Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Qupperneq 18
18
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJLIDAGDR1. JDNl 1982.
Menning Menning Menning Menning
Skagfiróingaslagur
Tónleikar Skagfirsku Söngsveitarinnar í Austur-
bœjarbíói.
Stjórnandi : Snœbjörg Snæbjamardóttir.
Undirleikar: Ólafur Vignir Albertsson.
Einsöngvar: Steinn Erlingsson, Snorri Þórðar-
son, Einar Lúthersson, Hlff Kóradóttir og Sverrir
Guðmundsson.
Á efnísskrá: Verk eftir: Jón Björnsson, Eyþór
Stefánsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson,
Inga T. Lórusson, Pól ísólfsson, Schrader, Hall,
Lehar, Rossini, Verdi, Romberg og Höndel.
Skagfirska Söngsveitin er aö líkind-
um landsins stærsti og virkasti
átthagakór og um leiö einn landsins
hressasti hreppakór. Fyrir mörgum
átthagakómum hefur þaö átt að liggja
aö koöna niöur þegar frumherjarnir
týndu tölunni eöa löggiltust sem
gamalmenni, eöa þá aö stjórnandinn,
sem allt dreif af staö í byrjun nennti
ekki meir.
Óljós sýslumörk
En Sunnanskagfiröingar virðast
kunna ýmis ráö til aö viðhalda æsku-
f jöri söngsveitar sinnar. Meðal annars
hika þeir ekki viö aö færa sýslumörkin
suöur og austur undir Eyjafjöll til aö
viðhalda góöum stofni og hver veit
nema að þeir lumi á öörum og djarf-
tækari ráöum. — en hausatala kórs
segir litiö um músíkalska afuröasemi
hans og til umsjónar þeirri hliöinni
nýtur Skagfirska Söngsveitin tveggja
dugandi starfskrafta, þeirra Snæ-
bjargar, stjómanda og Ölafs Vignis,
píanóleikara. Frá upphafi hefur Skag-
firska Söngsveitin borið gæfu til að
nýta sér frábæran stuðning Olafs
Vignis. Á meöan flestir aörir kórar
hafá stílað meir og meir á söng án
undirleiks, meö afar misjöfnum
árangri, hefur Skagfirska Söngsveitin
ríghaldiö í stuðning slaghörpunnar.
Verður aö segjast aö þar virðist afar
skynsamlega að ráði fariö, því að fyrir
vikiö getur sveitin sungið fullum hálsi
án þess aö kviöa því svo mjög að fara
útaf, eöa hríðfalla í tónhæö.
Hæpið aðláta
menn þjófstarta
I rööum söngs veitarlima eru margir,
sem stunda söngnám og þjálfun utan
þess ramma sem kórstarfiö sjálft býöur
upp á. Og duglegir áhugamenn njóta
þeirra forréttinda aö fá að syngja ein-
söng með kómum. En í vali einsöngs-
verkefiia var tiðum skotiö yfir markiö.
Áhugamanni með laglega rödd, sem
HVER ER----
■SAMLEGASTA
IFESnNGDtH
DAu u
Verðtryggö spariskírteini ríkissjóðs eru tvímæla-
laust ein arðbærasta og öruggasta fjárfestingin,
sem völ er á í dag. Athygli er vakin á eftirfarandi
atriðum:
Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstím-
ann.
Skírteini í 1. flokki 1982 verða innleysanleg að
þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1985. Á bindi-
tíma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini
með skömmum fyrirvara á hinum almenna
markaði.
Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar-
og áhyggjuminni en fjárfesting í fasteign og skilar
auk þess öruggum arði.
Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt
kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta-
og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum
utan atvinnurekstrar.
Full verðtrygging. Háir vextir og umfram
allt örugg fjárfesting.
Kynnið ykkur bætt kjör á verðtryggðum
spariskírteinum ríkissjóðs og gerið saman-
burð við aðra ávöxtunarmöguleika.
Útboðslýsingar liggja frammi hjá sölu-
aðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og
nokkrir verðbréfasalar.
v;
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
£
w
fí
m
Tónlist
Eyjólfur Melsted
tekur sæmilega tilsögn er enginn greiöi
geröur meö því að láta hann syngja
sóló, sem hann tæpast ræður viö, á tón-
leikum. I þrengri hóp má hafa af slíku
skemmtan, en verður aö teljast þjóf-
start sé þaö gert á opinberum tónleik-
um. Eini einsöngvarinn sem hafði sitt
nokkum veginn á þurm var Hlif Kára-
dóttir, en frammistaða hinna ein-
söngvaranna var því miöur ekki í fullu
samræmi viö ágætan þátt kórsins, sem
hékk þar að auki löngum aögeröariaus
á meðan sólistar buldu sínar aríur.
En hvaö sem einstökum þáttum liður
— þá er alltaf viss stíll á söng Skag-
firsku Söngsveitarinnar og ýmsar hefö-
ir í heiöri hafðar. Skín viö sólu.... skal
ætíö vera upphafssöngur og viöstaddir
standa á fætur. Osjálfrátt kemur
manni í hug, hvort þetta sé ekki púra
lókalpatríótísk tilgerö, en vitanlega er
þetta sama fólkiö sem stendur upp
heima í stofu þegar „Lansólansinn’
(eins og Oli Maggadon kallaöi þjóð-
sönginn) er Ieikinn í dagskrárlok á
sunnudegi og stillir sig um aö slökkva
strax. Og fyrir fólki, sem ber virðingu
fyrir músík á aö hrópa húrra.
EM.
Útíagmr aftír Einar Jónsmon. Unnið
á érunum 1898 tíl 1900.
Listasafn
Einars
Jónssonar
Frá og með 1. júni verður Listasafn
Einars Jónssonar við Njarðargötu opið
alla daga vikunnar, nema mánudaga,
frá kl. 13.30 til 16.00. Aö vonum hefur
ávallt veriö töluverð aðsókn aö safninu
enda var Einar Jónsson einn fremsti
og virtasti listamaður sem Island
hefur alið. Einar fæddist áriö 1874 og
andaðist 1954.
Eins og kunnugt er var heimili
Einars Jónssonar og önnu konu hans á
efstu hæö safnsins og er þaö opið
almenningi til sýnis yfir sumarmánuö-
ina á sama tima og safnið.
• Núverandi forstööumaður lista-
safnsins er Olafur Kvaran.