Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1982, Page 6
22
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 9. JULI1982.
Matsölustaðir
REYKJAVlK
ASKUR, Laugavegi 28 B. Símar 18385 og
29355: Opið kl. 9—24 alla daga. Vinveitingar
frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnu-
dögum.
ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Simi 81344: Opið
kl. 11-23.30.
TORFAN Amtmannsstíg, simi 13303: Opið
alla daga vikunnar frá klukkan 10.00—23.30.
Vínveitingar.
KOKKHÚSEÐ Lækjargötu 8, simi 103440: Opið
alla daga vikunnar frá klukkan 9.00—21 nema
sunnudaga er opið frá klukkan 10.00—21.00.
TOMMABORGARAR Grensásvegi 7, simi
84405: Opiðalla daga fráklukkan 11.00—23.00.
SVARTA PANNAN á horninu á Tryggvagötu
og Pósthússtræti , simi 16480: Opið alla daga
frá klukkan 11.00—23.30.
GOSBRUNNURINN Laugavegi 116, sími
10312. Opiö virka daga frá klukkan 8.00—21.00
og sunnudaga frá klukkan 9.00—21.00.
ASKUR, næturþjónusta, simi 71355: Opið á
föstudags- og laugardagsnóttum til klukkan
5.00, sent heim.
WINNIS, Laugavegi 116, sími 25171: Opiö alla
daga vikunnar frá klukkan 11.30—23.30.
LÆKJARBRÉKKA við Bankastræti 2, simi
14430: Opið alla daga frá klukkan 8.30—23.30
nema sunnudaga, þá er opiö frá klukkan
10.00—23.30. Vínveitingar.
ARNARHÖLL, Hverfisgötu 8—10, simi 18833:'
Opið alla virka daga í hádeginu frá klukkan
12.00-15.00 og alla daga frá kl. 18.00-23.30. Á
föstudags og laugardagskvöldum leika
Magnús Kjartansson og Finnbogi Kjartans-
son í Koníakklúbbnum, vínveitingar.
MENSA, veitingastofa Lækjargötu 2, 2. hæð,
simi 11730: Opið alla daga nema sunnudaga
frá klukkan 10.00—19.00 og sunnudaga frá
klukkan 14.00-18.00.
POTTURINN OG PANNAN, Brautarholti 22:
Opiðfrá 8.00-23.30.
RÁN, Skólavörðustíg 12, sími 10848: Opið
klukkan 11.30—23.S0, léttar vínveitingar.
BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, viö Oðinstorg. Simi
25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10-
23.30 á sunnudögum.
ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2.
Simi 82200: Opið kl. 7—22. Vínveitingar.
HOI.LYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir i
síma 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll
kvöld vikunnar. Vinveitingar.
HORNH), Hafnarstræti 16. Sími 13340: Opiö
kl. 11-23.30.
HOTEL HOLT, Bergstaðastræti 37.
Borðapantanir í síma 21011. Opið kl. 12—14.30
og 19—23.30. Vínveitingar.
HOTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavikurflugvelli.
Boröapantanir í sima 22321: Blómasalur er
opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30
og 19—22.30. Vínveitingar.
KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Símar
12509 og 15932. Opiö kl. 4 eftir miðnætti til kl.
23.30. Vínveitingar.
KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opið alla
daga kl. 9—22.
LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Sími 31620. Opið
8-24.
NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir í
síma 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30.
NESSÝ, Austurstræti 22. Simi 11340. Opið kl.
11-23.30 alladaga.
ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir í síma
11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnu-
daga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og
laúgardaga.
ÞÖRSCAFE,. Brautarholti 20. Borðapantanir
í síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og
laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar.
AKUREYRl
BAUTli'... og SMIÐJAN. Hafnarstræti 22.
bn. : 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl.
9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga,
þriðjudaga og miövikudaga kl. 18.30—21.30.
Föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl.
11.30— 14 og 18.30—21.30. Vínveitingar.,
HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87—89. Sími 96—
22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur
til kl. 21.45. Vhnveitingar.
HAFNARFJÖRDUR
GAFL-INN, Dalshrauni 13. Simi 54424. Opið
alla daga kl. 8—23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er
opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og
vínveitingar.
SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1-3.
Borðapantanir í sima 52502. Skútan er opin
9—21 sunnudaga til fimmtudaga og 9—22
föstudaga og laugardaga. Matur er fram-
reiddur í Snekkjunni á laugardögum kl. 21—
22.30.
AKRANES
STILLHOLT, Stillholti 2. Sími 93-2778. Opið kl.
9.30—21 virka daga og 9.30—22 laugardaga og
sunnudaga. Léttar vínveitingar eftir kl. 18.
Hvað er á seyði um helgina
Hvað er á seyði um helgina
Sjónvarpið býður upp á
iþróttaviðburð helgarinnar
— en þó er ýmislegt annað að hafa á heimavígstöðvum fyrir þá sem hafa áhuga
Stóri viðburðurinn um þessa helgi
á íþróttasviðinu verður sjálfsagt í
sjónvarpinu á sunnudaginn. Þá sýnir
sjónvarpið beint frá úrslitaleik
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spymu á Spáni. Snýst allt um það að
vera ekki meö nein íþróttamót hér á
landi á sama tíma en mikið er þó um
að vera alla helgina.
Knattspyrna
Enginn leikur verður í 1. deild
karla um helgina þar sem landsliöiö
er aö leika við Finna á Olympíuleik-
vanginum í Helsinki á sunnudaginn.
Keppnin í 1. deildinni byrjar aftur á
þriðjudagskvöldið meö leik KR og
ÍBI.
