Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 4. JUNI1982. 25 íþróttir fþróttir íþróttii íþróttir EM-leikur Möltu og Islands á Sikiley: lOOfráÚtsýn hvetja landann íslenzka landsliðið án Ásgeirs og Amórs Frá Sigmundi Ó. Steinarssyni, Messina, Sikiley í morgun: Um 100 Útsýnar-farþegar sem staddir eru í Cacania á Sikiley eru væntanlegir hingað til Messina á morgun til að hvetja íslenzka lands- liðið í knattspymu í Evrópuleiknum við Möltu. Leikurinn verður um mið jan dag á laugardag á ágætum knatt- spyrauvelli í þessari kunnu hafnar- borg Sikileyjar. Reiknað er með að á- horfendur verði mest ítalir. Um átta tíma sigling er frá Möltu hingað til Messina, svo Möltubúar verða ekki margir. Þeir mega ekki leika þennan leik á heimavelli. Fengu bann vegna framkomu áhorfenda á leik í heims- meistarakeppninni í f yrra. Islenzki landsliðshópurinn kom hingað um eitt-leytið í nótt eftir um 20 klukkustunda heldur erfiða ferð frá Islandi, þar sem fyrst var flogið til Luxemborgar, Frankfurt og Rómar og síðan til Messina. Strákarnir fengu að sofa út í morgun en eftir hádegi verður farið á æfingu og litiö á völlinn í Messina sem leikið verður á. Arnór ekki með Amór Guðjohnsen, bezti maður íslenzka liðsins í landsleiknum við England, verður ekki í landsliöinu á laugardag og er Island því án tveggja sinna beztu leikmanna, Amórs og Ás- geirs Sigurvinssonar. Liðbönd tognuðu hjá Arnóri í enska leiknum og voru meiðslin það slæm aö hann hélt ekki til Sikileyjar. I hans stað kom Ámi Sveinsson, Akranesi, í landsliðshópinn. Árni var á landsleiknum á Laugar- dalsvelli og hélt síðan upp á Akranes. Þar sem hann hef ur ekki síma biðu lög- reglumenn hans við heimili hans og tilkynntu Áma að hann ætti að fara meö landsliðinu til Sikileyjar. Það var upp úr miðnætti og Árni var fljótur að HM-lið Austurríkis Austurríski liðsstjórinn Georg Schmidt tilkynnti í gær valið á 22ja HM-hópi Austurríkis. Margir kunnir leikmenn eru i liði Austurrikis sem leikur í 2. riðli með Vestur-Þýzkalandi, Chile og Alsír. Leikmennirnir eru. Markverðir: — Friedl Koncilia, Herbert Feurer og Klaus Linden- berger. Varnarmenn: — Berad Krauss, Herbert Weber, Johann Pregesbauer, Johann Dihanich, Erich Obermeyer, Anton Pichler, Gerald Messlender, Josef Degeorgi og Bruno Pezzey. Framverðir: — Ernst Baumeister, Herbert Prohaska, Kurt Jara, Reinhold Hintermaier og Roland Hatt- enberger. Framherjar: — Walter Schachner, Hans Krankl, Kurt Welzl, Max Hagmayr og Geraot Jurtin. -hsim. pakka niður. Hélt síðan með leigubíl til Reykjavíkur og náði hinum landsliðs- mönnunum skömmu áður en haldið var í ferðina löngu. Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, mun ákveða liðsuppstillingu síðar í dag í leikinn við Möltu. Enginn í lands- liðshópnum á við meiðsli aö stríða. Allir reikna með að Pétur Ormslev, Diisseldorf, komi í stað Amórs en að öðru leyti verði ísl. landsliðið skipað eins og á móti Englendinginum. Það er Guðmundur Baldursson, öm Öskars- son, Trausti Haraldsson, Sævar Jónsson, Marteinn Geirsson, Karl Þórðarson, Atli Éðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Láms Guömundsson, Teitur Þórðarson og svo Pétur Örmslev. Varamenn em Þorsteinn Bjarnason, Olafur Björnsson, Sigurður Grétarsson, Árni Sveinsson og Viðar Halldórsson. Breitner skegglaus Eg sá í þýzku blöðunum í Frankfurt að Paul Breitner, fyrirliði Bayem og vestur-þýzka HM-liðsins, hefði fengið Brazzamir skoruðu 13! HM-lið Brasiliu var heldur betur í ham í gær, þegar það lék við portúgalska 1. deildarliðið Belenenses. Sigraði með 13—3 eftir 4—2 í hálfleik. Mörk Brasilíu skoruðu Serginho 4, Zícq og Careca þrjú hvor, Edvaldo, Leandro og Dirceu eitt hver. Leik- me'nn Brasilíu, sem taldir eru sigur- stranglegastir á HM, sýndu oft snilld- artakta í Ieiknum enda mótstaða heldur lítil. -hsím. Enginníleik- bann í1.2.eða 3. deild Aganefnd Knattspyrausambands ts- lands kom saman til fundar í gær og fjallaði um kærur sem hafa borizt að undanförau. Var þar lítið að gera og fékk enginn leikmaður í 1. 