Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Síða 36
/
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Ástarævintýri lögreglukonu og
fanga, sem brotizt hafa út úr fang-
elsinu, hefur heldur betur vakið at-
hygli á Englandi. Lögreglukonan,
Julie Elwess, segir að fjölskyldan
hafi snúið við sér bakinu, fanginn,
Mike McGreavy, situr nú aftur bak
við Iás og slá en hann á eftir að af-
plána þriggja ára fangelsisdóm.
Hann var einmitt að aka lögreglu-
konunni Julie til vinnu sinnar er
hann var handtekinn. Sjálf varð
Julie að láta af störfum í lögreglunni
og var hún einnig dæmd í 200 punda
sekt.
Julie var nýskilin við eiginmann
Ástir
Julie ásamt eiginmanninum lan: „Hann var svo leiðinlegur".
Catherine Hicks
— Það leið ekki á löngu þar til við
urðum ástfangin, Mike vissi svo
sannarlega hvemig hann átti að fara
að mér.
Julie, sem nú er atvinnulaus, fékk
bankalán upp á 3.250 pund til að
kaupa Daimler handa Mike sem
dýrkar Iiraöskreiða bíla. Þau notuöu
bilinn í helgarferðir um Yorkshire,
borðuðu þar á fínustu veitingahúsum
og voru bæði sólgin í kampavín.
Hataði lögreg/una
— Eg keypti falleg föt á Mike og
kynnti hann svo fyrir starfsbræðrum
mínum í lögreglunni, segir Julie. —
Hann skemmti sér konunglega því
hann hatar lögregluna. Hann er jafn-
vel stoltur af að hata hana. Og rúsín-
an í pylsuendanum var auövitað að
eiga mig, lögregluþjón, aðástmey.
Þremur vikum áður en Mike var
handtekinn á ný sá lögregluþjónn
hann aka um í Sheffield.
— Hann spýtti í og ég flýtti mér aö
fela mig í aftursætinu, segir Julie. —
Eg var viss um að nú myndum við
nást og þetta var ofsalega spenn-
andL Við hafðum alltaf gert ráð fyrir
aö Mike yrði gómaður á endanum og
höfðum talað um að hann gæfi sig
sjálfur f ram við lögregluna. En hann
var sem sagt gripinn áður en úr því
yröi.
Nú er Mike McGreavy í Preston
fangelsinu og skrifar Julie sinni
reglulega.
— Biddu bara þangað til við höf-
um krækt okkur í Rolls, skrifar hann
í einu bréfanna. — Þá fær pakkið
fyrst eitthvað til aö tala um.
Julie segir að þau ætli að giftast
strax og hann sleppur út.
— Hann elskar mig eins og ég er
og ég er viss um að honum tekst að
halda sér réttu megin við lögin eftir
að viö erum gift, segir hún. — Hann
hefur lofað að fá sér vinnu sem bif-
vélavirki og endurgreiða mér allt
þaö sem ég hef keypt handa honum.
Eg trúi því statt og stöðugt að hann
muni halda það loforð sitt.
sinn, Ian, er hún hitti Mike. Segist
hún hafa skilið viö Ian af því að hann
varsvo leiðinlegur.
— Eftir að ég skildi bjó ég hjá vin-
um mínum sem þekktu Mike, segir
hún. — Og þegar hann slapp út úr
fangelsinu á bíl eiginkonu fangelsis-
stjórans fékk hann aö fela sig hjá
þessum vinum mínum.
Mike McGreavy: Vissulega meira
spennandi.
Fynrmynam: marilyn Monroe
er eins
undra-
fögur og MaiHvn
Allir voru sammála um fegurð henn-
ar, sumir dýrkuðu hana sem gyðju.
