Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 9. JUU1982.
vað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina
Hestamannamót
nmtanir
Rall
áHúsa-
Allir biladellumenn sem vettlingi
geta valdið munu verða á Húsavík
um helgina, en þar fer fram keppni
í raili og rallkrossi á vegumBifreiða-
íþróttaklúbbs Húsavíkur.
Rallkeppnin hefst klukkan 6 á
laugardagsmorgun og er þetta önnur
keppnin til Islandsmeistaratitils sem
haldin er á þessu ári. Hin fyrri var
haldin í Borgamesi, og sigraði Omar
Ragnarsson þar.
Að þessu sinni verður ekin um 400
kílómetra leiö frá Húsavík, um
Reykjaheiði, og niður að Mývatni.
Áætlað er að keppninni verði lokið
um klukkan 17. Um kvöldið verður
ball á Hótel Húsavík, þar sem
verölaunaafhending fer f ram.
Að sunnudeginum verður keppni í
rallkrossi og verður það í fyrsta sinn
sem keppt er í þeirri grein utan
Reykjavíkursvæðisins, á móti sem
gefur stig til Islandsmeistaratitils.
Norðlendingar hafa þegar tilkynnt
þátttöku 10 bíla i keppninni enda er
búiztviðspennandikeppni. ÖEF
ur á Vindheimamelum og dansleikir í
Argarði, Miðgarði og Húnaveri. Inngangs-
eyrir á hestamannamótið er 350 krónur en
ókeypis yfir böm yngri en tólf ára.
Nóg verður þvi um skemmtanir á Lands-
mótinu 1982 en auðvitað munu keppnis-
hestamir draga að sér mesta athygli
manna. Eru um 500 hestar skráðir í marg-
víslegar keppnir. Kappreiðavöllurinn á
Vindheimamelum er prýðisgóöur og þar má
búast við spennandi keppni. -SKJ
ðff mannleg grímmd
i einum
„Eg er 26 þumlungar á hæð, vel
vaxinn og svara mér prýðilega, en
samt kann að vera aö höfuðið sé
heldur stórt í samanburöi við annan
vöxt. Hárið er ekki svart, heldur
rauðleitt, mjög strítt og þykkt, strok-
ið aftur frá gagnaugunum og enninu
sem er mjög breitt, en ekki að sama
skapi hátt. Ég er skegglaus, en að
öðm leyti nákvæmlega eins og hver
annar maður. Eg er sambrýndur.
Sterkur er ég, einkum ef ég reiðist.
Þegar okkur Jósafat var skipað að
glíma liðu ekki nema tuttugu mín-
útur þangað til ég felldi hann á bakiö
og kyrkti hann. Eftir það hef ég verið
eini dvergurinn við hirðina.
Þannig hljóðar upphafiö að
„Dvergnum” eftir Pár Lagerkvist.
Málfríður Einarsdóttir hefur þýtt
bókina á íslenzku og kom hún nýlega
út hjá Bókaklúbbi AB.
Par Lagerkvist fæddist 1981 í Smá-
löndunum í Svíþjóð. Lagerkvist var
af bændum korninn en faðir hans var
dvergi
verkamaður. Engu að síður komst
Lagerkvist til mennta og stundaði
um skeið nám í háskóla. Hann var
kosinn í sænsku akademiuna 1940 og
hlaut nóbelsverðlaun í bókmenntum
1951. Lagerkvist var alinn upp í
kristinni trú en kenningar Darwins
höfðu snemma áhrif á hann. Glöggt
má sjá á fyrstu ljóðabokum hans og
leikritum hversu þungt honum féll
harmleikur fyrstu heimsstyrjaldar-
innar. Hann hafði alltaf viðbjóö á
grimmd og ofbeldi en „Dvergurinn”
f jallar einmitt um allt hið versta í
mannskepnunni.
„Dvergurinn” kom fyrst út á
sænsku árið 1944. Skáldsagan segir
frá atburöum sem gerast eiga á end-
urreisnartímanum. Engu að síður er
í bókinni fengizt við að lýsa tilfinn-
ingum og atburðum sem erindi eiga
til manna á öllum tímum.
Dvergurinn sem segir söguna ber
sig ævinlega ákaflega mannborlega.
lllska hans er alger og á rætur sínar í
smæð hans og vanmáttartilfinningu.
Hegðun dvergsins snýst jafnan um
það að koma illu til leiðar. Hann hik-
ar ekki við að fremja morð og steypa
fólki í glötun. Allt sem að jafnaði er
talið gott og fagurt er viðbjóðslegt í
augum dvergsins. Stundum er þó
eins og rofi til í hugskoti hans en
aldrei lengi í senn.
Dvergurinn gegnir stöðu hirðfífls
hjá fursta nokkrum. Furstinn er
slægvitur, grimmur og elskur að
ýmsum ósóma. Alþýðan í ríki furst-
ans er ofurseld valdi hans og líf smá-
mennanna er herfilega aumt. Ange-
líka dóttir furstans er ef til vill helzti
fulltrúi sakleysis og góömennsku í
„Dvergnum” enda hatardvergurinn
hana meira en flesta aðra.
