Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Södersetur tappann íflöskuna „Ef mín veröur minnzt í sögunni sem þess er setti korktappann í brennivins- flöskuna í Svíþjóð, eins og mér hefur verið lýst, þá tel ég að ég hafi gert tals- vert gott fyrir landið,” segir Karin Söder, félagsmáiaráöherra Svíþjóðar, er hún svaraði gagnrýni er hún hefur sætt fyrir ýmsar ráðstafanir sem hún vill beita til að draga úr áfengisnotkun í Svíþjóð. Gagnrýnendur hafa sumir hverjir haldið því fram að Svíþjóð sé í svo, ríkum mæli orðiö land boða og banna, ekki sízt á áfengissviðinu, að þeir séu aðeins að ýta vandamáli sínu yfir á aðrar þjóðir. Er þá höföaö til þeirrar áráttu Svía að bregða sér yfir til Danmerkur á ærlegt fyllirí og skvetta þar úr klaufunum. Hafa margir Danir haldið þvi fram að drukknir Sviar séu orönir hreinasta plága um helgar i Kaupmannahöfn og Helsingör. Wallen- berg hlýtur Frelsis- verölaun Raoul Wallenberg, sænski stjómar- erinderkinn sem bjargaði þúsundum ungverskra gyðinga frá því að hafna í útrýmingarbúðum nasista árið 1944, mun hljóta frelsisverðlaunin svo- nefndu 28. júní nk. Sjálfur verður Wallenberg þó ekki viðstaddur enda er ekki vitað hvort hann er enn á lífi. Hann var tekinn til fanga af Rússum í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Rússar halda þvi fram aö hann hafi látizt þar í fangelsi árið 1947 en fjöldi vitna hefur haldið því fram að hann hafi verið á lífi löngu eftir það í sovézkufangelsi. Fyrrum hæstaréttardómari frá Svíþjóð, Ingrid Garde Windemar, mun veita verðlaununum viðtöku. Bretar hvetja Argentínumenn til að gefast upp: „VIÐHOFUMNAÐ TAKMARKIOKKAR" —segja Argentfnumenn og telja sig hafa unnið pólitfskan sigur |)ótt þeir tapi orrustunni um Port Stanley Vamarmálaráðherra Argentínu sagði í gærkvöldi að hverjar sem lyktir ormstunnar um Port Stanley yrðu þá væri ljóst að Argentína hefði náð grundvallarmarkmiðum sinum. Hann sagði að Argentína hefði unnið pólitískan sigur og hefði aukiö á virð- ingu sina sem þjóð. Áður haf ði einn af herforingj um í Argentínuher sagt að Puerto Argen- tino (Port Stanley) væri vissulega þýðingarmesta vígi Argentínu- manna á Malvinaseyjum (Falk- landseyjum) en ekki siöasta vígL „Malvinasormstan er aðeins ormsta og það eru margar orrustur í styrjöld,” sagði hann. Argentínska herstjómin sagði að bardagar hefðu ekki verið miklir á eyjunum í gær. Enginn argentínskur hermaður hefði fallið í átökun- um. Hins vegar hefði verið haldið uppi árásum á vígi Breta á Kentfjalli sem gnæfir y fir Port Stanley. Argentínumenn segjast búast við að Bretar hefji árás sína á Port Stanley að næturlagi og biðin væri Bretum í óhag. Kuldinn léki þá grátt þar sem þeir gætu ekki skipt um gegnumblaut klæði sín og ekki eldað heitan mat. Brezkar flugvélar létu í gær þús- undum flugrita rigna yfir aðsetur ar- gentinsku hersveitanna á Falklands- eyjum. I flugritunum vom Argen- , tínumenn hvattir til aö gefast upp. Texti flugritanna var á spænsku og þar var foringi argentínska herliðs- ins hvattur til að bjarga lífi liös- manna sinna með því aö gefast upp þar sem við ofurefli væri að etja. Hvatningin var undirrituö af John Woodward, yfirmanni brezka her- iiðsins sem nú situr um Port Stanley. mmi Einnig var varpað niöur yfir Port Stanley miklum fjölda griðabréfa á ensku og spænsku þar sem argen- tinskum hermönnum er heitiö aö komast gegnum víglinu Breta og hljóta þar fæði og læknismeðferð semstríðsfangar. Brezk herþota af Vulcan gerð varð að nauðlenda í Brasilíu í gær vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld í Brasiliu segja að vélin fái aö fara úr landi eftir að hún hafi verið afvopnuð. Argentínskar heimildir segja aö vélin hafi verið fullhlaðin sprengjum á leiö til Falklandseyja. öryggisráð Sameinuöu þjóðanna mun í dag koma saman til þess að fjalla um möguleika á vopnahléi i Falklandseyjastyrjöldinni. Fullvíst þykir að Bretar muni greiða atkvæði gegn tillögu þar að lútandi. Bretar segja að vopnahlé komi því aðeins til greina að gulltryggt sé að Argentínu- menn verði á brott með herlið sitt frá eyjunum. Javler Pérez de CuéUar, framkvæmdastjórí Sameinuðu þjóðanna, og Slr Anthony Parsons, sendiherra Breta hjó Sameinuðu þjóðunum. öryggisráðið mnn enn í dag fjaúa um Falklandseyjastyrjöldina. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Brjálæðingur gekk berserksgang: Stakk fjölda barna á barnaheimili Geðveikur maður réðst inn á bama- heimili í Hong Kong í gær með rýting á lofti. Réðst hahn á bömin sem þar voru fyrir og linnti ekki látum fyrr en 34 þeirra höfðu særzt og tvö þeirra vom deyjandi. Að sögn sjónarvotta liktist barnaheimiliö sláturhúsi eftir þennan óhugnanlega atburö. Áður hafði maðurinn, sem er 29 ára gamall, myrt móður sína og systur. A leiö sinni frá barnaheimilinu stakk hann síðan sjö vegfarendur áður en lögreglunni tókst að stööva hann. Maðurinn hefur átt við langvarandi geöræn veikindi að stríða og oftast dvalið á geðveikrasjúkrahúsi frá 1976. \ IfÖ HREINLÆTISTÆKI Sænsk gæðavara á góðu vcrði. 10 litir — sendum um land allt. Grciðsluskilmálar 20% út - cftirst. allt aö 6 mán. JO MOffl hdByggingavömr hf. Reykjavíkurveg 64. Hafnarfirði, símJ5Si4ú. y/ BÆTIEFNA MOLD Mulin mold, blönduð húsdýraáburði og kalki. S)Aftb r O 1 Gl T. JÐMUNDl GÍSLASO JR N skrúðgarðyrkjumeistari Afgreiðum og ökum heim öllum pöntunum. Símar 81553 og 71386

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.