Kvenfólkið verður á fullri ferð í
knattspymunni í kvöld. Þá leika
m.a. Fram-Víöir í 2. deild, Víkingur-
FH í 1. deild og Breiðablik-Valur,
efstu liðin í deildinni, mætast einnig í
kvöld. Leikirnirhefjastallirkl. 20.00.
Á laugardaginn verða leiknir þrír
leikir í 2. deild karla. Skallagrímur-
Þór Ak, Völsungur-FH og Þróttur N-
Reynir S. Þá verða líka 8 leikir í 3.
deild og 10 leikir í 4. deild. Á sunnu-
dag verður einn leikur í 2. deild,
Njarðvík-Einherji, en auk þessara
leikja verða margir leikir í yngri
flokkunum um helgina.
Sund
Stærsti íþróttaviðburðurinn hér
heima um helgina er Islandsmótið í
sundi, sem hefst í kvöld í Laugar-
dalslauginni. Þar verður keppt í
þrem greinum. A morgun, iaugar-
dag, hefst keppnin kl. 16.00 og þá
verður keppt í 12 greinum. Islands-
mótinu, sem í taka þátt yfir 100
keppendur, lýkur á sunnudaginn
meö keppni í 10 greinum og hefst
keppnin þá kl.
Laugardalslauginni.
15.00
Siglingar
Tvö mikil siglingamót verða um
helgina. Annað er opna Akureyrar-
mótiö sem verður á Pollinum þar á
laugardag og sunnudag. Hitt er
UMSK mótið sem verður í Fossvog-
inum og byrjar í kvöld en lýkur á
sunnudag.
Frjálsar íþróttir
Þar er heldur lítið um að vera enda
allt toppfólkiö að hvíla sig fyrir
landskeppnina við Wales og Reykja-
víkurleikana sem verða um aðra
helgi. Eina frjálsíþróttamótið um
helgina er Islandsmótið fyrir 15 til 18
ára sem verður á Sauðárkróki.
GoK
I golfinu er mikið um aö vera aö
vanda. SR mótið á Akranesi er stóra
mótið þar. I því taka þátt allir beztu
kylfingar landsins enda er það stiga-
mót á vegum GSI. Tvö opin 18 holu
kvennamót verða um helgina. Hjá
GK verður JG silfurkeppnin á laug-
ardaginn og hjá GS verður Costa
Boda keppnin á sunnudaginn. Þá
verður Einherjakeppnin á Nesvellin-
um á laugardaginn.
Það má búast við mikilli spennu og harðri keppnl á tslandsmótínu í sundi, sem
verður í Laugardalslauginni um helgina....
Á Akureyri verður haldin Saab-
Toyota-keppnin, er þetta 36 holu
keppni á laugardag og sunnudag. I
kappleikjaskrá GSI er sagt að þetta
mót sé um næstu helgi, er það rangt,
er sem sagt um þessa helgi. Golf-
klúbbur Selfoss heldur opið 18 holu
mót á laugardaginn á golfvellinum
viðAlviðru.
-klp-
Nýútskrifaðir myndlistarmenn, Sigrún Harðardóttir og Pétur Stefánsson
sit ja hér fyrir framan grafíkverk Sigrúnar.
Góð aðsókn að sýn
ingu nýútskrifaðra
myndlistarmanna
— síðasta sýningarhelgi
Nýútskrifaðir myndlistarmenn úr
Myndlista- og handíðaskólanum
opnuðu um síðustu helgi sýningu i
Listmunahúsinu. Sýningin stendur
aöeins eina viku og lýkur henni nú á
sunnudagskvöld. Á sýningunni eru
grafík-, keramik- og textílverk.
Mörg verk á sýningunni eru ákaflega
áhugaverö, en verk grafíklistamann-
anna nýbökuöu eru einna mest
áberandl
I hópnum sem sýna í Listmunahús-
inu eru: Aðalheiður Valgeirsdóttir,
Arndis Guðmundsdóttir, Bryndís
Björgvinsdóttir, Daði Haröarson,
Guðbjörg Ringsted, Guðrún Kolbrún
Sigurðardóttir, Haukur Friðþjófs-
son, Olöf Bjarnadóttir, Pétur
Stefánsson, Ragna Ingimundardótt-
ir, Sigrún Harðardóttir, Sigurbjörn
Jónsson, Sigurey Finnbogadóttir og
Svala Jónsdóttir.
Góð aösókn hefur verið að sýningu
myndlistarfólksins nýútskrifaða og
hafa mörg verkanna á sýningunni
selzt. Sýningin er opin til 22 í kvöld og
frá 14 til 22 á laugardag og sunnudag.
-SKJ
Síðustu dagar fyrstu
sýningarinnar í Háholti
Um síðustu helgi var opnaður nýr
sýningarsalur í Hafnarfirði. Hann
hefur hlotið nafnið Háholt. Eigandi
salarins er Þorvaldur Guðmundsson
i Síld og fisk, en Jón Gunnarsson
varð fyrstur manna til að sýna í saln-
um. Háholt er fyrsti sýningarsalur-
inn í Hafnarfirði. Hann er í Alihúsinu
viðDalshraun9B.
Á sýningu Jóns eru vatnslita- og
olíumyndir. Flestar þeirra eru af
sjómönnum, bátum og öðru þvi sem
tilheyrir sjávarsíðunni. Sýning Jóns
er opin frá klukkan 2 til 10 á hverjum
degi, en henni lýkur á sunnudags-
kvöldið. -SKJ
Myndlist
Jón Gunnarsson sýnir fyrstur manna f Háholti. Hér situr hann við þrjár af myndum sínum.