2. eða 3. deild dóm að þessu sinni. -klp- Meistaramót á Selfossi Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, fyrri hluti, verður haldið á Selfossi dagana 12. og 13. júní: Keppnisgreinar: Karlar: Tugþraut, 4 X 800 m, 10000 m. Konur: Sjöþraut, 300 m. Þátttökutilkynningar berist skrif- stofu HSK, ásamt þátttökugjaldi 10 kr. fyrir grein, i síðasta lagi mánudaginn 8. júni. tilboð upp á 150 þúsund mörk frá spíra- fyrirtæki ef hann rakaði af sér alskeggið. Breitner tók tilboðinu, rakaði sig og fékk 150 þúsund mörkin fyrir. „Það er þess virði að láta vaxa á sig skegg og fá slíkt tilboð,” sagði Janus Guðiaugsson, þegar hann las blöðin. En mikil er breytingin að sjá Breitnerskegglausan. —SOS/hsím. Axel Axelsson og Kristbjörg kona hans. Verða þau eitt ár í viðbót í litlu borginni Minden í Vestur-Þýzkalandi? Dankensen vill ekki missa íslendinginn Ákveðið um helgina hvort Axel verður ár í viðbót hjá Dankersen Um helgina verður endanlega úr því skorið hvort handknattleiksmaðurinn góðkunni, Axel Axelsson, verður á- fram hjá Dankersen í Vestur-Þýzka- landl. Forráðamenn félagsins vilja með öllum tiltækum ráðum halda í ís- lendinginn, sem var markahæstur hjá þeim á keppnistimabilinu í ár. Hafa þeir boðið Axel mjög góðan samning og bafa þeir verið að ræða innihald hans nú í vikunni. Axel ætlar að gefa endanlegt svar nú um helgina og ef það verður jákvætt verður hann trúlega eitt ár í viðbót hjá Dankersen. -klp- Sænskt met íhástökki Sænski strákurinn Patrik Sjöberg, sem aðeins er 17 ára, setti sl. laugar- dag nýtt sænskt met í hástökki. Stökk 2,24 m á Stokkhólms-Stadium. Bætti þar með met Rune Alméns um einn sentimetra. Það var sett í Helsinki 1974. Sigurður Svavarsson sést hér i leik með ÍR gegn Fram en með Frömurunum ætlar Hann að leika næsta vetur. STORSIGUR VIKINGS á íslandsmótinu í eldri flokki Vikingar unnu stórsigur á FH i fyrsta leiknum á íslandsmótinu i knattspyrnu i eldri flokki, leikmenn komnir yfir þritugt. Þetta er ný keppni á vegum KSÍ. Keppt í tveimur riðlum. í A-riðli eru Víkingur, FH, KR, Þróttur, IBA, Breiðablik og Haukar. 1 B-riöli eru Fram, Akranes, Keflavík, Völsungur, Valur og Vestmannaeyjar eða i allt þrettán lið. Sigurvegarar í riðlunum mætast svo i úrslitaleik 28. á- gúst í sumar. Keppnin i eldri flokknum hófst á þriðjudag með leik Víkings og FH á Hæðargarðsvelli við Víkingsheimilið. Víkings-liðið með kunna kappa í broddi fylkingar lék oft mjög vel og sigraöi 6—0. Skoraði þrjú mörk í hvorum hálf- leik. Guðgeir Leifsson skoraði tvö af mörkum Víkings, Páll Björgvinsson einnig tvö og þeir Hafliði Pétursson og Kári Kaaber eitt hvor. Víkingar eru að vonum mjög ánægðir með þessi úrslit og hafa ákveðið að efna til hópferðar þegar þeir leika á Akureyri 7. ágúst. I kvöld leika KR og Þróttur í keppninni á KR- svæðinu. Sigurður til liðs við Fram — í 1. deiMinni í handknattleik næsta vetur „Það er af persónulegum ástæðum sem ég fer úr IR,” sagði handknatt- leiksmaðurinn sterki úr Öt, Sigurður Svavarsson, í spjalli við DV í gær. Sigurður hefur sézt á æfingum hjá Fram að undanförnu og sagðist hann nú vera búinn að ákveða að ganga úr ÍR yfir i Fram og leika þar næsta vetur. Heyrzt hefur að fleiri ÍR-ingar ætli að fylgja Sigurði yfir til Fram, en hann vildi hvorki staðfesta það né neita. Þjálfari Fram hefur verið ráðinn Bent Nygaard sem þjálfað hefur ÍR tvö sl. ár í 2. deildinni og voru leikmcnn ÍR mjögánægðir meðhannþar. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.