Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 9. JULI1982. 19 Ferðalög • Hestamannamót • íþróttir • Bækur Leiklist „Á fíótta undan þeirri tið". Úr sýningu ieikhópsins Sargasso, sem verður i Norræna húsinu öii kvöld um helgina. Ferðalag frá okkar tíð til miðalda — um ábyrgð og flótta manneskjunnar Leikhópurinn Sargasso fráStokk- hólmi veröur meö athyglisverðar sýningar í Norræna húsinu í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld kL 21.00. Þetta eru níu manns og sýna leikverk, sem þau hafa sjálf samið. Fjallar það samkvæmt þeirra eigin sögn um hvemig manneskjurnar flýja eða reyna að komast hjá að takast á við aðsteöjandi deilur og vandamál, varpa af sér ábyrgðinni og skella skuldinni á aöra. Þau nota atburði úr mannkynssögunni aftur að miööldum og hugmyndafræði hvers tíma til aö setja þetta á svið. Leikurinn hefst í loftvamabyrgi á okkar dögum, þar sem nokkrar manneskjur hafa leitað hælis undan yfirvofandi hættu og endar í jarð- hýsi einu á miööldum þar sem „sömu” manneskjur hafa falið sig undan ósköpum svartadauöa. Þess á milli hefur leið farandleikhússins aftur í tímann legið gegnum skemmtanabrjálæði þriðja ára- tugarins, þjóðernisrómantík og hreinlifnaöarstefnu 19. aldar, norna- brennur 18. aldar og trúarhita og samfélagsbreytingar þeirrar 17. Inn í þetta allt saman fléttast mannleg vandamál, sem upp koma hjá venju- legumleikhópi. Leikararnir byggja mikið á lát- bragði og likamshreyfingum, en texti er að mestu á sænsku. Þó er nokkuð á íslenzku, enda einn í hópn- um Islendingur, Birgir Edvardsson. Leikverkið heitir „Pá flykt frán den tid” eða „Áflótta undanþeirritíð”. Var þaö frumsýnt í Stokkhólmi í maí við góðar undirtektir gagnrýnenda. Hópurinn hefur síðan ferðazt með það um Noreg, Færeyjar og frá Egilsstöðum norður og vestur nm landið. ^11 GENGIÐ A SNÆVIÞAKINN OG SPRUNGINN EIRÍKSJÖKUL — fjórar helgarf erðir hjá Ferðafélagi íslands Aðalferð Ferðafélags Islands um þessa helgi verður á Eiríksjökul og fjallið Strút, sem er rétt vestan við jökulinn. Auk þess verður Ferða- félagið með ferðir til Hveravella, í Landmannalaugar og Þórsmörk. Ferðin á Eiríksjökul er tjaldferð og verður gist í Torfabæli. Gengið verður á jökulinn, sem er rétt rúm- lega 1670 metra hár, og mun sú ferð taka um fjórar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk á skrifstofu Ferðafélagsins. Ekki skal þó sagt hvort gengið verð- ur á hæsta tind jökulsins. Ferðalangar telja það spennandi mjög að ganga á jökulinn og fjalla- sýnin frá honum kvaö vera fögur. Ekki er taliö erfitt að ganga á jökul- inn en göngumenn þurfa að vera vel skóaðir og klæddir. Jökullinn er dálitið sprunginn núna, mun meira en undanfarin ár, en það á þó ekki að hefta Fór neins. Hamrabelti er um- „Ískatdur Eiriksjökull veit aiit, sem talað er hór,' efast um þau orð. segir skáldió, en tign jökulsins og reisn erslik, að enginn hverfis jökulinn og á honum sjálfum ermikil snjóhetta. Töluvert er um þátttöku út- lendinga í ferðir sem þessa, einkum sækja Svisslendingar, Hollendingar, Þjóðverjar og Skandinavar í þær. Eru útlendingamir oft félagar í ferðafélögum í sínu heimalandi, eins og t.d. Dennorske Turistforening. Um síðustu helgi var ferðafélagiö meö ferð í Landmannalaugar, en ekki var bílfært alla leiðina og urðu þátttakendur aö ganga síðasta spöl- inn. Nú er hins vegar fært stórum bílum og verður farið um Sigöldu í Landmannalaugar þessa helgi. Áætlaö var að ferðin á Hveravelli yrði grasaferð, en þeirri ferð hefur verið frestað um viku. Veröur grasa- ferðin því ekki farin fyrr en helgina 16.-18. júli. Loks fer Ferðafélag Islands í Þórs- mörk að venju. Allar ferðimar hef jast kl. 20 í kvöld og komið verður til baka um kvöldmatarleytið á sunnudag. Farið verður frá BSI. -SA Svifflug Flugvélar eru notaðar til að draga sviffíugumar á loft og hór er verið að leggja af stað. Vonandi viðrar til sviffíugs á Islandsmótinu sem hefst um helgina. ÍSLANDSMÓTÁ HELLU — sólskin forsenda fyrir keppninni Islandsmót í svifflugi 1982 hefst á Helluflugvelli á morgun og mun það standa til sunnudagsins 18. júli. Keppt er í hraðflugi á þríhyrnings- leiðum eöa á leiðum að og frá tiltekn- um stöðum. Keppendur þurfa að sanna flug sitt yfir vissa staði með því aö ljósmynda þá úr lofti. Atta keppendur og svifflugur era skráöir til keppni á Islandsmótinu í svifflugi: Garðar Gíslason (LS3— 17), Hörður Hjálmarsson (K—8B), Höskuldur Frímansson (K—8B), Leifur Magnússon (KA—6E), Sigmundur Andrésson (Standard Astir), Sverrir Thorláksson (Speed Astir), ÞorgeirÁmason (BG—12/16) og Þórmundur Sigurbjamarson (Ka—6CR). Auk keppenda era í hverju keppnisliði einn til þrír aðstoðarmenn. Flugvélar draga svifflugumar upp í 600 metra flughæð. Þar sleppir svifflugmaðurinn dráttartauginni og reynir síðan að láta fluguna svífa þá keppnisleið sem mótsstjórnin hefur tilkynntfyrir mótsdaginn. Svifflugur haldast einkum á lofti af völdum hitauppstreymis en til að það mynd- ist þarf yfirleitt að vera sólskin. Mótsstjóri á Islandsmótinu verður Dr. Þorgeir Pálsson en veður- fræðingur mótsins verður Guðmund- ur Hafsteinsson. Flugmenn dráttar- flugvéla veröa þeir Ámi Guðmunds- son, Gunnar Arthúrsson og Þorsteinn Jónsson. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.