„Dvergurinn” er mögnuð lýsing á
illsku og grimmd. Sé miðað við útlit-
ið í heimsmálunum í dag hefur
„Dvergurinn” engu tapað af gildi
sínu.
Eins og vænta mátti er þýðing Mál-
fríðar Einarsdóttur á „Dvergnum”
prýðileg. Fáir Islendingar sem
drepa niður penna um þessar mundir
Kinverskt ijóö Karis Kvarans.
FéJagar í nýstofnuðu Listmálara-
félagi Islands sýna nú að Kjarvals-
stöðum. Meðal þeirra sem taka þátt í
sýningunni eru margir af þekktustu
listmálurum landsins en félagar í
listmálarafélaginu eru 21 talsins.
Sýning listmálarafélagsins hefur
fengið ákaflega góða dóma.Á henni
er að finna olíumálverk,
alkrýlmyndir og blýantsteikningar.
Sýningu listmálarafélagsins lýkur
nú á sunnudagskvöld, en þangað til
er hún opin frá klukkan 14 til 22.
Félagar í Listmálarafélagi Islands
eru: Agúst Petersen, Bragi Asgeirs-
son, Einar Baldvinsson, Einar
Hákonarson, Einar Þorláksson,
Elías B. Halldórsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Gunnar öm Gunnars-
son, Hafsteinn Austmann, Hrólfur
Sigurðsson, Jóhannes Jóhannesson,
Kari Kvaran, Kjartan Guöjónsson,
Kristján Davíðsson, Sigurður
Sigurðsson, Sigurður Örlygsson,
Steinþór Sigurðsson, Svavar Guðna-
son, Valtýr Pétursson, Vilhjálmur
Bergsson og ÞorvaldurSkúlason.
-SKJ
Málfríöur Einarsdóttir hefur þýtt „Dverginn" og er málið á bókinni
vandað og fagurt. D V-mynd. Ragnar Th.
virðast komast jafnfætis Málfríði í
málsnilld.
Tveir snillingar hafa lagt hönd á
plóginn þar sem „Dvergurinn” er
annars vegar. Frásagnarlist Lager-
kvists er hrifandi og mikill fengur að
því að Málfríður skuli hafa tekið að
sérþýðinguáverkihans. -SKJ
ILARA-
IÚKA
KLÚBBURINN: Bæði á föstudags- og laugar-
dagskvöld mun hljómsveitin Pass leika fyrir
dansi en auk þess mun diskóió dynja.
Klúbburinn er opinn frá kl. 11.30—3.00.
HOLLYWOOD: Dansinn dunar fram til 3
undir dúndrandi diskóteki, bæði föstúdag og
laugardag. Ogsíðpilsin sviptust....
GLÆSIBÆR: Grétar Laufdal verður í diskó-
tekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er
diskósalur 74, tónlistin úr safni ferðadiskó-
teksins. Grétar býður alla velkomna og óskar
gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin
Glæsir leikur fyrir dansi í öðrum sal hússins
öll kvöld helgarínnar.
LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu
dansamir. Valgerður Þórisdóttir syngur við
undirleik hljómsveitar Rúts Kr. Hannesson-
ar.
HREYFILSÚSEÐ: Opið laugardagskvöld,
gömlu dansamir.
HOTELBORG: Diskótekið Dísa sér um diskó-
snúninga bæði föstudags- og laugardags-
kvöld. Sunnudagskvöld verður hljómsveit
Jóns Sigurössonar meö tónlist af vönduöu tagi
sem hæfir gömlu dönsunum.
ÖÐAL: I Oðali verður allt í gangi um helgina
eins og vanalega.ídiskótekinu veröa þeirAs-
mundur Ásgeirsson og Dóri.
SIGTÚN: Diskótek verð ur bæði kvöldin.
SNEKKJAN: Hljómsveitin Mars mun halda
uppi f jörinu á föstudags- og laugardagskvöld.
Matsölustaðurinn Skútan er opin sömu kvöld.
ÞORSKAFFI: Þar mun dansinn duna um
helgina. Á neðri hæð er diskótek en á efri hæö-
inni skemmtir Dans'bandið gestum staðarins.
Húsið opnað kl. 10.
LEKHÚSKJALLARINN: Þar verður lokað
til ágústloka.
SIGLINGAKLÚBBURINN KÖPANES,
KOPAVOGI: Bátaleiga fyrir almenning er á
þriðjudögum frá kl. 16—22 og miðvikudögum
frá kl. 16—20 og fimmtudaga frá kl. 16—22.
