Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982.
7
FÖSTUDAGSMYNDIN
Föstudagsmyndin að þessu sinni er af Önnu Karenu
Sverrisdóttur. Hún er 19 ára gömul og starfar í Hljómbæ.
íþróttir eru hennar helzta áhugamál. Ekki kvaðst hún
hafa gert áætlanir um framtíð sína. (DV-mynd: Friðþjófur)
Fjörug harmóníkutónlist á
Lækjartorgi í dag kl. 4
Otitónleikar veröa á Lækjartorgi standa að þessari uppákomu. Tilefniö
síödegis í dag, ef veöur leyfir. Fjöl- er landsmót harmóníkuunnenda, sem
menn hljómsveit barmóníkuleikara framferumhelgina.Nánarersagtfrá
mun skemmta vegfarendum meö þvííhelgardagbókinniídag.
fjörugri harmóníkutónlist. Tónleikamir á Lækjartorgi hefjast
Áhugamenn um harmóníkutónlist klukkansextán. -KMU.
Hjólbarðadagurinn:
3.500 bflar stöðvaðir
,,Þaö voru stöövaöar nálægt 3.500
bifreiöar, þar af um 2.300 á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, en það er 3.5
prósent af heildarbílaeign lands-
manna,” sagöi örn Guðmundsson,
skrifstofustjóri Bílgreinasam-
bandsins, í samtali við DV. I fyrradag
var svokallaður hjólbaröadagur, þar
sem bifreiðar voru stöövaöar í þeim til-
gangi að kanna ástand hjólbarða.
Þaö voru rúmlega 100 manns sem aö
könnuninni unnu, en auk Stór-Reykja-
víkursvæðisins fór könnunin fram á 15
stööum úti á landsbyggðinni.
„Tilgangurinn meö þessu er aö
skapa umræöu um hjólbarða sem
öryggisbúnað bifreiðarinnar, svo og að
kanna hvort ástand hjólbarða er eins
slæmt og okkur grunar,” sagöi örn
Guðmundsson. kþ.
VITNIÓSKAST
Ekið var á gulan fólksbíl af teg-
undinni Lada, þar sem hann stóð á
bilastæöi viö Skóverzlun Þórðar
Péturssonar í Kirkjustræti í fyrradag.
Sá sem ók á Löduna sinnti árekstrinum
i engu en hélt áfram ferö sinni. Atburö-
urinn varö milli kl. 17 og 18. Tjónvald-
urinn ók gulum fólksbíl. Þeir sem
kynnu að geta gefið upplýsingar um
atburðinn eru beönir aö hringja í síma
46387.
Aðalfundur Bí
Aðalfundur Blaðamannafélags
Islands verður haldinn laugardaginnð.
júní að Siðumúla 23 klukkan 14. Venju-
leg aðalfundarstörf. Félagar fjöl-
mennið.
iv
í tilefni 75 ára afmælis Sláturfélags Suðurlands er
félagsmönnum þess ásamt mökum hér með boðið til
eftirtalinna samkoma:
Miðvikudaginn 9. júní að Fólkvangi, Kjalarnesi
Félagsmenn S.S. í Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Borgarfjarðarsýslu
Laugardaginn 12. júní að Hvoli, Hvolsvelli
Félagsmenn S.S. í Rangárvallasýslu
Sunnudaginn 13. júní að Hótel Eddu, Klaustri
Félagsmenn S.S. í V-Skaftafellssýslu
Mánudaginn 14. júní að Flúðum, Hrunamannahreppi
Félagsmenn S.S. í Árnessýslu
Allar samkomurnar verða kl. 16:00 — 18:00
Verið velkomin