Hún var skærasta stjaman i Hollywood
á sjötta áratugnum en svipti sig lífi 36
ára gömul. Það var áríð 1962 og síöan
hefur verið reynt að finna ótal eftirlík-
ingar af henni. Og einstaka stúlku hef-
ur tekizt að skapa sér nokkum frama
út á þaö að líkjast henni. En samt er
það samdóma álit aðdáenda hennar að
engin þeirra sé eins undrafögur og fyr-
irmyndin: Marilyn Monroe.
Og hér gefur að líta þær stúlkur sem
helzt hafa unnið sig áfram með því að
likjast Marilyn: Catherine Hicks:
Henni hefur gengið bezt allra eftirlík-
inga af Marilyn. Hún hefur leikið í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og
fékk meira aö segja Emmy-verðlaunin
fyrir að leika Marilyn í sjónvarpi. Hún
er 29 ára gömul.
— Eg var uppgötvuð fyrir tilviljun,
segir hún. — Og ég get ekki annað sagt
en að þaö hefur orðið mér til heilla að
líkjast Marilyn.
Sharon Duvall: Hún er orðin 22 ára
og frá Kanada. Hún kemur oft fram í
sjónvarpsþáttum og þar sem hún hefur
góða rödd hefur hún sérhæft sig í
söngvum sem Marilyn söng, eins og
My Heart Belongs to Daddy og Dia-
monds Are a Girl’s Best Friend. Hún
hefur sungið þessi lög inn á breiöskífu í
heimalandi sínu.
Linda Kerridge: Þegar Marilyn lézt
árið 1962 var Linda 7 ára gömul og
gekk til tannréttingalæknis í heima-
landi sínu, Ástralíu. 16 árum síðar lék
hún Marilyn í kvikmyndinni Star og er
nú eftirsótt fyrirsæta.
Constance Froslund: Hún er sviðsleik-
kona á Broadway og hefur notið góðs
af því að líkjast Marilyn. Hana hefur
lengi langað til að leika sjálfa stjöm-
una og nú virðist sá draumur vera að
rætast. Sjónvarpsstöð nokkur í Banda-
ríkjunum undirbýr nú þætti um
Marilyn og hefur boðið Constance titil-
hlutverkið.
Constance Frosiund
Linda Kerridge
lögreghikonunnar
Connie Francis: Astfangin é ný.
Ævisaga kvikmynduð
að læknisráði
Ástin er undarlegur leikur hét lag
sem bandariska söngkonan Connie
Francis gerði frægt á sjöunda ára-
tugnum. Og það hefur sannazt á
söngkonunni sjálfri sem nú er orðin
43 ára. Fyrsti eiginmaður hennar
var hárgreiðslumeistari og entist
það hjónaband í 9 mánuöi. Næsta
hjónaband dugði enn síður, hún
giftist leikara og hélt það hjónaband
út í 3 mánuöi. Og þriðja hjónabandið
fór í hundana eftir að Connie var
nauðgað á hóteli í New York.
— Þetta var algjör martröð, segir
söngkonan. — Ég var svo miður mín
að næstu árin eyddi ég meiri tíma
hjá sálfræðingnum mínum en með
manninum minum. Og ég skil raunar
aö hann gat ekki þolað þetta til
lengdar.
Connie segist enn ekki búin að ná
sér eftir atburö þennan en fullyrðir
að nú hafi hún fundið hina einu sönnu
ást með lögfræðingnum Lee Bailey.
— Eg vil gera allt til að geta Ufaö
eðUlegu lífi, segir hún. — Og þess
vegna hef ég nú hlítt ráði læknisins
míns og er að undirbúa kvUtmyndun
á ævisögu minni. Ég ætla sjálf að
skrifa handrítið að henni og leika
aðalhlutverkið. Það var erfitt fyrir
mig aö taka þessa ákvörðun en
kannski verð ég einmitt að lifa þetta
allt saman upp á nýtt til aö geta hafiö
nýtt lif.
Og auðvitaö vonast Connie h'ka til
þess að myndin geti hjálpaö konum
sem orðið hafá fýrir svipuðu áfalh og
hún.