Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1982, Side 40
ÁTTA ÁRA DRENGIR KVEIKTU í FRIÐUÐU HÚSIÁ FLATEYRI — glöggt stóð með björgun piltanna og húsið brann til ösku Þrír drengir í kringum átta ára gamlir kveiktu í gömlu liúsi á Fiat- eyri í fyrrakvöld meö þeim afleiöing- um aö húsiö fuöraði upp á tíu minút- um og er nú lítið eftir nema askan. Um var aö ræöa gamalt verzlunar- hús, í eigu Kaupfélags önfiröinga, sem búiö var aö friðlýsa og flytja á sérstakan staö þar sem til stóö aö gera þaö upp. Hús þetta var orðið Vinstri meirihluti á Akureyri myndaður — meðþátttöku Framsóknar, Alþýðubanda- lagsogKvenna- framboðsins Framsóknarflokkur, Alþýöubanda- lag og Kvennaframboöiö hafa myndað meirihluta í bæjarstjóm á Akureyri. Tókst samkomulag á milli flokkanna aöfaranótt síöastliðins sunnudags eftir löng og ströng fundahöld. Samkomu- lagiö var svo formlega staðfest á sunnudagskvöld. Samkvæmt því verður Helgi M. Bergsendu1 ráöinn bæjarstjóri á Akur- eyri næsta kjörtímabil á bæjar- stjómarfundi í dag en hann hefur gegnt því embætti síðan 1. september 1976. Þaö var Framsóknarflokkurinn sem lagöi áherzlu á endurráðningu Helga. Á móti mun Kvennaframboöiö fá forseta bæjarstjórnar úr sínum röö- um. Að líkindum veröur Valgerður Bjamadóttir kosin í þaö embætti. Al- þýöubandalagið mun meöal annars fá formennsku í bygginganefnd í sinn hlut. Um margt fleira var samið sem gert verður opinbert á bæjarstjómar- fundinumídag. Margir heimildarmenn DV voru þeirrar skoðunar aö í meirihlutasam- þykktinni sé ekki tekin afstaða til hugsanlegrar stóriöju við Eyjafjörö, sem var eitt helzta bitbeiniö í samninga viöræöunum. Upphaflega var Alþýöuflokkurinn meö í viðræðunum um myndun áöur- nefnds meirihluta. Freyr Ofeigsson bæjarfulltrúi Alþýöuflokks lagöi samningsdrögin fyrir fund í fulltrúa- ráði flokksins á laugardag. Þar vora þau feildmeð átján atkvæðum gegn tveimur. Eftir það bauö Sjálfstæöis- flokkurinn Alþýðubandalagi og Al- þýðuflokki til viöræöna um meirihluta- myndun. Meö þaö tilboð í bakhöndinni hélt Alþýðubandalagiö áfram viöræö- um á laugardagskvöldið um þá meiri- hlutamyndun sem úr varö. Á meðan á þeim fundi stóö létu Framsóknarmenn þau boö út ganga aö þeir væru tilbúnir til að slíta viðræðum ef Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur væru reiðu- búnir til viðræðna um meirihluta- myndun og þá með Helga M. Bergs sem bæjarstjóra. Tilboðinu mun hafa verið svarað á þá leið að grundvöllur væri til viðræðna en án skilyrða. Það mun síðan hafa orðið til þess aö Fram- sóknarmenn þoröu ekki að slíta yfir- standandi viðræðum af ótta við hugsanlega meirihlutamyndun Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks. GS/Akureyri. yfir 100 ára gamalt og var upphaf- lega í eigu danskra kaupmanna áður en kaupfélagiö eignaðist það. Ekki mátti miklu muna aö illa færi fyrir piltunum sem kveiktu í. Mikill reykur kom strax upp innandyra og gekk þeim illa að sjá til þess að komast út. Einn þeirra komst þó á brott hjálparlaust en vegfarandi sem leið átti hjá gat bjargaö þeim sem eftir vora inni og sluppu þeir alveg við brana og önnur meiðsl. Húsiö brann eins og fyrr segir til ösku á tíu mínútum og gat enginn rönd viö reist enda timbriö oröiö gamalt og þurrt og þar með tilvalinn eldiviður. önfirðingum er sennilega mikil eftirsjá í þessari gömlu byggingu því nú er aðeins eitt hús komlð vel tll ára sinna eins og sjá má. Um hrið stóð trésmíðaverkstæð- inu sem þarna sést á bak við nokkur hætta af eldinum en engar skemmdir urðu þó þar. eftir til minja um verzlun á Flateyri ásíðustuöld. -JB verði gefinn kostur á eins árs námi er ljúki með prófi og fái þá um leið starfs- heitið aðstoðarhjúkranarfræðingur. „Viö lögðum á þaö áherzlu að sett yrði nefnd á laggirnar til að endur- skoða reglugerðina um S júkraliðaskól- ann og á hún að ljúka störfum 1. nóvember næstkomandi. ” — Hvenær gætu þessi námskeið og framhaldsmenntun hafizt? „Það gæti orðiö um eöa eftir næstu áramót.” — Kæmi slík framhaldsmenntun ekki til með aö hækka laun ykkar? ,,Um það verður tekin ákvörðun þegar námiö er komið á,” sagði Sigríður Kristinsdóttir. -KÞ SjúkraUðar kynna sér samnlnglnn í húsakynnum BSRB i gær. A innfeUdu myndlnni er Einar