inn- lend mál, ekki sist kjaramálin. En ágreiningur snýst oft ekki síður um menn en málefni og hægfara menn í Alþýöuflokki hafa sjálfsagt ekki getað hugsað sér að lúta ráðum afburðaforustumanna sósíalista eins og Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Lúðvíks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar eða öfugt. Staðan ídag Á ámnum 1974—78 varð nokkur uppstokkun í Alþýðuflokknum eftir hina stóra ósigra 1971 og 1974 og talað var um nýjan flokk á gömlum grunni. Bjöm Jónsson, þáverandi forseti ASI gekk þá til liðs við Alþýðuflokkinn og hafði án efa veru- leg áhrif á stefnumörkun flokksins. En Björn Jónsson var kallaður burt úr stjómmáiunum á örlagaríkum tímamótum, þegar A-flokkarnir höföu unnið sína stærstu kosninga- sigra í kosningunum 1978. Hinir nýju menn Alþýöuflokksins vom metnaðarfullir, en reynslulausir og furðu gleymnir á gömul skipbrot eða drógu aí þeim rangar ályktanir. Það dugöi skammt að heyja baráttuna í umræðum utan dagskrár á Alþingi eða á síöum Dagblaösins, þegar áf ram hallaöi undan fæti í verkalýðs- hreyfingunni og sáralítil ítök vom í öðrum fjöldahreyfingum svo sem samvinnuhreyfingunni. I dag stendur Alþýðuflokkurinn kannski veikar en nokkm sinni f yrr. En Alþýöubandalagið þarf líka að huga að sér. Sjálfsagt hafa einhverjir þar vonað að Sjálfstæöis- flokkurinn færi brátt að liðast endan- lega í sundur. Ekki er útlit á því og þar mun ný kynslóð brátt taka við allri f orustu. Eftir uppflosnun vinstri stjómarinnar var Alþýðuflokks- mönnum í verkalýðshreyfingunni ýtt út i kuldann. Þaö kann að hefna sin. Samtök launafólks eiga við mikinn skipulagsvanda að glíma í dag og kannski liöast þau i sundur, ef ekki verður tekið á þeim málum sem fyrst, en því miður hefur öllu þar verið slegið á frest lengi. Konur em að risa upp og missa trú á baráttu í flokkunum, og þar ganga margir fyrrum liðsmenn Alþýðubanda- lagsins fremstir. Málstaður náttúru- verndar á undir högg að sækja í Alþýðubandalaginu vegna átakanna um Blönduvirkjun. Ungt fólk úr verkalýðsstétt eða námsfólk finnur sér ekki vettvang í flokknum eins og fyrmm. En Alþýðubandalagið á vissulega vaska sveit yngra fólks, sem hefur tekið við fomstunni siöustu árin og f arnast vel í störfum. Hvers vegna ekki sam- eining Alþýðubandalags og Alþýðufíokks? Hér hefur verið rakin að nokkru raunasaga vinstri manna undan- fama áratugi og kreppuganga Alþýðuflokksins, sem er nú lang- minnstur bræðraflokkanna á Norðurlöndum. Raunar líta kratar á Norðurlöndum á Alþýðubandalagiö sem miklu meiri krataflokk en Alþýðuflokkinn og segir það nokkra sögu. Sjálfstæðisflokkurinn er nýbúinn að vinna stórsigur í kosning- um og víða má greina aukna hægri- hyggju í þjóðfélaginu. Þessi öfl eru að ná yfirburðaaðstöðu í allri fjöl- miðlun með útvatnaða lágmenningu og neysluhyggju að vopni. Hvers vegna snúa þeir sem kenna sig við jafnaðarmennsku, sósíalisma, félags- hyggju og samvinnu ekki bökum saman og verjast þessari lúmsku leiftursókn? Eg fæ ekki annað séð en nú sé litlu að tapa og flest að vinna. Markmiðin gætu svo litið þannig út: Sameina kraftana í stétta- félögunum og sjá til þéss aö pólitisk samtök launafólks ráði þessu þjóð- félagi. Hefja rækilega umfjöllun og umræðu í stéttarfélögunum um skipulag og starfshætti í samtökum launafólks. Stórauka áhrif launafólks á stjómun og starfshætti þeirra fyrir- tækja og stofnana sem það starfar hjá, hvort sem um er að ræða einka- rekstur, ríkisrekstur eða samvinnu- rekstur. Styðja markvisst að auknum atvinnurekstri á félagslegum grund- velli þar sem eignaðaraðilar eru samvinnufélög, ríki, sveitarfélög, viðkomandi starfsfólk og stéttar- félög. Móta atvinnustefnu sem þjónar landinu öllu, en stjórnast ekki af landshluta- og héraðaríg. Framfylgja gjörbreyttri húsnæðis- stefnu með stórauknu framboði á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga og/eða samvinnufélaga, þar sem leigutakar em félagsmenn. Aflétta vinnuálagi og breyta vinnu- mynstrinu í þjoðfélaginu , svo jafn- rétti skapist milli kynja á vinnu- markaöi, heimilum og í félags- og tómstundalífi. Setja skýr markmiö um aukinn hlut kvenna á Alþingi, í sveita- stjórnum, í stjómum stéttarfélaga, samvinnufélaga og fl. fél. frá ári til árs, þar til jafnræði ríkir. Standa vörð um gróskumikið lista- og menningarlíf sem eitt mesta sér- einkenni íslensks þjóðfélags og berjast gegn erlendri lágmenningu ogsölurusli. Berjast gegn gengdarlausu auglýsingaskrumi m.a. meö banni eða takmörkunum á auglýsingum í sjónvarpi, ekki síst vegna áhrifa auglýsinga á böm. Móta nýja fjölmiðlunarstefnu sem tryggi sem mest skoöanaskipti, umræðu og upplýsingamiðlun í þjóð- félaginu m.a. með útgáfu dagblaða sem ekki eru algerlega háð fjár- magnseigendum og auglýsendum. Ná því marki á þessum áratug aö 1% af þjóðartekjum renni til aðstoðar í þróunarríkjunum. Gera Island að fomsturíki í baráttu fyrir friði og gegn kjarn- orkuvopnum og herstöðvum á erlendri grundu. Vera stjórnmálaafl sem styður þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu gagnvart hinum sterkari. Svo mörg eru þau orð og lengi má tína til. Eflaust stendur ýmislegt þessu líkt í stefnuskrám Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks og sagt er stundum, að vel megi víxla flestu í stefnuskrám Ookkanna án þess aö nokkur taki eftir þvi. Því miður sannast oft á þeim líka, að því fleiri orð, því marklausari. Hvað skal svo barnið heita er stundum spurt? Undirritaður væri mjög sáttur við það að Alþýðuflokkur legði til meira af umbúðunum, en Alþýðubanda- lagið meira af innihaldinu. I upphafi var líka stofnaður Alþýðuflokkur. Svo kom stórt stökk út úr Alþýöuflokknum með stofnun Kommúnistaflokksins. Aftur var stigið skref til baka með Sam- einingarflokki alþýðu, Sósíalista- flokknum, svo kom Alþýðubanda- lagið og því þá ekki enda í Alþýðu- flokknum? Kannski byrjar svo annarhringur? Reynir Ingibjartsson skrlfstofumaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.