Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Blaðsíða 4
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 9. JULI1982. Messur Guösþjónustur sunnudaginn 11. júli. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. (Síðasta messa fyrir sumarleyfi sóknarprests og starfsfólks). Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 11. Helgistund Hrafnistu 14. júli kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ragnarsson prédikar, organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Ferming og altarisganga. Guðrún Ölafía Gunnarsdóttir, Bethesda, Maryland, USA., p.t. Hagamel 8, Reykjavík. Dómkór- ínn syngur, organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Sunnudagur ki. 18. Orgeltónleikar, Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti leikur á orgebð í 3D—40 minútur. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. LANDAKOTSSPlTALI: Messa kl. 10. Sr. Hjalti Guðmundsson, organleikari Birgir As Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Safnaðarheimilinu Keilufelli 1 ki. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur kl. 10.30: Fyrir- bænaguðsþjónusta, beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson verður í sumarleyfi til 16. ágúst nk. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleik- ari Olafur Finnsson. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Alepa Dagga Serisano, p.t. Birkigrund 58, Kópavogi. Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LAUGARNESKIRKJA: I^augardagur 10. júlí: Guðsþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta fellur niður vegna árlegrar sumarferðar safnaðaríns. Farið verður frá kirkjunni kl. 9 og ekiö um Þingvelli og Kaldadal, komið að Reykholti, þar sem verður helgistund. Ekið um Borgar- fjarðardah. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í sima 16783 kl. 11—12 í dag, laugardag. Mið- vikudagur 14. júlí: Fyrirbænamessa kl. 18.15, beðið fyrir sjúkum. Sr. Frank M. HaUdórsson. FRIKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurður Isólfsson, prestur sr. Kristján Róbertsson. (Siðasta messa fyrir sumarleyfi). Safnaðarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 2. Sókn- arprestur. Listasöfn Sýningar GALLERÍ LANGBRÓK: I GaUerí Langbrók stendur engin sýning yfir eins og er en verk Langbróka eru þar til sýnis og sölu. LISTASAFN ASl: Þar er nú lokað og vinna menn þar baki brotnu við að ljósmynda lista- verk. ÁSMUNDARSALUR: Þar mun verða iokað til 13. ágúst. GALLERY LÆKJARTORG: Nú stendur yfir samsýning ýmissa málara sem áður hafa sýnt í Gallery lÆkjartorgi. Þar er opið á verzlunartima og athugið að gengið er í gegn- um plötuverzlunina. GALLERI HVERFISGÖTU 32: Lárus Þorjeifsson sýnir leðurmuni. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 14—18 og laugardaga frá kl. 10—12. KJARVALSSTAÐIR: Á trönum nefnist sýn- ing Kjarvals sem stendur yfir i Kjarvalssal. 