Olafsson, formaður Starfsmannafélags rikisstofnana í ræðustóU. DV-myndGVA Sjúkraliðarsömdu: TMenntunarákvæðið gæti komið til framkvæmda strax um næstu áramót’ segir Sigríður Krisf insdóttir „Viö erum ekki ánægð meö þá launa- flokkahækkun, sem við fengum, hins vegar teljum viö okkur hafa náð því er við ætluöum okkur meö bókuninni um störf, starfssvið og menntun sjúkra- liöa,” sagði Sigríður Kristinsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Islands, í samtali við DV um sérkjarasamning fjármálaráðherra og Starfsmanna- félags ríkisstofnana v/sjúkraliöa en samkomulag náðist í gær. Samkvæmt samkomulaginu hækka sjúkraliöar um einn launaflokk frá og meö 1. ágúst næstkomandi, þannig fær sjúkraliöi á fyrsta starfsári greitt eftir 9. launaflokki, sjúkraliöi á 2. til 3. starfsári eftir 10. launaflokki, á 4. til 6. starfsári eftir 11. launaflokki og eftir 6 starfsár fær hann greitt eftir 12. launa- flokki. „Þetta er einum flokki hærra en við voram með,” sagði Sigríður, „en þar við bætist að eftir 9 ára starf kemur og til hækkun um einn launaflokk og tekur sú hækkun gildi frá og með deginum í dag.” I bókuninni er kveðið á um sérmenntun sjúkraliða í formi lengri eða skemmri námskeiða. Þá verði komið upp framhaldsdeild viö Sjúkraliðaskólann þar sem sjúkralið- um með a.m.k. 3ja ára starfsreynslu TÆKNIMENN FRESTUÐU Tæknimenn útvarpsins frestuðu fyrirhugaðri vinnustöðvun sem til framkvæmda átti að koma í dag. Þeir höfðu heitið því fyrir hvítasunnu að ef þeim þætti góður vilji hjá samningsaöilum sínum að fresta vinnustöðvun á meðan á viðrasðum stæði. Á síðasta fundi fyrir hátíðar þótti þeim hljóöið í viðsemjendum nógu gott til frestunar. Aðeins hefur verið tekin ákvörðun um daginn í dag. Samningafundur er boðaður klukkan tvö og gangi hann ekki greiðlega má því eins búast við vinnustöðvun á morgun. Tæknimenn hafa enn ekki fengið greitt kaup fyrir júnímánuð eins og aðrir ríkisstarfs- menn. Er ekki búizt við að það verði greitt fyrr en samningar hafa náðst. DS frjálst, úháð dagblað _ÞRIÐJUDAGUR 1, JÚNl 1982, Hvítasunnan betri enoftáður: Lögreglan alsæl með áfengislokun áföstudag Hvítasunnuhelgin virðist hafa liðið án nokkurra teljandi óhappa. Lögreglumenn úti á landi voru á einu máli um að áfengisneyzla hefði verið með minna móti víöast hvar og var þaö einkum þakkaö fyrirvaralausri lokun á áfengisútsölum fyrir helgina. Vora þeir alsælir meö þá ráðstöfun þó óbreyttir borgarar taki væntanlega fæstir undir það. I Keflavík var lítið um að vera og tal- ið að stór hluti yngri kynslóðarinnar hefði haldið í Húsafell en þar var eini staðurinn sem unglingar söfnuöust saman á í einhverjum mæli yfir helg- ina. Sömu sögu var að segja á Akra- nesi. Þargekk helgin mjög rólega fyrir sig. Dansleikur var í Vestmannaeyjum í fyrrinótt og fór hann vel fram. Það sama má segja um flestar samkomur sem fregnir bárust af. Þannig söfnuð- ust tæplega 1000 manns saman í Félagsgarði í Kjós á miönætti í fyrra- kvöld. Einnig þar gekk allt eins og í sögu. Lögreglan í Reykjavík lét lítið yfir atburðum helgarinnar. Nokkur fjöldi ungmenna kom saman í miöbænum að- faranótt laugardags, „en þaö var betra en oft áöur,” eins og einn lög- reglumaöurinn orðaði það. Hann taldi þó áberandi mikiö hafa sézt af utan- bæjarfólki. Rólegt var nóttina eftir í miðbænum, fátt fólk á ferð. -JB BÚVÖRUR HÆKKA Á NÝ Mjólkurlítrinn kostar krónu meira í dag en hann gerði í gær. Verð.á öllum búvörum nema kartöflum hækkaði í dag í samræmi við breyttan verðlags- grundvöll. Hækkunin til bænda er 14,7%. Stærstu liðir í henni eru launa- hækkun og kostnaður vegna áburðar. Mjólkurlítrinn hækkar sem fyrr sagði um kónu, kostaði 5,65 í gær, kost- ar 6,65 í dag. Súpukjötið hækkar úr 39,80 í 46,15. Smjörið hækkar úr 57,30 krónur kílóið í 71,10. Verð á kartöflum helzt hins vegar óbreytt, 2 1/2 kg kosta 8,10krónur. DS. DagblaöiöSt Vísir Frá og með 1. júní hækkar áskriftar- verð Dagblaðsins & Vísis í kr. 120,00 á mánuöi. Verð blaðsins í lausasölu verð- ur kr. 9,00 eintakið og Helgarblaðs kr. 11,00 eintakið. Grunnverð auglýsinga verður kr. 72,00 hver dálksentimetri. LOKI Loki samfagnar nafna sínum, Ragnari Loka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.