Tilkynningar
Kór öldutúnsskóla
heldur tónleika í Norræna húsinu laugardag-
inn 10. júli kl. 16.00. Á efnisskránni er fjöldi
laga allt frá 16. öld til okkar daga, m.a. flytur
kórinn eitt lag á kínversku, „Söng blaðber-
ans’’ eftir Nie Er, og eitt verk verður frum-
■flutt, „Dúfa á brún” eftir Þorkel Sigurbjöms-
son. Um miðja næstu viku heldur kórinn í tón-
leikaferð til Hong Kong og Kína. Stjórnandi
Kórs öldutúnsskóla er Egill Friðleifsson en
undirleikari er Þorkell Sigurbjömsson.
Jass í Stúdentakjallaranum
á sunnudagskvöld klukkan 21.00. Fram
koma: Pétur Grétarsson, trommur, Friðrik
Karlsson gítar, Tómas R. Einarsson bassi.
KFUM og KFUK:
Kaffisala verður í félagshúsinu við Holtaveg
sunnudaginn 11. júlí milli klukkan 3 og 6.
KOrgelleikur
í Dómkirkjunni
Sunnudaginn 11. júlí kl. 18 leikur Marteinn H.
Friðriksson á orgel Dómkirkjunnar í Reykja-
vik. Aðgangur er ókeypis.
21
Dansleikur í
Aratungu með Brimkló.
Á laugardagskvöldið mun hljómsveitin Brim-
kló skemmta liöinu sem mætir í Aratungu.
Miklar mannbreytingar hafa átt sér stað í
hljómsveitinni svo i dag skipa hljómsveitina:
Ragnar Sigurjónsson, Haraldur Þorsteinsson,
Arnar Sigurbjörnsson og Guðmundur Bene-
diktsson.
Ert þú einmana
leitandi að lífshamingju? Biðjum fyrir fólki til
frelsunar og lækningar. Hverfisgata 43,
Reykjavik. Opiö frá kl. 18—22, símaþjónusta
21111.
Ferðalög
Útivist
Dagsferðir sunnud. 11. júlí
a. Kl. 8.00 Þórsmörk. 4 tíma stanz í Mörkinni.
Verð250kr.
b. KI. 13.00 Tröllafoss og nágr. Létt ganga
fyrir alla. Verð 100 kr.
c. Kl. 13.00 Esja (Þverfellshorn), með bezta
útsýni yfir sundin blá. Verö 100 kr.
Brottför frá BSI, benzínsölu. Frítt f. böm m.
fullorðnum. Sjáumst.
Helgarferðir 16.—18. júlí
a. Tungufellsdalur — Línuvegur — Þjérsár-
dalur. Glæný leið. Margt að skoða. Tjaldað í
fallegum skógi í Tungufellsdal.
b. Laxárgljúfur — Hrunakrókur. Einhver fal-
legustu árgljúfur landsins. Stutt bakpokaferð.
Göngutjöld.
Sumarleyfisferðir.
a. Þórsmörk. Dveljið viku i friði og ró í Bás-
um. Odýrasta sumarleyfið.
b. Hornstrandir IV. Hornvík — Reykjafjörður
— Hombjarg — Ðrangajökull — Bjarnar-
f jörður. 3 dagar í Reykjafirði.
c. Eldgjá — Strútslaug — Þórsmörk. 8 dagar.
26. júlí — 2. ágúst. Ný bakpokaferð. 2 hvildar-
dagar.
d. Hálendishringur. 11 dagar i ágúst.
e. Borgarfjörður eystri — Loðmundarfjöröur.
9 dagar. 4.—12. ágúst.
Uppl. og farseðlar á skrifst., Lækjarg. 6a., s.
14606. Sjáumst.
Ferðáfélagið Útivist.
Frá Ferðafélagi íslands
Sumarleyfisferðir:
1. 16.—23. júU (8 dagar); Lónsöræfi. Gist í
tjöldum. Gönguferðir frá tjaldstað um ná-
grennið.
2. 16,—21. júU (6 dagar): Landmannalaugar
— Þórsmörk. Gönguferð með svefnpoka og
mat. Gist í húsum.
3. 16.—21. júlí (6 dagar); Hvítárnes — Þver-
brekknamúU — Hveravellir. Gönguferð. Gist
ihúsum.
4.17.—23. júU (7 dagar): Gönguferð frá Snæ-
felU til Lónsöræfa. Gengiö með aUan viðlegu-
útbúnaö.
5. 17.—25. júU (9 dagar): HoffeUsdalur —
Lónsöræfi — Víðidalur — Geithellnadalur.
Gönguferð m/viðleguútbúnað. Uppselt.
6. 17,—22. júU (6 dagar): Sprengisandur —
Kjölur. Gist í húsum.
7. 23.-28. júU (6 dagar): Landmannalaugar
— Þórsmörk. Sama tilhögun og í ferð nr. 2.
8. 28. júU — 6. ágúst (10 dagar): Nýidalur —
HerðubreiðarUndir — Mývatn — Vopnafjörð-
ur — Egilsstaðir. Gist í húsum og tjöldum.
Fólk er minnt á að velja sumarleyfisferð
timanlegá.
Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstof-
unni, Oldugötu 3.