1 Vestursal sýnir nýstofnað félag sem nefnist Listmálafélagið. Á göngum og í kaffi- stofu sýnir Magnús Tómasson. Sýningin er opin aUa virka daga frá kl. 14—22. Sýningu Kjarvals lýkur um miðjan ágúst, en hinar sýningamar standa yfir til11. júlí. NORRÆNA HUSIÐ VH) HRINGBRAUT: Altasýning nefnist sýning á listiðnaði, plaköt- um og fleiru frá Alta í Norður-Noregi, henni lýkur á sunnudaginn. Einnig stendur yfir höggmyndasýning John Ruds og stendur hún Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina H Fjalakötturinn: Tveir dagar eftir af frönsku vikunni Síðustu sýningar frönsku kvikmyndavikunnar í Fjalakettinum verða nú um helgina. Fimm myndir eru til sýnis og bera þær nöfnin „Unglingurinn”, „Lestin”, „La guerre des Polices”, „Le Crab- Tambour”, og „Síðasti milljóna- mæringurinn”. Skírteini á kvik- myndavikuna kosta 50 krónur fyrir félagsmenn og 70 krónur fyrir aðra. Er það einkar vægt verð sé miðað við verð aðgöngumiða að kvikmynda- húsunum. Sýningar Fjalakattarins fara sem fyrr fram í Tjarnarbíói. „Unglingurinn” eftir Jeanne Moreau fjallar um tólf ára gamla stúlku sem er smám saman að breyt- ast í fullorðna manneskju. Sú fræga Simone Signoret fer með hlutverk ömmu stúlkunnar. „Lestin” fjallar um flótta franskra borgara undan innrás Þjóðverja í Frakklandi. Myndin er ákaflega áhrifamikil og vel gerð og að líkind- um einhver ágætasta mynd sem sézt hefur hér á landi í langan tíma. Leik- stjóri „Lestarinnar” er Pierre Granier-Deferre. „Le Guerre des Polices” er ósköp venjulegur en vel gerður þriller. Robin Davis leikstýrði Lögreglu- stríðinu. Gamli meistarinn René Clair á eina mynd á frönsku kvikmynda- vikunni. Hún heitir , ,Síðasti milljónamæringurinn”. I myndinni má greina alla helztu kosti Clair, en hann þótti ágætur gamanmynda- höfundur. Grín hans var þó oft á tíð- um líkast hárbeittu vopni. Umdeildasta myndin á frönsku kvikmyndavikunni er að bkindum mynd Pierre Scoendoeffer, en hún ber nafnið „Le Crabe-Tambour. Myndin var frumsýnd 1978 og vakti strax talsverðar deilur. Hægrimenn töldu hana flytja boðskap um hug- rekki, heiöur og vináttu. Vinstri- menn töldu myndina hins vegar varpa of miklum ljóma á nýlendu- tima Frakka. Það er þó varla óhætt að horfa á myndina án allrar pöli- tískrar gagnrýni. Crabe-Tambour er bæði fallegt verk og frumlegt og hlaut frönsku Cesar-verðlaunin árið 1978. Leikstjóri myndarinnar er Pierre Scoendoeffer. Síöustu sýningar frönsku kvik- myndarvikunnar verða sem hér seg- ir: Laugardagur 10. júlí kl. 3 Síöasti millj ónamæringurinn Kl. 5 Unglingurinn Sunnudagur 11. júlí kl. 5 Le Crabe-Tambour kl. 7 La guerre des Polices kl. 9 Lestin Núer umað gera að láta ekki happ úr hendi sleppa því franskar myndir eru ekki á boðstólum á hverjum degi. -SKJ Kvikmyndir Kappreiöar aru gjarnan æsispennandi. Hór geysast þrír gæöingar i átt að endt svipaða atburði að líta á landsmótinu á Vindheimamelum. Spennandi keppni og margt um skei á landsmótinu 1982 á Vindheimamelum Landsmót hestamanna á Vindheimamel- um stendur sem hæst um helgina. Mikill viðbúnaður er á mótsstað og búizt við 10.000 manns og 2.000 hestum. Auðvelt ætti að vera að komast á mótsstað því Flugleiðir halda uppi loftbrú til Sauðárkróks og af Króknum eru sætaferðir á Vindheimamela. Þeir sem ekki vilja fljúga geta tekið Norðurleiðarútu á mótsstaö hafi þeir ekki yfir eigin bifreið að ráða. Glæsilegast er þó óneitanlega að riða vökrum gæðingi á mótiö. Mikil vinna hefur verið lögö í undirbúning Jandsmótsins. Hreinlætisaöstaða er með ágætum á staðnum og tjaldstæði eru til reiðu. Gróður litur óvenjuvel út á mótssvæð- inu og hefur verið borið sérstaklega á slægjuland handa aðkomuhestum svo þá á ekki að svengja. Handa mannfólkinu er mat- sala, banki, minjagripaverzlun og reiðtygja- verzlun. Ámótsstaö verður einnig hægt að fá gert við minniháttar bilanir á reiötygjum. I kvöld og á laugardagskvöld verða kvöldvök- Þrir kassar eftir Sigurð örlygsson. SYNINGU LISTMt deiiur eins ogsvo mörg igæt lisjtaverk. FELAGSINS AÐ L yfir til ágústloka. Sýningamar eru opnar alla virka daga kl. 9—19 og sunnudaga frá kl. 12— 19. Bókasafnið er opið virka daga frá kl. 13— 19 og sunnudaga frá kl. 14—19. ÁSGRÍMSSAFN: Breyttur opnunartími Ás- grimssafns. Opið alla daga nema laugardaga frákl. 13.30-16.00. MOKKAKAFFI, SKÖLAVÖRÐUSTÍG: Þann 26. júní sl. opnaði Kristján Jón Guðnason sýn- ingu á klippimyndum. Kristján er fæddur í Reykjavik 1943 og hefur stundað nám við Myndlista og handiðaskóla Islands og við Listiðnaðarskólann í Osló. Þetta er 4 einka- sýning Kristjáns en hann hefur tekið þátt í nokkrum haustsýningum FÍM. NVLISTASAFNH): 1 kvöld, fóstudag, kl. 21 verður hljóðperformance framkvæmdur af enskum listamanni Rod Summers, einnig sýnir Þór Elias Pálsson video-installation (uppsetningu). PÉTUR STEFANSSON hefur opnaö 4 mynd- listarsýningar. Hann sýnir ásamt 13 félögum sínum í Listmunahúsinu en einkasýningar hefur hann opnað í Djúpinu, Gallerí Austur- stræti 8, og Galieriinu á bak við bókaskápinn á homi Vesturgötu og Garðastrætis sem var á yngri árum verzlunargluggi. LISTMUNAHÚSBD, LÆKJARGÖTU 2: Þessa dagana stendur yfir sýning nýútskrifaðra nemenda úr Handíða- og myndlistarskólan- um, á sýningunni eru textílverk, keramik og grafík. Sýningin er opin frá kl. 14—22 og lýkur henni á sunnudagskvöld. SKRUGGUBUÐ, SUÐURGÖTU 3a: Hjartað á skemmtigöngu nefnist sýning Medúsu á verk- um Jóhannes Hjáimarssonar og hefur sýning- in að geyma teikningar frá árunum 1961—62. Skruggubúð er opin frá kl. 14—21 um helgar og frá 17—21 virka daga. HAHOLT, DALSHRAUNI 96 HAFNAR- FIRÐI: Málverkasýning Jóns Gunnarssonar hefur nú staðið yfir í viku. Á sýningunni era bæði olíu- og vatnslitamyndir, aðaliega frá sjávarsiðunni. Þetta er 15 einkasýning Jóns. Sýningin er opin frá kl. 14—22 og lýkur henni á sunnudagskvöld. RAUÐA HUSIÐ, AKUREYRI: Nýlega opnaði Jan Voss sýningu í Rauða húsinu á Akureyri. Sýningin er opin frá kl. 16—20 og lýkur henni á sunnudagskvöld. LISTASAFN ÍSLANDS VID SUÐURGÖTU: A laugardaginn opnar sýning sem nefnist Landslag í islenzkri myndlist. Era þetta lista- verk í eigu safnsins eftir ýmsa fremstu lista- menn þjóðarinnar. Sýningin er opin alla daga frákl. 13.30-16. Skemmistaðir HÓTEL SAGA: Á föstudags- og laugardags- kvöld munu hljómsveit Finns Eydal og Helena skemmta í Súlnasalnum og dansinn mun duna frá klukkan 10—3. Auk þess er Grillið opið alla daga. BROAÐWAY: Á Breiðvangi mun hljómsveit- in Galdrakarlar halda uppi fjörinu á föstu- dags- og laugardagskvöld. Þar er opið frá kl. 10-3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.